Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARIÐ hef ég mikið verið að hugsa um viðhorf almennings til ungmenna og fréttaflutning og fjöl- miðlaumfjöllun um ungt fólk. Það er sama hvert litið er, alltaf er talað um ungt fólk eins og það sé á kafi í slæmum málum. Stór hluti af umræðunni gengur út á það hversu auðvelt er fyrir ung- menni að nálgast fíkni- efni og að það séu sífellt fleiri ungmenni sem verði fíkniefnum að bráð. Að mínu mati er þetta afar ósanngjörn umræða. Við fullorðna fólkið erum jafnnálægt fíkniefnum ef ekki nær þeim en ungmenni og ekki erum við öll á leið til glötunar. Ekki viljum við, sem eigum að heita fullorðin, að við séum öll dæmd dauð og ómerk vegna ör- fárra einstaklinga sem eru í neyslu eða hvað? Fjölmiðlar og fagfólk taka þátt í þessari heimsósómakenningaumræðu með umfjöllun um ólifnað ungs fólks. Dropinn sem fyllti mælinn var umfjöll- un fyrir stuttu um það að framhalds- skólaböll væru morandi í fíkniefnum. Í þeim framhaldsskóla sem ég vinn í, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, höfum við mikið velt því fyrir okkur hvernig best sé að standa að for- vörnum sem eru áhrifaríkar fyrir sem flesta í skólanum. Höfum við lagt mikla vinnu í að endurskoða reglulega forvarnastefnu skólans og snúið af þeirri leið að hafa átakavikur. Við byggjum frekar á stöðugum for- vörnum sem eðlilegum hluta af dag- legu lífi og skólastarfi og miðum við já- kvæða nálgun. Fyrir nokkrum árum var öll umgjörð utan um skemmt- anahald af hálfu skólans endurskoðuð til að reyna að tryggja enn betur ör- yggi nemenda og gesta þeirra á skemmtunum skólans og nemenda- félagsins. Nú á haustmánuðum var ákveðið að brydda upp á þeirri nýjung að fá lög- regluna til að koma með fíkniefnahund á skólaball. Fíkniefnahundurinn kom í heimsókn á ball fyrir um viku síðan. Um var að ræða Rokkball þar sem fjögur hundruð ungmenni komu sam- an til að skemmta sér. Það er skemmst frá því að segja að ekkert fannst við ítrekaða leit á staðnum. Það var nú öll fíkniefnaneyslan og fíkniefnaflóðið á þeirri framhaldsskólaskemmt- un. Þetta framhalds- skólaball var þar að auki reyklaust. Að ósk nem- enda sjálfra er ekki leyfilegt að reykja á skólaböllum Flensborg- arskólans eins og reynd- ar hjá afar mörgum öðr- um framhaldsskólum. Í rúmt ár hefur gestum á skólaböllum Flensborg- arskólans staðið til boða að blása í alkóhólmæli til að taka þátt í happdrætti sem dregið er úr næsta skóladag og eru sífellt fleiri sem taka þátt í því. Ég held að fjölmiðlar ættu að snúa sér að því að skoða þessa hlið veruleikans frekar en að stunda nær eingöngu æsifréttamennsku á kostnað ungmenna. Þegar fjallað er um unglinga í fjöl- miðlum þá gengur sú umfjöllun yf- irleitt út á það að segja frá reykingum, drykkju, neyslu fíkniefna og kynsvalli. Forvarnir í grunn- og framhalds- skólum hafa líka aðallega gengið út á það að fá ýmsa aðila í heimsókn til að segja frá reynslu sinni (eða annarra) af sjálfskemmandi hegðun. Langvarandi dópneyslu sem oft á tíðum er svo svæsin að jaðrar við kraftaverk að ein- staklingurinn sem þar er til frásagnar hafi komist á réttan kjöl. Slíkar sögur eru svo langt frá þeirri reynslu sem langflest grunnskólabörn og fram- haldsskólaungmenni hafa og munu nokkurn tíma komist í tæri við að ég leyfi mér að efast um gagnsemi slíkra forvarna fyrir börn og ungmenni. Önnur vinsæl leið er að setja upp leikþætti og leikrit til að koma for- vörnunum á framfæri. Þar virðist stundum sú stefna líka vera ríkjandi að sjokkera fólk frá neyslu. Ég fór á síðasta skólaári, sem forvarnafulltrúi í framhaldsskóla, á leikrit sem sýnt var fyrir grunnskólanemendur í 9. og 10. bekk. Við áhorfendur sátum í niða- myrkri og biðum eftir að sýningin hæfist. Allt í einu kviknaði skært ljós og við okkur blasti skrokkur ungrar konu sem hafði hengt sig. Inn á sviðið gekk ungur maður og tók stúlkuna niður úr snörunni og sagði okkur frá aðdraganda þess að hún ákvað að taka líf sitt. Eru þetta þær forvarnir sem við viljum að börn í 9. og 10. bekk grunnskóla fái? Eru þetta þær for- varnir sem forða ungu fólki frá því að fái sér sopa af bjór? Í staðinn fyrir að vera með stöðugan hræðsluáróður og sýningar á ungmennum að drekka, reykja og dópa þá eigum við að sýna börnum og unglingum myndir af heil- brigðum unglingum sem ekki eru í neyslu. Nota jákvæðar en ekki nei- kvæðar fyrirmyndir. Með því að einblína á neikvæðar myndir ýtum við undir neyslu og nei- kvæða mynd af unglingum. Við eigum frekar að gefa börnum og unglingum heilbrigðar fyrirmyndir. Í staðinn fyr- ir forvarnavikur sem ganga út á að sýna afleiðingar neyslu þá eigum við að vera með forvarnavikur sem ganga út á það að láta sér líða vel á heil- brigðan hátt, fjörvikur eða gleðivikur. Vitaskuld eigum við ekki að gleyma að sinna þeim sem eiga í vanda. En þeim eigum við að sinna sérstaklega, ekki yfirfæra vanda örfárra yfir á öll börn og ungmenni. Berjumst fyrir fjölmiðlaumfjöllun og forvörnum sem virka á jákvæðan hátt og gefa þá mynd af unglingsárun- um að sá tími sé jákvæður, eftirsókn- arverður og uppfullur af tækifærum til að njóta lífsins. Forvarnir og ímyndir ungmenna í fjölmiðlum Guðrún Ágústa Guðmunds- dóttir fjallar um framsetningu forvarna og umfjöllun um vímuvarnir »Með því að einblína áneikvæðar myndir ýtum við undir neyslu og neikvæða mynd af unglingum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Höfundur er framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Hafnarfirði. Í FJÁRLAGAFRUMVARPINU fyrir árið 2007 (bls. 292) birtir rík- isvaldið áform sín um fjárveitingar til að reka framhalds- skólana. Þar kemur fram að ársnemendum í framhaldsskólunum muni fjölga um ríflega 800 milli ára og að rekstrarútgjöld vegna þessarar fjölgunar séu um 500 m.kr. eða sem svarar u.þ.b. 625 þús.kr. á hvern árs- nemanda. Það kemur því ekki á óvart að í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 500 m.kr. fjárveitingu vegna þessa til framhaldsskólanna. Það kemur hins vegar á óvart að um leið er gerð sú krafa til framhaldsskól- anna að þeir spari á móti 300 m.kr. Skólarnir eiga sem sagt að fá auka- lega 200 m.kr. vegna fyrirsjáan- legrar fjölgunar nemenda. U.þ.b. 250 þús. kr. fyrir hvern þessara 800 ársnemenda. Líta má á framangreind áform frá ýmsum hliðum. Til dæmis gætu margir ætlað að sparnaður um 300 m.kr. sé ekki umtalsverður fyrir framhaldsskólana í heild sinni. Áætl- að er að rekstrarútgjöld og rekstr- artilfærslur vegna framhaldsskól- anna nemi um 14.206 m.kr. svo að stærðargráða „aðhaldskröfunnar“ er ekki fjarri því að vera 2%. Nú er það hins vegar svo að um 80% af kostnaði við rekstur framhaldsskól- anna er launakostnaður. Um þann þátt og um almenna launaþróun í skólunum semur fjár- málaráðherra við kenn- arasamtökin. Skólarnir eiga því óhægt um vik vilji þeir spara þar. Sparnaðinum þurfa þeir því að ná í gegnum annan kostnað en launakostnað. Það þýð- ir að þar þyrfti að framkalla 10% sparnað og þrengja að svo um munar. Önnur hlið á málinu: Reiknilíkan er notað til að skipta á milli fram- haldsskólanna því fé sem veitt er til þeirra á fjárlögum. „Aðhaldskröf- unni“ er skipt á milli skólanna með breytingum á almennum forsendum reiknilíkansins. Breytingarnar felast í því að „hópviðmið“ eru hækkuð og „nýtingarkrafa“ er aukin frá því sem verið hefur. Niðurstaðan verður sú að skólunum er ekki ætlað að spara hlutfallslega jafnt í samræmi við um- fang rekstursins. Ef fram- angreindar breytingar á forsendum reiknilíkansins verða að veruleika munu þær leiða til þess að þeim skól- um þar sem reksturinn hefur gengið bærilega er ætlað að spara hlutfalls- lega meira en þeim skólum þar sem reksturinn hefur gengið verr. Í þeirri ráðstöfun finnst sumum felast nokkurt réttlæti en öðrum finnst að verið sé að draga niður þá sem hafa verið forsjálir og neita þeim um tækifæri til þess að njóta ávaxta góðrar stjórnsýslu. Vísast yrði eina raunhæfa leið skólanna til að ná þeim sparnaði sem lagt er til í frumvarpinu sú að reyna að fjölga í námshópum sínum. Þá yrðu nemendur á hvern kennara fleiri en áður án þess að kennslu- stundum fjölgaði að ráði. Líta má á þá leið sem svar við „kröfu um fram- leiðniaukningu“ og einhverjum finnst líklega ekkert athugavert við að slík krafa sé gerð til framhalds- skólanna eins og til margra annarra stofnana og fyrirtækja. Þó er sá munur á skólunum og mörgum öðr- um stofnunum og fyrirtækjum að skólarnir eiga erfitt með að hafna „viðskiptatilboðum“ jafnvel þó að þau séu fráleit. Þau fyrirtæki eru ekki á hverju strái sem ættu erfitt með að hafna tilboði um að framleiða 800 viðbótareiningar ef fyrirtækið þyrfti sjálft að borga 375 þús.kr. með hverri einingu. Tilboð sem erfitt er að hafna? Oddur S. Jakobsson skrifar um fjárveitingar til reksturs fram- haldsskólanna » Framlög á hvernnemanda í fram- haldsskólunum lækka. Oddur S. Jakobsson Höfundur er framhaldsskólakennari. ÉG UNDIRRITAÐUR, Hannes Kristmundsson í Hveragerði, vil vekja athygli á því að 52 banaslys hafa orðið frá árinu 1973 á veg- inum milli Reykjavík- ur og Selfoss. Marg- vísleg önnur slys hafa orðið á þessari leið, sem hafa gert fólk ör- kumla eða valdið miklum líkams- meiðslum. Ég vil vekja athygli ráða- manna á þessari stað- reynd og ákalla þá. Ég vil að þeir taki tillit til þessara staðreynda og taki ákvarðanir í vegamálum í sam- ræmi við þær. – Hverfi frá núverandi hugmyndum um eins konar „eggjaskera“ milli akreina til bráða- birgða og taki upp framtíðarlausn í þessu máli sem er tvöföld akbraut frá Reykjavík austur og frá Selfossi til vesturs með ljósum og þeim öryggisbún- aði sem til þarf. Langoftast hafa þessi slys orðið vegna þess að aðeins eru í flestum tilfellum tvær akreinar, fram og til baka, á þessari leið. Í okkar fjölskyldu hafa á þessu tímabili orðið þrjú slys, eitt bana- slys, þegar við misstum son okkar Gísla, ásamt vini hans, Geir, og tveir félagar þeirra slösuðust mikið. Seinna lenti kona mín í slysi sem varð vegna slæmra veðurskilyrða á Hellisheiði og bíll sem kom úr gagn- stæðri átt fór yfir á öfugan veg- arhelming. Síðast varð yngsti sonur minn fyrir því að ekið var á hann úr gagnstæðri átt og bíll hans eyði- lagður, en sem betur fór slapp hann við meiriháttar meiðsl. Í því tilviki var einnig keyrt á lögreglubíl sem kom þar til aðstoðar. Nú hefur verið skorin upp herör með aðstoð fjöldamargra ráða- manna og félagasamtaka um að vekja sérstaka athygli á þessu máli. Umferðin eykst hvert ár og hvert misseri. Hversu miklu á að fórna vegna frest- unar á því að koma þessu í framtíðarhorf? Við í fjölskyldu minni ásamt fé- lagasamtökum og fleir- um höfum með leyfi yf- irvalda ákveðið að láta gera 52 krossa sem verða settir við veginn vestan við Kögunarhól, milli Reykjavíkur og Selfoss. Þessir krossar eiga að minna alla, ekki síst stjórnvöld, á hvað hefur gerst á þessari samgönguleið síðan 1973. Síðar er ætlun okkar að taka niður þessa krossa í tímans rás, þegar gengið hefur verið frá tveggja ak- brauta vegi milli þess- ara staða og láta gera minnisvarða um þá sem látist hafa á þess- um vegarkafla und- anfarin ár. Þeir sem vilja styðja þetta mál- efni geta skráð sig á heimasíðuna fib.is/ samstada eða sent tölvupóst á netfangið steini@kef.is Sjá einnig www.sudurlandsveg- ur.is Athöfn verður við Kögunarhól föstudaginn 10. nóvember nk. klukkan 15 þar sem ráðamenn og nemendur Fjölbrautaskóla Suður- lands og Gagnfræðaskóla Hvera- gerðis munu reisa þessa krossa og þar fer fram stutt athöfn. Ég hvet sem flesta til að mæta þar og sýna samstöðu og samhug í verki. Ákall til alþingis- manna og ráða- manna þjóðarinnar Hannes Kristmundsson skrif- ar ákall til ráðamanna þjóð- arinnar vegna Suðurlands- vegar Hannes Kristmundsson » Slysavarnirverði for- gangsmál þeg- ar ákvarðanir eru teknar um þjóðveg austur yfir Fjall. Komum á ein- staka athöfn við Kögunarhól föstudaginn 10. nóvember kl. 15. Höfundur er garðyrkjumaður. Í NÝJASTA hefti Mannlífs birtist við mig viðtal undir fyr- irsögninni „Tvisvar á hjarta- deild“ ásamt svohljóðandi kynn- ingartexta: „Ólína Þorvarðardóttir í einkaviðtali um „nornaveiðarnar“ á Ísafirði og hvernig álagið lék hana svo illa að hún fékk tvisvar hjartaáfall.“ Þrátt fyrir athugasemd frá mér til ritstjóra blaðsins, sama dag og það kom út, er hnykkt á því í blaðaauglýsingum sem birt- ust næstu daga og á vefsíðu Fróða að ég hafi „misst heils- una“ í átökum innan Mennta- skólans á Ísafirði. Að kalla hjartaþræðingu og dvöl á hjartadeild Landspítalans „tvö hjartaáföll“ og fullyrða síð- an um fullkominn heilsumissi af þeim völdum er í besta falli ýkj- ur, í versta falli uppspuni. Eftir því sem ég best get fundið er ég bara við þokkalega heilsu og vona að staðhæfingar blaðsins um annað verði ekki að áhríns- orðum. Fyrrnefnt viðtal var veitt gegn drengskaparorðum um að fullt samráð yrði haft við mig um framsetningu og fyrirsagnir. Þegar blaðið fór í umbrot hafði náðst samkomulag um fyrirsögn og forsíðutilvísun sem hljóðuðu á allt annan veg en raun varð á. Þær breytingar sem gerðar voru munu hafa verið að tilhlutan rit- stjóra án vitneskju blaðamanns. Fyrir vikið er viðtalið sjálft í nokkuð öðrum anda en ætla mætti af fyrrnefndri kynningu. Ritstjórn blaðsins virðist álíta að kveinstafir og heilsuleysi sé eitthvað sem selji. Það má vera, en viðmælandinn hlýtur að eiga rétt á því að málflutningur hans sé ekki afbakaður í þágu sölu- sjónarmiða. Þykir mér leitt að blað á borð við Mannlíf skuli hafa þennan háttinn á, tímarit sem árum saman hefur verið virkur þátttakandi í þjóðmála- umræðunni og oft vakið athygli fyrir áhugaverða viðmælendur og sterk efnistök. Ólína Þorvarðardóttir Athugasemd vegna Mannlífsviðtals Höfundur er sagnfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.