Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
þriðjudagur 7. 11. 2006
íþróttir mbl.isíþróttir
Helena Sverrisdóttir setti stoðsendingamet >> 4
VEIGAR PÁLL GÓÐUR
NÆST MARKAHÆSTUR Í NOREGI OG
OFARLEGA Í EINKUNNARGJÖF FJÖLMIÐLA >> 4
Rúnar, sem er orðinn 37 ára, fór
hreint á kostum í leiknum og þeir
sem héldu að hann væri farinn að
gefa eftir sáu að það er nú langt frá.
Rúnar lék eins og hann gerði best á
síðasta ári. Hann vann mjög vel í
leiknum, átti góðar sendingar, lagði
upp mark og skoraði sjálfur beint úr
aukaspyrnu sem var um 25 m frá
markinu beint yfir varnarmúr
Brugge og í markvinkilinn. Fyrr í
leiknum hafði markvörður Club
Brugge varið vítaspyrnu Rúnars en
með markinu í aukaspyrnunni
gleymdu stuðningsmenn Lokeren
því atviki.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Rúnar skorar sigurmark Lokeren
gegn Club Brugge, því fyrir ári síð-
an lék hann sama leikinn.
Roger Lambrecht, forseti Loke-
ren, hrósar Rúnari í Het Nieuws-
blad í gær fyrir
hinn frábæra leik
á móti Club
Brugge. Rúnar
átti stórleik.
Hann var í
heimsklassa á
móti Club
Brugge og er það
hreint ótrúlegt að
hann skuli vera
orðinn 37 ára gamall. Rúnar var
hreint úr sagt frábær,“ sagði Lam-
brecht.
Rúnar fær alls staðar mjög góða
dóma í fjölmiðlum í gær. Honum er
hælt á hvert reipi. Sjálfur segist
Rúnar alltaf vilja leika á móti topp-
liðunum. „Þau henta mér betur. Ég
fæ meira pláss til að athafna mig,“
segir Rúnar og ítrekar að þrátt fyrir
góðan frammistöðu hyggist hann
ekki endurskoða afstöðu sína til
þess að hætta næsta vor. „Ég mun
hætta eftir þetta tímabil.“
Viðræður við nýjan þjálfara
Rudi Cossey stjórnaði liði Loke-
ren í þessum leik en hann hefur tek-
ið við liðinu til bráðabirgða eftir að
þjálfaranum var sagt upp fyrir
skömmu. Viðræður eru hafnar við
annan þjálfara, Muslin að nafni, og
fylgdist hann með leiknum í fyrra-
kvöld úr stúkunni.
Taki Muslin við þjálfuninni er tal-
ið að hann vilji koma með þrjá til
fjóra leikmenn með sér.
Rúnar fór
á kostum
„ÞAÐ verður skarð fyrir skildi í
belgískri knattspyrnu þegar Rúnar
Kristinsson leggur skóna á hilluna
eftir þetta keppnistímabil,“ sagði
Aime Anthuenis, fyrrverandi þjálf-
ari belgíska landsliðsins í knatt-
spyrnu og einn kunnasti þjálfari
Belgíu, eftir leik Lokeren og Club
Brugge núna í fyrrakvöld. Í leikn-
um fór Rúnar á kostum í liði Loke-
ren og lagði grunninn að óvæntum
sigri liðsins, auk þess sem hann
skoraði sigurmarkið, 3:2.
Skoraði glæsilegt sigurmark Lokeren
beint úr aukaspyrnu gegn Brugge
Rúnar Kristinsson
Eftir Kristján Bernburg í Belgíu
FIMM Íslendingalið verða í
eldlínunni í Skandinavíu-
deildinni, Royal League, í
knattspyrnu sem hefst í vik-
unni. Tólf félög frá Noregi,
Svíþjóð og Danmörku taka
þátt í keppninni sem hefst á
fimmtudaginn og keppa í
þremur riðlum og meðal
leikja á fimmtudaginn er
viðureign nýkrýndra Nor-
egsmeistara Rosenborg og
Brann sem varð í öðru sæti.
Í fyrsta riðli eru Helsing-
borg frá Svíþjóð, OB frá
Danmörku og norsku liðin
Rosenborg og Brann, sem
þeir Ólafur Örn Bjarnason,
Kristján Örn Sigurðsson og
Ármann Smári Björnsson
leika með.
Í öðrum riðli leika FC Kö-
benhavn frá Danmörku,
Lilleström frá Noregi sem
Viktor Bjarki Arnarson er
genginn til liðs við, Bröndby
frá Danmörku, sem Hannes
Þ. Sigurðsson leikur með,
sænska liðið Hammarby,
sem þeir Gunnar Þór Gunn-
arsson og Pétur Hafliði
Marteinsson leika með en
Pétur leikur sína síðustu
leiki með Hammarby í
keppninni áður en hann
gengur í raðir KR.
Í þriðja riðli leika Elfs-
borg, nýkrýndir Svíþjóða-
meistarar, AIK frá Svíþjóð,
Viborg frá Danmörku og
Vålerenga, sem Árni Gautur
Arason spilar með.
Fimm Íslendingalið í
Skandinavíudeildinni
GUÐJÓN Valur Sigurðsson,
Gummersbach, er marka-
hæstur í meistaradeild Evr-
ópu í handknattleik ásamt
Hvít-Rússanum Siarhai Har-
bok, sem leikur með slóv-
enska liðinu Celje Lasko.
Báðir hafa skorað 40 mörk í
fimm leikjum í riðlakeppninni,
eða 8 mörk að meðaltali í leik.
Markahrókar mætast
Þeir Guðjón Valur og Har-
bok mætast um næstu helgi
en þá sækir Gummersbach lið
Celje Lasko heim til Slóveníu
í hreinum úrslitaleik um efsta
sætið í F-riðlinum í Slóveníu.
Gummersbach hefur 10 stig í
efsta sæti en Celje hefur 8 en
takist Celje að vinna með fjög-
urra marka mun tryggir liðið
sér efsta sætið.
Makedóníumaðurinn Kiril
Lazarov í liði Fotex Vesprém
kemur á hæla Guðjóni og Har-
bok en hann hefur skorað 39
mörk.
Guðjón Valur, sem varð
markakóngur þýsku 1. deild-
arinnar á síðustu leiktíð og
var útnefndur besti leikmaður
deildarinnar, er í sjötta sæti
yfir markahæstu leikmenn í
þýsku 1. deildinni.
Guðjón Valur hefur skorað
62 mörk í deildinni.
Markahæstur er Holger
Glandorf í liði Nordhorn með
75 mörk en Nordhorn hefur
leikið tveimur leikjum fleira
en Gummersbach.
Guðjón markahæstur
í meistaradeildinni
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Gegnumbrot Akureyringurinn Andri Snær Stefánsson brýst framhjá tveimur Fylkismönnum og skorar eitt sex
marka sinna í sigri Akureyri á Fylki í úrvalsdeild karla í handknattleik á Akureyri í gærkvöld.
Yf ir l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Daglegt líf 22/25
Veður 8 Umræðan 28/31
Staksteinar 51 Forystugrein 26
Úr verinu 14 Viðhorf 28
Viðskipti 14/15 Minningar 32/37
Erlent 16/17 Dagbók 46/49
Akureyri 20 Víkverji 48
Austurland 22 Velvakandi 48
Suðurnes 21 Staður og stund 46
Landið 21 Ljósvakamiðlar 50
* * *
Innlent
Brotist var inn í heimabanka og
peningar millifærðir milli íslenskra
banka og að lokum til banka í Úkra-
ínu. Talið er að Íslendingur hafi ver-
ið blekktur til að millifæra pening-
ana úr landi.
Atvikið átti sér stað í síðustu viku.
Peningarnir voru frystir þegar málið
komst upp. » Forsíða
Aðfaranótt laugardags lést tutt-
ugu og fjögurra ára gömul kona eftir
að hafa tekið inn e-töflu en ekki er
vitað til þess að dauðsfall af þeim
sökum hafi áður átt sér stað hér á
landi.
Þá voru tveir ungir menn fluttir al-
varlega veikir á sjúkrahús á sunnu-
dagsmorgun og höfðu þeir sömuleið-
is tekið inn e-töflur.
Valgerður Rúnarsdóttir, læknir hjá
SÁÁ á Vogi, segir neyslu e-taflna
fara vaxandi. » Baksíða
Frá 1. maí, þegar breytingar á
lögum um frjálst flæði vinnuafls frá
átta nýjum aðildarríkjum Evrópu-
sambandsins tóku gildi, hefur
Vinnumálastofnun skráð 3.327
starfsmenn frá þessum löndum, þar
af eru 2.447 nýskráningar.
Telur stofnunin að enn eigi eftir að
skila sér um tvö þúsund skráningar
miðað við fjölda útgefinna kenni-
talna hjá Þjóðskrá. » Baksíða
Björgvin G. Sigurðsson alþing-
ismaður sigraði nokkuð örugglega í
prófkjöri Samfylkingarinnar í Suð-
urkjördæmi sem fram fór um
helgina. Lúðvík Bergvinsson alþing-
ismaður náði öðru sæti og Róbert
Marshall því þriðja. Ragnheiður
Hergeirsdóttir lenti í fjórða sæti
listans. » Baksíða
Ómetanleg og óbætanleg nátt-
úruverðmæti fóru forgörðum þegar
eigendur frystigeymslu, sem Nátt-
úrufræðistofnun Íslands hefur verið
með á leigu, ákváðu að farga öllu
innihaldi klefans að stofnuninni for-
spurðri.
Var innihaldinu fargað sökum þess
að rafmagn fór að frystiklefanum sl.
vor með þeim afleiðingum að kjöt
sem þar var geymt úldnaði. Ekki er
vitað hvort um bilun hafi verið að
ræða eða rafmagnið verið tekið af
vísvitandi. » Forsíða
Erlent
Daniel Ortega, leiðtogi Sand-
ínistaflokksins, verður líklega næsti
forseti Níkaragva. Kosningarnar
fóru fram á sunnudag og þegar um
40% atkvæða höfðu verið talin í gær-
kvöldi hafði Ortega fengið um 40%
atkvæða og um 7% fleiri atkvæði en
næsti maður. Til að ná kjöri í fyrstu
umferð þarf frambjóðandi að fá að
minnsta kosti 35% atkvæða og 5%
fleiri atkvæði en frambjóðandi í öðru
sæti. »» 16
Loftslagsbreytingar eru dragbít-
ur á framfarir í Austur-Afríku, þar
sem mörg af fátækustu ríkjum
heims glíma við mikla þurrka. » 16
Dómstóll í Mílanó á Ítalíu dæmdi
í gær Egyptann Rabei Ousmane
Sayed Ahmed í tíu ára fangelsi fyrir
aðild að samtökum sem tengjast al-
Qaeda-hryðjuverkanetinu. » »17
Í nýlegum umræðum um þing-
kosningarnar í Bandaríkjunum sem
fram fara í dag hefur áherslan verið
á mikið forskot demókrata í könn-
unum og hvort þeim takist að ná
meirihluta í að minnsta kosti annarri
deild þingsins. En enginn skyldi
vanmeta kosningavél repúblikana
sem hefur enn einu sinni sýnt að hún
er einhver öflugasta smölunarmask-
ína í heimi þegar hún fer að mala
fyrir alvöru. » 26
EITTSTÓRBROTNASTA
BÓKMENNTAVERKHEIMS
WUTHERING HEIGHTS EFTIR EMILY BRONTË
Magnaðasta ástarsaga
heimsbókmenntanna í nýrri
og glæsilegri þýðingu
Silju Aðalsteinsdóttur.
KONA um þrítugt komst af eigin
rammleik ásamt tveimur börnum
sínum út úr brennandi íbúð í Kefla-
vík í gær. Þegar slökkvilið kom að
stóðu logarnir út um gluggana á íbúð
konunnar á annarri hæð í þriggja
hæða fjölbýlishúsi. Farið var með
fólkið á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja vegna gruns um reykeitrun.
Slökkvilið fékk tilkynningu um
eldinn á níunda tímanum og var allt
tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja
kallað út, segir Jón Gunnlaugsson
varaslökkviliðsstjóri.
„Það er alltaf mikil hætta á ferðum
þegar eldur kviknar í svona fjölbýlis-
húsi,“ segir Jón. „Þegar við komum
að stóðu eldtungurnar út um
gluggana.“ Lögreglan rýmdi húsið á
meðan um 20 slökkviliðsmenn réðust
til atlögu við eldinn og gekk vel að
ráða niðurlögum hans.
Íbúðin þar sem eldurinn kviknaði
er gjöreyðilögð og eitthvert tjón
varð í nærliggjandi íbúðum. Slökkvi-
lið reykræsti allar íbúðir í húsinu.
Kona og tvö börn
sluppu úr eldsvoða
Eldtungurnar stóðu út um gluggana þegar að var komið
Ljósmynd/Víkurfréttir
Eldur laus Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út og var m.a.
beitt körfubíl til að komast að íbúðum í þessu þriggja hæða fjölbýlishúsi.
ÞUNG vestanalda óð yfir varnargarð við Eiðsgranda
og Ánanaust í óveðrinu á sunnudag og olli talsverðum
skemmdum. Malbik á göngustíg brotnaði upp og grjót
úr varnargarði og möl dreifðist víða. Skemmdirnar
urðu frá Rekagranda og að bensínstöð Olís á móts við
Vesturgötu og sjórinn sópaði þara og möl upp á göngu-
stíg við Ægisíðu frá Fornhaga og út að Gnitanesi.
Jón Bergvinsson, rekstrarfulltrúi á Hverfisbækistöð
Reykjavíkur við Njarðargötu, sagði, að þetta hefði
einnig gerst fyrir tveimur árum, 15. nóvember 2004.
„Mér sýnist þetta þó heldur meira núna af myndum að
dæma,“ sagði Jón.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Skemmdir af völdum sjógangs
AFGREIÐSLA farþega í Leifsstöð í
gær, fyrsta daginn sem hertar ör-
yggisreglur um handfarangur í milli-
landaflugi tóku gildi, gekk mjög vel
og er það mat manna að það megi
þakka samstilltu átaki upplýstra far-
þega og öryggisvarða. Eins og kunn-
ugt er fela nýju reglurnar það m.a. í
sér að vökvar og vökvakennd efni í
handfarangri mega ekki vera í um-
búðum sem taka meira en 100 milli-
lítra en farþegar mega taka fleiri en
eina slíka einingu með sér. Farþeg-
um ber að setja allar vökvaumbúðir í
glæran poka með plastrennilás.
Að sögn Friðþórs Eydals, fulltrúa
Flugmálastjórnar, má ekki síst
þakka það góðri kynningu í fjölmiðl-
um að flestir voru vel með á nótun-
um. Íslenskir farþegar stóðu sig best
og einnig farþegar frá EES-svæðinu
en umræddar reglur gilda þar sem
hér. Svonefndir þriðjalands-farþeg-
ar, utan EES, voru aftur lítt und-
irbúnir.
Flugfarþegar
komu undirbúnir
Í HNOTSKURN
»Vökvar og vökvakenndefni mega framvegis ekki
vera í umbúðum sem taka
meira en 100 millilítra.
» Í Leifsstöð er útbýtt sér-hönnuðum plastpokum til
þeirra sem ekki hafa slíkt und-
ir vökvaumbúðir sínar.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Sjálf-
stæðisflokksins sér ekki tilefni til
frekari aðgerða vegna meðferðar
skráa í aðdrag-
anda prófkjörsins
í Reykjavík en
mun beita sér fyr-
ir heildstæðri
endurskoðun á
reglum um með-
ferð og miðlun
flokksskrár í
framtíðinni. Þetta
segir Andri Ótt-
arsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Mál þessi voru rædd á fundi fram-
kvæmdastjórnar flokksins sem hald-
inn var í hádeginu í gær en ný úttekt
skrifstofu flokksins á meðferð skráa
í prófkjörinu í Reykjavík liggur nú
fyrir.
Andri Óttarsson
Endurskoða
reglurnar