Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 41 menning NNFA QUALITY Það er eðlileg spurning hvort Beevor geri of mikið úr hryll- ingnum sem fylgdi framrás Sov- étherjanna en fegri framferði Bandaríkjamanna, Breta og Frakka. Vissulega gerðu menn sér glansmynd af framrás vesturherj- anna sem vafalaust er að hluta byggð á fegrun, rétt eins og sú mynd sem Rússar hafa af sínu liði. Kannski leiða myndirnar úr Abu Ghraib-fangelsinu í Írak til ein- hverrar endurskoðunar á ímynd Bandaríkjamanna í öðrum stríðum líka. En það er hins vegar ekki víst að svarið við spurningunni sé áhugavert. Aðalatriðið er alls ekki hver var betri og hver verri heldur miklu fremur að ekki sé látið eins og það sem gerðist hafi alls ekki gerst. Þýðing Jóns Þ. Þórs rennur að mestu leyti vel, þó að af og til birt- ist stirðlegar setningar – þeim fer raunar fjölgandi þegar líður á bók- ina. Útgáfan er að flestu leyti vel úr garði gerð, en þó er það galli að ritaskrá, sem virðist vísað til í neð- anmálsgreinum, er alls ekki að finna í bókinni. Jón Ólafsson Ein af eftirtektarverðustubarnabókum síðustu áranefnist Svona gera prins- essur og er eftir Svíann Per Gust- avsson. Þar er sleginn nýr og ferskur tónn í annars yfirleitt staðlaðri sýn okkar á bleikklæddar prins- essur, sem eyða jafnan ævinni í að huga að útlitinu og bíða eftir draumaprinsinum á hvíta hest- inum. Söguhetjan, prinsessan ónefnda, er nefnilega mikill forkur. Hún berst við dreka, spilar íshokkí af miklum móð og bjargar prinsi úr álögum til að giftast. Þetta gerir hún íklædd sínu fín- asta skarti, bleikum kjól og spari- skóm.    Bókin er í miklu uppáhaldi hjámér og ég les hana oft fyrir dóttur mína, enda þykir mér prinsessan heppileg fyrirmynd og boðberi þeirrar staðreyndar að börn geti gert það sem þau vilji, bleikur kjóll sé ekki hindrun fyrir því að leika íshokkí, skylmast með sverði eða vera í dúkkuleik, allt eftir því hvað viðkomandi hugn- ast.    Höfundurinn Gustavsson til-einkar dætrum sínum, Kajsu og Minnu, söguna. Tilurð bók- arinnar má nefnilega rekja til samtals Gustavsson við fyrr- nefnda dóttur sína, sem hélt því fram að prinsessur gætu bara gift sig og eignast börn, ekki staðið í skylmingum eða öðru slíku. Bókin á því líklega að leiðrétta þann misskilning barnsins, sem og að koma í veg fyrir að aðrar prins- essur misskilji hlutverk sitt.    Nú er komin út önnur bók umprinsessuna ónefndu, Afmæli prinsessunnar, en í henni fagnar hún afmæli sínu. Eins og prinsessum sæmir fá þær gjafir allstaðar að úr heim- inum, keyra um stræti og torg og veifa til almennings og halda svo risastórar veislur. Þegar einn óboðinn gestur stel- ur gestunum neyðast prinsessur til að bjarga þeim með öllum ráð- um.    Nýja bókin um prinsessunaónefndu er skemmtileg, þó hún sé ekki eins skemmtileg og sú fyrri. Hvort það er vegna þess að í fyrri bókinni kvað við nýjan tón, tón sem maður þekkti við lestur á seinni bókinni, skal ósagt en báð- ar eiga þær fullt erindi við prins- essur og prinsa á öllum aldri. Svona gera prinsessur » ...enda þykir mérprinsessan heppileg fyrirmynd og boðberi þeirrar staðreyndar að börn geti gert það sem þau vilji, bleikur kjóll sé ekki hindrun fyrir því að leika íshokkí, skylmast með sverði eða vera í dúkkuleik, allt eftir því hvað viðkomandi hugn- ast. Afmæli prinsessunnar „Þegar einn óboðinn gestur stelur gestunum neyð- ast prinsessur til að bjarga þeim með öllum ráðum.“birta@mbl.is AF LISTUM Birta Björnsdóttir EMBÆTTI forstöðumanns Lista- safns Íslands er laust til umsóknar, að því er kemur fram í auglýsingu á heimasíðu menntamálaráðuneyt- isins frá 3. nóvember. Eins og kveðið er á um í lögum um Listasafn Ís- lands nr. 58/1999 er forstöðumaður stjórnandi safnsins og mótar list- ræna stefnu þess í samráði við safn- ráð. Hann stjórnar daglegum rekstri, skipuleggur sýningar á verkum safnsins og sér um aðra venjulega starfsemi. Nýr forstöðumaður Gert er ráð fyrir því að skipað eða sett verði í embættið frá og með 1. mars 2007 og er skipunin í höndum menntamálaráðherra að fenginni umsögn safnráðs. Skipað er til fimm ára hverju sinni en heimilt er að end- urnýja skipun forstöðumanns einu sinni til fimm ára og getur sam- anlagður skipunartími því lengstur orðið 10 ár. Í téðri auglýsingu mennta- málaráðuneyt- isins kemur fram að í embættið skuli „skipaður einstaklingur með sérfræðilega menntun og stað- góða þekkingu á myndlist og rekstri lista- safna.“ Núverandi forstöðumaður Lista- safns Íslands er Ólafur Kvaran. Þar eð Ólafur hefur senn setið hámarks- skipunartíma er ljóst að nýr for- stöðumaður tekur við í mars nk. Að sögn Ólafs hverfur hann til nýrra og spennandi starfa. Listasafn Ísland er meginsafn ís- lenskrar myndlistar í landinu. Verk- efni þess eru m.a. að rannsaka ís- lenska myndlist, afla erlendra listaverka, sjá um fræðslustarfsemi um innlenda sem erlenda myndlist og veita innlendum söfnum faglega ráðgjöf. Ólafur Kvaran hættir Ólafur Kvaran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.