Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 25
neytendur MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 25 olíu á gírkassa/ sjálfskiptingu, bremsuvökva og frostlegi. Þrjár stöðvar neituðu þátttöku Samkvæmt fréttatilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ neituðu þrjár smurstöðvar þátttöku í verðkönn- uninni. Bifreiðaverkstæði Reykja- víkur Bæjarflöt 13, Smur- og dekkjaþjónusta Breiðholts, Jafn- aseli 6, og Hjólbarða- og smurþjón- ustan Klöpp, Vegmúla 2. Morgunblaðið/Eyþór Smurning Mestur verðmunur var á þjónustu við stóra jeppa. krakkar frá tíu til tólf ára en þeir sem eru eldri en tólf ára eru full- gildir skátar og þeir eru yfirleitt fimm saman í flokk og yfir þeim er einn foringi sem á helst að vera orðinn fimmtán ára. Í útilegunum mynda kannski fjórir flokkar eina sveit.“ Elísabet og Haraldur segja að skátarnir haldi reglulega skáta- fundi og hittist einu sinni í viku yfir veturinn í Skátaheimilinu og geri ýmislegt saman. „Það er mis- jafnt hvað við gerum á skáta- fundum, stundum erum við að læra eitthvað, stundum erum við að ræða einhver ákveðin málefni eða eitthvað sem er í gangi hjá okkur og stundum erum við bara að spjalla saman og förum í alls- konar leiki, eftir því hvað sá for- ingi sem stjórnar hefur skipulagt hverju sinni.“ Venjulegur skátabúningur sam- anstendur af blárri skyrtu og rauðum klút og skal klæðast bún- ingnum við svartar buxur. Krakk- arnir sauma allskonar merki í skyrturnar sínar en fullkominn búningur er líka með belti og hatt. Eins er hægt að fá peysur með fé- lagsmerki eða bandalagsmerki. „Við erum alltaf í búningnum við sérstök tækifæri og þó svo að við eigum líka að klæðast honum á vikulegu fundunum, þá er ekki tekið strangt á því ef við komum í öðrum fötum.“ Nýr uppboðs- og auglýs-ingavefur, safn-arabudin.is hefur ver-ið opnaður hér á landi. Fyrirmynd vefjarins er uppboðsvefurinn e-bay sem margir kannast við úr net- heimum. „Með þessu er verið að gefa fólki kost á að selja eða kaupa háalofts- eða kompudót á upp- boði,“ segir Einar Kolbeinsson, ábygðarmaður vefjarins. „Fólk á að hafa gaman af þessu, enda getur verið mjög spennandi að fylgjast með því hvernig hlut- irnir manns seljast í gegnum svona uppboð.“ Enn sem komið er hefur verið vinsælast að selja varning á borð við bækur, plaköt og kort í gegn um vefinn en hugmyndin er að í framtíðinni verði allt milli him- ins og jarðar falt á síðunni. „Það er undir hverjum og einum kom- ið hvort hann setur eitthvert lágmarksverð á hlutinn sinn eða ekki en svo er líka hægt að setja venjulega smáauglýsingu inn á vefinn, án þess að hluturinn fari á uppboð.“ Að sögn Einars er ákveðið gjald tekið fyrir þjón- ustuna en upphæðin er breytileg og fer eftir því hversu lengi hluturinn á að vera aðgengileg- ur á netinu, hvort mynd á að fylgja með, hvort auglýsingin er baklýst eða feitletruð og svo mætti lengi telja. Hann segist áætla að kostnaður seljenda hlaupi á bilinu 300 til 650 krón- ur en til að byrja með er ekkert rukkað fyrir fyrstu auglýsinguna eða uppboðið sem skráð er inn á vefinn. Inntur eftir því hver sé óvenjulegasti hluturinn sem hafi rekið á fjörur vefjarins þann tímasem hann hefur verið starf- ræktur segir Einar það senni- lega hafa verið fyrsta hlutinn sem seldist. „Þetta var skjal sem þrír þýsk- ir kafbátaforingjar höfðu skrifað nöfnin sín á. Þetta voru þekktir menn sem hafa meðal annars oft verið til umfjöllunar á Discovery sjónvarpsstöðinni. Þýskur blaða- maður fékk þá einhverju sinni til að skrifa á þetta blað á ráð- stefnu eða endurfundum sem þeir sóttu en í framhaldinu lagði hann það út til sölu e-bay þaðan sem það seldist hingað til Ís- lands. Kaupandinn seldi það svo aftur á safnarabudin.is.“ Kompudótið á vefinn Morgunblaðið/Þorkell Geymsla Það leynist ýmislegt í geymslum og kompum sem koma má í verð. Opið hús Glæsilega hannaðar íbúðir Ásakór er fallegt þriggja hæða fjölbýlishús með lyftu og 6 íbúðum á hæð. Sérinngangur er í hverja íbúð og fylgir eitt bílastæði hverri íbúð. Svala- gangar 2. og 3. hæðar eru með glerskermun. Íbúðum er skilað fullbúnum án gólfefna en með flísalögðum baðherbergis- og þvottahúsgólfum. Innréttingar eru vandaðar frá HTH. Þvottaherbergi er í öllum íbúðum. Íbúðirnar eru 3ja og 4ra herbergja 98-110 fm. Örfáar íbúðir eru óseldar. Til afhendingar strax. Verð frá 22,9 millj. með sér stæði í bílageymslu Íslenskir aðalverktakar hf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200www.iav.is Í dag þriðjudag milli kl. 16 og 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.