Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UMFERÐARÖRYGGI hefur mik-
ið verið til umræðu í kjölfar margra
umferðarslysa á þessu
ári. Þrátt fyrir að mörg
öruggari umferð-
armannvirki hafi verið
byggð á undanförnum
árum dylst fæstum að
umferðaröryggi hefur
ekki verið eflt nægilega.
Markvissari aðgerðir
skortir einfaldlega í
þessum málaflokki. Ég
furða mig til dæmis oft á
því hvers vegna ýmis ár-
íðandi verkefni, sem all-
ir eru sammála um að
þurfi að gera, eru ókl-
áruð og hanga yfir okkur árum og
jafnvel áratugum saman. Gott dæmi
um þetta eru einbreiðar brýr á þjóð-
vegi nr. 1, hringveginum, sem bless-
unarlega heyra brátt sögunni til þar
sem loks hillir undir að allar brýr á
hringveginum verði tvíbreiðar.
Í dag blasir hins vegar við nýtt
verkefni af svipuðum toga hér á höf-
uðborgarsvæðinu þar sem umferðin
virðist þyngjast dag frá degi. Tvöföld-
un akreina á þjóðvegum sem tengjast
höfuðborgarsvæðinu er eitt brýnasta
samgöngumál okkar tíma. Í ljósi hinn-
ar miklu umferðar sem
er á þessum vegum
gengur einfaldlega ekki
að bílar aki í gagnstæða
átt án þess að nokkuð
skilji á milli. Við þurfum
ekki að líta langt til að
sjá kostina við tvöföldun
akreina. Tvöföldun
Reykjanesbrautar, sem
er langt komin, sýnir
glögglega hve mikið ör-
yggi felst í tvöföldun
vega.
Það eru mörg verk-
efni sem ráðast þarf í
sem fyrst þar sem núverandi lausnir
duga engan veginn.
Klára þarf tvöföldun Reykjanes-
brautar milli Kópavogs og Hafn-
arfjarðar með mislægum gatna-
mótum og öflugum
hljóðvörnum.
Fjölga þarf akreinum á Kringlu-
mýrarbraut og byggja mislæg
gatnamót við Miklubraut.
Gera þarf mislæg gatnamót á
mótum Reykjanesbrautar og
Reykjavíkurvegar.
Setja þarf undirbúning á fullt
vegna ganga undir Kópavog við
Hlíðarfót.
Fjölga þarf aðreinum og frár-
einum á helstu umferðaræðum.
Lengja þarf og lagfæra aðreinar
þar sem mesta umferðarálagið
er.
Byggja þarf göngubrýr og und-
irgöng sem kæmu í stað göngu-
brauta með ljósum.
Nota hringtorg í stað umferð-
arljósa þar sem því verður kom-
ið við.
Hér er aðeins fátt eitt nefnt en við
blasir að fara verður ítarlega yfir sam-
göngumál höfuðborgarsvæðisins í
heild í samvinnu við sveitarfélögin á
svæðinu. Umferðartafir með tilheyr-
andi kostnaði fyrir einstaklinga, fyr-
irtæki og þjóðfélagið allt eru daglegt
brauð íbúa Suðvesturkjördæmis.
Stórátaks er þörf ef leysa á umferð-
arhnútana og auka umferðaröryggi í
kjördæminu til hagsbóta fyrir þjóðfé-
lagið. Ný nálgun og skilningur á um-
ferðarmálum höfuðborgarsvæðisins
eru forsendur nauðsynlegra umbóta.
Þess vegna er tími til kominn að næsti
samgönguráðherra komi úr Suðvest-
urkjördæmi. Ég hef ekkert á móti
vegabótum úti á landi en umbætur þar
mega ekki verða til þess að það vega-
kerfi, sem langflestir Íslendingar nota
að jafnaði dag hvern, verði út undan.
Suðvesturkjördæmi á
kortið í samgöngumálum
Ármann Kr. Ólafsson fjallar um
samgöngubætur á höfuðborg-
arsvæðinu
»… við blasir að faraverður ítarlega yfir
samgöngumál höf-
uðborgarsvæðisins í
heild í samvinnu við
sveitarfélögin á svæð-
inu.
Ármann Kr. Ólafsson
Höfundur sækist eftir 3. sæti í próf-
kjöri sjálfstæðismanna í Suðvest-
urkjördæmi.
ÞÓTT menntakerfi okkar Íslend-
inga sé gott þá bíða þar brýn verk-
efni. Menntamál eru sá málaflokkur
þar sem aldrei má slaka á, því
harðnandi samkeppni á vinnumark-
aði kallar sífellt á
starfsfólk með hærra
menntunar- og þekk-
ingarstig.
Um leið og ég fagna
áformum um byggingu
nýs framhaldsskóla í
Mosfellsbæ bendi ég á
brýna nauðsyn þess að
stofnsetja nýjan fram-
haldsskóla í Kópavogi
á næsta kjörtímabili.
Mikil fjölgun íbúa í
Kópavogi gerir þörf
fyrir nýjan framhalds-
skóla í bænum mjög
brýna og hlýtur að vera forgangs-
mál, með sama hætti og í Mos-
fellsbæ.
Efling verkmenntunar er mjög
mikilvæg og ákveðin hugarfars-
breyting þarf að eiga sér stað gagn-
vart henni. Ástandið í sumum iðn-
greinum er orðið alvarlegt þegar
litið er til nýliðunar og auka verður
möguleika iðnmeistara á að fjölga
nemum sem þeir hafa í læri. Við
getum ekki búið við það að okkar
helstu iðngreinar þurfi í framtíðinni
að leita út fyrir landsteinana eftir
faglærðu fólki.
En þótt framhaldsskólinn sé afar
mikilvægur verður ekki framhjá því
litið að grunnskólinn er það ekki
síður. Í grunnskólanum er lagður
sá grunnur sem tækifæri ungmenna
byggjast á. Þar er mikilvægt að
hafa í huga, því að sveigjanleiki í
skólastarfi er mikilvægur og tæki
til þess að efla skólastarfið enn
frekar.
Mennt er máttur
segir hið fornkveðna
og óumdeilt er að
menntakerfið er einn
helsti drifkraftur hag-
kerfisins. Í skólum
landsins eiga allir
nemendur að njóta
jafnra tækifæra, óháð
efnahag. Þar verðum
við einnig að hlúa afar
vel að þeim nemendum
sem búa við erfiðar fé-
lagslegar aðstæður.
Við eigum heldur ekki
að vera feimin við að grípa til sér-
tækra úrræða við að auka tækifæri
barnanna okkar með betri mennt-
un. Eitt þeirra atriða sem þar
hljóta að koma til skoðunar er auk-
inn sveigjanleiki í skólastarfi og
m.a. að greiða góðum kennurum
hærri laun. Þar geta sveitarfélögin
gegnt lykilhlutverki í starfsemi
grunnskólanna.
Ég tel einnig mikilvægt að einka-
aðilar komi í auknum mæli að starf-
semi skólanna. Það þarf að draga
úr miðstýringu í skólastarfi og gefa
ólíkum rekstrarformum tækifæri og
losa þannig úr læðingi þann kraft
sem býr í starfsfólki skólanna.
Æskilegast er að hér á landi starfi
bæði einkaskólar og opinberir, því
það eflir starf þeirra og hvetur
bæði nemendur og kennara til dáða.
Með auknu valfrelsi foreldra og
nemenda verður skólastarfið kraft-
meira og námsframboð fjölbreytt-
ara.
En þótt nauðsynlegt sé að auka
fjölbreytni í skólastarfi má það ekki
vera á kostnað jafnræðis mennta-
stofnana. Þær eiga að sitja við sama
borð þegar kemur að fjárveitingum
opinberra aðila.
Aukið valfrelsi í skólastarfi er
nauðsynlegt, en um leið verður að
tryggja jöfn tækifæri nemenda og
að skólagjöld skerði ekki jafnrétti
til náms. Sveigjanlegt, framsækið
skólakerfi eykur fjölbreytni í námi
og laðar fram það besta í nem-
endum. Það er málefni sem ég er
reiðubúinn að berjast fyrir.
Aukin fjölbreytni
í menntamálum
Jón Gunnarsson
fjallar um menntamál » Aukið valfrelsi ískólastarfi er nauð-
synlegt, en um leið verð-
ur að tryggja jöfn tæki-
færi nemenda og að
skólagjöld skerði ekki
jafnrétti til náms.
Jón Gunnarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagsins Landsbjargar og
sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
AÐ AFLOKNU
glæsilegu prófkjöri
Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi
síðastliðinn laugardag
er ástæða til að þakka
öllum þeim sem að
komu. Það voru hátt á
fimmta þúsund
flokks- og stuðnings-
menn Samfylking-
arinnar sem stilltu
upp sigurliði fyrir
kosningarnar í maí
næstkomandi. Þá
skiptu þeir tugum
sem störfuðu við
framkvæmd próf-
kjörsins í sjálfboða-
vinnu og gerðu um-
gjörðina trausta.
Ennfremur vil ég
þakka meðframbjóð-
endum mínum drengi-
lega og heiðarlega
baráttu í alla staði.
Síðast en ekki síst
vil ég þakka þann
stuðning sem ég fékk
í prófkjörinu. Ég er
meðvitaður um þá ábyrgð sem mér
er falin með að leiða kröftugan hóp
jafnaðarmanna í fjölmennasta kjör-
dæmi landsins. Undir henni ætla ég
og mun standa.
Í prófkjörum er tek-
ist á millum samherja.
Öflugur nítján manna
hópur lagði sitt fram
og niðurstaðan er ljós.
Þrátt fyrir röðun í ein-
staka sæti þá er það
fyrst og fremst Sam-
fylkingin sem vann sig-
ur í prófkjörinu um
síðustu helgi, sigur
sem sýnir að Samfylk-
ingin er tilbúin.
Jafnaðarmenn eiga
góðan hljómgrunn í
Suðvesturkjördæmi,
sem og annars staðar á
landinu. Það er okkar
frambjóðenda og
flokksmanna að koma
skilaboðum okkar um
jafnrétti, frelsi og sam-
hug á framfæri á kom-
andi mánuðum. Okkur
mun takast það og
kosningarnar í maí
næstkomandi munu
verða árangursríkar –
fyrir Samfylkinguna og
um leið fólkið í landinu.
Sigur Sam-
fylkingarinnar
Gunnar Svavarsson fjallar um
prófkjör Samfylkingarinnar í
SV-kjördæmi
Gunnar Svavarsson
» Það er okkarframbjóð-
enda og flokks-
manna að koma
skilaboðum okk-
ar um jafnrétti,
frelsi og sam-
hug á framfæri
á komandi mán-
uðum.
Oddviti framboðslista Samfylking-
arinnar í Suðvesturkjördæmi.
Á ÍSLANDI starfa öflugir háskólar
sem er ætlað að vera í senn rann-
sóknastofnun og vísindaleg fræðslu-
stofnun. Metnaður innan háskólanna
er mikill og stefna þeir að því að verða
meðal þeirra bestu í heimi. Kennarar
hafa ákveðna rannsóknarskyldu jafn-
hliða kennslu og í öllum
námsgreinum er fyrst
lagður traustur fræði-
legur grunnur áður en
námið sveigist að þjálf-
un til sérhæfðs starfs
eða rannsókna.
Fagháskólar
Þessi mikli fræðilegi
grunnur er ekki nauð-
synlegur í öllu námi á
háskólastigi og margir
nemendur vilja fyrst og
fremst áframhaldandi
menntun í fagnámi að
loknu starfsnámi. Á Ís-
landi eru ekki skólar
sem bjóða upp á fag-
nám á háskólastigi að
loknu starfs- eða verk-
námi sem leggur minni
áherslu á fræðilegan
grunn og rannsóknir en
beinist að verkmenntun
og þjálfun til starfa.
Auðveldlega væri hægt
að koma upp fagháskól-
um hér á landi með því
að heimila verk-
menntaskólum og fjöl-
brautaskólum að bjóða
upp á sérhæft nám á
sínu faggreinarsviði að
loknu stúdentsprófi, sveinsprófi eða
öðrum skilgreindum starfsnáms-
brautum að uppfylltu ákveðnu lág-
marki. Slíkir skólar myndu sérhæfa
sig í þeirri verkmenntun sem fyrir er í
skólanum og/eða því námi sem þörf er
fyrir á viðkomandi landssvæði. Faghá-
skólinn væri þá í sama húsnæði og
framhaldsskólinn og nýtir húsnæði og
kennslukrafta sem þegar eru við fram-
haldsskólann.
Fagháskólar erlendis
Ef horft er til Finnlands, sem þykir í
dag standa framarlega á flestum svið-
um menntamála, stundar um einn
þriðji nemenda nám í rannsókn-
arháskólum og tveir þriðju í fagháskól-
um eða öðrum háskólum sem bjóða
skemmri verkmenntun. Markmið
Finna er að auka gæði og virðingu
verk- og fagmenntunar, styrkja al-
mennan þekkingargrunn þeirra sem
hljóta þjálfun til sérhæfðra starfa og
tengja nám þörfum atvinnuvega í
hverju héraði.
Sömu sögu er að segja
í Bandaríkjunum þar
sem um helmingur nem-
enda stunda nám eftir
framhaldsskóla í skólum
sem nefnast „community
colleges“ en þeir skólar
leggja litla áherslu á
rannsóknir en bjóða nám
með lokaprófi eftir tvö
ár. Þeir bjóða fjölbreytta
verkmenntun auk al-
mennra námskeiða sem
stúdentar geta fengið
metin sem byrjun á
lengra námi í öðrum
skólum.
Sjálfstætt skólastig
Menntamálaráðherra
skipaði sl. vor starfs-
námsnefnd, sem nýlega
skilaði skýrslu með ýms-
um tillögum um úrbætur
í starfsnámi. Þar koma
m.a. fram hugmyndir um
fagháskóla og í tillög-
unum er gert ráð fyrir að
fagháskólinn verði sjálf-
stætt skólastig í fram-
haldi af framhaldsskól-
anum með áherslu á
þarfir atvinnulífsins.
Námið verði opið öllum
nemendum sem ljúka framhaldsskóla.
Mikið er rætt og ritað um að efla
verkmenntun hér á land. Orð eru
vissulega til alls fyrst en er ekki tíma-
bært að við Íslendingar stígum slík
skref og setjum á stofn sambærilega
fagháskóla og eru t.d. á Norðurlönd-
unum og í Bandaríkjunum. Faghá-
skólar mundu styrkja þetta mennt-
astig verulega, efla um leið
verkmenntun hér á landi og virðingu
fyrir iðnnámi.
Fagháskólar
Sigurrós Þorgrímsdóttir
fjallar um menntamál
Sigurrós
Þorgrímsdóttir
»… er ekkitímabært að
við Íslendingar
stígum slík
skref og setjum
á stofn sam-
bærilega faghá-
skóla og eru t.d.
á Norðurlönd-
unum og í
Bandaríkj-
unum.
Höfundur er alþingismaður og sækist
eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Fullkomnaðu
verkið með
Þ
A
K
R
E
N
N
U
K
E
R
FI
á
öllhús
–
allsstaðar
Þ
A
K
R
E
N
N
U
K
E
R
FI
á
öllhús
–
allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700