Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Höfum kaupendur Erum með kaupendur að öllum stærðum og gerðum fyrir- tækja sem mega kosta allt upp í 3-400 milljónir. Margt kemur til greina. Einnig kaupendur að öllum gerðum lítilla fyrirtækja. Greiðslur eru oftast staðgreiðsla. Hafið samband við Reyni Þorgrímsson, sem stofnaði þessa elstu starfandi fyrirtækjasölu landsins og starfar þar enn. Hann þekkir því þessi mál betur en flestir aðrir. Gemsinn hans er 896 1810. Allar upplýsingar í fullum trúnaði. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Elsta fyrirtækjasalan á landinu. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG NÁÐI ALDREI AÐ FÁ HANA TIL ÞESS AÐ HLÆGJA ÉG SETTI MEIRA AÐ SEGJA FRANSKAR Í EYRUN OG SKEIÐ Á NEFIÐ Á MÉR ÞESSAR KONUR ERU SVO DULARFULLAR ÉG STEND HÉR AÐ BÍÐA EFTIR SKÓLABÍLNUM... ELLEFU ÁR EFTIR AÐ SKÓLANUM SÍÐAN FER ÉG Í HÁSKÓLA OG SÍÐAN Í VINNUNA ÞAÐ SEM EFTIR ER! HVERNIG HEIMUR ER ÞETTA! MAÐUR FÆR BARA 5 ÁR TIL AÐ VERA BARN! HVAÐ MEÐ AÐ LEIKA SÉR OG UPPGÖTVA NÝJA HLUTI? ÞAÐ ER LÍKA MIKILVÆGT! ÞÚ ÁTT ALLTAF EFTIR AÐ HAFA KVÖLD OG HELGAR EN ÞÁ HORFI ÉG Á SJÓNVARPIÐ AF HVERJU ERTU SVONA SÚR Á SVIPINN EDDI? ÞÚ VEIST HVAÐ ÞEIR SEGJA: „GRÁTTU OG GRÁTTU EINN, HLÆÐU OG HEIMURINN HLÆR MEÐ ÞÉR.“ ÞANNIG AÐ ÞÚ ÆTTIR BARA AÐ HLÆGJA AÐEINS! ALLT Í LAGI KENNARINN ÞINN SKILDI EFTIR MIÐA Í EINKUNNABÓKINNI ÞINNI! ÞESSI KENNARI ER SAMT EITTHVAÐ KLIKKAÐUR HANN SEGIR AÐ ÉG SÉ ÆÐI OG AÐ ÉG ÆTTI AÐ HVÍLA MIG HANN SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT MEÐ HUNDAÆÐI OG AÐ ÞAÐ ÆTTI AÐ SVÆFA ÞIG!! SJÁIÐ KRAKKAR, ÞARNA ER HÓTELIÐ OKKAR! ÞETTA LÍTUR ÚT EINS OG FRUMSKÓGUR JÁ, ÞAÐ ERU ÝMIS ÞEMU Í MÚSAVERÖLD OG ÞEIR HALDA SIG VIÐ ÞAU Á ÉG AÐ TAKA TÖSKUNA? GET ÉG FENGIÐ AÐ TALA VIÐ LEIKARANN ÞARNA ER EKKI Í LAGI AÐ VIÐ TÖKUM FYRST UPP ATRIÐIÐ? JÚ, EKKERT MÁL, MIG VANTAR BARA EIGIN- HANDARÁRITUN FYRIR STRÁKINN MINN LÖGGAN HEFUR ÁTTAÐ SIG Á ÞESSU! ÉG VERÐ AÐ KÁLA KÓNGULÓNNI FYRR EN ÉG ÆTLAÐI Sagnfræðingafélag Íslandsbýður til fyrirlestrar í dag,þriðjudag, í fyrirlestrarsalÞjóðminjasafnsins. Fyrir- lesturinn er hluti af fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins í vetur en að þessu sinni mun Sigrún Sigurðar- dóttir, sagnfræðingur og menning- arfræðingur, flytja erindið Munn- legar heimildir; möguleikar og sannleiksgildi. „Ég mun fjalla um munnlegar heimildir og hvernig notkun þeirra kallar á að sagnfræðingar takist á við aðferðafræðilegar spurningar er varða, til dæmis, sannleikshugtakið og umgengni við heimildarmenn,“ útskýrir Sigrún sem notar kenning- ar þýska fræðimannsins Walter Benjamin sem útgangspunkt í erindi sínu: „Benjamin skrifaði m.a. grein- ina „Um söguhugtakið“ þar sem hann fjallar um hvernig ríkjandi orð- ræða endurspeglar sögu sigurvegar- anna og heldur niðri ákveðnum þjóð- félagshópum.“ Sigrún nefnir að á áttunda og ní- unda áratugnum hafi aðferðafræði munnlegrar sögu orðið meira áber- andi í sagnfræði, meðal annars til að ná til hópa sem höfðu ekki áður haft rödd í hinni opinberu sögu, og ekki skilið eftir sig ritaðar heimildir: „Nefna má sem gott dæmi tvo stóra hópa sem munnleg sagnfræði hefur varpað nýju ljósi á: konur og verka- menn. Almennt hafa þessir hópar fólks ekki verið líklegir til að skilja eftir sig ritaðar heimildir eða hafa bein áhrif á hvernig opinber saga er skrifuð. Eins má nefna sögu minni- hlutahópa, t.d. innflytjenda. Í fyrir- lestrinum mun ég m.a. fjalla um sögu innflytjenda á Íslandi og hvernig saga þeirra lítur út ef hún er skrifuð út frá sjónarhóli þeirra sjálfra.“ Í umfjöllun sinni um munnlegar heimildir leggur Sigrún á það áherslu að hún telur heimildir skráð- ar niður eftir viðtölum ekki til munn- legra heimilda: „Munnleg heimild er allt það sem sagt er frá, líka þögnin milli orða, hrynjandi frásagnarinnar, hlátur eða grátur þess sem segir frá. Ef munnleg heimild er varðveitt á myndbandi geta jafnvel svipbrigði og látbragð myndað mikilvægan hluta af heimildinni,“ útskýrir Sig- rún. „Frásögnin sjálf og uppbygging hennar verður hluti af heimildinni og öll túlkun þar með afstæð og háð sjónarhorni hvers og eins. Það krefst um leið þess að sagnfræð- ingar hugi að samspili afstæðs sann- leika og hugmyndum sagnfræðinnar um algildan sannleika.“ Sigrún mun í fyrirlestri sínum bæði spila upptökur úr viðtölum, sýna myndbönd, spila tónlist og sýna ljósmyndir en nýlega kom út í Kaup- mannahöfn bók hennar Det Traumatiske Øjeblik sem fjallaði um ljósmyndir sem heimildir: „Ég fjalla um samspil ólíkra heimilda í fyrir- lestrinum og skoða hvernig ólíkar heimildir hafa haft mótandi áhrif á söguskrif og söguvitund. Í fyrirlestr- inum geri ég ráð fyrir að kalla fram fjölbreytt viðbrögð hjá áhorfendum með því að sýna þeim ólíkar heimild- ir,“ segir Sigrún að lokum. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Sagnfræði | Fyrirlestur á vegum Sagnfræð- ingafélagsins í Þjóðminjasafni Íslands í dag Möguleikar munn- legra heimilda  Sigrún Sigurð- ardóttir fæddist í Reykjavík 1973. Hún lauk stúd- entsprófi frá VÍ 1993, B.A.-prófi í sagnfræði frá HÍ 1998 og Cand.- Mag.-prófi í menningarfræði og menningarmiðlun frá Kaup- mannahafnarháskóla 2004. Sigrún er verkefnisstjóri undirbúnings- nefndar um stofnun Miðstöðvar munnlegrar sögu og fagstjóri fræði- námskeiða við Hönnunar- og arki- tektúrdeild LHÍ. Sigrún er gift Birni Þorsteinssyni heimspekingi og eiga þau dæturnar Snædísi og Matthildi. Skjótt skipast veður í lofti í lífileikkonunnar Brooke Shields. Shields fæddi sitt annað barn Grier, á sjúkrahúsi í Los Angeles fyrr á þessu ári en sama dag fæddi leik- konan Katie Holmes dóttur sína Suri á sama sjúkrahúsi. Þetta væri þó sennilega ekki í frá- sögur færandi nema af því að Tom Cruise, unnusti og barnsfaðir Hol- mes, gagnrýndi Shields harðlega á opinberum vett- vangi eftir að hún greindi frá því að hún hefði tekið inn þunglyndislyf eftir fæðingu eldri dóttur sinn- ar Rowan árið 2003. Cruise bað Shields afsökunar á ummælum sín- um og nú hefur Shields greint frá því að þær Holmes séu vinkonur. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.