Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HVERN gæti grunað að einn íbúðarbruni geti leyst úr læðingi um 30 MW orku, eða sem svarar um 10% af afli Búrfellsvirkjunar? Þetta er staðreynd sem fæstir geta ímyndað sér að sögn Björns Karls- sonar brunamálastjóra. Hann bæt- ir við að fæstir geri sér heldur grein fyrir hversu gífurlega hratt eldur getur breiðst út í venjulegri íbúð. Hann hefur borið vitni í dómsmálum í erlendis vegna elds- voða og hefur brugðið upp ljós- myndum í dómsal, fyrst af eldi á byrjunarstigi í einni gardínu og síðan alelda herberginu. Síðan spyr hann dóminn hvað hugs- anlegt sé að þarna líði langur tími á milli. Oftast giska menn þá á 10– 15 mínútur en staðreyndin er allt önnur. „Eldur í íbúð getur vaxið óskaplega hratt,“ segir hann. „Eitt herbergi með pínulitlum loga í get- ur orðið alelda á minna en tveim mínútum með gífurlegum eldi sem pumpast út um alla íbúð svo einna helst minnir á náttúruhamfarir. Þetta gerist miklu hraðar en al- menningur gerir sér grein fyrir. Enn fremur er kraftur í eldinum miklu meiri en fólk getur nokkru sinni ímyndað sér. Eldtungur í íbúðarbruna geta myndað 30 megavatta orku þegar mest er.“ Þekkt að hrina eldsvoða ríði yfir á skömmum tíma Hver íbúðarbruninn hefur rekið annan í haust og er eitt mannslát rakið til þeirra orsaka það sem af er ári, í Grindavík í lok október sl. Því til viðbótar liggja hjón alvar- lega slösuð á gjörgæsludeild eftir eldsvoðann í Ferjubakka í fyrra- kvöld, að ógleymdum miklum íbúðarbruna í Keflavík á mánudag. Þá er ótalinn alvarlegur bruni á Húsavík á laugardag. Eldsupptök í Ferjubakka eru ókunn en rann- sókn beinist að því hvort kerti eða vindlingur hafi kveikt í stofusófa. Hér á landi lætur að meðaltali einn einstaklingur lífið í brunum árlega. Björn segir það þekkt að hrina eldsvoða ríði yfir á skömm- um tíma en þess á milli gerist lítið. Nú blasir við að eldsvoðahrina hef- ur átt sér stað með mjög alvar- legum afleiðingum en skýringar þar að lútandi liggja ekki á lausu. „En þetta er mjög alvarlegt mál og hugurinn er hjá því fólki sem lenti í þessum atvikum,“ segir Björn. Hann segir að eldsvoðinn í Ferjubakkanum, og þá aðallega viðbrögð slökkviliðs, sýni og sanni að viðbragðið sé mikið og end- urspegli ágæti þess að hafa sam- einað slökkviliðin á höfuðborg- arsvæðinu. Til marks um þetta nefnir hann þann tíma sem kom frá fyrsta brunaboði, þar til búið var að bjarga hjónunum út. 16 mínútur liðu þarna á milli í tilviki konunnar og 17 hjá manni hennar. Birgir Finnsson, sviðsstjóri út- kallssviðs SHS, segir viðbragð annarra íbúa í stigaganginum hafa verið hárrétt, með því að fara ekki út í reykfylltan stigaganginn. „Fólk fór þess í stað út á svalir eða út í glugga og það var hin rétta ákvörðun,“ segir hann. „Þegar komið er út á svalir þarf að vekja athygli á sér, sérstaklega þegar lögregla og slökkvilið eru komin á staðinn. Og sú var einmitt raunin þetta kvöld, hægt var að vera í sambandi við fólkið og gefa því fyr- irmæli.“ Meiri orka í íbúðarbruna en fólk getur ímyndað sér Morgunblaðið/Sverrir Bruni Slökkviliðsmenn að störfum við Ferjubakka í fyrrakvöld. Allt að 30 MW orka getur losnað úr læðingi í einum íbúðarbruna og býður slökkviliðið ávallt upp á þá þjónustu að meta brunavarnir í fjölbýlishúsum. Mikil hrina íbúðareldsvoða og mannslát vekur óhug en viðbrögð talin góð BJÖRG Benjamínsdóttir, nágranni hjónanna sem slösuðust í eldsvoðanum í Ferjubakka 12 í fyrra- kvöld, segir ástandið hafa verið skelfilegt þegar ljóst var hvað hafði gerst en björgun nágrannanna úr stigaganginum hefði gengið fljótt og vel. „Það var um klukkan hálfellefu að það var komið með þvílíkum látum og bankað hjá mér, með þeim orðum að við skyldum forða okkur út því það væri kviknað í uppi,“ segir hún. „Rétt á eftir kom lög- reglan og allt tiltækt lið og vísaði öllum út. Þegar ég kom út í garðinn sá ég ekki betur en stofan stæði í ljósum logum. Á efstu hæðinni var fólk í einni íbúð lokað inni í einhvern tíma en ég myndi segja að björgun hefði gengið vel. Slökkviliðið var með marga körfubíla og voru slökkviliðsmennirnir mjög snöggir.“ Áfallahjálp var boðin á staðnum en Björg sagðist ekki hafa þegið hana. Birgir Finnsson, sviðsstjóri SHS, segir það hafa komið betur út að hafa umrætt fólk úti á svölum á meðan verið var að slökkva, í stað þess að taka það strax í körfustól út af svölunum. Til þess ráðs hefði samt verið gripið ef hætta hefði steðjað að fólkinu og voru bílarnir því tilbúnir ef á þyrfti að halda. Í stigaganginum hefðu hurðir verið reyk- þéttar og sinnt sínu hlutverki vel, en á efstu hæðinni hefði reykþrýst- ingur verið meiri og því nauðsynlegt fyrir fólkið að halda sig úti á svöl- unum eins og raunin varð. Hefðu íbúarnir haldið vel ró sinni. „Áttum að forða okkur því það var kviknað í uppi“ BOÐAÐ hefur verið til stofnfundar Vinafélags Grímseyjar næstkomandi laugardag og verður félagið opið öll- um áhugamönnum um Grímsey, jafnt brottfluttum Grímseyingum sem öðrum velunnurum Grímseyjar hvar sem þeir eru búsettir á landinu. Helgi Daníelsson er forgöngumað- ur að stofnun félagsins en Helgi hef- ur látið sig Grímsey miklu varða. Hefur hann m.a. gefið út tvær bækur um eyna, Grímsey og Grímseyingar árið 2003 og ári síðar ljósmyndabók- ina Grímsey-Perla við heimskauts- baug, með ljósmyndum eftir Frið- þjóf Helgason og texta eftir Valgarð Egilsson rithöfund. „Markmiðið er að kynna Grímsey og efla tengslin við hana á einn og annan hátt,“ seg- ir Helgi um vina- félagið. Stofn- fundurinn verður haldinn á fæðing- ardegi dr. Dan- íels Willard Fiske, hins mikla velgjörðarmanns Grímseyinga, en á laugardaginn eru liðin 175 ár frá fæðingu Fiske. 11. nóvember er réttnefndur þjóðhátíðardagur Grímseyinga, að sögn Helga enda hafa þeir haldið daginn hátíðlegan allt frá 1924. „Ég hef orðið var við mikinn áhuga á Grímsey eftir að ég gaf út tvær bækur um Grímsey,“ segir Helgi. „Við ætlum að efla tengslin við Grímsey. Við munum jafnvel efna til ferða þangað og halda samkomur og ýmislegt fleira og eftir atvikum munum við styrkja við góð og þörf málefni í Grímsey. “ Að sögn hans verður ekkert ár- gjald innheimt og engar sérstakar kvaðir munu fylgja félagsaðildinni. Boðað er til stofnfundar félagsins í safnaðarheimili Neskirkju á laugar- daginn kl. 14. Þeir sem áhuga hafa en eiga þess ekki kost að mæta á stofnfundinn geta sent Helga til- kynningu þar um á netfangið helgi- dan@simnet.is. Helgi leggur áherslu á að allir sem áhuga hafa geti orðið félagar í Vinafélagi Grímseyjar hvar sem þeir eru búsettir á landinu. Efla tengslin við Grímsey og styrkja góð málefni Vinafélag Grímseyjar stofnað á fæðingardegi Willard Fiske Helgi Daníelsson FYRSTA sunnudag í vetri var opnuð málverka- sýning í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Er hér um að ræða allmörg verk eftir listmálarann Ólaf Túbals. Hann hélt á sinni tíð margar sýningar en þau verk sem hér eru sýnd eiga sér sérstæða sögu. Ólafur Túbals (1897–1964) var fæddur í Múlakoti í Fljótshlíð og ól þar allan sinn aldur. Hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergs- son keyptu jörðina árið 2000. Við tiltekt komu í leitirnar lítið olíumálverk, sem Ólafur málaði 1918, og smám saman fundust fleiri myndir. Að húsabaki í Múlakoti var málarastofa Ólafs, með stórum norðurglugga. Þegar Ólafur lést breytti húsið um hlutverk og var notað sem geymsluhúsnæði og bílskúr. Í kassa í dimmu skoti fannst upprúllað stórt olíumálverk, sem líklega hefur átt að vera alt- aristafla. Síðar við nánari athugun kom í ljós að sumar rúllurnar innihéldu málverk, mörg mjög illa farin. Myndverkin voru hreinsuð og þurrk- uð. Því miður hafði gólfraki og tímans tönn unn- ið svo á myndunum að á þær vantar töluvert og svo stökkar eru þær að nauðsynlegt var að geyma þær undir gleri, svo unnt væri að hand- fjatla þær. Hjónin Sigríður og Stefán létu inn- ramma myndirnar og eru þær nú komnar upp á vegg í Sögusetrinu ásamt ýmsum munum frá Ólafi, m.a. ferðadagbækur hans. Listamannanýlenda í Múlakoti Í Múlakoti var listamannanýlenda um langt árabil. Margir helstu brautryðjendur í íslenskri málaralist dvöldu þar við listiðkun, einkum má nefna Ásgrím Jónsson, sem kom fyrst í Múlakot sumarið 1913 og var þar í mörg sumur. Margir fleiri af helstu listamönnum þjóðarinnar dvöldu í Múlakoti á sumrin. Flestir þeir íslensku málarar sem á annað borð máluðu landslagsmyndir á ár- unum milli 1930 og 1960 máluðu í Múlakoti og má segja að þar hafi verið rekin fyrsta menning- artengda ferðaþjónustan á Íslandi. Í Múlakoti dvaldi einnig einn frægasti málari Dana, Jo- hannes Larsen, en hann var fenginn til að mynd- skreyta nýja þýðingu á Íslendingasögunum. Ferðaðist Ólafur með honum og hefur án efa lært mikið af honum eins og fleiri listamönnum sem dvöldu á bænum. Erfitt er að geta sér til um hvað Ólafur ætlaðist fyrir með allar þær myndir sem fundust ófrágengnar í Múlakoti, e.t.v. hugð- ist hann halda yfirlitssýningu verka sinna en entist ekki aldur til þess. Davíð Oddsson seðlabankastjóri opnaði sýn- inguna en það er menningarnefnd Rangárþings eystra sem stendur fyrir sýningunni og verður hún opin daglega kl. 15–18 til 12. nóvember og er aðgangur ókeypis. Fundinn fjársjóður Sögusetrið Verk eftir Ólaf Túbals.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.