Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 41 Verð nú 19.995.- stgr. Verð nú 219.995.- stgr. Verð l ) 139.995.- stgr. ll ) 117.995.- stgr. Verð áður: 34.995.-Verð áður; 29.995.-Verð áður; 6.995.- Verð nú 29.995.- stgr.Verð nú 4.995.- stgr. Verð áður 49.995.- Ferðaútvarp Hljómtæki sjónvörp Elfunk LT-42HD 42” Háskerpu plasna sjónvarp. Upplausn 1024 X 768. Skerpa 6000:1 Birta 1200:1 HDMI tengi. PC inngangur. 2 scart tengi. S-video inngangur. Verð áður 249.995.- Verð nú 38.995 stgr. Verð nú 34.995.- stgr. Verð nú 7.995.- stgr. Daewoo Tvöfaldur ísskápur með klakavél Verð áður 9.995.- Verð áður 15.995.- með MP3 afspilun 4x 50 wött. Útvarp með stöðvaminni. Geislaspilari. Aux in. 2x aux út Verð nú 8.995.- stgr. Lava bílgeislaspilari l ) – AGFRSU20DAI b)ll ) – AGFRSU20DAW Stál tvöfaldur skápur í orkuflokki A. Kælir og frystir hlið við hlið. Rúmmál kælirýmis nettó er 334 lítrar. Rúmmál frystirýmis nettó er 170 lítar. Kælir með 4 glerhillum og 3 grænmetisskúf- fum. 0°C skúffa kjörin til afþíðingar. Flöskuhilla og velinnréttað geymslurými í hurðinni. „Magic Cool Zone“ fyrir geymslu á grænmeti. Frystir með 3 hillum, 2 skúffum ásamt hillum í hurð. Frystigeta er 8 kg á sólarhring. Sjálfvirkvirk ísmolavél gefur klaka, mulinn ís og ískalt vatn. Sjálfvirk afhrímun í kæli og frysti „No-Frost“. Rafrænar stýringar. Stafrænn aflestur utan á frysthurðinni. Skápur með 1 pressu og hljóð uppá 44 dB. Á hjólum sem auðvelda flutning. Stærð (hxbxd): 179x90,3x73 cm DAEWOO Örbylgjuofn – AGKOR69Y5 20 Lítra. 800w. 5 mismunand hitastillingar. 35 mín tímastillir. Edesa Þvottavél – EDL1036 Þvottamagn 6 kg. Rafeindastýrð. Val um 1000/800/600/400/200/1000/0 vindingu. Stór hurð 30 cm. Orkuflokkur A. Fratelli Atlas keramik eldavél – TES604K400V Keramik helluborð. Ofn með barnalæsingu. Fylgihlutir: Þrjár ofnskúffur og ein bökunargrind. Ofnstærð 56 lítrar. Geymslu skúffa undir ofni. SCOTT hljómtækjasamstæða - MDX-I90Scott ferðaútvarp – AGSW6 DVD spilari. Les CD, CD-R, DVD+RW,DVD+R,D VD-RW,DVD-R, MP4, Xvid. USB fyrir flashminni. 2x35W. Karaoke ( 2x mic inn). Scart út. S-vhs út. Fjarstýring. Geislaspilari. FM útvarp. Les CD / CD-RW / CD-R / WMA. Elfunk 15” LCD sjónvarp – AGLT1508 Styður upplausn allt að 1024 x 768. Sjálfvirk stöðvaleitun. 100 stöðva minniTextavarp. Scart. RCA. S-vhs.Tengi fyrir heyrnatól. Fjarstýring. 12 og 220 volt. Veggfesting fylgir. Pottasett með 40% afslætti Verð áður 29.900.- Verð áður 29.900.- Verð nú 24.900.- stgr. Verð nú 24.900.- stgr. LCD sjónvörp Verð nú 54.995 stgr. Verð nú 99.900 stgr. Verð áður 74.995.- Verð áður 59.995.- Hö nn un :d es ig n. is Verð áður 144.900.- Cambridge Audio – CN540A Stereó magnari frá Cambridge Audio. 2 x 60 wött á rás á 8 ohm. 2 x 80 wött á 4 ohm. Cap5 vörn sem varnar því að hátalarar skemmist. A og B hátalaraútgangar. Inngangar: CD, DVD, AUX, TAPE, TUNER, MD. Cambridge Audio – CN540C CD spilari frá Cambridge Audio. Heimabíókerfi Surround 6x 80 wött rms – Stereo 2 x100 wött rms Inngangar: 6 RCA , 6.1 Direct in.Útgangar: 6 tengi fyrir hátalara, 6.1 preamp út, tape record út. Inngangar fyrir video: 4xComposite, 3x S-video, 2x ComponentDigital inngangar: 2x Coaxial, 3x optical. Digital útgangar: 1x Coaxial, 1x Optical. Cambridge Audio 540R 6,1 heimabíómagnari Cambridge Audio DVD89 spilari & Eltax Symphony heimabíóhátalarasett Elfunk 28” sjónvarp – AG2840 2 x Scart. RCA. S-vhs. Útgangur fyrir heyrnatól. Fjarstýring. Íslenskt textavarp. B: 74,5 cm - H: 47 cm - D: 48 cm sjónvörp ERLENDUM verkamönnum hefur fjölgað mjög á Íslandi síðan 1. maí, en þá tóku gildi lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efna- hagssvæðisins (EES) fyrir ný að- ildarríki. Þau 10–12 ár hef ég, sem prestur innflytjenda, haft góða yf- irsýn yfir hvernig málum er háttað hér á landi og hvernig þróunin hef- ur verið. Hingað til hafa innflytj- endur verið frá ólíkum svæðum í heiminum eins og t.d. frá Taílandi eða Filippseyjum. Þeir sem vildu greiða götu þeirra í íslensku sam- félagi og unnu að því að bæta rétt- indi þeirra og aðgengi voru engu að síður að vinna í þágu allra inn- flytjenda. Baráttan fyrir löggjöfinni um að innflytjandi gæti fengið dvalarleyfi fyrir aðstandendur sína var réttarbót fyrir alla innflytj- endur, jafnvel þótt hún hafi verið sett þegar innflytjendur hérlendis hafi verið flestir frá tveimur ofan- greindum löndum, það var enginn undanskilinn. Núna er staðan orðin allt önnur. Fólk sem hingað kemur, til þess að vinna eða búa, og er frá aðild- arríkjum EES-samningsins nýtur að mörgu leyti forréttinda. Fjöldi þeirra sem koma t.d. frá Póllandi og Litháen er svo mikill að dregið hefur úr mikilvægum baráttu- málum innflytjenda frá öðrum heimssvæðum, fólks hefur minni rétt. Fyrir EES-innflytjendur eru atvinnuréttindi, dvalarleyfi eða sameining fjölskyldu ekki á odd- inum því þeir hafa nú þegar þessi réttindi. Þetta eru hins vegar atriði sem skipta þá útlendinga sem koma frá löndum utan EES, til þess að vinna og búa, miklu máli. Eftir að lögum var breytt árið 2004, og þar sem dvalarleyfi er háð aldursmörkum, hefur það gert mörg mál enn erfiðari viðfangs, eins og sést í 24 ára reglunni eða 66 ára reglunni. Málið er að ef eingöngu er horft á stöðu innflytjenda t.d. frá Pól- landi, sem nú eru fjölmennastir, og lífskjör þeirra á Íslandi og aðeins reynt að bæta þau, þá sitja málefni innflytjenda utan EES á hakanum. Það þýðir með öðrum orðum að þeir sem vinna fyrir þennan hóp innflytjenda eru ekki endilega að vinna fyrir alla innflytjendur á Ís- landi. Það er að mínu mati mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu. Þetta er að sjálfsögðu ekki Pól- verjum eða öðrum EES-útlend- ingum að kenna. En samt sem áður þá ber þessi hópur, sem meirihluti útlendinga á Íslandi, ákveðna ábyrgð. Þeir jafnt og aðrir verða að taka tillit til þess að í raun eru tvenns konar innflytjendur á Ís- landi, þeir sem koma frá EES- löndum og þeir sem koma frá öðr- um löndum. Staða og réttindi þess- ara útlendinga hér á landi eru ólík og því geta hagsmunamálin verið það líka. En hvernig eigum við að bregð- ast við á þessum tímamótum? Mig langar til að koma með nokkrar ábendingar sem hægt væri að hafa sem leiðarljós. a) Þegar við fjöllum um innflytj- endamál verður að vera skýrt um hvaða fólk við erum að tala. Inn- flytjendur eru ekki einsleitur hópur og við verðum að vera meðvituð um að aðstæður og hagsmunir ólíkra hópa eru ekki endilega þeir sömu. b) Oft heyrast orð eins og „mál- svari“ innflytjenda, en við þurfum að gefa gaum að því hvort um er að ræða málsvara allra innflytjenda eða aðeins hluta þeirra. c) Það er óhjákvæmilegt að að- greina innflytjendur sem ætla að dveljast hérlendis tímabundið starfs síns vegna og þá sem langar að setjast hér að. Það er mikilvægt að bjóða farandverkafólki á stutt réttindanámskeið, en jafnframt er brýnt að ákveðið aðlögunarkerfi sé í boði fyrir aðra innflytjendur. Mik- ilvægt er t.d. að leiðbeina fólki um ellilífeyrisréttindi sem verður án efa stórmál eftir nokkur ár. Mál- efni aldraðra innflytjenda er mál sem við verðum að byrja að vinna að núna strax. d) Að skoða hagsmuni sérhvers innflytjendahóps er ekki það sama og að skipta innflytjendum í ótengda smáhópa. Inn- flytjendur eiga margt sameiginlegt eins og að þurfa íslenskunám, móðurmálskennslu og aðlögun að íslenska samfélaginu, óháð því hvaðan þeir koma. e) Þegar um rétt- indamál innflytjenda er að ræða, þá þurfum við reyna að leggja megináherslu á þann innflytjendahóp sem hefur minnst réttindi. A.m.k. verðum við alltaf að taka til- lit til þessa hóps. Annars eiga mál- efni innflytjenda á hættu að falla í þá pólitísku gryfju að vera minni- hlutahópur sem skiptist í enn smærri minnihlutahópa sem berjast innbyrðis. f) Við skulum ekki gleyma því að skyndi- leg fjölgun erlendra verkmanna um þessar mundir veldur gríð- arlegu vinnuálagi á þá sem veita útlend- ingum margvíslega þjónustu eins og Út- lendingastofnun, Hag- stofu Íslands og Al- þjóðahús, að ó- glgeymdum grunn- og framhaldsskólum. Við þurfum að skilja að þetta vinnuálag hefur áhrif ekki að- eins á nýkomna innflytjendur held- ur alla þá sem þiggja þjónustu af þessum stofnunum. Ef íslenska rík- ið er búið að ákveða að opna dyr fyrir EES-borgurum, verður ríkið að vera tilbúið til þess að auka við og bæta þjónustuna sem til þarf, svo hægt sé að taka á móti nýjum íbúum til að þeir geti aðlagast sam- félaginu og lagt til þess sem fyrst og best. Ég vona að ofangreind atriði endurspeglist í innflytjendastefnu íslenskra stjórnvalda í náinni fram- tíð. Síbreytileg innflytjendamál Toshiki Toma fjallar um mál- efni innflytjenda » Fólk sem hingaðkemur, til þess að vinna eða búa, og er frá aðildarríkjum EES- samningsins nýtur að mörgu leyti forréttinda. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.