Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Líknarsamtökin höndin – sjálf-styrktarhópur stendur fyrir málþingi undir yfirskriftinni Já- kvætt sjálfstraust. Leið til betra lífs, í Áskirkju, neðri sal, kl. 20.30. Aðal- ræðumenn verða: Magnús Schev- ing, forstjóri Latabæjar, og Svavar Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actav- is. Fundarstjóri verður Páll Eiríks- son geðlæknir. Kaffiveitingar. Málþing Jákvætt sjálfstraust Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Á háskólatónleikum í Norrænahúsinu miðvikudaginn 8. nóv. kl. 12.30 frumflytja Áskell Másson slagverksleikari og Borgar Þór Magnason kontrabassaleikari verk Áskels, Innhverfar sýnir. Aðgangseyrir er kr. 1000, kr. 500 fyrir eldri borgara og öryrkja en ókeypis fyrir nemendur HÍ. Tónleikanefnd HÍ. Tónlist Tónlist í Nor- ræna húsinu Baski (Bjarni S. Ketilsson) hefur opnaðsýningu í Hafnarborg á olíumálverkum og teikningum sem tengjast Kili og sögu Reynistaðarmanna sem þar urðu úti 1780. Bjarni S Ketilsson er fæddur á Akranesi 1966. Hann hefur búið og starfað í Hollandi síðan 1996. Hann stundaði meðal annars nám í Leikhúshönnun í Noregi á árunum 1987 til 1988, hann nam listmálun og teikningu í AKI, Akademie Enschede of Visual Arts, í Hollandi og útskrifaðist þaðan með BA-próf árið 1998. Baski hefur haldið einkasýningar víðsvegar í Evrópu og tekið þátt í fjölda sam- sýninga og hlotið ýmsar viðurkenningar. Hann hefur meðal annars unnið til verð- launa fyrir listmálun og hönnun á húsgögnun og var einn af tólf listamönnum Hollensku listaakademiunnar er valdir voru til að myndskreyta dagatal og dagbók í Hollandi. Myndlist Hafnarborg - Baski sýnir verk sem tengjast Kili staðurstund Tónlist Kjarvalsstaðir | Píanónemendur Tónlistar- skólans í Reykjavík halda tónleika að Kjar- valsstöðum þriðjudaginn 7. nóv. kl. 20. All- ir velkomnir. Norræna húsið | Miðvikudaginn 8. nóvem- ber kl. 12.30 eru Háskólatónleikar í Nor- ræna húsinu. Áskell Másson, slagverk, og Borgar Magnason, kontrabassi, frumflytja verk Áskels, Innhverfar sýnir. Aðgangs- eyrir kr. 1000. Aldraðir og öryrkjar kr. 500. Myndlist Aurum | Arna Gná Gunnarsdóttir sýnir verkið „Þrá“ frá 2006. Verkið er unnið með blandaðri tækni. Opið mán.-þri. kl. 10- 18 og lau. kl. 11–16. Til 17. nóv. Café Karólína | Hanna Hlíf Bjarnadóttir með sýninguna „Puntustykki“. Verkið sem Hanna Hlíf sýnir er um stöðu og sögu kvenna fyrr og nú. Til 1. des. Gallerí Fold | Einar Hákonarson sýnir í Baksal til 12. nóvember. Gallerí Stigur | „Vinátta“ myndlistarsýn- ing Elsu Nielsen stendur nú yfir til 17. nóv. Opið kl. 13-18 virka daga og kl. 11-16 lau. Gerðuberg | Sýning á mannlífsmyndum Ara í tilefni 220 ára afmælis Reykjavíkur- borgar. Opin virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. www.gerduberg.is Sýning á afrískum minjagripum sem Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mannfræðingur hefur safnað saman. Opið virka daga frá kl. 11-17 og um helgar frá 13-16. www.gerduberg.is Hafnarborg | Baski (Bjarni S. Ketilsson) með sýningu á olíumálverkum og teikn- ingum í neðri sölum Hafnarborgar. Baski sýnir olíumálverk og teikningar sem tengj- ast Kili og sögu Reynistaðarmanna sem þar urðu úti 1780. Hafnarfjarðarkirkja | Kirkjur, fólk og fjöll, ljósmyndasýning Sigurjóns Péturssonar, stendur yfir í Ljósbroti Hafnarfjarðar- kirkju. Sýningin er opin virka daga kl. 13-19 og á sunnudögum kl. 10-15. Til 12. nóv. Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 8. janúar. Kaffi Sólon | Unnur Ýrr Helgadóttir með myndlistasýningu til 24. nóv. Karólína Restaurant | Snorri Ásmunds- son sýnir óvenjuleg málverk á veitinga- staðnum. Kirkjuhvoll Akranesi | Eiríkur Smith sýnir um 30 verk, bæði olíu- og vatnslitamyndir í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag- lega nema mánudaga kl. 14-17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946- 2000). Dröfn lét mikið að sér kveða í ís- lensku listalífi og haslaði sér völl í einum erfiðasta geira grafíklistarinnar, trérist- unni. Opið kl. 12-17 nema mánudaga. Listasafn Íslands | Sýningin Málverkið eftir 1980 í Listasafni Íslands. Sýningin rekur þróunina í málverkinu frá upphafi ní- unda áratugar tuttugustu aldar fram til dagsins í dag. Á annað hundrað verk eftir 56 listamenn eru á sýningunni. Sjá nánar á www.listasafn.is. Til 26. nóv. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Kan- adísk menningarhátíð í Kópavogi – 3 sýn- ingar á nútímalist frumbyggja í Kanada. Kaffistofa og safnbúð. Til 10. desember. Listasafn Reykjanesbæjar | Einkasýning Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, Sog, á Listasafni Reykjanesbæjar. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Bandarísk list á þriðja árþúsundinu. Margir af fremstu listamönnum Bandaríkjanna, sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýningunni. Sýningarstjórarnir eru í fremstu röð innan hins alþjóðlega mynd- listarvettvangs. Sýningin hefur farið víða um heim, m.a. til New York og Lundúna. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á nýjum verkum eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Safnið og kaffistofan opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Listasalur Mosfellsbæjar | Grasakonan Gréta Berg fjallar um tengsl hjúkrunar, geðræktar og lista og stendur til 11. nóv. Heilbrigði og dramatík sálarlífsins leika um myndirnar. Boðið er upp á slökun á laugard. Listasalur Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, er opinn virka daga kl. 12-19 og laugard. 12-15 og er í Bókasafni Mos- fellsbæjar. Lóuhreiður | Sýning Árna Björns í Lóu- hreiðrinu verður framlengd um óákveðin tíma. Árni sýnir olíumálverk 70x100. Opið kl. 9-17 alla daga nema laug. er opið kl. 12- 16. Næsti Bar | Bjarni Helgason með sýn- inguna Undir meðvitund og þar sýnir hann tíu akrýlmálverk ásamt skissum og út- prenti tengdum þema sýningarinnar. Til 11. nóv. Skaftfell | Sýning vegna Listmunaupp- boðs. 42 verk eftir 36 listamenn af öllum stærðum og gerðum. Sjá www.skaftfell.is VeggVerk | Verkið Heima er bezt er blanda af málverki og pólitísku innleggi í anda hefðbundins veggjakrots. Sem mál- verk takmarkast verkið af eðli Gallerísins VeggVerk. Þannig á þetta verk, og þau sem á eftir munu koma, styttri líftíma en hefðbundin málverk, því listamennirnir munu allir nota sama rýmið. Til 25. nóv. Þjóðminjasafn Íslands | Greiningarsýning á ljósmyndum sem varðveittar eru í Myndasafni Þjóðminjasafnsins og ekki hefur tekist að bera kennsl á. Sýndar eru myndir af óþekktum stöðum, húsum og fólki og gestir beðnir um að þekkja mynd- efnið og gefa upplýsingar um það. Söfn Árbæjarsafn | Leiðsögn á ensku mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13. Tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Í Borgar- skjalasafns stendur nú yfir sýning á skjöl- um úr einkaskjalasafni Hjörleifs Hjörleifs- sonar. Sýningin er opin öllum frá 10-16, alla virka daga. Í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Hallgríms- kirkju er sýning í forkirkjunni um tilurð og sögu kirkjunnar sem Borgarskjalasafn hef- ur sett saman með sóknarnefnd og List- vinafélagi Hallgrímskirkju. Til. 30. nóv. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú- inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk- aðist í kringum aldamótin 1900. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10-17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu- leiðir í nágrenninu. www.gljufrasteinn.is Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykja- vík 2001. Fróðleik um landnámstímabilið er miðlað með margmiðlunartækni. Opið alla daga kl. 10-17. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Sýning til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili – 150 ára minning. Jónas var prestur, rithöfundur, þýðandi og fræði- maður, eins og verk hans Íslenskir þjóð- hættir bera vott um. Sýningin spannar æviferil Jónasar í máli og myndum. Sjá nánar á heimasíðu safnsins www.lands- bokasafn.is Minjasafnið á Akureyri | Ef þú giftist - sýningartími lengdur. Trúlofunar- og brúð- kaupssiðir fyrr og nú, veislur, gjafir, ung- barnaumönnun og þróun klæðnaðar og ljósmyndahefðar frá 1800-2005. Aðrar sýningar: Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri – bærinn við Pollinn. Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 12-17. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum leikmyndir sem segja söguna frá landnámi til 1550. www.sagamuseum.is Tækniminjasafnið | Síminn 100 ára, nýjar lifandi sýningar. Innreið nútímans og upp- haf símasambands við útlönd. Símritari sýnir gamla ritsímabúnaðinn í fyrstu rit- símastöð landsins. Vjelasmiðja Jóhanns Hanssonar - Málmsteyperíið, Kapalhúsið og húsin á Wathnestorfunni. Opið virka daga kl.13-16 www.tekmus.is Veiðisafnið - Stokkseyri | Skotveiðisafn - Íslensk og erlend skotvopn ásamt upp- stoppuðum veiðidýrum og veiðitengdum munum. Sjá nánar á www.hunting.is Opið um helgar í nóvember kl. 11-18. Sími 483- 1558 fyrir bókanir utan sýningartíma. Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning á bókum Berlínarforlagsins Mariannenpresse stendur yfir. Hver bók er listaverk unnið í samvinnu rithöfundar og myndlistar- manns. Aðrar sýningar eru Handritin, Ís- lensk tískuhönnun og Fyrirheitna landið. Veitingastofa með hádegisverðar- og kaffimatseðli er í húsinu, einnig safnbúð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal eru til sýnis útsaumuð handaverk listfengra kvenna frá ýmsum tímum. Sýningin bygg- ist á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson text- íl- og búningafræðings. Myndefni út- saumsins er m.a. sótt í Biblíuna og kynjadýraveröld fyrri alda; þarna er stíl- fært jurta- og dýraskraut o.fl. Leiklist Reiðhöll Gusts | Hvað er Þjóðarsálin? Er hún hjartnæm fjölskyldusápa? Er hún dramatísk og kraftmikil hestasýning? Er hún hárbeitt ádeila? Er hún sterkar konur í fyrsta klassa? Eða hraustir menn með stinna rassa? Þjóðarsálin er allt þetta og svo miklu meira. Miðasölusími: 694-8900 midasala@einleikhusid.is Skemmtanir Málaskólinn LINGVA | Okkar skemmtilegu TAL-hópar í ítölsku, spænsku og ensku hefjast að nýju í nóvember. Allar upplýs- ingar á www.lingva.is, sími 561-0315. Our successful courses in Icelandic for for- eigners start again in nóvember. Price only 12.500. tel: 561-0306, www.lingva.is. Fyrirlestrar og fundir ADHD samtökin | Fræðslufundur um tölvunotkun barna og unglinga með ADHD í Safnaðarheimili Háteigskirkju þriðjudag- inn 7. nóvember kl. 20. Fyrirlesari er Haukur Haraldsson sálfræðingur. ADHD samtökin. Líknarsamtökin höndin - sjálfstyrktar- hópur | Stendur fyrir málþingi undir yfir- skriftinni Jákvætt sjálfstrraust. Leið til betra lífs. Í kvöld í Áskirkju neðri sal kl. 20.30. Aðal ræðumenn verða: Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar, og Svavar Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis. Fund- arstjóri verður Páll Eiríksson geðlæknir. Kaffiveitingar. Nafnfræðifélagið | Valgarður Egilsson, læknir, flytur fyrirlestur um örnefni hjá Nafnfræðifélaginu laugardaginn 11. nóvem- ber nk. kl. 13, í stofu 1 í Lögbergi. Val- garður mun velta fyrir sér nokkrum ör- nefnum við Eyjafjörð og ennfremur skoðar hann hvernig líkamsheiti eru notuð í ör- nefnum. Oddi - Félagsvísindahús Háskóla Íslands | Örn D. Jónsson prófessor heldur fyrir- lesturinn Er Ísland bananalýðveldi? Í fyrir- lestrinum er fjallað um umskipti íslensks atvinnulífs með hliðsjón af kenningum um nýsköpunarkerfi. Fyrirlesturinn er miðviku- daginn 8. nóv. kl. 12.20 í Odda, stofu 101. Þjóðminjasafn Íslands | Munnlegar heim- ildir. Möguleikar og sannleiksgildi. Í fyrir- lestrinum kl. 12 fjallar Sigrún Sigurðar- dóttir um munnlegar heimildir, sannleiks- gildi þeirra og þá möguleika sem notkun þeirra felur í sér. Sigrún er með cand.mag.-próf í menningarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Hún er verk- efnisstjóri við Miðstöð munnlegrar sögu. Fréttir og tilkynningar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun alla miðvikudaga kl. 14-17 að Hátúni 12b. Svarað í síma 5514349 virka daga kl. 10-15. Móttaka á fatnaði og öðrum vörum þriðjudaga kl. 10-15. Netfang maedur@simnet.is Frístundir og námskeið Mímir símenntun ehf | Hefur þú áhuga á að læra arabísku? Byrjendanámskeið hefst 22. nóvember. Kennt verður í 6 skipti á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 20-22.15 í Gamla Stýrimannaskólanum. Kennari er Jóhanna Kristjónsdóttir. Nánari upplýsingar hjá Mími í síma 580-1800. Borat kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 12 ára Fearless kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 16 ára Mýrin kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára Mýrin LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára The Devil Wears Prada kl. 8 og 10.20 Draugahúsið m.ísl.tali kl. 4 og 6 B.i. 7 ára Grettir 2 m.ísl.tali kl. 3.50 Borat kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára Mýrin kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára eeeee V.J.V. - Topp5.is Eruð þið tilbúin fyrir eina fyndnustu mynd allra tíma? eeeee „Eitt orð: Frábær“ -Heat eeee Empire Frá framleiðendum Crouching Tiger, Hidden Dragon kemur síðasta bardagamynd súperstjörnunnar Jet Li. „...epískt meistaraverk!“ - Salon.com „Tveir þumlar upp!“ - Ebert & Roeper T.V. - Kvikmyndir.com ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! HÚSIÐ ER Á LÍFI OG ÞAU ÞURFA AÐ BJARGA HVERFINU Tvöfalt fyndnari tvöfalt betri Sími - 564 0000Sími - 462 3500 eeeee EMPIRE eeeee THE MIRROR eeee S.V. Mbl. eee LIB, Topp5.is eee S.V. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.