Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 31 ÍSLAND er eina ríkið í hinum vestræna heimi sem ekki hefur sett sér heildstæða löggjöf þegar kemur að málefnum innflytjenda og út- lendinga í takti við fjölgun þeirra í sam- félaginu. Þetta mál er mjög aðkallandi enda hefur útlendingum með dvalarleyfi fjölg- að um fjögur þúsund frá því í vor á þessu ári. Aðgöngumiðinn að íslensku samfélagi er íslenska. Flestir þeir sem náð hafa góðum tökum á tungumálinu aðlagast vel. Núgild- andi lög skylda alla þá sem hingað koma og sækjast eftir dvalarleyfi í 150 tíma íslensku- kennslu án þess að nokkrir beinir fjármunir fylgi. Þurfum að gera miklu betur Skýrar og aðgengilegar upplýs- ingar á sem flestum tungumálum þurfa að vera til staðar þegar fólk kemur til landsins. Þýðingar þurfa að vera til staðar og túlkaþjónustu þarf að tryggja með lögum. Sér- staklega í málum þar sem fólk af erlendum uppruna sækir rétt sinn og stendur berskjaldað fyrir flóknu réttarkerfi. Það er einnig mikilvægt að hlúa að yngri kynslóðinni. Skilgreina þarf þarfir barna sem ekki eiga ís- lensku sem fyrsta mál. Huga þarf að þörfum þeirra í skólum og styðja þarf sérstaklega þátttöku þeirra í íþrótta- og tómstunda- starfi, svo auðveldara verði að brúa bilið milli barna af er- lendum uppruna og barna sem eiga ís- lenska foreldra. Aðlögun okkar Kórrétt íslenska og aðför að fólki sem ekki talar lýtalausa ís- lensku er duldir for- dómar sem við þurfum að ræða og taka á. Sá sem getur gert sig vel skiljanlegan á íslensku hefur unnið mikið af- rek enda er tungu- málið okkar langt frá því að vera auðvelt. Við þurfum að fræðast og fagna fjölbreytileikanum. Fordóma- fræðsla í skólakerfinu er mikilvæg en aukin fræðsla um hið óþekkta dregur úr ótta og gerir okkur kleift að læra og þroskast sem samfélag. Afar mikilvægt er að við tryggj- um stöðu þeirra kvenna sem sæta heimilisofbeldi af hálfu eiginmanna sinna og hafa dvalið hér í skemur en tvö ár. Eins og staðan er í dag eiga þessar konur hættu á að vera reknar úr landi fari þær frá ofbeld- ismanninum. Slík réttarstaða er ól- íðandi, en þessi atvik koma einmitt upp þegar heildstæð löggjöf er ekki til staðar. Við þurfum að sýna viljann í verki og Samfylkingin hefur margí- trekað talað fyrir því að mótuð verði heildstæð stefna í málefnum innflytjenda og útlendinga. Ég hef þýtt áherslumál mín, sem ég hef lagt fram vegna framboðs míns í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, á arabísku, ensku, taí- lensku, pólsku, norsku og spænsku. Hægt er að nálgast þýðingarnar á heimasíðu minni www.brynd- isisfold.com Mitt erindi, með þingflokki Sam- fylkingarinnar, er að koma til móts við þarfir þessa hóps með því að móta heildstæða löggjöf er varðar almenn réttindi og skyldur hans. www.bryndisisfold.com. ... wielokolorowe społe- czeństwo ... Litríkt samfélag Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar um málefni innflytjenda og útlendinga. »Ég hef þýtt áherslu-mál mín, sem ég hef lagt fram vegna fram- boðs míns í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, á arabísku, ensku, taílensku, pólsku, norsku og spænsku. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Höfundur býður sig fram í 6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Więcej informacji w Twoim języku możesz uzyskać na mojej stronie internetowej: www.bryndisisfold.com. Mam nadzieję, że przyjdziesz i weźmiesz udział. ทานสามารถคนหาขอมูลเก่ียวกับนโยบ ายของขาพเจาเปนภาษาของทาน ไดท่ีเวปไซทของขาพเจา: www.bryndisisfold.com หวังวาทานจะมาใหกําลังใจและสนับสนุ นขาพเจา Sagt var: Ég fer þangað alla vega einu sinni í viku. RÉTT VÆRI: Ég fer þangað að minnsta kosti einu sinni í viku. Gætum tungunnar NÚ HEFUR verið opinberað að verk- stjórar stjórnarskrár- nefndarinnar hafa gef- ist upp á heildarendurskoðun íslensku stjórn- arskrárinnar. Það er mjög miður því ný stjórnarskrá myndi efla lýðræði og rétt- arríki á Íslandi. Miklar úrbætur eru mögu- legar og því fyrr, því betra. Ný vinnubrögð nauðsynleg Verði þetta lyktir starfsins ættu ábyrgir aðilar að hugleiða hvort rétt hafi verið að málum staðið. Skyn- samleg skref voru stigin í upphafi t.d. með opnum fundum sem félagasamtökum bauðst að taka þátt í, vefsetrinu stjornarskra.is og skipan sérfræð- inganefndar. Engu að síður væri hægt að gera mun betur. Heildar- endurskoðun stjórnarskrár á ekki að fara fram án álits allra innlendra sérfræðinga, hún á að byggjast á bestu þekkingu og það er eðlilegt að stjórnvöld verji talsverðu rann- sóknafé til nýrra rannsókna í lög- fræði, stjórnmálafræði og fleiri greinum gagngert vegna hennar. Það er líka eðlilegt að stjórn- arskrárnefnd kalli sérfræðinga og áhugaaðila á fundi sem mætti halda í heyranda hljóði. Þá er og sjálfsagður hlutur að ríkisfjölmiðlar eins og Sjónvarpið geri slíku máli rækileg skil og fái jafnvel til þess sérstakt fé. Enn er uppi í núverandi nefnd sú hugmynd að afgreiða einhver mál til Alþingis fyrir kosningar í vor. Eitt af því sem þar er uppi er ákvæði um aðild Íslands að alþjóðlegum stofnunum. Slíkt ákvæði er mjög á- ríðandi. Ísland er nú þegar aðili að Evrópska efnahagssvæðinu sem margir telja yfirþjóð- legt í eðli sínu og fjölda annarra alþjóðlegra stofnana án þess að mælt sé fyrir um sam- skiptin í stjórnarskrá. Ljóst er að frekari tengsl við Evrópu munu komast á dagskrá fyrr eða síðar og þá er mikils virði að leik- reglur um þjóð- aratkvæði ofl. verði ekki bitbein heldur mál- efnið sjálft. Við Íslend- ingar ættum að læra af erfiðum ágreiningsmálum liðinna ára og leggja grunn að málefnalegri ákvörðun um Evrópusambandið. Verði slíkt ákvæði sent Alþingi til umfjöllunar strax getur það komist í stjórnarskrá innan árs sem væri gæfuspor fyrir okkur öll, hvaða skoðun sem við höfum á ESB-aðild. Flestöll ríki í Evrópu tóku slík ákvæði upp fyrir löngu. Hér er Ís- land fimmtíu árum á eftir. Stjórnarskráin og Evrópa Kristrún Heimisdóttir skrifar um Evrópumál Kristrún Heimisdóttir » ...þá er mik-ils virði að leikreglur um þjóðaratkvæði ofl. verði ekki bitbein heldur málefnið sjálft. Höfundur situr í stjórnarskrárnefnd fyrir Samfylkinguna og býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri í Reykjavík. ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 BLIKKÁS – Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Miele þvottavélar Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 -hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS vi lb or ga @ ce nt ru m .is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.