Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 21
LANDIÐ
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Miðfjörður | Grettistak vinnur að
uppbyggingu skemmti- og fræðslu-
garðsins Grettisbóls á Laug-
arbakka í Miðfirði. Þar verður
áhersla lögð á styrk og kraft með
skírskotun til sögu Grettis sterka
Ásmundarsonar sem ólst upp á
Bjargi. Búið er að reisa risastórt
sverð við garðinn, sverð Grettis.
Það sést vel frá þjóðveginum og
þjónar því hlutverki að vekja at-
hygli vegfarenda á starfseminni.
Í garðinum verður sérstök
áhersla lögð á aflraunir, í anda
söguhetjunnar, að sögn Jóns Ósk-
ars Péturssonar, framkvæmda-
stjóra Grettistaks. Gestum gefst
kostur á að spreyta sig á ýmsum
þrautum. Þar verður einnig upplýs-
ingamiðstöð fyrir ferðafólk og
minjagripaverslun. Jafnframt
stendur til að gera sögu Grettis skil
með tækni nútímans og þar eiga
gestir að geta upplifað einstaka
þætti sögunnar, til dæmis glímuna
við drauginn Glám. Loks má nefna
útimarkað sem fyrirhugað er að
hafa á svæðinu sem og útileikhús.
„Það verður reynt að hafa lifandi
starfsemi á svæðinu,“ segir Jón.
Saga Grettis teygir sig um stóran
hluta landsins, meðal annars ná-
grannahéruð Miðfjarðar, Vatnsdal
og Skagafjörð. Hugmyndir eru
uppi um að gera söguslóð sem teyg-
ir sig yfir þetta svæði.
Opnað næsta sumar
Stefnt er að því að opna garðinn
næsta sumar enda eru fram-
kvæmdir komnar vel áleiðis. Grett-
istak tók á leigu tveggja hektara
land á Laugarbakka. Búið er að
skipta um jarðveg, leggja lagnir,
gera göngustíga og gróðursetja á
svæðinu. Þá hefur stofnunin keypt
mikið hús þarna, gamalt vélaverk-
stæði, og er unnið að breytingum á
því. Reynt er að hafa umgjörð
garðsins og mannvirki í honum sem
náttúrulegust og því eru grjót-
hleðslur mikið notaðar sem og
rekaviður. Segir Jón Óskar að búið
sé að fjárfesta fyrir vel á annan tug
milljóna króna.
Sverðið sem stendur tíu metra
upp úr jörðinni er mest áberandi.
Þetta er útilistavek sem Jón Óskar
segir að sé ætlað til að vekja athygli
á starfseminni og draga ferðafólk
að enda blasir það við af hringveg-
inum. Við smíði sverðsins var tekið
mið af sverðum frá tíma Grettis
sem fundist hafa á Norðurlönd-
unum. Á þetta að vera sverðið Jök-
ulsnautur, ættarsverð Vatnsdæla,
sem Gretti var gefið.
Grettistak er sjálfseignarstofnun
sem Húnaþing vestra og fleiri
heimaaðilar standa að. Fengist hafa
framlög úr ríkissjóði til uppbygg-
ingarinnar. Áætlað er að sá áfangi
sem tekinn verður í notkun í vor
kosti um 50 milljónir kr. en verk-
efnið í heild um 130 milljónir, að
hans sögn.
Jón Óskar tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Grettistaks um ára-
mótin, fyrst í hlutastarfi á meðan
hann var að ljúka viðskipta-
fræðinámi á Bifröst en í fullu starfi
frá því í vor. „Ég fór að svipast um
eftir vinnu þegar líða fór á námið
og bauðst þetta starf,“ segir hann.
„Þetta er frumkvöðlastarf, töluvert
fjölbreytt og reynir á ýmsa þætti,
sem ég hef jafnvel ekki komið ná-
lægt áður.“
Jökulsnautur vekur
athygli á Grettisbóli
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Jökulsnautur Jón Óskar Pétursson stendur framan við sverð Grettis
sterka sem stendur tíu metra upp úr jörðinni á Laugarbakka í Miðfirði.
Í HNOTSKURN
»Grettisból verðurskemmti- og fræðslugarð-
ur á Laugarbakka í Miðfirði, í
nágrenni Bjargs.
» Í garðinum verður lögðáhersla á kraft og styrk og
boðið upp á aflraunir, auk
kynningar á Grettissögu.
»Þar verður upplýsinga-miðstöð, minjagripaversl-
un, markaður, útileikhús og
önnur ferðaþjónusta.
Eftir Hafþór Hreiðarsson
Húsavík | Eikarbátur sem hvala-
skoðunarfyrirtækið Norður-Sigling
á Húsavík keypti frá Ólafsvík er
kominn til heimahafnar. Báturinn er
104 brúttólestir að stærð og mun
hljóta nafnið Garðar Svavarsson.
Báturinn verður sá stærsti í flota
Norður-Siglingar en í honum eru nú
fimm bátar. Allt eru þetta eikarbát-
ar. Þeir fjórir sem fyrirtækið átti fyr-
ir, Knörrinn, Náttfari, Bjössi Sör og
skonnortan Haukur, eru allir smíð-
aðir á Íslandi en sá nýi í Danmörku.
Einstök útgerðarsaga
Báturinn sem heitir Sveinbjörn
Jakobsson var smíðaður árið 1964
fyrir útgerðarfyrirtækið Dverg í
Ólafsvík og hefur alla tíð verið í eigu
þess.
„Þessi bátur á sér einstaka útgerð-
arsögu,“ segir Heimir Harðarson,
markaðsstjóri Norður-Siglingar.
„Hann kom til Ólafsvíkur í mars 1964
og hefur því verið gerður þaðan út í
tæplega fjörutíu og þrjú ár, alla tíð í
eigu sama fyrirtækisins, sömu eig-
enda og einungis þrír skipstjórar
hafa verið með bátinn sem ávallt hef-
ur verið mikið happa- og aflaskip,“
segir Heimir.
Sveinbjörn Jakobsson mun fá
nafnið Garðar Svavarsson og með
því eru Norður-Siglingarmenn að
minnast sænska víkingsins sem hafði
vetursetu á Húsavík skömmu fyrir
landnám. Heimir segir bátinn í mjög
góðu standi, mun betra en þeir bátar
sem fyrirtækið á fyrir voru í þegar
þeir voru keyptir, kannski að Bjössa
Sör undanskildum en hann er þeirra
yngstur.
Óvissa vegna hvalveiða
Spurður um breytingar á bátnum
fyrir nýtt hlutverk segir Heimir bát-
inn hafa verið keyptan áður en at-
vinnuveiðar Íslendinga á hval komu
til og því sé nokkuð óvíst í dag hve-
nær af breytingunum verður.
Fimmti eikarbáturinn
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Garðar Svavarsson Fiskibátsins
bíður nýtt hlutverk á Húsavík.
Selfoss | Nýjar hugmyndir um Suð-
urlandsveg og uppbyggingu umferð-
armannvirkja verða kynntar á fundi
í Tryggvaskála á Selfossi í dag,
þriðjudag, klukkan 12 til 13.40.
Fundurinn er öllum opinn.
Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæj-
arstjóri Árborgar, setur fundinn.
Framsögumenn verða Þór Sigfússon
forstjóri Sjóvár, Einar Guðmunds-
son forstöðumaður Sjóvár–For-
varnahúss og Runólfur Ólafsson
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
bifreiðaeigenda. Í lok fundarins
verða pallborðsumræður þar sem
m.a. verður rætt um nýjungar í
framkvæmd og fjármögnun vega-
framkvæmda. Í umræðunum taka
þátt Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra, Þór Sigfússon forstjóri Sjó-
vár, Stefanía Katrín Karlsdóttir
bæjarstjóri Árborgar og Þorvarður
Hjaltason framkvæmdastjóri SASS.
Árni Magnússon deildarstjóri hjá
Glitni stýrir umræðum.
Að fundinum standa Sjóvá, Sam-
tök sunnlenskra sveitarfélaga, Ár-
borg, Hveragerðisbær, Ölfus og
Grímsnes- og Grafningshreppur.
Kemur þetta fram á vef SASS.
Kynning á tvöföldun
Blönduós | Uppskeruhátíð ferða-
þjónustunnar á Norðurlandi verður
að þessu sinni haldin í Austur-Húna-
vatnssýslu. Hátíðin verður haldin
fimmtudaginn 9. nóvember.
Gestir skoða Heimilisiðnaðarsafn-
ið á Blönduósi og fara síðan í sýn-
isferð um héraðið í fylgd fróðra
heimamanna. Loks verður matar-
veisla í Kántrýbæ á Skagaströnd.
Austur-Húnavatnssýsla hefur
margt að bjóða gestum sínum, bæði í
náttúru og menningu. Vonast er til
að ferðaþjónustuaðilar af öllu Norð-
urlandi mæti til leiks og ekki síst að
heimamenn taki þátt, segir í frétta-
tilkynningu. Vakin er athygli á því að
gagnlegt og skemmtilegt sé fyrir
fólk í greininni að bera saman bækur
sínar og eyða deginum saman.
Halda uppskeruhátíð