Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 311. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Suðvestlæg átt, 3–8 m/s. Él eða skúrir vestan til, annars þurrt og bjart með köflum. Vægt frost norðan- og aust- anlands. » 8 Heitast Kaldast 5°C 0°C Löggilt menntun klæðskera og kjólameistara tryggir viðskipta- vinum faglega ráðgjöf og þjónustu í hönnun, sérsaum og framleiðslu á hverskyns fatnaði til daglegra nota, samkvæmis- fatnaði, brúðarkjólum, herrafatnaði, búningum og fleiru. www.meistarinn.is þjónusta í boði Fagleg oglögleg Í Klæðskera- og kjólameistara-félaginu eru hátt í eitt hundraðfélagar og um tuttugu fyrirtæki og vinnustofur. Merki félagsins er trygging fyrir þeirri aðild. Samtök iðnaðarins hvetja landsmenn að skipta aðeins við fagfólk með tilskilin réttindi - og þá er að finna á Meistarinn.is FERMINGARBÖRN alls staðar að af landinu flæddu um borg og byggð í gærkvöldi og söfnuðu peningum til vatnsverkefna á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar í Mósambík, Malaví og Úganda í Afríku. Þessi hópur fékk söfnunarbaukana í hendur í Grafarvogskirkju frá sr. Vigfúsi Þór Árnasyni sóknarpresti. „Fræðslan sem fer fram í fermingarundirbúningnum snýst um það hvað það er að vera kristinn. Það að leggja eitthvað af mörkum og hjálpa öðrum er kjarninn í boðskapnum,“ segir Anna M. Þ. Ólafsdóttir, fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. „Krakkarnir hafa ekki svo oft tækifæri til að leggja eitthvað af mörkum, þess vegna finnst mér þetta svo mikilvægt. Ekki síst í okkar nútímasamfélagi þar sem þau eru vön því að fá svo mikið upp í hendurnar.“ Um 3.400 fermingarbörn stunda fermingarundirbún- ing í vetur hjá 66 prestum. Þetta er í 8. sinn sem þessi söfnun er haldin, en í fyrra söfnuðust 6,8 milljónir. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að krakkarnir fari út, þó það sé kannski eitthvað annað sem þau myndu vilja gera þetta kvöld. Bara það að drífa sig út og leggja þetta á sig, til þess til dæmis að einhver munaðarlaus börn fái vatnstank við húsið sitt, er gríð- arlega mikilvægt,“ segir Anna. Morgunblaðið/Kristinn Fermingarbörn söfnuðu fyrir vatni Eftir Sunnu Ósk Logadóttur og Bjarna Ólafsson FRÁ 1. maí, þegar breytingar á lögum um frjálst flæði vinnuafls frá átta nýjum aðildarríkjum Evrópu- sambandsins tóku gildi, hefur Vinnu- málastofnun skráð 3.327 manns frá þessum löndum, þar af eru um 2.447 nýskráningar. Telur stofnunin að enn eigi eftir að skila sér um 2.000 skráningar, miðað við fjölda útgef- inna kennitalna hjá Þjóðskrá. Á síðasta ári komu 2.765 launa- menn frá nýju aðildarríkjunum, eða rétt tæp 70% allra sem fengu hér at- vinnuleyfi, 3.965 manns á síðasta ári. Telur Vinnumálastofnun að sam- bærileg heildartala í dag væri um 7.000, að teknu tilliti til vanskráning- ar samkvæmt Þjóðskrá. Löndin átta sem um ræðir eru Pólland, Lettland, Litháen, Eist- land, Ungverjaland, Tékkland, Slóv- enía og Slóvakía. Fyrirvari um rétt- indi þeirra á íslenskum vinnumarkaði féll úr gildi með laga- breytingu sl. vor. Breytingin leiddi til þess að fólk frá þessum löndum þarf ekki lengur atvinnuleyfi til að starfa á íslenskum vinnumarkaði. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, segist telja flæði vinnuafls frá löndunum átta meira en menn hafi átt von á. Hann telur fólkið allt fá vinnu en nauðsynlegt sé að efla íslenskukennslu. Lýsa vonbrigðum Þá lýstu í gær ungliðar allra stjórnmálaflokka utan Frjálslynda flokksins, auk Frjálshyggjufélags- ins, Stúdentaráðs, Vöku, Röskvu og nokkurra vefrita, vonbrigðum með það sem kallað er í tilkynningu „ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúar- bragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga til að auka fylgi flokks síns.“  Meira flæði | 10–11 og miðopna Um sjö þúsund útlend- ingar til starfa í ár Ungliðar mótmæla málflutningi forystumanna Frjálslynda flokksins Björgvin G. Sigurðsson alþing- ismaður sigraði nokkuð örugglega í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fram fór um helgina en talning fór fram í gær. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður náði öðru sætinu en fáum atkvæð- um munaði á honum og Ragnheiði Hergeirsdóttur í það sæti. Róbert Marshall hreppti þriðja sætið, Ragnheiður varð í því fjórða og í fimmta sæti varð Jón Gunnarsson alþingismaður. Vegna kynjakvóta fer Jón niður í það sjötta en Guðrún Erlingsdóttir flyst upp um eitt. | 11 Ljósmynd/Sigurður Jónsson Sigraði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir óskar Björgvini til hamingju. Björgvin í fyrsta sæti AÐFARANÓTT laugardags lést tuttugu og fjögurra ára gömul kona eftir að hafa tekið inn e-töflu, en ekki er vitað til þess að dauðsfall af þeim sökum hafi áður átt sér stað hér á landi. Talið er að konan hafi keypt töfluna af óþekktum aðila, sennilega á föstudagskvöld. Þá voru tveir ungir menn fluttir alvarlega veikir á sjúkrahús á sunnudags- morgun og höfðu þeir sömuleiðis tekið inn e-töflur. Í ljósi þessara atburða telur lög- reglan rétt að vara sérstaklega við notkun e-taflna. Neyslan fer vaxandi Sigurbjörn Víðir Eggertsson að- stoðaryfirlögregluþjónn sagði í samtali við Morgunblaðið að rann- sókn málanna héldi áfram en að svo stöddu væri ekki hægt að gefa frek- ari upplýsingar. Að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, læknis hjá SÁÁ á Vogi, eru dauðs- föll eftir neyslu e-taflna þekkt fyr- irbæri erlendis. Aðspurð segist hún ekki muna eftir því að neysla tafln- anna hafi áður leitt til dauða hér- lendis, nema þá hugsanlega með óbeinum hætti í formi sjálfsvíga. Valgerður segir neyslu e-taflna fara vaxandi. Bendir hún máli sínu til stuðn- ings á að 40% þeirra 1.800 ein- staklinga sem leituðu aðstoðar hjá Vogi á síðasta ári hafi notað örv- andi efni, en e-taflan telst til slíkra efna. Segir hún langflesta neytend- ur e-taflna vera ungt fólk undir tví- tugu. Sviplegt lát ungrar konu Lögreglan varar sérstaklega við notk- un e-taflna í ljósi atburða helgarinnar Í HNOTSKURN » E-töflufaraldurinn breidd-ist út á árunum 1995–96, en eftir að fréttir bárust af dauðsföllum erlendis dróst neyslan saman um tíma. » Frá 1999 hefur neysla e-taflna hins vegar aukist ár frá ári. GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að í umræðum á Alþingi í apríl sem leið hafi þingflokkurinn tekið þá afstöðu að nýta bæri fyr- irvarana um frjálst flæði vinnuafls frá nýjum aðild- arríkjum Evrópusambandsins og fresta gildistöku lag- anna til 2009 eða með sérstökum rökstuðningi til 2011. Að sögn Guðjóns óttuðust þingmenn flokksins flóð er- lends vinnuafls eftir 1. maí og það hefði gengið eftir. Guðjón segir að hann sé ekki að dæma fólkið sem komi til landsins, heldur benda á vandamálin sem fylgi frjálsu flæði vinnuafls, eins og t.d. lægri laun og atvinnuleysi. Hann segir að komi til atvinnuleysis bitni það á þeim sem fyrir séu og fólk óttist stöðuna, jafnt útlendingar sem hafi komið hingað fyr- ir 1. maí og Íslendingar. Síðan megi spyrja hvort Vestur-Evrópuþjóðir geri fátækari þjóðum Evrópu greiða með því að taka efnilegasta fólkið frá þeim. Guðjón A. Kristjánsson Mikilvægt að stýra flæðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.