Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 43 menning Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Raðhús á einni hæð auk bílskúrs óskast. Staðgreiðsla í boði. Hentug stærð 125-170 fm. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. RAÐHÚS Á EINNI HÆÐ Á VATNSENDASVÆÐINU ÓSKAST Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Vorum beðin að útvega 55-75 fm 2ja herbergja íbúð í grónu hverfi, t.d. Háaleiti, Vesturbæ, Hlíðum eða austurborginni. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. 2JA HERBERGJA ÍBÚÐ Í GRÓNU HVERFI ÓSKAST Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Sérhæð við Landakotstún eða nágrenni óskast Traustur kaupandi óskast eftir 140-160 fm sérhæð á framangreindu svæði. Staðgreiðsla í boði fyrir réttu eignina. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. Miðasala í síma 4 600 200 I www.leikfelag.is ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI! „glæsilega unnið sviðsverk með skínandi beittan brodd… Frábær skemmtun – alvöru hrollur. Flott verk, flottur leikur, flott sýning.“ PBB, Fréttablaðið 30/10/06 „LA hefur hitt í mark og eignast fyndna og hæfilega ögrandi sýningu ... Drepfyndið“ ÞT, Mbl, 30/10/06 „gríðarlega áhrifamikil sýning“ SLG, RÚV, 30/10/06 „enn ein skrautfjöðurin í hatt LA“ HMB, akureyri.is, 30/10/06 „fjögurra grímna hressandi helvíti... Það er magnað að vita til þess að hér norður við heimskautsbaug sé okkur boðið uppá frábæra leiksýningu í heimsklassa...“ JJ, dagur.net, 30/10/06 Sýning í Mublu Fjölbreytt sýning Bjarna Jónssonar listmálara stendur nú yfir í húsgagnaversluninni Mublu á Nýbýlavegi 18, Kópavogi. Opið á verslunartíma rúmhelga daga frá kl. 11-18, laugardaga kl. 11-16, lokað á sunnudögum. LITLA sviðið í Silfurtunglinu í Austurbæ er tilvalið fyrir fyrstu til- raunir ungra leikstjóra og leikara. Það er mikil nálægð, varla pláss fyrir fleiri en tvær persónur á svið- inu og staðurinn sjálfur frelsar fólk frá því að mæta á sparifötunum. Enda uppselt á allar sýningarnar um Danny og Rebeccu og ég þurfti að bíða í langri biðröð með nær ein- göngu ungu fólki kvöldið sem ég fór. Það var hins vegar merkilegt, að finnast sem ég væri mætt á nýja útfærslu á leikriti Agnars Jóns Eg- ilssonar Afgöngum sem frumsýnt var þarna fyrir nákvæmlega tveim- ur mánuðum: Karl og kona hittast á bar, flækjast saman í rúmið og þegar morgnar hefjast tilraunir til nálgunar. Munurinn helst sá að í fyrra tilfellinu var um að ræða tvo velalda, blaseraða Íslendinga, ófæra um að elska og úr því verður eðlilega lítil dramatík. Hér stað- setur Jón Gunnar Þórðarson reið- ar, ofbeldisfullar, örvinglaðar per- sónur með þunga bagga fortíðar-ameríska leikritaskáldsins Johns Patricks Shanleys- í bresku lágstéttarumhverfi og úr örvingl- uninni skapast líkt og hjá Karli Marx átök og von! Bæði verkin þó byggð á engilsaxneskri klisju og vaknar sú spurning hvort ekki sé þarft að fara að ræða hvaða áhrif aukið vægi engilsaxneska natúral- ismans í leikhúsunum þessu síðustu ár kunni að hafa á leiklist okkar. Líkt og þarft er að ræða gjörning- inn, leikinn með ofbeldi og hrátt raunsæi í Listaháskólanum sem vekur óneitanlega upp áhugaverðar spurningar um siðferðileg mörk og hlutverk ímyndunaraflsins í list- sköpun. Og hvort einhver tengsl séu á milli hrás raunsæis (sem sést hefur víðar en í Listaháskólanum) og dekursins við natúralismann? Jón Gunnar Ólafsson hefur unnið þetta verk sitt af alúð, við hann er kannski ekki að sakast hversu und- arlega léttilega þetta verk hverfist frá ruddaskap yfir í ljúfa drauma um betra líf en af sýningu hans að dæma er ástæðulaust að hafa áhyggjur af siðgæði ungs leik- húsfólks, verkið gefur tilefni til enn meira ofbeldis og ógnar en hann kallar fram. Það stafar hætta af þeim Nicolette Morrison og Matt- hew Hugget í byrjun leiks og þau eru ósköp trúverðug sem elskuleg- ar ungar manneskjur þrátt fyrir allt, er eiga sér draum. En ég spyr mig enn einu sinni á þessum stað af hverju ég þarf að fara í leikhús til að horfa á sjónvarpsþátt? Það finnst mér að Jón Gunnar Ólafsson ætti að spyrja sig líka, hann virðist hafa alla burði til að velja sér áhugaverðari viðfangsefni. Enn hittast karl og kona í Silfurtunglinu LEIKLIST Austurbær Danny and the deep blue sea Eftir John Panick Shanley. Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson. Hljóðhönnun: Dúett- inn Melos: Sindri Þórarinsson og Egill Antonsson. Leikarar: Nicolette Morrison og Matthew Hugget María Kristjánsdóttir Morgunblaðið/Eyþór Hættuleg „Það stafar hætta af þeim Nicolette Morrison og Matt- hew Hugget í byrjun leiks og þau eru ósköp trúverðug sem elskuleg- ar ungar manneskjur þrátt fyrir allt,“ segir í dómnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.