Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Petrónella S.Ársælsdóttir, Ella, fæddist í Vest- mannaeyjum 26. maí 1921. Hún lést á Landspítala Foss- vogi 30. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru, Laufey Sig- urðardóttir húsfrú, f. 2. september 1895, d. 16. ágúst 1962, og Ársæll Sveinsson útvegs- bóndi, f. 31. desem- ber 1893, d. 14. apríl 1969. Systk- ini Ellu voru Lárus, f. 1914, d. 1990, Sveinn, f. 1915, d. 1968, Guðrún, f. 1920, d. 1927, Ásta Skuld, f. 1925, d. 1928, Guðrún Ásta, f. 1929, d. 1977, Leifur, f. 1931, Lilja, f. 1933, og Ársæll, f. 1936. Hinn 30. desember 1939 giftist Ella Ágústi Kristjáni Björnssyni, verkstjóra, f. 4.11. 1916, d. 27.8. 1979. Allan þeirra hjúskap var Ella húsmóðir á heimili þeirra, syni, f. 31. október 1957. Barna- börnin 16 eru eftirtalin: Margrét, Ella Kristín, Jóhann Þór, Hannes, Marta María, Ella Kristín, Ástríð- ur Hanna, Ágúst Bjarki, Heiða Björk, Margrét, Harpa, Kristján, Petronella, Íris Anna, Steinarr Lár og Ágúst Kristján. Lang- ömmubörnin 33 eru eftirtalin: Davíð Mar, Thelma, Leifur Vikt- or, Birgir Leifur, Eiríkur, Lauf- ey, Bjarki Þór, Fylkir, Birgir Viktor, Atli Hrafn, Hannes, Berg- lind, Ásgeir, Jón Axel, Konráð Jóhann, Andri Björn, Róbert Örn, Silja Rut, Vignir Örn, Victor Blær, Karen Björg, Birna Krist- ín, Daníel Ingi, Páll Valdimar, Herborg Agnes, Kristinn Vil- berg, Kristján Már, Sigríður Tinna, Magnús Máni, Kristján Andri, Ísabella Rós, Ívar og Ey- dís Sól. Langalangömmubörnin fjögur eru eftirtalin: Ingi Rúnar, Birgitta Sóley, Ólafur Karel og Tristan Birkir. Útför Ellu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. fyrst í Vestmanna- eyjum, síðan í Hafnarfirði og að lokum í Ljósheimum 14a þar sem hún hélt heimili til dán- ardags. Þegar hún varð ekkja 58 ára gömul fór hún út á vinnumarkaðinn og starfaði í kennara- mötuneyti Iðnskól- ans í Reykjavík og síðan hjá Skeljungi í mötuneyti þeirra í Skerjafirði. Ella og Stjáni eignuðust 57 afkomendur, en 58. afkomandinn er vænt- anlegur nú í desember. Börn Ellu og Stjána eru Laufey, f. 11. nóv- ember 1939, gift Birgi Hann- essyni, f. 29. september 1941, d. 4. febrúar 2005, Birna Kristín, f. 6. febrúar 1942, gift Jóni Hannes- syni, f. 10. nóvember 1947, Krist- ján Sigurður, f. 16. október 1947, kvæntur Sigríði Árnadóttur, f. 1941, og Ásta Gunna, f. 30. júlí 1958, gift Steinarri Steinarrs- Mamma er dáin. Hún ólst upp á ástríku, mannmörgu heimili foreldra sinna, með níu systkinum ásamt ver- tíðarmönnum og vinnukonum. For- eldrar hennar voru miklir bindindis- menn og var afi alltaf stoltur af að dætur hans væru það líka. Ung missti mamma tvær systur sínar úr heila- bólgu og hafði það mikil áhrif á allt hennar líf. Hún sem alltaf var kirtla- veik var skilin eftir en þær teknar frá henni. Mamma tók þátt í störfum for- eldra sinna, vann á stakkstæðinu kauplaust og við hlið vinnukvenna og oft var mikið að gera, bakaðar 60 flat- kökur annan hvern dag og allir þvott- ar þvegnir í bölum, ekki einu sinni rennandi vatn. Kýr voru á heimilinu og var mjólkin mikil búbót á stóru heimili. Mamma sagði oft frá því þeg- ar hún var send á fátæk heimili með mjólk og beðin um að nefna það ekki við neinn. Mamma var alltaf hrædd við dýr en rak samt kýrnar í haga. Oft sagði hún söguna af kjúklingnum sem datt í flórinn, hún gat ekki hugsað sér að koma við hann vegna hræðslu. Svo hún tók skóflu og mokaði honum upp. Ung var mamma á leið í nám til Kaupmannahafnar og ætlaði að búa hjá listakonunni Júlíönu Sveinsdóttur föðursystur sinni, en aldrei fór hún utan, því hún var orðin ástfangin af ungum, myndarlegum töffara, honum pabba. Mamma og pabbi héldu heim- ili í Vestmannaeyjum til 1960, fluttu þá til Hafnarfjarðar og þaðan til Reykjavíkur. Þau héldu heimili sam- an í 40 ár og var mamma heimavinn- andi húsmóðir öll þau ár, heimilið allt- af hreint og fínt, allir fengu nóg, börnin hrein og saumaði hún fötin á okkur. Á kreppuárunum þegar ekki var hægt að kaupa allt í verslunum eins og í dag saumaði hún upp úr gömlum flíkum, hún venti flíkinni og varð t.d. frakki af afa buxur á Kidda bróður. Mamma var nýtin kona, krafðist ekki mikils fyrir sjálfa sig, hún hugs- aði vel um heilsuna, ung æfði hún og keppti í handbolta, þau pabbi dönsuðu mikið bæði á böllum og heima í stofu, og alla tíð gerði hún morgunleikfimi og var lipur og létt á sér fram á síð- asta dag. Nú síðustu mánuði fór hún með Birnu systur og Nonna í göngutúra minnst einu sinni í viku, notaði engi- ferrót, Q-10 og einn sopa af koníaki sér til heilsubótar á morgnana. Við mamma brölluðum margt sam- an, hún sagði að ég væri selskaps- daman hennar, við töluðum saman á hverjum degi, versluðum í matinn, fórum á kaffihús, ég fylgdi henni allt- af til læknis, setti permanett og litaði augnhárin og -brúnirnar, eða eins og hún sagði, setti á hana andlitið. Ég fór með henni á kvenfélagsfundi og í heimsóknir til vinkvenna hennar, henni fannst ekki gott að vera ein ut- an heimilisins. Mamma fór út að vinna 58 ára, hún naut þess að ráða sér sjálf, eignast nýjar vinkonur sem alla tíð héldu ást- fóstri við hana. Voru bíltúrarnir með Laugu og Línu miklir gleðigjafar í lífi hennar, hvað er sætara en þrjár kon- ur á níræðisaldri á kaffihúsi eða í bíl- túr um landið? Síðasta ferðin þeirra saman var í sumar. Þá fóru þær upp á Akranes, keyrðu fyrir fjörð í yndis- legu veðri, komu við hjá Kidda bróður og Siggu til að skoða steinasafnið þeirra, fóru á minjasafnið og enduðu í kaffi hjá Laufeyju systur. Mamma var mikil amma, alltaf tilbúin að spila rommí, sagði margar nákvæmar sögur af sjálfri sér eða ein- hverju sem hún hafði lesið í dönsku blöðunum. Hún passaði sig á því að gera aldrei upp á milli, sem varð til þess að stundum gerði hún bara ekki neitt. Lét öllum líða vel eins og þeir væru í sérstöku uppáhaldi. Hún hlust- aði en dæmdi ekki, var aldrei með neina dramatík. Mamma var dama til hinstu stund- ar og hélt fullri reisn, þegar sjúkra- bíllinn sótti hana í hennar hinstu ferð kom ekki til greina að fara út á bör- um, hún gekk út í bílinn róleg og yf- irveguð. Stolt og hljóðlát kvaddi hún lífið, krafðist aldrei neins, vildi alltaf vera á hliðarlínunni. Takk, mamma, fyrir allar stundirn- ar okkar saman, nú spilum við ekki oftar marías eða horfum saman á Idolið og nú nálgast jólin og þú verður ekki hjá okkur Steinari og krökkun- um. Það verður skrýtið. Koss og knús. Ég sakna þín. Þín dóttir Ásta Gunna. Elsku Ella. Ég vildi skrifa þér nokkur orð og þakka þér fyrir tímann okkar saman. Ég man þegar ég sá þig fyrst. Brosandi glöð tókstu á móti mér inn í fjölskylduna fyrir rúmum sjö árum. Ég man svo margt. Ég man eftir öllum Idol-kvöldun- um okkar og ég man þegar þú sagðir mér sögur af þér í Vestmannaeyjum. Ég man þegar þú komst í 25 ára af- mælið mitt og ég man eftir öllum fjöl- skylduboðunum. Ég man hvað þú varst alltaf létt á þér og ég man eftir fallega hlátrinum þínum. Ég man eftir þér. Björg Ragnheiður Vignisdóttir. Takk fyrir okkur Amma. Við erum svo heppin að hafa átt þig. Steinarr Lár, Hera, Eydís Sól. Þú varst eina amma mín, og þó ég hefði enga aðra ömmu eða afa þá vantaði aldrei neitt upp á. Þú fylltir skarð sem oftast fjórir fylla og gerðir það leikandi. Sama á hvaða stað í líf- inu ég var, þá varst þú alltaf til staðar á Ljósheimum og studdir við bakið á mér ef ég leitaði til þín. Amma, þú lést mér alltaf líða eins og ég væri uppáhaldið þitt, en eflaust fannst öllum það líka enda tókst þú öllum fagnandi, sem komu í heimsókn til þín. Öll þau mörgu skipti sem ég kom til þín beiðst þú tilbúin í dyrun- um, skælbrosandi, og tókst á móti mér með kossi.Og þegar við kvödd- umst þá kvöddumst við alltaf eins, við kysstumst þrisvar sinnum. Við áttum okkar kvöld, Idolkvöld, og áttum við fjölskyldan frábærar stundir saman yfir þeim þáttum síð- ustu þrjú árin. Sjónvarpsefnið var ekki aðalatriðið heldur að vera öll saman. Við hlökkuðum öll til að halda þessu áfram með X-factor þáttunum og varst þú farin að undirbúa það í huganum. Ég mun alltaf hugsa til þín, amma, þegar ég horfi á þessa þætti. Ég var búinn að undirbúa gjöf handa þér, amma. Ég ætlaði að gefa þér dagbókina okkar Bjargar frá því að við vorum á Ítalíu. Svo ætluðum við að gefa þér mynd af okkur, innramm- aða. Af einhverri ástæðu vorum við ekki búin að þessu en ég hlakkaði mikið til að gefa þér þetta, enda var fátt skemmtilegra en að gleðja þig. Þó að ég hafi óteljandi oft hlaupið upp tröppurnar í Ljósheimum og gengið að opnum dyrum hjá þér þar sem þú tókst fagnandi á móti mér. Þá vildi ég að ég gæti gert það einu sinni enn, bara til að gefa þér síðasta þre- falda kossinn, til að knúsa þig aðeins og kannski gefa þér gjafirnar sem ég var búinn að undirbúa svo lengi. Nú ert þú komin á annan stað og ef sá staður er jafn góður og heimili þitt hefur verið mér síðustu 26 árin, þá veit ég að þér líður vel. Þinn „uppáhalds“ dóttursonur, Ágúst Kristján. Elsku amma okkar er fallin frá. Þetta gerðist mjög snöggt, eitthvað sem við áttum alls ekki von á því að hún hugsaði alltaf svo vel um heils- una. Amma stundaði leikfimi heima frá því við munum eftir okkur og spáði mikið í mataræðið. Ef okkur vantaði einhver ráð varðandi heilsuna eða góð húsráð þá var hún óþrjótandi viskubrunnur. En við minnumst þín sem bestu ömmu í heimi alltaf glöð og ánægð og að láta sér leiðast var ekki til í hennar orðabók. Alltaf var gaman að sitja og hlusta á sögurnar hennar, og var hún þeim eiginleikum gædd að hún gat gert grín að sjálfri sér. T.d heilsaði hún sjálfri sér í spegli í snyrti- vöruverslun, bauð gínu góðan daginn á Árbæjarsafninu og hafði hún mjög gaman að segja slíkar sögur. Þegar við vorum yngri og komum í heimsókn er sérstaklega minnisstæð skálin með heimagerðu karmellunum og græna kakan. Okkur þótti þær öll- um alveg frábærar. Í gamla daga hitt- umst við öll stórfjölskyldan á jóladag í jólaboði hjá þér og var þá alltaf glatt á hjalla. Eins þegar við stóðum sem krakkar og sungum í útvarpið og allt var tekið upp. Amma fylgdist vel með öllu og lagði sig fram um að vera mikið inni í því hvað krakkar voru að gera. Hún átti sko tölvuleiki, var áskrifandi að And- res önd, hafði fullt af rásum í sjón- varpinu og ýmsu dóti fyrir börnin sem okkur þótti mjög spennandi og okkar börnum líka. Hún hugsaði alltaf vel um alla. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku amma, allar góðu minning- arnar um þig munum við geyma í hjarta okkar. Megi góður Guð geyma þig. Petronella, Ásta, Ágúst, Heiða, makar og börn. Petronella S. Ársælsdóttir  Fleiri minningargreinar um Petronellu S. Ársælsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ella Kristín og Íris Anna ✝ Jón Stefánssonfæddist í Vestra-Stokks- eyraseli í Árnes- sýslu 28. október 1919. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 1. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Bjarnason, f. 27.10. 1887, d. 22.5. 1935, og Steinunn Jónsdóttir, f. 17.5. 1892, d. 13.12. 1985. Jón átti fjögur systkini. Þau eru: Ólafur f. 3.8. 1915, d. 17.5. 1970; Lilja, f. 20.10. 1916, d 7.6. 1995; Guðrún, f. 23.8. 1921; Bjarni, f. 2.1. 1923; og Stef- án, f. 11.12. 1935. Árið 1943 kvæntist Jón Sigríði Ingimundardóttir, f. 11.10. 1917, d. 7.5. 1997. Foreldrar hennar voru Ingimundur Brandsson og Ingiríður Eyjólfsdóttir. Jón og Sigríður eignust fjögur börn. Þau eru: 1) Stefán, f. 1944, maki Sigríður Sveinsdóttir, þau eiga fimm börn og tíu barnabörn. 2) Ingiríður Karen, f. 1949, maki Þröstur Eyjólfsson, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. 3) Bryn- dís, f. 1951, maki Ágúst Ingi Andrés- son, þau eiga þrjú börn og sex barna- börn. 4) Steinunn, f. 1957, maki Hallur Ólafsson, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Áður átti Sigríður dótturina Erlu Óskars- dóttir, f. 1938, d. 1997, maki Daní- el Hafliðason, þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. Útför Jóns verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Elsku afi minn, nú ertu farinn og það er sárt að sitja og hugsa um það að við eigum ekki eftir að eiga fleiri stundir saman en það eru minningar sem ég á um þig sem eru svo yndis- legar allt frá því þú studdir mig við fyrstu sporin þar til ég studdi þig. Ég gæti skrifað endalaust um það en það eru okkar minningar. Það á eftir að vera svo erfitt að hafa þig ekki með okkur. Takk fyrir allt það sem þú hefur kennt mér og drengjunum okkar. Það er demantur í minningu okkar. Þinn Sighvatur. Elsku afi, nú kveð ég þig með sökn- uði. Allt það sem við höfum brallað og spjallað er ógleymanlegt. Nú veit ég að þú ert glaður að vera kominn til hennar ömmu sem hugsar vel um þig. Helga. Elsku afi, nú er stundin runnin upp og þú hefur fengið hvíldina eftir langa ævi. Þó að við vitum öll að dauðinn er hluti af lífinu þá er erfitt að sætta sig við þegar kallið kemur. Það er margt sem kemur upp í hugann, margar góðar minningar sem ég mun aldrei gleyma. T.d. allar þær stundir í vaskahúsinu á Bústó sem fóru í að skrúfa í sundur og setja saman hina ýmsu rafmagnshluti sem þú komst með fyrir okkur frændurna, einnig þær ófáu ferðir sem farnar voru fyrir þig í búðina sönglandi vísu sem þú kenndir okkur; „einn London docks og passaðu að brjóta hann ekki“. Elsku afi, nú ertu kominn til ömmu á góðan stað. Þakka þér fyrir allar góðu minningarnar sem þú skildir eftir, ég mun ætíð minnast þín. Guð blessi þig og varðveiti. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Þinn dóttursonur, Viðar. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund og því fylgir mikil sorg. En ég veit að nú ert þú kominn til hennar ömmu með bros á vör. Það rifjast upp allar góðu minning- arnar um ykkur ömmu, þegar maður kom í heimsókn á Bústaðaveginn og fékk glænýja jólaköku og mjólk. Ef enginn var inni þegar maður kom fór maður út í garð og leitaði í beðunum og oftar en ekki leyndist amma þar og aldrei varst þú langt undan. Það var yndislegt að sjá hvernig þú hljópst í kringum hana ömmu og ómetanlegt hvað þú varst góður við hana. Elsku afi, ég vona að þú sért kom- inn til ömmu, sáttur og sæll. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Takk fyrir allar góðu stundirnar, elsku afi. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elfa Björk. Elsku langafi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sigursteinn Atli og Brynjar Nói. Jón Stefánsson                  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.