Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 3METSÖ LULISTI EYMUNDSSO N SKÁLDVERK31. OK TÓ BE R SÆTI Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „MENN eru sem steini lostnir yfir hvað þetta eru miklar kröfur, sem ná eiginlega alveg niður að sjó. Það er nánast ekkert eignarland eftir í Suð- ur-Þingeyjarsýslu,“ segir Ólafur Björnsson, lögmaður nokkurra land- eigenda um þjóðlendukröfur ríkisins á austanverðu Norðurlandi. „Það virðist ekki vera neitt eftir nema lág- lendissvæði næst bæjarhúsum,“ segir hann. „Þessu verður mótmælt og að sjálfsögðu munu menn halda fram sínum eignarrétti á grundvelli sinna landamerkjabréfa,“ segir Ólafur. Kröfurnar eru taldar ná yfir 90% af landi Reykjahlíðar Fjármálaráðherra hefur fyrir hönd ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á þessu svæði. Markalínur í kröfugerð ríkisins ná yf- ir víðfeðmt svæði og snerta mikinn fjölda landareigna, bæði einstakra jarðeigenda og sveitarfélaga. Þannig fellur m.a. allur Þeistareykjaafréttur innan þjóðlendukröfu en Aðaldæla- hreppur og Þingeyjarsveit hafa litið svo á að Þeistareykir væru í eigu þessara sveitarfélaga. Ólafur Björnsson er m.a. lögmaður landeigenda í Reykjahlíð í Mývatns- sveit. Að hans mati ná kröfur ríkisins yfir um 90% af landi Reykjahlíðar. ,,Við fáum ekki séð að þetta fái staðist,“ segir Ólafur en landeigendur hafa frest til 12. febrúar að leggja fram gögn. „Við munum leitast við að sýna fram á að landamerkjabréf þess- ara jarða hafi traustar heimildir á bak við sig og teljum að hægt sé að hrekja þessar kröfur, a.m.k. að hluta.“ Reykjahlíð hefur verið talin stærsta jörð á Íslandi. Ólafur segir að á bak við landamerkjabréf Reykja- hlíðar sé gamall dómur frá 1506, sem menn hafa talið grundvöllinn að eign- arrétti Reykjahlíðar. Ólafur vinnur einnig fyrir landeigendur í Grýtu- bakkahreppi varðandi jarðir í Fjörð- um og á Látraströnd. „Þar er um að ræða gamla eyðibyggð en það eru engu að síður traustar heimildir fyrir eignarrétti og búsetu þar um alda- skeið.“ Nánast ekkert eign- arland eftir í sýslunni Þjóðlendukröfur ríkisins harðlega gagnrýndar Í HNOTSKURN »Markalínur í kröfum rík-isins snerta fjölda jarða og eignarlanda í Suður-Þing- eyjarsýslu. »Reykjahlíð hefur verið tal-in víðlendasta jörð á Ís- landi og landi hennar verið svo lýst að það nái allt til Jök- ulsár á Fjöllum og til suðurs sem grös gróa. »Gerð er krafa til Kinnar-fjalla, Víknafjalla, milli Hágangna að norðan og Bak- ranga að sunnan, og afrétta á Austurheiði Flateyjardals. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is STARFSEMI Íslendingabókar virðist í uppnámi og hafa farið fram fundir milli Friðriks Skúla- sonar ehf., sem starfrækir gagna- grunninn, og Íslenskrar erfða- greiningar (ÍE), sem hefur staðið straum af kostnaði við starfsfólk, tölvubúnað og annað tengt Íslend- ingabók. Friðrik Skúlason, stofnandi og annar aðaleigandi samnefnds tölvufyrirtækis, vildi sem minnst segja um málið þegar Morg- unblaðið hafði samband við hann í gær, aðeins að Íslendingabók yrði líklega áfram opin almenningi á netinu næstu þrjá mánuði. Þá rennur út uppsagnarfrestur þeirra starfsmanna ÍE sem starfað hafa við Íslendingabók. „Við munum auðvitað leita leiða til að halda Íslendingabók opinni til frambúðar, en til þess þarf auð- vitað mannskap,“ segir Friðrik. „Þegar fjórir af fimm starfs- mönnum hætta er sjálfgefið að það hefur í för með sér ein- hverjar breyt- ingar á starf- seminni.“ Nú séu í gangi viðræður um framtíðina og verði sameig- inleg tilkynning fyrirtækjanna tveggja líklega gefin út í dag vegna málsins. Íslendingabók er ættfræði- gagnagrunnur með upplýsingum um ættir um 720 þúsund Íslend- inga. Starfsmenn hafa starfs- aðstöðu hjá Friðriki Skúlasyni ehf. og lúta verkstjórn Friðriks, en eru starfsmenn ÍE. Þremur hefur nú verið sagt upp störfum og sá fjórði var einungis settur í verk- efnið tímabundið til áramóta. Eftir tæpa þrjá mánuði stefnir því í að aðeins einn maður starfi við Ís- lendingabók. Þar hefur m.a. verið unnið við að skrá upplýsingar úr gömlum heimildum, uppfæra skv. þjóðskrá og svara fyrirspurnum. Óvissa um framtíð Íslendingabókar Friðrik Skúlason Fjórir af fimm starfsmönnum að hætta ÚTFÆRSLA frístundakorta fyrir reykvísk börn verður kynnt á næstu dögum, en ræða á frístundakortin á fundi borgarráðs í dag og á fundi íþrótta- og tómstundaráðs á morgun. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir að það sé skýrt markmið meirihlutans í borgar- stjórn að innleiða frístundakortin. Hann segir tillögur í vinnslu, en ekki sé hægt að ræða útfærslur þar til búið sé að ræða þær í ráðum borg- arinnar. Fulltrúar meirihlutans í borgar- stjórn Reykjavíkur hafa undanfarn- ar vikur fundað með forsvarsmönn- um Íþróttabandalags Reykjavíkur og með fulltrúum allra stærstu íþróttafélaganna í borginni, til að ræða útfærslur frístundakortanna. Einnig hefur verið fundað með öðrum félögum sem starfa að æskulýðsmálum, svo sem Bandalagi íslenskra skáta og KFUM og KFUK. Frístunda- kort kynnt á næstunni Eftir Andra Karl andri@mbl.is MIKIL breyting verður á skipulagi mæðraverndar á höfuðborgarsvæð- inu frá 24. nóvember nk., en þá munu þær konur sem skilgreindar hafa verið með áhættuþætti á meðgöngu, sækja mæðravernd á Landspítala – háskólasjúkrahús í stað Miðstöðvar mæðraverndar. Mikil óánægja er meðal starfsfólks miðstöðvarinnar og óvissa um framhaldið. Fagdeild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga hef- ur einnig óskað eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð. Samkvæmt tilkynningu sem send var í gær mun hlutverk Miðstöðvar mæðraverndar verða að styðja við mæðravernd á heilsugæslustöðvun- um á höfuðborgarsvæðinu og land- inu öllu með áherslu á ráðgjöf, fræðslu og faglegan stuðning við starfsfólk. Hins vegar mun móttaka kvenna sem þurfa á sérhæfðu eft- irliti að halda á meðgöngu færast frá miðstöðinni yfir á kvennasvið LSH. Ákvörðunin var ekki tekin að höfðu samráði við ljósmæður. „Þetta hefur í för með sér að öll starfsemi mæðraverndar riðlast,“ segir Sigríður Sía Jónsdóttir, yfir- ljósmóðir á Miðstöð mæðraverndar, sem óttast að staða kvenna á með- göngu eigi eftir að versna. „Í dag er hver einasta kona með sína eigin ljósmóður sem sér um alla meðgöng- una, og hittir sama lækni. Á LSH er þetta hugsað meira þannig að ljós- mæðurnar taka á móti næstu konu. Það er eitthvað sem við gerðum fyrir árið 1990 og allir voru afskaplega óánægðir með.“ Sigríður Sía segir stöðuna mjög sérstaka og í raun sorglega. Mikil sérfræðiþekking hafi verið byggð upp meðal ljósmæðra, lækna og starfsfólks miðstöðvarinnar sem hún óttast að verði lítið úr. Stjórn fagdeildar heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga hefur auk þess sent frá sér ályktun þar sem ákvörð- un um að leggja niður núverandi starfsemi miðstöðvarinnar er hörm- uð. „Með flutningi þjónustunnar á kvennadeild LSH er um afturhvarf til fortíðar að ræða þar sem með- ganga kvenna er færð úr heilsu- verndarumhverfi yfir á spítala og þar með sjúkdómavædd.“ Öll starfsemi mæðra- verndar mun riðlast Óánægja meðal starfsfólks Miðstöðvar mæðraverndar SÍÐDEGIS í gær var mælt fyrir minnismerki um þá sem látist hafa í umferðarslysum á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Um er að ræða 52 krossa sem komið verð- ur fyrir við áningarstaðinn hjá Kögunarhóli í Ölfusi. Krossarnir verða settir upp á morgun, föstu- dag, klukkan 15, með stuttri athöfn þar sem staðurinn verður blessaður og minnismerkinu lýst. Allir eru velkomnir til þeirrar athafnar og er fólk hvatt til að mæta. Hannes Kristmundsson, garð- yrkjumaður í Hveragerði, hefur haft forgöngu um uppsetningu krossanna og hefur fengið mikinn stuðning til þess. Krossarnir eru fyrst og fremst hugsaðir til þess að minna vegfarendur á hversu hættu- leg umferðin getur verið á Suður- landsveginum. Með þeim er líka lögð áhersla á nauðsyn þess að tvö- falda og lýsa veginn á þessari leið og gera hann margfalt öruggari en hann er nú. Þegar tvöföldun verður lokið eru áform um að taka kross- ana niður og koma fyrir varanlegu minnismerki í grennd við veginn. Krossar reistir við Kögunarhól Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Minnismerki Hannes Kristmundsson merkir staðinn fyrir fyrsta krossinn með aðstoð Garðars Eiríkssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.