Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING HINUM vikulegu þriðjudags- sýningum á þýskum kvik- myndum á vegum Goethe- stofnunarinnar verður fram haldið í dag. Í þetta skiptið gefst kostur á að sjá myndina Status Yo! frá árinu 2003 í leikstjórn Till Ha- streiter. Myndin gerist á einum sólar- hring og er fylgst með nokkr- um einstaklingum í aðdraganda stærsta hip-hop- gleðskapar Berlínar. Sem fyrr hefjast sýningar klukkan 20 að Sölv- hólsgötu 13 og er aðgangur ókeypis og öllum op- inn. Myndin er með þýsku tali og enskum texta. Kvikmyndasýning Þriðjudagsbíó Goethe-Instituts Sölvhólsgata 13. KLUKKAN 20 í kvöld verður 71. skáldaspírukvöldið haldið í bókarými Iðu í Lækjargötu. Sem fyrr er skipuleggjandi þessa vikulega viðburðar Benedikt S. Lafleur skáld, en það eru skáldkonurnar Anna Dóra Antonsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir sem að þessu sinni leiða kvöldið í samein- ingu. Munu þær lesa úr nýút- komnum skáldsögum sínum og spjalla við gesti um verk sín í kjölfarið. Sem endranær er aðgangur ókeypis og gefst gestum kostur á að taka með sér veitingar niður í bókarýmið af kaffihúsi annarrar hæðar. Skáldaspírukvöld Anna Dóra og Kristrún í Iðu Benedikt S. Lafleur Á HVERJUM þriðjudegi klukkan 20 og á laugardögum klukkan 16 stendur Kvik- myndasafnið fyrir kvikmynda- sýningu í Bæjarbíói í Hafn- arfirði. Í kvöld er það grínhrollvekjan Comedy of Terrors frá árinu 1964 sem er á dagskrá. Söguþráður mynd- arinnar, sem er í leikstjórn Jacques Torneurs, er á þá leið að útfararstjóri sem hefur lítið að gera tekur upp á því að drepa fólk til að fjölga viðskiptavinum sínum. Miðaverð er 500 krónur og er myndin með ís- lenskum texta. Kvikmyndasýning Grínhrollvekja í Bæjarbíói Comedy of Terrors. Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is NÝLEGA komu út IV. og V. bindi ritraðarinnar Íslensk bókmennta- saga, en í þeim er farið yfir bók- menntsögu þjóðarinnar á 20. öld. Eins og við er að búast þegar ráðist er í útgáfu af þessum meiði sýnist sitt hverjum um útkomuna og þá aðferðafræði sem að liggur að baki vinnslu hennar; fræðimenn grein- ir jafnan á frá hvaða sjónarhóli viðfangsefnið skuli skoðað og hvernig það skuli framreitt. Hin nýja út- gáfa hefur ekki farið varhluta af slíkri umræðu og var t.d. tekist á um ritin tvö á nýliðnu Hugvís- indaþingi Háskóla Íslands sem fram fór um síðustu helgi. Þá birtust tveir ritdómar í Lesbók laugardag- inn síðasta þar sem hnýtt var í ýmis atriði. Morgunblaðið leitaði við- bragða hjá ritstjóra þessara tveggja binda, Guðmundi Andra Thorssyni. Aldrei ætlað að vera yfirlit um bókmenntafræðikenningar Sú gagnrýni hefur m.a. komið fram að það skorti á markvissa um- fjöllun út frá bókmenntafræðikenn- ingum 20. aldar. Þess í stað sé út- gagnspunkturinn höfundaverk og ævisöguleg greining. Er þessi gagn- rýni réttmæt að þínu mati? „Bókmenntafræðikenningar 20. aldar eru margar og þeir fræðimenn sem fengnir voru til að skrifa í þessa bókmenntasögu vegna sér- þekkingar sinnar kunna allir prýði- leg skil á þeim eins og skrif þeirra bera með sér. Hins vegar var þessu riti aldrei ætlað að vera yfirlit um bókmenntafræðikenningar 20. ald- ar. Sú hugmynd var ekki heldur lögð til grundvallar að „höfundurinn sé dauður“ eins og heyrst hafa til- mæli um. Þessi umræða virkar svo- lítið á mig eins og verið sé að kvarta yfir því að of mikið sé fjallað um ís- lenskar bókmenntir í íslenskri bók- menntasögu.“ Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst að átök við hugtakið „módernisma“ og nærveru þess í bókmenntasög- unni séu tilfinnanlega fjarverandi. Hverju svarar þú slíkum röddum? „Það má vera að fræðileg um- ræða um hugtakið „módernisma“ hefði mátt vera markvissari en fjar- verandi er hún ekki. Silja Að- alsteinsdóttir afmarkar býsna glögglega hugtakið í kafla sínum um formbyltingu og módernisma og þótt Matthías Viðar fylgi ekki hefð- bundnum brautum í glímu sinni við fyrirbærið hefur hinn glæsilegi kafli hans svo sannarlega að geyma „átök við hugtakið „módernisma““, rétt eins og módernisminn kemur mjög við sögu bæði hjá Dagnýju Krist- jánsdóttur og Árna Ibsen. En hug- takið er vítt og á að fá að vera það. Ég veit ekki alveg hvað er verið að biðja um: átti að halda þing og sam- þykkja ályktun í lok þess um skil- greiningu módernismans og láta höfunda svo framfylgja henni?“ Eitthvað verður undan að láta Mörgum þykir fjarvera umræðu um þýðingar á erlendum skáldverk- um ljóður á Bókmenntasögunni. Var það ritstjórnarleg ákvörðun að horfa fram hjá þessum mikilvæga áhrifaþætti? „Tvímælalaust hefði verið að því mikill fengur, eins og Gauti Krist- mannsson hefur nefnt, að hafa á ein- um stað í verkinu sérstakt yfirlit um þýðingar skrifað af kunnáttumanni í stað þess að vikið sé að þýðingum hér og þar eins og raunin er. En þegar síðufjöldinn er takmarkaður verður eitthvað undan að láta. Að þessu sinni erlendur skáldskapur á kostnað þess íslenska. Rétt eins og fræðilegar vangaveltur um for- sendur hugtakanotkunar víkja að mestu fyrir umfjöllun um höfunda.“ Það er ekki annað að skilja á orð- um Benedikts Hjartarsonar í ritrýni sem birtist í Lesbók sl. laugardag en höfundum einstakra hluta Bók- menntasögunnar sé gefinn of laus taumurinn. Ertu sammála því? Hef- ur það bitnað á lokaútkomunni að þínu mati? „Þessu er vandsvarað. Í rit- stjóratíð minni hef ég vanið mig á að tala aldrei um samstarf mitt við þá höfunda sem ég hef unnið með. En almennt talað lít ég á starfið sem þjónustuhlutverk. Og almennt talað er ég frjálslyndur yfirlesari og lít ekki á hlutverk mitt sem það að vera einhvers konar „lýðræðislegt miðstjórnarvald“. En ég get hins vegar upplýst að þetta var þó að minnsta kosti lesið yfir. Þarna stendur hvergi: „Ath. búin að taka út það sem var hér“ eins og gat að líta í ritsmíð í tilefni af bókmennta- sögunni í síðustu Lesbók.“ Bókmenntir | Fjórða og fimmta bindi Íslenskrar bókmenntasögu í umræðunni Í HNOTSKURN » Fyrsta bindi Íslenskrarbókmenntasögu kom út ár- ið 1992 í ritstjórn Vésteins Ólasonar. Hann ritstýrði einn- ig öðru bindi sem kom út ári síðar. » Halldór Guðmundsson rit-stýrði þriðja bindinu sem var gefið út árið 1996. » Guðmundur Andri Thors-son er ritstjóri tveggja síð- ustu bindanna. Þar er farið yf- ir íslenska bókmenntasögu 20. aldar. » Mál og menning stendurfyrir útgáfu ritraðarinnar. Tekist á um nálgun Guðmundur Andri Thorsson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íslensk bókmenntasaga Umræða um nýjustu bindin tvö, sem jafnframt eru þau síðustu, hefur verið áberandi upp á síðkastið. KENNETH Branagh verður við- staddur frumsýningu á kvikmynd sinni Töfraflautunni á kvik- myndahátíðinni í Sevilla nk. fimmtudag. Branagh hefur gert nokkrar myndir byggðar á verkum William Shakespeare en hefur nú róið á mið óperunnar í fyrsta sinn. Sögutími Töfraflautu Mozarts í meðförum Branaghs er fyrri heims- styrjöldin, tími hjaðningavíga sem voru táknmynd fyrir endalok viss tímabils og gildismats. Ópera Moz- arts er aðlöguð hvíta tjaldinu af Branagh og enska leikaranum Stephen Fry. Í handriti þeirra fjallar verkið um hermanninn Tam- ino, sem eigrar um skotgrafirnar særður á sálu, Næturdrottninguna, sem krefst þess að hann bjargi dótt- ur sinni Paminu, og höll hins vitra Sarastro, sem er griðastaður flótta- manna. Branagh valdi óperusöngv- ara í helstu hlutverk í stað leikara. Með þau fara Lyubov Petrova, René Pape, Joseph Kaiser og Amy Carson. Branagh var spurður í við- tali við dagblaðið El pais hvers vegna óperan væri látin gerast í fyrri heimsstyrjöldinni. „Tónlistin í óperunni er lýsandi fyrir baráttuna milli góðs og ills. Inn í myndina koma síðan persónu- leg og illvíg átök Sarastro og Næt- urdrottningarinnar sem ná miklum hæðum í framvindunni. Ég vildi koma að þeirri stig- mögnun ofbeldis sem var fylgi- fiskur fyrri heimsstyrjaldarinnar, eins og þetta órökræna og óstjórn- lega hatur hefði fólgið í sér fyr- irframgefnar niðurstöður. Sam- hliða átökunum er jafnframt í sögunni samhygð og mann- kærleikur. Töfraflautan er í senn aldarspegill og ævintýri. Ég vildi reyna að endurspegla margbreyti- leika tónlistarinnar með því að hafa sögusviðið fyrri heimsstyrjöldina, sem er einhver afdrifaríkasti at- burður heimssögunnar,“ segir Bra- nagh. Branagh sýnir Töfra- flautuna Fyrsta mynd hans byggð á óperu Reuters Kenneth Branagh. www.torhildur.is Andri Snær Magnason rithöfundur Ingibjörg Hafstað kennslustjóri Alþjóðahúss Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur og framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar Rögnvaldur Sæmundsson forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir Hannes Smári Halldór Gylfason leikari og Geirfuglarnir Stjórnmál snúast um framtíðina Spáð í spilin með Þórhildi Þorleifsdóttur Fundur í Iðnó miðvikudaginn 8. nóv. kl. 20:30 Fundarstjóri: Edda Björgvinsdóttir Allir velkomnir. Kaffi og með því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.