Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ankara. AFP. | Bulent Ecevit, fyrrverandi for- sætisráðherra Tyrk- lands, lést á sjúkrahúsi í fyrrakvöld, 81 árs að aldri, eftir að hafa verið í svefndái í rúma fimm mánuði vegna heilablæð- ingar. Ecevit var minnst sem mikils þjóðernissinna og tákns heiðarleika í tyrkneskum stjórnmál- um. Hann hafði getið sér gott orð sem skáld og þýtt verk T.S. Elliots og Rabindranaths Tagore áður en hann haslaði sér völl í stjórnmálunum og varð leiðtogi Lýðræðis- lega vinstriflokksins. Ecevit var mjög heilsuveill þegar hann dró sig í hlé eftir að hann lét af embætti for- sætisráðherra og flokkur hans tapaði öllum þingsætum sínum í kosningum árið 2002. Ecevit var einn af áhrifamestu stjórn- málamönnum Tyrklands í nær fjóra áratugi og varð forsætisráðherra alls fimm sinnum. Hann fyrirskipaði innrás tyrkneska hersins í Kýpur árið 1974 eftir að grísk herforingja- stjórn stóð fyrir valdaráni á eyjunni í því skyni að sameina hana Grikklandi. Ecevit látinn Bulent Ecevit Var einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum Tyrkja í nær 40 ár Naíróbí. AFP. | Loftslagsbreytingar eru dragbítur á framfarir í Austur-Afríku, þar sem mörg af fátækustu ríkjum heims glíma nú við mikla þurrka, að því er kom fram í yf- irlýsingu alþjóðlegu náttúruverndarsam- takanna WWF í gær. Þessa dagana fer nú fram ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóð- anna í Naíróbí um loftslagsmál, þar sem áherslan er á aðstoð við fátæk ríki og aðlög- un þeirra að breyttu og hlýrra loftslagi. Að sögn talsmanna WWF ógna loftslags- breytingar milljörðum manna á jörðu og eru íbúar vanþróuðustu álfunnar, Afríku, sagðir í mestu hættu, en þurrkar og flóð hafa valdið miklu tjóni í ríkjum hennar að undanförnu. Hitastig í álfunni er jafnframt sagt hafa hækkað um 0,7 gráður á síðustu öld og er búist við því að það muni hækka um 0,2 til 0,5 gráður á næstu 100 árum. Breytingarnar er sagðar munu setja land- búnað úr skorðum og leiða til vatnsskorts. Þá sagði Alþjóðlega veðurfræðistofnunin (WMO) í nýrri skýrslu, að sjávarmál myndi hækka og þannig ógna borgum á borð við Lagos, stærstu borg Nígeríu. Breytt loftslag ógnar Afríku ♦♦♦ KONA dansar á báti á lokadegi þriggja daga vatnshátíðar á Tonle Sap-á við konungshöllina í Phnom Penh í Kambódíu. Talið er að um milljón manna hafi komið til borgarinnar vegna hátíðarinnar sem er helguð fornum stríðsmönnum í sjóher konungdæmisins, en þeir eru taldir sjá Kambódíumönnum fyrir mikilvægum náttúruauðlindum, meðal annars fiski. AP Vatnshátíð til heiðurs fornum stríðsmönnum Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is DANIEL Ortega, leiðtogi Sandín- istaflokksins, verður líklega næsti forseti Níkaragva. Kosningarnar fóru fram á sunnudag og þegar um 40% atkvæða höfðu verið talin í gærkvöldi hafði Ortega fengið um 40% atkvæða og um 7% fleiri at- kvæði en næsti maður. Til að ná kjöri í fyrstu umferð þarf fram- bjóðandi að fá að minnsta kosti 35% atkvæða og 5% fleiri atkvæði en frambjóðandi í öðru sæti. Enrique Bolanos hefur verið for- seti í eitt kjörtímabil eða fimm ár og má ekki sitja lengur en kosið var á milli fimm manna um eftir- mann hans. Skoðanakannanir bentu til þess að Ortega yrði næsti forseti landsins og útgönguspár gerðu ráð fyrir sömu niðurstöðu en talning atkvæða gekk mjög hægt fyrir sig. Bandaríkjastjórn hafði lýst yfir stuðningi við Eduardo Montealegre, en hann hafði fengið tæplega 33% atkvæða þegar 40% atkvæða höfðu verið talin. Jose Rizo var í þriðja sæti með um 20% atkvæða. Lofar breytingum Ortega er fyrrverandi byltingar- leiðtogi marxista, fæddur 11. nóv- ember 1945. Hann á níu börn og þar af sjö með eiginkonu sinni og kosningastjóra, Rosario Murillo. Hann tók við forsetaembættinu í ársbyrjun 1985 en tapaði því í kosningum fimm árum síðar. Hann bauð sig fram aftur 1996 og 2001 en tapaði í bæði skiptin. Hann segist ekki lengur vera sami byltingar- sinninn og áður og hefur lofað frjálsum viðskiptum og bættu heil- brigðis- og menntamálakerfi. Mon- tealegre segir að nýr Ortega sé farsi, en Jaime Morales, varafor- setaefni hans, er sannfærður um ágæti hans. „Ég trúi á hann vegna þess að hann hefur þroskast á liðn- um árum.“ Montealegre sagði að of snemmt væri að tala um úrslit því talningu væri ekki lokið og hann myndi mæta Ortega í annarri umferð. Hann gagnrýndi líka framkvæmd kosninganna og sagði að hún væri óásættanleg. Um 17.000 eftirlits- menn fylgdust með kosningunum og þar á meðal var Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Roberto Rivas, kosningastjóri, sagði ekkert athugavert við fram- kvæmdina. Þjóðinni hefði verið lof- að gagnsærri framkvæmd og við það hefði verið staðið. Sandínistinn Daniel Ortega líklegur forseti Níkaragva Sigurvegari Daniel Ortega gekk vel í forsetakosningunum í Níkaragva. Hafði fengið um 40% atkvæða þegar talningu um 40% atkvæða var lokið Reuters Róm. AFP. | Romano Prodi, forsætis- ráðherra Ítalíu, sagði í gær að stjórn landsins væri andvíg því að Saddam Hussein yrði tekinn af lífi. Áður hafði Massimo D’Alema, ut- anríkisráðherra Ítalíu, sagt að dauðadómurinn yfir Saddam væri „óviðunandi glappaskot“ sem gæti leitt til allsherjarborgarastríðs í Írak. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst í gær vera andvíg- ur dauðarefsingum „hvort sem Saddam á í hlut eða einhver annar“. Hann neitaði þó að láta álit sitt á dauðadómnum yfir Saddam í ljós á blaðamannafundi í London. Fjölmiðlar heimsins voru í gær klofnir í afstöðunni til dauðadómsins yfir Saddam Hussein. Nokkrir þeirra fögnuðu dómnum en aðrir vöruðu við því að hann myndi aðeins auka sundrunguna í Írak og stuðla að frekari blóðsúthellingum. Bandaríska dagblaðið The New York Times, sem er andvígt dauða- refsingum almennt, hvatti til þess að aftökunni yrði frestað og sagði að réttarhöldin í máli Saddams hefðu ekki staðist kröfur um sanngjarna málsmeðferð. Saddam Hussein var dæmdur til dauða á sunnudag fyrir að fyrirskipa morð á 148 sjítum árið 1982. „Leystu engan vanda“ Fjandmenn Saddams Husseins í Kúveit og Íran fögnuðu dauðadómn- um en fjölmiðlar í mörgum grann- ríkja þeirra í Mið-Austurlöndum drógu í efa að hann hefði fengið sanngjarna málsmeðferð. Dauðadómurinn var einkum gagn- rýndur í fjölmiðlum Palestínumanna sem eru Saddam enn þakklátir fyrir stuðning við málstað þeirra. „Þeir sem fagna dauðadómnum yfir Sadd- am eru fáránlegir vegna þess að þeir eru sjálfir morðingjar sem hafa framið morð án nokkurs lagalegs grundvallar,“ skrifaði Al-Hayat Al- Jadida, málgagn palestínsku heima- stjórnarinnar. Viðbrögð evrópskra fjölmiðla end- urspegluðu yfirleitt afstöðu þeirra til innrásarinnar í Írak árið 2003. Blöð, sem studdu innrásina, fögnuðu dauðadómnum en önnur blöð gagn- rýndu hann. „Réttarhöldin leystu engan vanda, bundu ekki enda á neitt, græddu engin sár,“ sagði breska dagblaðið The Independent. Þýska blaðið Berliner Zeitung sagði að við rétt- arhöldin hefði gefist „sögulegt tæki- færi“ til að upplýsa grimmilega glæpi stjórnar Saddams Husseins og græða sár írösku þjóðarinnar en því tækifæri hefði verið glutrað. „Þess í stað hafa löndin sem her- námu Írak ráðskast með rétt- arhöldin.“ Mörgum fjölmiðlum í Mið- Austurlöndum þótti það grun- samlegt að dauðadómurinn skyldi hafa verið kveðinn upp aðeins tveim- ur dögum fyrir kosningar í Banda- ríkjunum. Ítalir á móti aftöku Saddams Blair andvígur dauðarefsingum „hvort sem Saddam á í hlut eða einhver annar“ Í HNOTSKURN » Saddam Hussein geturáfrýjað dauðadómnum og áfrýjunardómstóllinn á að taka málið fyrir eftir mánuð. » Staðfesti dómstóllinndóminn þarf aftakan að fara fram 30 dögum eftir loka- úrskurðinn. » Verjendur Saddams segj-ast vissir um að dómurinn verði staðfestur því dómstóll- inn sé „rammpólitískur“. Nýju-Delhí. AFP. | Um 17.000 verð- andi lögregluþjónar héldu upp á próflokin í lögregluskólanum með heldur óvenjulegum hætti á sunnu- dag er þeir gengu berserksgang í úthverfum Nýju-Delhí, höf- uðborgar Indlands, þar sem þeir brutu bílrúður, ollu eignatjóni og stálu mat frá götusölum. Lögregluefnin ollu skelfingu á götum borgarinnar, þvinguðu bíl- stjóra til að yfirgefa bifreiðar sínar, ásamt því sem þeir mölvuðu rúður verslana mélinu smærra. Þau hafa greinilega lært eitthvað á löggu- námskeiðinu því ólætin voru verst nærri höfuðstöðvum lögreglunnar. Alls voru 28 verðandi laganna verðir handteknir en lögreglan þurfti að beita kylfum til að koma böndum á hin sérkennilegu fagn- aðarlæti ungmennanna. „Þessir menn eiga eftir að verða glæpamenn ef þeir verða ekki lög- reglumenn,“ hafði dagblaðið Times of India eftir einu fórnarlamba skrílslátanna um helgina. Ruplandi löggunemar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.