Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGINN 20. október sl. birtist í Morgunblaðinu grein undir yfirskriftinni „Villandi Kastljós á raflækningar við þunglyndi“. Höfundur greinarinnar, Matthías Halldórsson starfandi landlæknir, reynir að mér finnst að þagga niður heiðarlega umræðu um geðheilbrigðismeðferð og gera lítið úr starfi Héðins Unnsteins- sonar, sérfræðings í geðheilbrigðismálum hjá Alþjóða heilbrigð- ismálastofnuninni, vegna þeirra ummæla sem hann lætur hafa eftir sér í Kast- ljósþætti sjónvarpsins 10. október sl. Við sem til þekkjum vitum að Héðinn Unn- steinsson hefur barist fyrir réttindum geðsjúkra í áraraðir og hann hefur mikla þekkingu og reynslu á því sem er að gerast í mál- efnum geðsjúkra bæði hér heima og erlendis. Það skýtur því skökku við að Matthías Halldórsson vilji meina að Héðinn Unnsteinsson sé ekki sér- fræðingur í geðheilbrigðismálum vegna þess að hann fór ekki rétt með tíma og var með stórkarlalega lýs- ingu á raflostmeðferð. En Matthías nefnir ekki að í þessum Kast- ljósþætti kom líka fram að geðsjúkir hafa ósköp lítið val þegar þeir eru inni á deild og það voru ekki bara orð Héðins Unnsteinssonar sem studdu það, heldur voru þarna aðrir sérfræðingar sem voru því sammála og við sem störfum í þessum geira vitum vel að réttindi sjúklinga, upp- lýst samþykki og val um meðferð er alls ekki, og hefur ekki verið í mörg ár, eins og það á að vera lögum sam- kvæmt. En það er ekki þar með sagt að þjónustan sé hörmuleg og öllum sé pískað áfram og látnir hlýða í einu og öllu, því það er verið að vinna góða vinnu á ýmsum sviðum en mið- ur góða á öðrum. Þar sem ég er sjálfur með geð- greiningu, en er svo lánsamur að geta sagt að ég sé kominn í góðan bata og er líka að vinna á geðsviði LSH, þá langar mig til að segja ykk- ur örlítið frá minni meðferð og því sem ég upplifi í starfinu í dag. Ég var ekki beðinn um að sam- þykkja hvort ég vildi þessa meðferð eður ei, en fékk hana samt sem áður og hefði líka væntanlega samþykkt hvað sem var á þessum tíma. Fyrst um sinn byggðist meðferðin á lyfjameðferð og að ganga í móki fram og til baka eftir ganginum á deildinni. Ég vil meina að þessi deild hafi að mörgu leyti ver- ið mannúðlegri en þær deildir sem er boðið upp á í dag og þ.a.l. var mér gefinn kostur á að gera ýmislegt eins og t.d. fara í sund og lík- amsrækt 1 sinni til 2 í viku ásamt fleiri sjúk- lingum og starfsmanni. Seinna meir, þegar ég var hættur á svo- kallaðri „gát“, þá mátti ég fara einn í sund eða í líkamsrækt og stund- um fórum við nokkrir sjúklingar saman, án starfsmanns. Þessi líkamsrækt og reglulegar sundferðir er eitthvað sem er ekki boðið upp á í dag fyrir alla þá sem sækja þjónustuna á geðsviði Land- spítala – háskólasjúkrahúsi, þrátt fyrir að rannsóknir sýni fram á að regluleg hreyfing, sund og líkams- rækt, hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu. Eftir að hafa verið inn og út af geðdeildinni í nokkur ár var ákveðið að ég skyldi fara í raflostmeðferð og mér persónulega fannst það alveg frábært enda var ég, að mér fannst, „alveg vonlaust case“. Í dag myndi ég aldrei samþykkja raflostmeðferð til langs tíma því mér finnst hún ekki mannúðleg og ég veit af eigin raun að það gerir engum gott, þegar til lengri tíma er litið, að búa við minnistap og tilfinningalega röskun á mörgum sviðum. En eitt er víst að þegar ég fór í raflostmeðferð þá var ekki búið að prófa önnur úrræði eins og t.d. hug- ræna atferlismeðferð, iðjuþjálfun og ýmis félagsleg úrræði og/eða annan stuðning úti í samfélaginu. Meðferðin í dag Þegar kemur að vali um meðferð fyrir þá sem eru inni á geðdeild er mikið talað um hugræna atferl- ismeðferð og samtalsmeðferðir sem Landspítalinn hefur á sínum snær- um. En það er aldrei talað um val eins og t.d. val um aðra meðferð sem er að finna í samfélaginu eða bara val sem flestir, frjálsir einstaklingar í lýðræðislegu þjóðfélagi hafa og nota, af því að við treystum þeim til þess að meta það út frá eigin tilfinningu hvað það er sem hentar þeim. Landspítali – háskólasjúkrahús getur ómögulega boðið upp á full- komnustu heilbrigðisþjónustu sem til er, því það er ekkert eitt sem hentar öllum. En það er til ýmis þjónusta úti í samfélaginu sem gæti hjálpað fólki að takast á við sín veikindi, bæði áð- ur, á meðan eða eftir að það er inn- lagt á geðdeild. Mín skoðun Hægt væri að bæta þjónustu fyrir geðsjúka til muna ef Landspítali – háskólasjúkrahús sæi áfram og ein- göngu um bráðaþjónustu fyrir geð- sjúka, því þar er til góð þjónusta sem hægt væri að nýta betur ef álag- ið væri minna. Önnur þjónusta eins og fyrirbygg- ing og eftirfylgd á heima úti í sam- félaginu, því þar er nógur efniviður, meðferð, úrræði, leiðir og/eða fyr- irmyndir til að hjálpa þeim sem ekki eru í bráðafasa inni á geðdeild. En höfum hugfast að sjúkling- urinn er í fyrirrúmi og samkvæmt lögum þá eigum við að virða rétt sjúklinga til að taka fullan þátt í ákvörðunum um eigin meðferð. Verum heiðarleg og hjálpumst að við að upplýsa hvert annað. Við- urkennum vanmátt okkar og treyst- um geðsjúkum til að hafa áhrif á þjónustuna. Sýnum traust og vinnum saman. Heiðarleg umræða og upplýst val í geðheilbrigðismálum Bergþór G. Böðvarsson fjallar um geðheilbrigðismál »… höfum hugfast aðsjúklingurinn er í fyrirrúmi og samkvæmt lögum þá eigum við að virða rétt sjúklinga til að taka fullan þátt í ákvörðunum um eigin meðferð. Bergþór G. Böðvarsson Höfundur er greindur með geð- hvarfasýki, hann starfar sem fulltrúi notenda geðsviðs LSH. Í DAG mun Geir H. Haarde for- sætisráðherra afhenda Íslensku gæðaverðlaunin (ÍGV) fyrir árið 2006. Verðlaunin eru sam- starfsverkefni Stjórn- vísi, forsætisráðu- neytisins, Háskóla Íslands, VR og Sam- taka atvinnulífsins og eru nú veitt í áttunda sinn. Markmið ÍGV er að veita fyrirtækjum og stofnunum viðurkenn- ingu fyrir stjórn- unarhætti sem ein- kennast af framúrskarandi ár- angri og gæðum þjónustu og að hvetja jafnframt til þess að sett séu skýr markmið og reglulegt mat lagt á árangur og gæði á öll- um sviðum starfsemi þeirra. EFQM-líkanið ÍGV byggja á skipulegu mati með evrópska árangurslíkaninu sem kennt er við EFQM (The European Foundation for Quality Management). Félagið sem stend- ur að líkaninu var stofnað seint á níunda áratugnum af 14 leiðandi fyrirtækjum í Evrópu í því skyni að styrkja evrópsk fyrirtæki til aukinnar samkeppnisfærni. EFQM-líkaninu er hægt að beita á þrenn- an hátt:  Til að þróa fram- tíðarsýn og markmið á mælanlegan og áþreif- anlegan hátt.  Til að koma auga á og gera sér grein fyrir grundvallaratrið- unum í starfseminni, skilja tengsl þeirra og samhengi orsaka og afleiðinga.  Til að skilgreina ferli sem auðveldar forgangsröðun verkefna, ráðstöfun auðlinda og þróun við- skiptaáætlana. Mat með EFQM samanstendur af níu flokkum þar sem frammi- staða er metin út frá svonefndum framkvæmdaþáttum og árangurs- þáttum. Gefin er einkunn fyrir hvern þátt og hafa þeir mismunandi vægi. Framkvæmdaþættirnir eru fimm: Forysta, stefnumörkun, starfsmannastjórnun, samstarf og innri þættir og verkferlar. Í árang- ursþáttunum er litið til ánægju notenda, ánægju starfsmanna og leitast við að meta samfélagslegan árangur. Ennfremur er rekstrarárangur að sjálfsögðu hluti af heildarmynd- inni. Sá þáttur sem hæst vægi hef- ur í matinu er ánægja neytenda. Líkanið gefur þannig mynd af því hve árangursrík starfsemin er. Það getur því verið afar nota- drjúgt fyrir starfsmenn til þess að öðlast vitneskju um hvar taka þarf til, endurskipuleggja og ná betri árangri í rekstri og gæðum. Starfsmenn taka þátt í gagnasöfn- un og greiningu upplýsinga í hóp- vinnu. Það er til þess fallið að styðja við áhuga þeirra á árangri fyrirtækisins og styrkja starfsand- ann. Þar sem EFQM-líkanið er nú notað víða um Evrópu gerir það þeim sem beita því hér á landi kleift að bera sig saman með sam- ræmdum hætti við erlend fyr- irtæki og stofnanir sem hafa skar- að fram úr og nýta þau sem fyrirmyndir. Matsferli ÍGV Beiting EFQM-líkansins er í raun sjálfsmat stjórnenda og ann- ars starfsfólks fyrirtækis eða stofnunar í því skyni að gaumgæfa þá þætti sem að ofan greinir með fyrirfram skilgreindum hætti. Verðlaunin eru því ekki byggð á tilviljanakenndu huglægu mati; matið byggist á skipulegum að- ferðum sem hvíla á fræðilegum grunni og áralangri reynslu. EFQM-líkanið er m.ö.o. notað sem grundvöllur einkunnargjafar til ÍGV. Matsferli ÍGV stendur að jafnaði frá vori fram í byrjun vetrar. Fyr- irtæki og stofnanir sækja um að taka þátt í því og er lögð rík áhersla á fjölbreytni umsækjenda. Til að koma til álita til verðlauna þurfa fyrirtæki að leggja fram nið- urstöður úr sjálfsmati samkvæmt EFQM-líkaninu. Sérþjálfaðir mats- menn sannreyna síðan niðurstöður sjálfsmats þeirra sem komast í lokaáfangann. Að lokum velur stjórn ÍGV verðlaunahafa sam- kvæmt niðurstöðum matsnefnda. Merki ÍGV eykur veg og virð- ingu þeirra er þau hljóta og gefur þeim þannig færi á að bæta enn frekar ásýnd sína og efla starfsemi sína eða viðskipti. Forysta í krafti þjónustu Í dag stendur Stjórnvísi, í sam- starfi við Capacent, jafnframt fyrir ráðstefnu undir heitinu Forysta í krafti þjónustu. Aðalfyrirlesari er Svava Grönfeldt aðstoðarforstjóri Actavis, en síðan munu stjórn- endur úr einkageiranum og op- inbera geiranum fjalla um þema ráðstefnunnar. Að því búnu verður efnt til samræðna og pallborðs- umræðna. Með þessu móti er athygli beint að því hve margt er líkt með og fer saman í starfsemi einkageirans og hins opinbera. Markmiðin eru í raun þau sömu: Markviss og árangursrík þjónusta við neytendur/notendur sem miðar að því að þeir njóti þess besta sem í boði er með sem hagkvæmustum hætti. Íslensku gæðaverðlaunin Þór G. Þórarinsson fjallar um Íslensku gæðaverðlaunin og ráðstefnu þeim tengda » Verðlaunin eru samstarfsverkefni Stjórnvísi, forsæt- isráðuneytisins, Háskóla Íslands, VR og Samtaka atvinnulífsins … Þór G. Þórarinsson Höfundur er formaður stjórnar Íslensku gæðaverðlaunanna. NOKKRIR listamenn hafa tekið undir með Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra og Páli Magnússyni útvarpsstjóra um að nauðsyn beri til að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Þeir telja að það geri stjórnun stofnunarinnar sveigj- anlegri og megi með því móti nýta fjármuni hennar betur. Þeir sem talað hafa þessu máli telja sumir hverjir einnig vel koma til greina að Rík- isútvarpið dragi sig út af auglýsingamarkaði. Allt á að vera hægt eft- ir að RÚV er orðið hlutafélag. Vissulega má það til sanns vegar færa að eftir að rík- isstofnun hefur verið gerð að hlutafélagi verður hún „með- færilegri“ að því leyti að hægt verður að reka starfsfólk skýr- ingalaust. Það má einn- ig spara peninga með því að halda nýráðnu fólki utan Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þar eru jú iðgjöldin hærri en í þeim sjóðum sem starfsfólki í hlutafélagavæddum stofnunum er vísað í. Einnig verða ýmis réttindi starfsfólks ódýrari fyrir atvinnurekandann eftir að hf hefur verið bætt aftan við nafnið og skiptir þar engu máli þótt fyrirtækið eigi að kallast opinbert hlutafélag: Rík- isútvarpið ohf. Innheimtan á einnig að verða ódýrari er okkur sagt, með nefskatti í stað afnotagjalda. Sitthvað annað mætti tína til. Þannig verður auðveldara fyrir stjórnandann að beita launakerfinu sem tæki til að hygla og refsa starfsmönnum eftir at- vikum. Vandinn er bara sá að það gleymist að öll þau lög sem sett hafa verið um ríkisstofnanir voru sett til þess að tryggja góða, gagnsæja og réttláta stjórnsýslu í starfsemi sem er fjár- mögnuð með lögþvinguðum sköttum. Ef þessum lagaramma er breytt í grundvallaratriðum er hætt við því að sú sátt sem þessi fjármögnun hvíl- ir á bresti. Þeir ágætu menn sem tek- ið hafa undir með ríkisstjórninni um að gera RÚV að hluta- félagi skulu ekki gefa sér að landsmenn muni sætta sig við að greiða lögþvingaðan nefskatt til starfsemi sem skipu- lögð er með þeim hætti sem RÚV ohf. verður. Þar verða einum alvaldi, útvarpsstjóranum, veitt yfirráð yfir öllu manna- haldi og allri dag- skrárgerð. Þessi alvald- ur á svo allt sitt undir ríkisstjórnarmeirihlut- anum komið. Rík- isstjórnarmeirihlutinn ræður nefnilega út- varpsstjórann og getur líka rekið hann – til dæmis að afstöðnum kosningum. Tvennt er ástæða til að minna á í þessari um- ræðu. Í fyrsta lagi, að hægt er að gera umtals- verðar breytingar á skipulagi í ríkisstofn- unum innan núverandi lagaramma. Í öðru lagi er hægt að gera breyt- ingar á stjórnsýslu Rík- isútvarpsins sem myndu auka skil- virknina til muna og draga úr miðstýrðum pólitískum yfirráðum yf- ir stofnuninni. Slíkt frumvarp liggur nú fyrir Alþingi og er undirritaður þar fyrsti flutningsmaður. Leyfi ég mér að biðja þá velunnara Rík- isútvarpsins sem eru á hluta- félagavængnum vinsamlegast að kynna sér efni þess, auk þess sem þeir íhugi þá spurningu sem sett er hér fram í fyrirsögn. Þar er spurt hvort líklegt sé að landsmenn muni sætta sig við að greiða lögþvingaðan nefskatt til hlutafélags. Sjálfur dreg ég það mjög í efa. Sættir almenningur sig við að greiða lögþvingaðan nefskatt til hlutafélags? Ögmundur Jónasson skrifar um þær hugmyndir að gera Rík- isútvarpið að hlutafélagi Ögmundur Jónasson »Ef þessumlagaramma er breytt í grundvall- aratriðum er hætt við því að sú sátt sem þessi fjár- mögnun hvílir á bresti. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.