Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 19 MENNING Knarrarvogi 4, Reykjavík Skilagjaldið er 10 krónur fyrir vín-, öl- og gosdrykkjaumbúðir Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi 11. nóvember VIÐ STYÐJUM PÉTUR ÁRNA Í 5. SÆTI www.peturarni.is Árni Sigurjónsson Lögmaður og fyrrv. form. Týs, f.u.s. Kópavogi Ingimundur Sigfússon Fyrrv. forstjóri og sendiherra Sigurður Kári Kristjánsson Alþingismaður Magnús Gunnarsson Fyrrv. bæjarstjóri, Hafnarfirði Jónmundur Guðmarsson Bæjarstjóri á Seltjarnarnesi Björn Bjarnason Dóms- og kirkjumálaráðherra Sigrún Eddda Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Seltjarnarnes Ásdís Halla Bragadóttir Forstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Borgarfulltrúi Hanna Birna Kristjánsdóttir Forseti borgarstjórnar Tómas Már Sigurðsson Forstjóri Þorsteinn Davíðsson Lögfræðingur Guðmundur G. Gunnarsson Oddviti sjálfstæðis- manna, Álftanesi Hafsteinn Þór Hauksson Fyrrv. formaður SUS og Hugins, f.u.s. Garðabæ Ríkharður Daðason Hagfræðingur og knattspyrnumaður Sigurgeir Sigurðsson Fyrrv. bæjarstjóri, Seltjarnarnesi Hilmar Sigurðsson Fyrrv. bæjarfulltrúi, Mosfellsbæ Margrét Valdimarsdóttir Viðskiptafr. og form. Stefnis, f.u.s. Hafnarfirði Stefán Konráðsson Bæjarfulltrúi, Garðabæ Kristinn Andersen Verkfræðingur, Hafnarfirði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Páli Valssyni útgáfustjóra skáldverka hjá Eddu útgáfu hf. „Svo virðist sem Birna Bjarnadótt- ir hafi fengið það verkefni hjá rit- stjórnarfulltrúa Lesbókar Morg- unblaðsins að skrifa um skáldsagnaþátt hinnar nýju Íslensku bókmenntasögu IV og V sem nýlega komu út. Afraksturinn gat að líta í síðustu Lesbók og er með þeim en- demum að óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við. Ég mun ekki elta ólar við það að greinin virðist ekki fullunnin, athugasemdir til yfirlesara eru inni í miðri grein, né heldur stíl og myndmál hennar þótt full ástæða sé til. Mest virðist fara í taugarnar á Birnu fyrirferð Halldórs Laxness í bókunum og er hún full hneykslunar yfir því að 20. öldin skuli kölluð hans öld í íslenskum bókmenntum. Hvað svo sem mönnum finnst um verk Halldórs Laxness, þá er ég hræddur um að fáir geti andmælt því að verk hans séu „rauður þráður í bók- menntasögu 20. aldar“, sem Birnu finnst greinilega fráleitt. Ekki er heldur alveg ljóst hvað ætti að koma í staðinn. Að minnsta kosti er ekki hægt að taka mark á þessari upp- hrópun hennar: „Hvar er Ófeigur Sigurðsson? Haraldur Jónsson? …“ Hvorugur þessara ágætu höfunda skrifaði skáldsögu á 20. öld. Manni virðist sem undir niðri blundi sú skoð- un að fyrirferð Halldórs Laxness sé á kostnað Guðbergs Bergssonar, sem Birna hefur mjög borið fyrir brjósti, en ekki er alltaf gott að átta sig á hvað hún meinar. Hún segir til dæm- is: „Þrátt fyrir einhvers konar við- urkenningu á mikilvægi skáldskapar Guðbergs er honum enn eina ferðina kippt inn fyrir íslensku girðing- arstaurana …“ Vafalaust á þetta að vera mjög neikvætt og niðurlægjandi fyrir Guðberg, en væri ekki verra ef hann hefði lent utan girðingar í Ís- lenskri bókmenntasögu? Í þessari stuttu umsögn er líka furðulega mikið um mótsagnir og hreinar vitleysur. Svo dæmi sé tekið þá hrósar Birnu Dagnýju Kristjáns- dóttur og Jóni Yngva Jóhannssyni sem hún segir réttilega „bera að stórum hluta þungann í umfjöllun um sagnaritun 20. aldar“, en samt skrifar hún eins og hún sé einmitt mjög ósátt við þennan hluta. Verst er þó að Birna lætur að því liggja að Matthías Viðar Sæmunds- son heitinn hafi ekki getað lokið sín- um hluta í verkinu. Þetta er einfald- lega ekki rétt. Eitt af því sem gladdi Matthías Viðar í lokin var að hafa haft þrek til þess að ljúka sínum þætti með fullum sóma. Að halda öðru fram er því ekki einasta alrangt heldur jafnframt vanvirðing við minningu Matthíasar. Birna verður líka að eiga við sjálfa sig ósmekklegar dylgjur og brigsl um vanþekkingu í garð ritstjórans, Guð- mundar Andra Thorssonar. Það verður því miður að segjast eins og er að þessi hálfkaraða og illa grundaða umsögn er hvorki Birnu né Morgunblaðinu til sóma. Hún er skrifuð af furðulegri ólund í garð verksins alls og aðstandenda þess, sem hún uppnefnir í niðrandi tóni. Þetta eru kaldar kveðjur og ómakleg- ar í garð þess mikla fjölda íslenskra fræðimanna og allra þeirra sem hafa lagt mikið á sig árum saman til þess að stórvirkið Íslensk bókmenntasaga I-V yrði að veruleika.“ Að gefnu tilefni Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Reuters Í lausu lofti Cinthia Beranek, sviðslistamaður frá Brasilíu hangir hér yfir leiksviði í New Jersey í Bandaríkjunum, en atriðið er í rómaðri sýningu Circue Du Soleil, „Delirium“ sem frumsýnd var fyrir nokkrum dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.