Morgunblaðið - 01.11.2006, Side 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 305. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Suðlæg átt, 3–8
m/s. Súld eða
rigning öðru
hvoru sunnan- og
vestanlands, bjart
norðaustantil. » 8
Heitast Kaldast
8°C 2°C
STEFNT er að því að húseignin
Vesturgata 16b í Reykjavík, svo-
nefnt Gröndalshús, verði flutt í Ár-
bæjarsafn fyrir áramót. Húsið á sér
merka sögu en þar bjó lengi Bene-
dikt Gröndal skáld.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir
borgarminjavörður segir húsið
hafa mikið varðveislugildi. „Þetta
er gamalt hús sem er sérstakt á
margan hátt, bæði í byggingarlagi
og er mjög vel varðveitt en það hef-
ur haldið sínum upprunalega svip,“
segir hún. Guðný Gerður segir að
út frá sögu hússins sé mjög eðlilegt
að í því verði Benedikts Gröndals á
einhvern hátt minnst. | 17
Skáldið Benedikt Gröndal skáld.
Gröndals-
hús flutt
STJÓRNENDUR Landspítala – há-
skólasjúkrahúss (LSH) hafa ákveðið
að áfrýja ekki dómi héraðsdóms í
máli Stefáns E. Matthíassonar, fyrr-
verandi yfirlæknis æðaskurðlækn-
ingadeildar spítalans, sem kveðinn
var upp undir lok júní. Í dómi hér-
aðsdóms var kveðið á um að LSH
hefði ekki haft lögmæta ástæðu til að
veita Stefáni áminningu fyrir að
óhlýðnast fyrirmælum spítalans með
því að halda áfram rekstri lækninga-
stofu sinnar, en Stefáni var á grund-
velli áminningarinnar sagt upp störf-
um hjá spítalanum.
„Það var mat okkar að það væri
ekki víst að dómi héraðsdóms yrði
snúið við og það væri þess vegna
skárra að hafa þetta svona,“ segir
Jóhannes Gunnarsson, lækningafor-
stjóri LSH. Sagði hann líkur til þess
að skaðabætur í málinu myndu nema
óverulegum upphæðum. Spurður
hvort hann hefði ekki áhyggjur af því
að skaðabætur yrðu það háar að erf-
itt yrði fyrir stjórnendur spítalans að
réttlæta þær fyrir skattgreiðendum
svaraði Jóhannes neitandi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ragnari H. Hall, hrl. og lögmanni
Stefáns, hafa að undanförnu verið
reyndar viðræður við stjórnendur
LSH með það að markmiði að fá þá
til að ráða Stefán aftur til starfa, en
án árangurs, og því sé bótaleiðin eina
færa leiðin. | 11
LSH unir dómi
héraðsdóms
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
FIMM langreyðar voru komnar á land í gær,
fjögur kvendýr og eitt karldýr, en Hvalur 9 er
væntanlegur til hafnar í dag með tvær langreyðar
til viðbótar, sem veiddust í gær. Þá veiddu skip-
verjar á Halldóri Sigurðssyni ÍS fyrstu hrefnuna í
atvinnuskyni í gær í Ísafjarðardjúpi. Tuttugu og
fimm ríki hyggjast í dag hvetja íslensk stjórnvöld
til að hætta hvalveiðum í atvinnuskyni.
Gísli Víkingsson, líffræðingur og hvalasérfræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að athygl-
isvert sé að fyrstu kýrnar hafi allar verið í hvíld,
það er ekki með fóstri, en stór hluti úr hefðbund-
inni veiði á sumrin hafi verið með fóstri.
Hanga lengur frameftir hausti?
Sýni verða tekin úr öllum veiddum langreyðum.
Gísli Víkingsson segir að þau verði ekki rann-
sökuð fyrr en að loknum veiðum og ekki sé búist
við miklum niðurstöðum úr níu dýrum. Meiri
rannsóknir séu í sambandi við hrefnuveiðarnar
sem gerðar séu í vísindaskyni. Sama fólkið vinni
við sýnatöku og rannsóknir og þar sem hvalur
hafi komið á land annan hvern dag hafi ekki verið
mikill tími til rannsókna. Auk þess þurfi sýnin að
vera um tíma í formalíni áður en hægt sé að vinna
þau.
Kýrnar eiga kálfa annað hvert ár, ganga með í
um það bil ár, mjólka í hálft ár og hafa svo hálft ár
til að ná holdum fyrir næstu þungun. Gísli segir
að sú staðreynd að veiddar langreyðar hafi ekki
verið með fóstri gæti bent til og stutt vísbend-
ingar um að þær kýr sem ekki eru með fóstri
hangi hér lengur frameftir hausti. Eldri rann-
sóknir sýndu 97% ljósátu í maga langreyða á
svæðinu þar sem þær hafa veiðst að þessu sinni
og segir Gísli að til þessa hafi menn ekki séð ann-
að á staðnum og því ekkert nýtt í því.
Haft var eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra
Hvals hf., í Morgunblaðinu í gær að nóg væri af
hval. Gísli segir að hugsanlega komi það á óvart
en þessi staða hafi ekki verið rannsökuð svo seint
á árinu og almennt hafi verið gert ráð fyrir að
hvalirnir væru farnir á þessum tíma.
Fyrstu kýrnar allar í hvíld
Tuttugu og fimm ríki ætla í dag að hvetja íslensk stjórnvöld til að hætta hval-
veiðum í atvinnuskyni Búið er að veiða sjö af níu langreyðum og eina hrefnu
Í HNOTSKURN
»Fulltrúar landanna tuttugu og fimm,sem vilja hvetja íslensk stjórnvöld til að
hætta hvalveiðum í atvinnuskyni, ætla að
koma áskoruninni á framfæri við utanrík-
isráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið í
Reykjavík í dag.
»Á meðal landanna eru Bandaríkin,Finnland, Svíþjóð og ríki í Evrópu og
Rómönsku Ameríku.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Hrefna skotin fyrir vestan Skipverjar á Halldóri Sigurðssyni ÍS veiddu fyrstu hrefnuna í atvinnuskyni í Ísafjarðardjúpi rétt fyrir hádegi í gærdag. Á
myndinni sést m.a. Konráð Eggertsson skipstjóri (t.v. fyrir miðju) en verið var að taka hrefnuna úr bátnum þegar ljósmyndara bar að garði.
♦♦♦
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
ÍSLENSK erfðagreining sagði í gær
upp 28 starfsmönnum hér á landi og
um 20 starfsmönnum fyrirtækisins í
Bandaríkjunum.
Eiríkur Sigurðsson, kynningar-
stjóri Íslenskrar erfðagreiningar,
segir að uppsagnirnar séu liður í
hagræðingaraðgerðum hjá fyrirtæk-
inu sem beinist að ýmsum þáttum
rekstrarins, bæði hér á landi og í
Bandaríkjunum. Hann segir að
ástæður uppsagnanna séu meðal
annars að verið sé að taka upp nýja
tækni í erfðarannsóknum sem auki
afköst og sjálf-
virkni. Þá sé
ákveðnum verk-
efnum innan fyr-
irtækisins lokið.
Markaðir hafa
verið erfiðir
Alls starfa
rúmlega 300
starfsmenn hjá
Íslenskri erfðagreiningu hér á landi
og um 100 manns í Bandaríkjunum.
Fjöldi uppsagnanna nú hér heima er
ekki slíkur að hann nái undir lög um
hópuppsagnir.
Aðspurður hvort uppsagnirnar
séu til marks um erfiða stöðu fyr-
irtækisins segir Eiríkur að markaðir
hafi að sumu leyti verið erfiðir en
hafa beri í huga að fyrirtækið starfi í
síbreytilegum iðnaði. Starfsmenn
sem sagt hafi verið upp fái þriggja
mánaða uppsagnarfrest. „Uppsagnir
sem þessar eru aldrei auðveldar. Við
höfum boðið starfsfólki upp á ráðgjöf
og aðstoð við atvinnuleit og fáum
ráðgjafarfyrirtæki til þess að að-
stoða,“ segir Eiríkur.
Þegar hann er inntur eftir því
hvort von sé á frekari aðgerðum á
borð við þessar segist hann ekki vilja
segja til um það. „Fyrirtækið er að
skoða ýmsar leiðir til hagræðingar.“
Um 50 starfsmönnum
ÍE sagt upp störfum
Eiríkur Sigurðsson
GÆSLUVARÐHALD yfir karli á
þrítugsaldri sem grunaður er um að
hafa nauðgað erlendri stúlku aðfara-
nótt sunnudags 22. október sl. renn-
ur út í dag. Stúlkan var stödd á
Laugavegi og þáði þaðan far með
manninum. Ók hann sem leið lá út
fyrir íbúðarbyggð þar sem hann
þröngvaði henni til samræðis við sig.
Um klukkutíma áður hafði maðurinn
boðið annarri stúlku far á sömu slóð-
um. Henni þótti þetta sérkennileg
hegðun og skráði niður númer bíls-
ins. Hún hafði samband við lögreglu
þegar hún heyrði af nauðguninni og
gaf upp númer bílsins sem maðurinn
ók en það leiddi til handtöku hans.| 8
Hafði boðið
annarri
stúlku far