Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 35
Ég hef ekki orðið vitni að
hraustlegri glímu en þeirri
sem Óli nágranni og Elli
kerling stigu síðustu árin. Að
fylgjast með níræðum manni
hrista af sér heilablóðfall
eins og hvert annað kvef og
ganga mörg hundruð metra
á dag á öðru lunganu er
ógleymanlegt. Um leið og við
fjölskyldan vottum Hildi
okkar innilegustu samúð tek
ég ofan hattinn fyrir manni
sem neitaði að gefast upp
fyrir lögmálum þessa heims
og komst næstum því upp
með það.
Stefán Máni Sigþórsson.
HINSTA KVEÐJA
✝ Óli Pálmi H.Þorbergsson
fæddist á Sæbóli í
Aðalvík 17. júlí
1916. Hann lést á
Landspítala Foss-
vogi 29. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Þorbergur Jónsson
bóndi í Efri-Miðvík,
f. í Rekavík bak
Látur 19. apríl
1858, d. 9. janúar
1934, og Oddný
Finnbogadóttir hús-
freyja, f. í Efri-Miðvík í Aðalvík
15. maí 1874, d. 14. september
1938. Hálfsystkini Óla samfeðra
eru Þórunn María, f. 1884, d.
1975, og Óli, f. 1885, d. 1914.
Alystkini Óla eru Finnbjörn, f.
1893, d. 1958, Sölvi, f. 1895, d.
1960, Margrét Halldóra, f. 1896,
d. 1973, Sigríður Jóna, f. 1899, d.
1983, Þorbergur, f. 1902, d. 1982,
Petólína Oddný, f. 1905, d. 1992,
Valdimar, f. 1906, d. 2001, Guð-
munda, f. 1908, og Finnbogi Þór-
arinn, f. 1912, d. 1991.
Óli kvæntist 5. nóvember 1955
1956. Börn þeirra eru: a) Jakob
Filippus, f. 20. október 1985, og b)
Hildur Helga, f. 16. júní 1991.
Óli ólst upp í Efri-Miðvík í Aðal-
vík. Hann fluttist alfarinn að vest-
an árið 1937 en þaðan lá leiðin í
vinnumennsku hjá Klemens Krist-
jánssyni, tilraunabónda á Sáms-
stöðum í Fljótshlíð. Hann stund-
aði sjóinn um skeið, frá Vest-
mannaeyjum og Reykjanesi, eða
þar til hann veiktist af berklum.
Hann dvaldist langdvölum á
berklahælinu á Vífilsstöðum og
um tíma vann hann á vinnuheimili
berklasjúklinga á Reykjalundi.
Hann var fyrsti sjúklingurinn í
endurhæfingu sem komst á samn-
ing sem nemi í húsgagnasmíði
fyrir tilstilli forráðamanna
Reykjalundar. Skömmu eftir að
hann lauk námi stofnaði hann sitt
eigið húsgagnafyrirtæki sem
hann starfrækti í tæpa þrjá ára-
tugi, lengst af í Auðbrekku í
Kópavogi. Hann vann langt fram
á áttræðisaldur, síðast í hluta-
starfi hjá Axis.
Útför Óla verður gerð frá Nes-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Hildi Kjartans-
dóttur, f. 17. júlí
1923, frá Höfn í
Hornafirði, en hún
starfaði lengst af
sem talsímavörður.
Foreldrar hennar
voru Kjartan Krist-
inn Halldórsson,
verkstjóri, f. í
Bjarnanessókn í A-
Skaftafellssýslu 25.
október 1896, d. 7.
febrúar 1956, og
Helga Sigurðar-
dóttir húsfreyja, f. í
Holtaseli á Mýrum 4. apríl 1885,
d. 4. janúar 1993. Börn Óla og
Hildar eru: 1) Kjartan Ólason, f.
15. janúar 1955. 2) Helga Óladótt-
ir, f. 4. apríl 1956, hennar maður
er Konráð Eyjólfsson, f. 28. júní
1954. Börn þeirra eru: a) Óli Hall-
dór, f. 18. maí 1977, maki Hólm-
fríður Jensdóttir, f. 13. október
1978. Dóttir Óla Halldórs er
Helga Björg, f. 20. febrúar 2001.
b) Unnur Linda, f. 23. desember
1982. 3) Oddný Þóra Óladóttir, f.
26. janúar 1963, hennar maður er
Pétur H. Jónsson, f. 15. mars
Faðir minn var af þeirri kynslóð Ís-
lendinga sem þekkti ekki aðra leið en
að stóla á sjálfan sig. Hann hafði í sér
sjálfstæðisanda einyrkjans íslenska
sem hlífði sér í engu, einarður í fram-
göngu og átti erfitt með að þola fram-
taksleysi og doða. Hlutirnir urðu að
gerast strax, helst í gær. Alla tíð var
hann sívakandi um hvaðeina sem efst
var á baugi hverju sinni, myndaði sér
skoðanir og var óragur við að halda
þeim frammi. Hann var mótaður af
harðri lífsbaráttu kreppuáranna, með
sterka réttlætiskennd.
Þrátt fyrir að hafa ekki notið langr-
ar skólagöngu var pabbi ágætlega að
sér um margt. Átti gott safn ís-
lenskra bóka, skáldskap, þjóðlegar
syrpur ýmiss konar, sögufróðleik og
bækur almenns eðlis. Flestar þessara
bóka marglas hann og vitnaði í sögu-
persónur eins og um nákomna kunn-
ingja væri að ræða, skaut hnytti-
legum tilsvörum skáldaðra persóna
eins og ekkert væri sjálfsagðara. En
fyrst og fremst var hann Vestfirðing-
ur, alinn upp í harðbýlu landi Horn-
stranda þar sem nútímatækni hafði
ekki rutt sér til rúms. Fjölskyldu-
tengsl voru sterk og samheldni fólks
mikil. Hann var yngstur tólf systkina
sem öll komust til manns og af þeim
er kominn stór ættbogi. Einkennum
þessa fólks fór faðir minn ekki var-
hluta af, kraftur og sterkt einstak-
lingseðli voru mest áberandi eðlis-
þættir í fari þess.
Hann yfirgaf heimahagana árið
1937, var vinnumaður um tíma hjá
frænda sínum Klemensi Kr. Krist-
jánssyni á Sámsstöðum í Fljótshlíð,
sem var upphafsmaður skjólbelta-
ræktunar hérlendis og brautryðjandi
í kornrækt. Hann undi sér afar vel á
þessum stað og bar Klemensi vel sög-
una og átti hann eftir að reynast föð-
ur mínum vel. Pabbi stundaði sjóinn
frá útgerðarstöðum á Suðurlandi, allt
þar til hann veiktist af berklum,
hálfþrítugur að aldri. Við tók erfitt og
langt veikindastríð. Hann dvaldist á
berklahælinu á Vífilsstöðum og síðar
í endurhæfingu á Reykjalundi. Þrátt
fyrir allt voru árin á Vífilsstöðum
mikil þroskaár og þar kynntist hann
fólki af öllum þjóðfélagsstigum. Fyrir
tilstilli Reykjalundarmanna komst
hann á samning sem nemi í hús-
gagnasmíði og kláraði námið undir
leiðsögn Árna Hreiðars Árnasonar.
Fljótlega eftir að hann útskrifaðist
hóf hann eigin atvinnurekstur. Verk-
stæði hans framleiddi húsgögn, allt
frá kommóðum og skrifborðum yfir í
stærri innréttingar. Hann fylgdist vel
með í faginu, sótti sýningar og var
ávallt vel tækjum búinn. Vinnustað-
urinn var jafnan líflegur, þar var afar
gestkvæmt og margir áttu leið um og
oft voru fjörlegar umræður yfir létt-
um veigum. Upp úr 1980 þegar opnað
var fyrir óheftan innflutning á hús-
gögnum, lagðist húsgagnaframleiðsla
niður að mestu á Íslandi og um það
leyti hætti pabbi rekstri. Eftir það
vann hann ýmis íhlaupastörf.
Síðustu æviárin var pabbi heilsu-
hraustur og ern, fylgdist vel með
þjóðfélagsumræðunni og stundaði sín
áhugamál. Hann hafði kynnt sér vel
vestfirskar ættir og æviskrár og var
orðinn allvel að sér í þeim fræðum.
Hann var frændrækinn og vinamarg-
ur, þótt nokkuð hafi verið farið að
fækka í hópnum á síðustu árum. En
umfram allt var hann umhyggjusam-
ur fjölskyldumaður. Eftir situr minn-
ing um fallegan föður og afa.
Oddný Þóra.
Ég tel það mikið lán og lífi mínu
stoð að hafa fengið að vera samferða
Óla Þorbergs í rúm þrjátíu ár. Það
var ýmislegt sem brúaði kynslóðabil-
ið, við vorum báðir Vestfirðingar,
höfðum svipaðan húmor, vorum létt
hrekkjóttir og höfðum gaman af því
að fá okkur aðeins í tána. Mestu
skipti þó að við elskuðum báðir sömu
konuna, hann sem dóttur og ég sem
eiginkonu. Við Helga hófum okkar
búskap á neðri hæðinni i Selbrekku
og bjuggum inni á Óla og Hildi í um
þrjú ár og ég minnist þess ekki að
okkur Óla yrði svo mikið sem sundur-
orða og brölluðum þó ýmislegt.
Það skipti náttúrulega miklu að ég
var pabbi Óla, fyrsta barnabarnsins,
og afinn sá varla sólina fyrir strákn-
um. Óli var höfðingi, hélt herlegar
veislur og hafði hreina unun af að
veita gestum sínum kræsingar. Hans
mat á því hvenær vel væri veitt var
nokkuð fornt.
Að ferðast með Óla var frábært,
hvort heldur var til sólarstranda eða
um Vestfirðina því að hann var haf-
sjór af fróðleik og skemmtisögum.
Við áttum hreint ævintýralega viku í
Aðalvík. Bíltúr um Vestfirði með Óla
og frænda hans Guðbjarti Óla líður
seint úr minni. Eitt kvöldið í Vatns-
firði urðum við Raggi Þorbergs að
fara í göngutúr því við vorum komnir
með slíka strengi af hlátri að við vor-
um farnir að kvíða næsta brandara.
Ég heimsótti Óla viku fyrir andlát-
ið og eins og oft áður voru sagðar
nokkrar skemmtisögur og hlegið svo
að tárin láku úr augunum. Ég er
þakklátur forsjóninni fyrir að Óli var
ern fram á síðasta dag og fékk þráða
hvíld án langs aðdraganda.
Með tengdapabba er genginn
merkilegur maður. Hann upplifði og
tók virkan þátt í stærstu umhleyp-
ingum Íslandssögunnar, var víðles-
inn og fylgdist vel með gangi þjóð-
mála og hafði sterkar skoðanir á öllu
því sem máli skipti. Áratugarlöng
barátta hans við berkla og kynni hans
af vosbúð meitluðu í hans stóra hjarta
eldheitan jafnaðarmann.
Við kveðjum þennan heiðursmann
með söknuði.
Konráð.
Örfá orð um afa minn. Aldrei talaði
hann við mig nema á jafnræðisgrund-
velli og var ólatur að leggja mér góð
ráð í komandi baráttu, kenndi mér að
binda bindishnúta og lagði ríka
áherslu á að vera í vel burstuðum
skóm og nota úrvals rakspíra og
kvenfólkið átti ég að umgangast af
virðingu. Af fullkomnu langlundar-
geði fylgdist hann með brotlending-
um mínum í skólakerfinu, sífellt
hvetjandi mig á hliðarlínunni. Svo
þegar kom að því að ég kláraði loks
stúdentsprófið mætti hann strokinn
og fínn, teinréttur og flottur, ilmandi
af Old Spice, hrókur alls fagnaðar,
skálaði við hvern sem var og spjallaði
á þann sérstaka máta sem honum var
eiginlegur. Já, hann var flottur, á
gömlum myndum með örmjótt Clark
Gable-skegg og með greiðsluna í lagi,
líkastur Hollywood-stjörnu. Sjálfsagt
skilgreindur sem framsækinn eftir
nýjustu mælikvörðum, með tækja- og
bíladellu á háu stigi, sá alls staðar
möguleika og var óragur við að prófa
eitthvað nýtt, sannkallaður vestfirsk-
ur töffari. Aldrei var hann verulega
sáttur við síðasta bílinn, lítið örverpi,
eiturgræna Nissan-tík, sem hann
taldi varla til bílaættar, en sá ekki
ástæðu til að skipta út svona á síðustu
metrunum. En það dróst að hann yf-
irgæfi táradalinn, árin liðu hvert af
öðru þar til hann náði tíræðisaldri í
júlí síðastliðnum. Ekki var að sjá að
dregið væri að endalokunum, endur-
nýjað kort í ræktinni og væntanleg
Kanaríeyjaferð fyrirhuguð. En málin
tóku óvænta stefnu, skyndilega veikt-
ist hann hastarlega, var farinn með
það sama og var það örugglega í hans
anda því hlutirnir urðu að gerast
hratt, á eldingarhraða og með reisn.
Sé þig síðar, afi.
Jakob Filippus (Kobbi).
Drúpir dimmviður
dökku höfði,
dagur er dauða nær.
Hrynja laufatár
litarvana
köldum af kvistsaugum.
(Jóh. S.)
Hver af öðrum kveðja þeir sem
fæddir voru og uppaldir í Sléttu-
hreppi, sem fór í eyði 1952. Óli P.H.
Þorbergsson náði níræðisaldri og er
til moldar borinn í dag. Hann var
yngstur þrettán barna Þorbergs
Jónssonar í Efri-Miðvík í Aðalvík.
Óli skipaði sérstakan sess í huga
mínum, var nafni og hálfbróðir afa
míns, sem verið hafði elsti sonur Þor-
bergs í Efri-Miðvík en fórst 28 ára
með seglskipinu Gunnari úti fyrir
Straumnesi 1914, tveimur árum fyrir
fæðingu Óla yngri. Þessi ættartengsl
lét Óli mig vel finna eftir að við kynnt-
umst og þann hlýhug í minn garð og
minna þakka ég nú við leiðaskil.
Óli P.H. Þorbergsson þurfti fljót-
lega eftir að hann hleypti heimdrag-
anum að takast á við mikla þrekraun
eða þann alræmda vágest, berkla-
veikina, sem fæstu eirði fyrir miðja
seinustu öld. En Óli hafði betur, var
höggvinn sem kallað var og náði það
góðum bata að dugði honum til far-
sæls lífs að hárri elli.
En það að þreyta slíka raun hefur
án efa sett mark sitt á manninn og öll
lífsviðhorf hans. Enda mátti víða sjá
þess stað í flestu því sem Óli tók sér
fyrir hendur að þar fór maður sem
var heill í verkum sínum og afstöðu.
Áður en hann haslaði sér völl á
þeim vettvangi sem telja má að verið
hafi meginlífsstarf hans vann hann
ýmis störf eins og títt var um unga
menn á hans tíð, t.a.m. vann hann um
skeið hjá Klemensi frænda sínum á
Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hann lauk
síðan námi í húsgagnasmíðaiðn og
rak um árabil húsgagnasmíðaverk-
stæði í Auðbrekku í Kópavogi.
Og Óli varð hamingjumaður í
einkalífi. Eignaðist góða eiginkonu,
þrjú mannvænleg börn og fjölda ann-
arra afkomenda.
Við Svava sendum þeim innilegar
samúðarkveðjur um leið og við biðj-
um minningu Óla P.H. Þorbergsson-
ar blessunar Guðs.
Óli Þ. Guðbjartsson.
Óli Pálmi H. Þorbergsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
AÐALHEIÐUR UNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
áður til heimilis
á Kaplaskjólsvegi 56,
verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn
9. nóvember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag
aðstandenda Alzheimerssjúklinga og Samtök um
byggingu Tónlistarhúss í Reykjavík.
Gyða Theodórsdóttir,
Gylfi Theodórsson,
Hulda Theodórsdóttir,
Sigurbjörn Theodórsson,
Theodór Theodórsson,
Steinar Engilbert Theodórsson,
tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Systir okkar,
ERLA KARLSDÓTTIR NELSON,
fædd 13. febrúar 1928,
lést í Minneapolis, Bandaríkjunum, laugardaginn 28. október sl. þar sem
hún hefur búið í 50 ár.
Jarðarförin fór fram í Bandaríkjunum fimmtudaginn 2. nóvember.
Systur hennar og aðrir ættingjar kveðja hana með þakklæti og söknuði.
Guð blessi minningu hennar.
Ása Karlsdóttir,
Laufey Karlsdóttir,
Hulda Haralds Onyika,
systkinabörn og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR HALLVARÐSSON
rafvirki,
Kristnibraut 33,
Reykjavík,
lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn 5. nóv-
ember.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudag-
inn 9. nóvember kl. 11.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarfélög.
Málhildur Þóra Angantýsdóttir,
Angantýr Sigurðsson, Erla Björk Gunnarsdóttir,
Hallvarður Sigurðsson, Anna Margrét Ingólfsdóttir,
Elín Fríða Sigurðardóttir, Davíð Þór Óskarsson
og afabörn.