Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ása HjördísÞórðardóttir fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík hinn 6. júní 1933. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi hinn 28. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnhildur Ein- arsdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 12. júní 1909, d. 20. maí 1994, og Þórður Sigurbjörnsson yfir- tollstjóri í Reykjavík, f. 27. nóv- ember 1907, d. 23. október 1985. Foreldrar Ragnhildar voru Einar Gunnarsson, ritstjóri og stofnandi dagblaðsins Vísis, og seinni kona hans, Margrét Líndal. Foreldrar Þórðar voru Sigurbjörn Sigurðs- son, verslunarmaður í Reykjavík, og Margrét Þórðardóttir, bók- haldari og verslunarstjóri í Borg- arnesi. Systkini Ásu Hjördísar eru: Kristján Reynir, verkamaður f. 13.3. 1930, d. 8.6. 1976; Margrét Anna, bankastarfsmaður, f. 22.3. 1932; Ragnhildur Jórunn, hjúkr- unarfræðingur, f. 5.6. 1935, d. 21.1. 1992; Guðrún Berg- ljót, tannsmiður, f. 7.9. 1936, d. 3.2. 1985; Einhildur Anna, f. 26.11. 1937, d. 14.6. 1938; og Anna Jóna, hjúkr- unarfræðingur, f. 14.5. 1939, d. 3.5. 1999. Ása Hjördís var í sambúð með Gísla Jóni Ólafssyni, f. 9.6. 1931, frá árinu 1987 þar til hann lést hinn 29.1. 2000. Ása lætur eftir sig 18 systrabörn og 17 ömmusystra- börn. Ása Hjördís útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953. Hún starfaði sem banka- starfsmaður við Búnaðarbanka Íslands frá 1955 til 1998 en þá lét hún af störfum. Eftir að hún lét af störfum einbeitti hún sér að aðal- áhugamáli sínu, ferðalögum. Útför Ásu Hjördísar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ása mín, nú ertu farin í þína hinstu för og ég sit hér eftir ein og virði fyr- ir mér ævi okkar í 73 ár. Alltaf vor- um við saman eins og tvíburar. Við vorum eins klæddar og ég man eftir grænu flauelskjólunum með útsaum- uðum blómum á krögunum sem Jór- unn frænka saumaði á okkur. Við vorum svo fínar þá. Seinna fórum við að syngja saman og má segja að söngur og gleði hafi ríkt í ævi okkar allt frá barnæsku fram á fullorðins- ár. Við fórum í Laugarnesskólann þegar ég var sjö ára og þú varst sex ára og vorum saman í bekk. Margrét Hjartardóttir amma okkar innritaði okkur í skólann og sneri nöfnunum okkar við. Ég var skráð Anna Mar- grét og þú varst skráð Ása Hjördís. En á skírnarvottorði okkar var ég skírð Margrét Anna og þú varst skírð Hjördís Ása. Þetta gerði amma til að við yrðum alltaf samferða heim úr skólanum og að við þyrftum ekki að bíða hvor eftir annarri í munn- legum prófum. Ég var kölluð Anna í barnaskóla og ég skrifaði rétta nafn- ið mitt þegar ég fór í framhaldsskóla en þú hélst Ásu Hjördísar nafninu. Ungar að aldri fórum við að syngja saman. Amma okkar Margrét Hjart- ardóttir átti orgel og þegar við heim- sóttum hana spilaði hún á orgelið og söng með okkur. Hún spilaði og söng upp úr Fjárlögunum lög eins og: Ég berst á fáki fráum, Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Við sungum líka þeg- ar Svana leiksystir kom til okkar á gamla heimilið á Sogabletti 2. Þá fór- um við systur og Svana niður í kjall- ara og sungum upp úr rauðu vasa- söngbókinni sem amma gaf okkur. Við sungum fullum hálsi af lífs og sálar kröftum Nú blikar við sólarlag, Sestu hérna hjá mér og Suður um höfin. Og hvílík innlifun! Þá lá leiðin í barnakór Ingólfs Guðbrandssonar. Hann var einnig kennari okkar í Laugarnesskóla. Saman fórum við í Menntaskólann í Reykjavík og vor- um saman í bekk. Á hverjum morgni komu nemendur skólans upp á Sal og sungu saman, en Hjörtur Hall- dórsson spilaði undir á píanó. Við vorum teknar í Menntaskólakórinn sem Hjörtur stjórnaði og við urðum svo frægar að syngja með kórnum opinberlega í Gamla bíói. Við urðum stúdentar 1953 og þar lauk okkar samsöng. Eftir þetta sungum við Hann/Hún á afmæli í dag í afmæl- isveislum. Þú mundir eftir öllum af- mælisdögum og komst alltaf í öll af- mæli. Við völdum okkur ævistarf, bankastarf, og saman hófum við störf í Búnaðarbanka Íslands árið 1955 þar sem þú starfaðir í 43 ár. Í sumarfríum okkar ferðuðumst við stundum saman. Ég man að við fór- um með Ferðafélagi Íslands til Hveravalla og vorum þar í eina viku. Þá gengum við í góðu veðri upp á Rjúpufell. Við fórum einnig með Ferðafélaginu upp í Þórsmörk og vorum þar í viku. Við tókum með okkur Þórð og Júlíus frændur okkar. Þú hittir Gísla Jón Ólafsson og þegar hann dó árið 2000 tókum við aftur upp þráðinn. Þá ferðuðumst við oft ásamt Árna eiginmanni mínum um landið og fórum tvisvar til Banda- ríkjana. Við Árni eigum sumarbú- stað og þangað komstu oft og áttir víst herbergi sem og í borginni enda kölluðum við heimilisfólkið herberg- in Ásu herbergi. Ása mín, þú varst mikill ættfræðingur og þú eignaðist fjölda nýrra ættingja eftir að Íslend- ingabók Kára kom fram. Þú varst alltaf góð í sögu og á ferðalögum þín- um erlendis lærðir þú ennþá meira í sögu sem þú oft á tíðum tengdir við Ísland. Þú varst barnlaus en öll systrabörn þín urðu þín börn. Þú bjóst hjá dætrum okkar ef við Árni skruppum til útlanda. Gaman var að rifja upp gamla daga með þér og þakka þér fyrir samveruna í 73 ár. Ég vona að þú fáir að syngja og gleðjast í þínum nýju heimkynnum. Í Guðs friði. Margrét Anna Þórðardóttir. Það eru margar minningar sem streyma fram í hugann þegar nafn móðursystur okkar Ásu Hjördísar Þórðardóttur kemur upp. Allt eru þetta skemmtilegar og lifandi minn- ingar sem hjálpa okkur að sætta okkur við að þann sjúkdóm sem bar Ásu ofurliði tók fljótt af enda átti hann illa við þá konu sem við þekkt- um og var okkur svo kær. Viku fyrir andlát hennar mætti hún hress og kát í skírn hjá Kristjáni Reyni, syni Þórðar og Elísu. Hún var ákveðin að mæta í skírnina þrátt fyrir að þrekið væri lítið enda þótti henni vænt um að bróðir hennar hefði nú eignast al- nafna. Sjúkdómurinn rændi Ásu því sem var hennar aðalsmerki, tjáning- unni. Fyrir Ásu skipti tjáningin miklu máli enda var hún fædd í tví- buramerkinu sem að hennar sögn bar höfuð og herðar yfir önnur stjörnumerki. Í þessari staðhæfingu hennar lá einnig léttur húmor sem var einkennandi fyrir hana. Sögurn- ar sem hún sagði af ferðalögum sín- um, ættfræðispekúleringar og al- mennar skoðanir voru nokkuð sem hún vildi leyfa öðrum að eiga hlut- deild í. Já, og ekki má gleyma sög- unum af Fönikíumönnunum sem eru Jensa bróður minnisstæðar enda var Ása sagnameistari af Guðs náð og kennari í eðli sínu. Ása var drottn- ing. Hún þorði að nota liti þegar kom að klæðaburði og fólk tók eftir henni hvar sem hún fór. Hún var tignarleg og bar sig eftir því. Hún hafði meira að segja skoðun á því hvernig við systradætur hennar bárum okkur við göngulag. Beinar í baki með rass- inn inn sagði hún alla jafna. Ekki ganga svona hokin. Ása var dugleg að sinna okkur sem börnum. Hún tók hlutverk sitt sem móðursystir alvarlega og öll eig- um við fallegar minningar um hana úr æsku. Oftar en ekki var hún köll- uð til að gæta bús og barna þegar foreldrar okkar fóru utan í ferðalög. Okkur líða seint úr minni framúr- stefnuleg loftböð sem á sínum tíma fengu okkur til að roðna. Mullers- æfingar á Evuklæðunum á svölunum á Hjarðarhaganum urðu til þess að ég og Gunna systir, þótt ungar vær- um að árum, urðum hreinlega kjaft- stopp. Í matargerð var Ása langt á undan sinni samtíð. Á ferðalögum sínum um allan heim kynntist hún fram- andi matargerð sem hún flutti með sér heim. Eflaust kunnum við ekki alltaf að meta þegar hún bar fram- úrstefnulegan mat á borðið en eftir því sem við urðum eldri hitti mat- urinn hennar alltaf í mark. Jóhönnu systur, Gutta bróður og Júlla frænda er sérstaklega minnisstætt þegar leið að jólum heima hjá ömmu heit- inni að Ása bar fram heilan fisk með uggum og augum og sítrónu ofan á. Litlu ömmusysturbörnunum bauð hún reglulega í kjötsúpu og þegar hún var hvað veikust fóru þau til hennar og báðu hana vinsamlegast að láta sér batna svo hún gæti nú eld- að kjötsúpuna góðu fyrir þau og látið kisuna mjálma. Ef kisan mjálmaði fengu þau nefnilega eitthvað sætt upp úr krukku sem var í líki kisu. Ása passaði einnig upp á að Gunna systir og Fylkir maðurinn hennar kenndu börnum sínum íslenska siði en þau hafa um árabil búið í Dan- mörku. Hún lagði mikla áherslu á að börn þeirra töluðu íslensku og væru með það á hreinu að Ísland væri besta land í heimi! Þegar hún fór til útlanda, sem var ein af ástríðum hennar, kom hún iðulega heim fær- andi hendi. Mörg okkar fengu að fara með henni í utanlandsferðir og var Estella frænka einna duglegust. Ása naut þess líka að fara upp í sum- arbústað til Möggu systur sinnar og Árna mannsins hennar. Hún fór einnig í margar sumarbústaðarferð- ir með okkur systrabörnunum og ömmubörnum. Henni var mikið í mun að rækta tengslin við okkur og sýna okkur í verki að við værum hennar. Hún gerði sér gjarnan ferð upp á Grettisgötu til Rönku systur enda hafði hún eins og við hin mat- arást á henni! Ranka þekkir ótrúleg- asta fólk og hafði Ása afar gaman af því að hitta það og skiptast á skoð- unum við það. Ættfræðiáhuginn var Ásu í blóð borinn. Hún skrásetti m.a. ævi Ara Johnson sem var fyrsti íslenski óp- erusöngvarinn, en þau voru tengd í 2. og 4. að frændsemi. Ása mundi eftir öllum afmælis- dögum og það er ekkert smáræði enda átti hún 18 systrabörn og 17 ömmusystrabörn og kom mörgum okkar í móður- og ömmustað. Hún ásamt Margréti eldri systur sinni horfði á eftir yngri systrum sínum kveðja þennan heim langt fyrir aldur fram. Það má segja að hún hafi á sinn hátt tekið við hlutverki ættmóður okkar og leysti hún það hlutverk af hendi með miklum sóma. Þegar við vorum yngri hélt Ása oft dýrindis garðveislur í Sogamýrinni hjá ömmu. Hún dvaldi lengst af þeim systrum í foreldrahúsum og þegar hún flutti á Miklubraut upphófst nýtt ævintýri. Að koma í heimsókn til Ásu var alltaf svolítið sérstakt og framandi. Heimili hennar, hvort heldur var á Miklubraut eða á Klapparstíg, bar vott um mikla fág- un og hlýleika. Ása naut mikillar hylli meðal karl- peningsins. Hvort heldur það voru prinsar í Egyptalandi sem gáfu henni kjóla og báðu hana að verða eiginkona númer fjögur eða blikk frá virðulegum mönnum í Nettó þá kunni hún vel að meta athyglina. Eina ástin sem hún opinberaði fyrir fjölskyldunni var Gísli heitinn, sam- býlismaður hennar til þrettán ára. Það tímabil var Ásu mikilvægt þótt við sæjum minna af henni. Það sem mestu máli skipti var að hún var hamingjusöm. Þótt Ása eins og systur hennar hefði sterkar skoðanir á hlutunum var alla jafna stutt í húmorinn. Hlát- ur hennar var alla jafna hár og inni- legur og þegar Magga systir hennar lagði henni lið í hlátrinum var ekki annað hægt en að skella upp úr. Fyr- ir þá sem ekki þekktu til hefði mátt halda að þegar systurnar voru að rökræða væri styrjöld í aðsigi. Svo var ekki. Öllum lá þeim hátt rómur og mikilvægt að láta í sér heyra til að komast að þegar um stóran systra- hóp er að ræða. Það þekkjum við systkinin af eigin raun enda sjö tals- ins. Stjarna Ásu mun halda áfram að skína. Okkur systkinunum var snemma innrætt að látnir lifi og er- um þess fullviss að hinn stóri skari ættingja sem hefur kvatt þessa jarð- vist hefur tekið vel á móti Ásu og umvafið hana friði og kærleika. Minningin um stórkostlega konu mun lifa áfram í hug okkar og hjarta og kalla fram bros á vörum okkar þegar fram líða stundir. Hver gengur þarna eftir Austurstræti og ilmar eins og vorsins blóm, með djarfan svip og ögn af yfirlæti, á ótrúlega rauðum skóm? Ó, það er stúlka engum öðrum lík, það er hún Fröken Reykjavík, sem gengur þarna eftir Austurstræti á ótrúlega rauðum skóm og því er eins og hafi vaxið vorsins blóm á stræti. (Jónas Árnason) Vottum Möggu og öðrum systra- börnum og ömmusystrabörnum hluttekningu okkar. Starfsfólki á B2 færum við innilegar þakkir og þá sérstaklega Svönu, Theu og Judith. Þær hafa svo sannarlega gefið af sér og við sem nutum þess munum alltaf búa að því. Þóra iðjuþjálfi var Ásu einnig hugleikin og fær hún bestu kveðjur. F.h. barna og barnabarna Önnu Jónu og Finnboga og fjölskyldna þeirra, Þóra Elísabet Kjeld. Elsku Ása, það er með söknuði og trega sem við kveðjum þig nú. En minningarnar lifa í hjarta okkar. Ása frænka var mögnuð kona, ævintýra- kona, sælkeri, sögukona, skemmti- leg kona, ættfróð með eindæmum og var mjög stolt af ætt sinni og studdi alltaf ættmenni sín. Ása var alltaf já- kvæð og glöð og aldrei fór hún í fýlu eða var í vondu skapi. Elsku Ása, þau voru ófá skiptin sem þú passaðir okkur í Vesturberg- inu, þá var alltaf líf og fjör. Við fórum líka oft í ferðalög saman. Það var alltaf svo gaman hvernig þú gast gert ævintýri úr öllu. Þú upplifðir allt sem ævintýri. Okkur eru líka minnisstæðar allar skemmtilegu grillveislurnar sem þú hélst fyrir okkur systkinabörnin í Sogamýrinni hjá ömmu og afa. Núna hin síðari ár áttum við margar góðar stundir sam- an uppi í sumarbústað hjá pabba og mömmu, þá var oft spilað og borð- aður góður matur. Kolla, hundurinn okkar, dýrkaði þig líka, það var alltaf jafn gaman að sjá þegar þið hittust, Kolla trylltist alltaf af gleði og þú varst líka alltaf jafn ánægð að sjá hana. Þú kunnir að njóta lífsins, ferð- aðist út um allan heim og hérna heima líka. Þú varst einstök kona. Þín verður sárt saknað. Elsku Ása, minningar um frábæra frænku og manneskju munu lifa. Þú munt alltaf skipa sérstakan sess í hjarta okkar. Hvíl í friði, elsku frænka. Við biðjum guð að styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Þínar frænkur Margrét og Anna Kristín. Elsku Ása mín. Nú ertu leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og raunafrí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir í góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Fyrir hönd barna Gunnu Beggu, Ingibjörg Þórhallsdóttir. Elsku Ása frænka. Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig, en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. Og ég gat ei handsamað heldur þá hljóma, sem flögruðu um mig, því það voru allt saman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. En bráðum fer sumar að sunnan og syngur þér öll þau ljóð, sem ég hefði kosið að kveða þér einn um kvöldin sólbjört og hljóð. Það varpar á veg þinn rósum og vakir við rúm þitt og leggur hóglátt að hjarta þínu hvítasta blómið sitt. Ég veit ég öfunda vorið, sem vekur þig sérhvern dag, sem syngur þér kvæði og kveður þig með kossi hvert sólarlag. Þó get ég ei annað en glaðst við hvern geisla, er á veg þinn skín, og óskað, að söngur, ástir og rósir sé alla tíð saga þín. (Tómas Guðm.) Dóttir Systu, Estella Dagmar. Ása Hjördís Þórðardóttir Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, BRYNLEIFUR SIGMAR TOBÍASSON, Úthlíð, Varmahlíð, Skagafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar fimmtu- daginn 2. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 11. nóvember kl. 13:30. Jóna Guðrún Gísladóttir, Edda Brynleifsdóttir, Þorsteinn Hafþórsson, Tobías Þórður Brynleifsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.