Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 40
|þriðjudagur|7. 11. 2006| mbl.is Staðurstund María Kristjánsdóttir fjallar um leikritið Danny and the deep blue sea sem frumsýnt var í Austurbæ um helgina. »43 leiklist Heiða Jóhannsdóttir sá Síðasta kossinn og segir hana meðal annars fjalla um karlmenn sem vilja ekki fullorðnast. »49 kvikmynd Gagnrýnandi Times segir Dani- el Craig vera meðal þeirra bestu í sögu Bond en Casino Royale var frumsýnd nýlega. »42 fólk Hann Borat frá Kazakstan dró flesta áhorfendur í kvikmynda- hús um helgina, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. »42 bíó Tónleikar helgaðir minningu Þorsteins Gylfasonar verða haldnir í Söngskólanum í Reykjavík í kvöld. »45 tónleikar BÆKUR Antony Beevors um stór- atburði 20. aldar hafa orðið met- sölubækur hver á fætur annarri. Bók hans um orrustuna um Stal- íngrad sló rækilega í gegn fyrir nokkrum árum og sömu sögu er að segja um Fall Berlínar, sem fyrst kom út í Bretlandi fyrir réttum tveimur árum og er nú fyrst bóka Beevors til að birtast á íslensku, í þýðingu Jóns Þ. Þórs. Á þessu ári hefur bók Beevors um spænska borgarastríðið einnig vakið heims- athygli. Það er auðvelt að skilja vinsældir bóka Beevors, hann er bæði lipur og þróttmikill höfundur sem hefur lag á að finna rétt jafnvægi á milli nákvæmni og frásagnarlistar. Það er því ekki að ástæðulausu að bók- um hans er iðulega líkt við skáld- sögur. Honum hættir kannski helst til að vera smámunasamur þegar kemur að hernaðarlegum þætti þeirra atburða sem hann fjallar um í Falli Berlínar, en honum er greini- lega mjög í mun að lesandinn átti sig á vel á framrás sovéska hersins til Berlínar á síðustu mánuðum heimsstyrjaldarinnar. Verk Antony Beevors eru þó miklu meira en vel skrifuð saga at- burða sem búið er að fjalla um í ótal bókum öðrum. Fall Berlínar er afrakstur merkilegra rannsókna á sovéskum heimildum sem í mörgum tilfellum hafa ekki verið aðgengileg- ar sagnfræðingum, síst vestrænum. Þannig getur Beevor sett saman frásögn sem bætir töluverðu við þekkingu fólks um stríðið og stríðs- lokin og án efa slær það flesta les- endur bókarinnar hvílíka áherslu Beevor leggur á ofbeldi gagnvart óbreyttum borgurum, einkum þær hrikalegu nauðganir sem fylgdu Rauða hernum alla sigurgöngu hans til Berlínar. Það má segja að hryllingur stríðslokanna sé meginviðfangsefni bókarinnar; það er að segja sá hryllingur sem tók við hjá óbreytt- um borgurum í Þýskalandi þegar stjórn nasista hrundi smám saman eftir því sem hersveitir banda- manna nálguðust hjarta ríkisins. Bersögli Beevors um nauðganir rússneskra hermanna hafa ekki skapað honum miklar vinsældir í Rússlandi og endurspeglar það lík- lega ólíkar túlkanir Rússa annars vegar og Vestur-Evrópumanna og Bandaríkjamanna hins vegar á sigr- inum á Þjóðverjum. Það er nánast vonlaust að halda því fram í op- inberri umræðu í Rússlandi að rússneskir hermenn hafi gerst sekir um jafnsvívirðilegt og langvarandi ofbeldi gagnvart þýskum konum og Beevor heldur fram. En svörin sem gefin eru við slíkum staðhæfingum eru nokkuð mótsagnakennd: Ýmist er þvertekið fyrir að nauðganir hafi átt sér stað, eða því er haldið fram að slíkt ofbeldi sé skiljanlegt – jafn- vel réttlætanlegt – með tilliti til þess sem sovéskir borgarar hafi orðið að þola við innrás Þjóðverja í Sovétríkin fjórum árum áður. Síðara viðhorfið er raunar al- gengara í daglegu tali manna. Oft þykir ekki tiltökumál að viðurkenna ofbeldið og flestir hafa heyrt sögur – hryllingssögur, frá Königsberg í Austur-Prússlandi (þær eru verst- ar), og öðrum þýskum borgum sem Rauði herinn tók á leið sinni til Berlínar. Blaðamenn ýjuðu að of- beldinu og hvöttu jafnvel til þess. Beevor notar skrif sovéskra blaða- manna og rithöfunda sem fylgdust með framrás Rauða hersins kunn- áttusamlega og bendir á að iðulega gáfu menn eins og Ilja Ehrenburg tóninn með óbeinum réttlætingum á því að komið væri fram við óvininn af grimmd, jafnvel þegar af óvin- inum var ekki annað eftir en vopn- lausir og hungraðir borgarar. En öðru máli gegnir um hina opinberu frásögn. Rússnesk yfirvöld halda enn dauðahaldi í glansmyndina af frelsun Evrópu og þær hetju- ímyndir sem búnar hafa verið til í kringum hana. Annar breskur sagn- fræðingur, Catherine Merridale, sem nýlega gaf út bókina Ivan’s War um Rauða herinn í heimsstyrj- öldinni, og byggði hana að miklu leyti á viðtölum, fékk næstum enga af viðmælendum sínum til að sam- þykkja að nauðganir og ofbeldi gagnvart óbreyttum borgurum hefði verið meira en við væri að bú- ast undir þessum kringumstæðum, og þaðan af síður til að segja frá einstökum atburðum sem menn hefðu orðið vitni að sjálfir. Öllum tilraunum erlendra sagnfræðinga til að skyggnast undir þá hulu sem dregin hefur verið yfir þessa hlið atburðanna er í Rússlandi tekið sem árás á réttmætt stolt Rússa yf- ir sigrinum í heimsstyrjöldinni. Hryllingur stríðsins og hryllingurinn eftir að því lauk BÆKUR Sagnfræði Eftir Antony Beevor, Jón Þ. Þór íslensk- aði, 422 bls. Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar, 2006. Fall Berlínar, 1945 Antony Beevor. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is BIRGIR Örn Steinarsson, Biggi, hef- ur nú samið sína fyrstu sólóplötu. Hann hefur búið í London undanfarin tvö ár og allan þann tíma unnið að plötunni, sem ber nafnið id. Hann heimsótti okkur á Airwaves fyrir stuttu, en er nú kominn heim til Lond- on aftur, auk þess sem hann fór í stuttan túr um Ítalíu um síðustu helgi með sjö manna bandi sínu, The Bigital Orchestra. „Þetta hefur mikið til verið tilvilj- anakennt,“ segir Biggi þegar hann er spurður út í líf sitt sem tónlistarmaður í London. „Þannig kynntist ég upp- tökustjóranum mínum, Tim Simenon, í gegnum umboðsmann, sem var að vinna fyrir Maus. Þá kynntist ég tveimur af meðlimum hljómsveit- arinnar minnar á hverfisbarnum mín- um, þar sem ég er að vinna. Og í gegn- um þau kynntist ég svo fleiri tónlistarmönnum. Það vill þannig til, að ég bý rétt hjá Trinity School of Mu- sic og allir vinir mínir hér, allt fólkið sem ég umgengst, er hljóðfæraleik- arar!“ Losnaði undan áhrifum í London Biggi játar að hafa upplifað tilvist- arkreppu, stuttu eftir að Maus tók sér hlé. „Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Við vorum búnir að starfa saman stanslaust í ellefu ár, þetta var eins og hjónaband. Við vorum orðnir eins og einn tónlistarmaður og ég tel að við höfum allir þurft á þessu hléi að halda. „Humm … best að fara sóló,“ hugsaði ég þá. En hvernig tónlist átti ég að gera? Ég vildi ekki hafa hana Maus- lega. Og ég ætlaði ekki að taka upp kassagítar og syngja einn, eins og er móðins í dag. Eins furðulega og það hljómar þá hefði það ekki verið heið- arlegt, þó að sú tónlist sé iðuleg talin mjög einlæg og heiðarleg. En ég er ekki trúbadúr. En ég ætlaði heldur ekki að gera rokkplötu.“ „Ég vissi ekki einu sinni hvort ég gæti gert plötu,“ heldur Biggi áfram. „Og var fyrst um sinn ekki að pæla mikið í því. Aðallega var ég að skipta um umhverfi, og ég var á þeim stað í lífinu, að ég átti kost á því að vera ein- setumaður í London. Mér fannst sá tími þægilegur, þetta var tími sjálfs- skoðunar og ég gat kannað í friði hvernig tónlistarmaður ég væri inn við beinið. Ég var laus við allt áreitið hérna heima, og það var gott. Ég á það til að vera áhrifagjarn en úti losn- aði ég við allt slíkt.“ Kominn lengra Biggi segir að það hafi gert sér gott að vinna plötuna með öðru fólki. „Ég hefði líklega gert allt sjálfur, hefði ég verið heima. Platan hefði þá að öllum líkindum orðið mun drama- tískari. En hérna gat ég kastað hug- myndum til fólks sem virkaði eins og sigti. Það var bráðnauðsynlegt, þar sem ég verð stundum öfgafullur og of stórtækur.“ Textar plötunnar eru berorðir, og auðheyranlegt að Bigga lá mikið á hjarta þegar þeir voru settir á blað. „Ef maður er að opinbera sig með tónlist á annað borð, þá verða textarn- ir að vera á sömu lund,“ útskýrir hann. „Þetta eru flest allt mál sem ég hef verið að kljást við undanfarin misseri. Bæði ánægjuleg og óánægjuleg. Maustextarnir byggðust mikið á myndlíkingum en hérna er ég meira beinskeyttur. Ég skrifa inn í bækling- inn um hvað ég er að fjalla, frekar en að birta textann. Ég sá þessa aðferð á Bob Dylan-plötu. Ég held að fólk hlusti frekar á textann þannig.“ En er þetta uppgjörsplata? „Já … en ekki bara,“ er svarið, stutt og leyndardómsfullt. „Platan er auðvitað það persónulegasta sem ég hef gert til þessa, nú er ég bara einn en við vorum fjórir áður.“ Hann segir lögin langflest samin í London þannig að þetta sé ekki „hreinsað upp úr skúfunni“ plata. Biggi segir að þegar hann hafi verið kominn út hafi platan fljótlega orðið að einhvers konar heilögu takmarki. „En svo róaðist ég niður og ég lærði mikið á þessum tíma. Maður er ein- hvern veginn kominn lengra. Á end- anum snýst þetta um að skemmta sjálfum sér, og gera plötu af því að það er gaman. Og af hverju er maður að spila á tónleikum? Jú, af því að það er svo gaman.“ Ekkert uppgjör … og þó Stutt tilvistar- kreppa eftir að Maus dó Morgunblaðið/Sverrir Tónskáldið Biggi ásamt bresku hljóðfæraleikurunum sem skipa The Bigital Orchestra. Það eru 12 Tónar sem gefa plötuna út á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.