Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Fjallað verður um leikverkiðAmadeus eftir Peter Shaffer í Borgarbókasafninu í Kringlunni í kvöld kl. 20. Hilmir Snær Guðnason, leikari sýningarinnar, leikstjórinn Stefán Baldursson og Þórunn Þor- grímsdóttir, leikmyndahöfundur, ræða um vinnu leikhópsins. Nú er síðasta tækifærið til að hlusta áástarsöngvöku í Minjasafnskirkjunni og næstsíðasta sýningarhelgi brúðkaups- sýningarinnar að renna upp. Í tengslum við sumarsýningu Minjasafns- ins á Akureyri Ef þú giftist – brúðkaups- siðir fyrr og nú, sem vegna góðrar aðsókn- ar stendur til 19. nóvember, munu Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson flytja lög um ástina í Minjasafnskirkjunni í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru bæði gamlir og nýir ást- arsöngvar og ljóð, allt frá aldargömlum rímnalögum til dægurlaga nútímans. Eftir að söngvökunni lýkur gefst áheyrendum tækifæri til að heimsækja safnið sem verð- ur opið frá 21.30–23 þetta kvöld. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir á söngvökuna er 1.000 krónur. Tónlist Café Paris | DJ Lucky spilar Soul Funk og Reggí frá kl. 21.30-01. DOMO Bar | Í kvöld kl. 21. Brot af því besta frá þematónleikum sem B3 Tríó hefur haldið á Múlanum sl. 5 ár með tónlist eftir org- elleikarana Jimmy Smith og Larry Goldings og gítarleikarann Wes Montgomery Félag íslenskra hljómlistarmanna | Tón- leikar til styrktar tónlistarsafninu Melódíur minninganna á Bíldudal í kvöld kl. 20. Fram koma Jón Kr. Ólafsson, Ragnar Bjarnason, Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur og fleiri. Miðaverð 1.500 kr. Salurinn, Kópavogi | III Píanókeppni Ísland- eildar EPTA, forkeppni. Myndlist Aurum | Arna Gná Gunnarsdóttir sýnir verkið „Þrá“ frá 2006 Opið mán-þri. kl. 10- 18 og laug. kl. 11-16. Til 17. nóv. Café Karólína | Hanna Hlíf Bjarnadóttir með sýninguna „Puntustykki“. Sýningin stendur til 1. des. Gallerí Fold | Einar Hákonarson sýnir í Bak- sal til 12. nóvember. Gallerí Stigur | „Vinátta“ myndlistarsýning Elsu Nielsen til 17. nóvember. Opið kl. 13-18 virka daga, kl. 11-16 laugard. Gallerí Sævars Karls | Þráinn málar í bernskustíl. Börn, tákn og tilfinningar. Sýn- ingin stendur til 22. nóvember. Gallery Turpentine | Georg Guðni sýnir ný málverk og kolateikningar til 21. nóv. Gerðuberg | Sýning á mannlífsmyndum Ara í tilefni 220 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Opið virka daga kl. 11-17 og um helgar kl. 13- 16. www.gerduberg.is Gerðuberg | Sýning á afrískum minjagripum sem Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mannfræð- ingur hefur safnað saman. Blanda af göml- um munum og nýstárlegum sem saman mynda heild sem gefur góða mynd af min- jagripaúrvali í Afríku. Opið virka daga kl. 11- 17, um helgar kl. 13-16. www.gerduberg.is Hafnarborg | Baski (Bjarni S. Ketilsson) með sýningu á olíumálverkum og teikn- ingum í neðri sölum til 27. nóv. Baski sýnir verk sem tengjast Kili og sögu Reynistaða- manna sem þar urðu úti 1780. Hafnarborg | 11. nóvember til 30. desember. Ljósmyndarinn Spessi sýnir verk úr vænt- anlegri bók sem mun bera titilinn „Loca- tions“ og kemur út nú fyrir jólin. Sýningin hefur fengið sömu yfirskrift. Myndir af stöð- um sem bera ummerki mannfólksins. Hafnarfjarðarkirkja | Kirkjur, fólk og fjöll, ljósmyndasýning Sigurjóns Péturssonar stendur yfir í Ljósbroti Hafnarfjarðarkirkju. Sýningin er opin virka daga kl. 13-19 og á sunnudögum kl. 10-15. Til 12. nóv. Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 8. janúar. i8 | Klapparstíg 33-35. Katrín Pétursdóttir Young vöruhönnuður sýnir snjóbretti og hjálma. Sýning Katrínar Sigurðardóttur, Stig, stendur yfir. Opið þri-fös kl. 11-17 og laugardaga kl. 13-17. Kaffi Sólon | Unnur Ýrr Helgadóttir með myndlistasýningu til 24. nóv. Karólína Restaurant | Snorri Ásmundsson sýnir óvenjuleg málverk. Á sama tíma opnar Ásmundur bróðir Snorra sýningu á Café Karólínu. Sýning Snorra stendur til 12. jan- úar 2007. Nánari upplýsingar um verk Snorra eru á www.this.is/snorri Kirkjuhvoll Akranesi | Eiríkur Smith sýnir um 30 verk, bæði olíu- og vatnslitamyndir í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega nema mánudaga kl. 14-17. Höggmyndagarð- urinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946- 2000). Opið virka daga nema mánudaga kl. 12-17. Listasafn Íslands | Sýningin Málverkið eftir 1980. Sýningin rekur þróunina í málverkinu frá upphafi níunda áratugs tuttugustu aldar fram til dagsins í dag. Á annað hundrað verk eftir 56 listamenn eru á sýningunni. Sjá nánar á www.listasafn.is. Sýningin stendur til 26. nóv. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Kan- adísk menningarhátíð í Kópavogi - 3 sýn- ingar á nútímalist frumbyggja í Kanada. Kaffistofa og safnbúð. Til 10. desember. Listasafn Reykjanesbæjar | Einkasýning Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar. Sýningin nefnist Sog. Viðfangsefni listamannsins er straumvatn. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Banda- rísk list á þriðja árþúsundinu. Margir af fremstu listamönnum Bandaríkjanna, sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýning- unni. Sýningin hefur farið víða um heim, m.a. til New York og Lundúna. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á nýjum verkum eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Safnið og kaffistofan opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Sjá nán- ar á www.lso.is Listasalur Mosfellsbæjar | Kjarna, Þver- holti 2. Grasakonan Gréta Berg fjallar um tengsl hjúkrunar, geðræktar og lista og stendur til 11. nóv. Boðið er upp á slökun á laugard. Opið virka daga kl. 12-19 og laug- ard. 12-15 í Bókasafni Mosfellsbæjar. Lóuhreiður | Sýning Árna Björns verður framlengd um óákveðinn tíma. Árni sýnir ol- íumálverk 70x100. Opið kl. 9-17 alla daga nema laugardaga er opið kl. 12-16. www.arnibjorn.com Næsti Bar | Undir meðvitund, sýning Bjarna Helgasonar, þar sýnir hann tíu akrýlmálverk ásamt skissum og útprenti. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Næsta bars og stendur til 11. nóvember. Skaftfell | Sýning vegna Listmunauppboðs. 42 verk eftir 36 listamenn. Sjá www.skaft- fell.is VeggVerk | Verkið Heima er bezt er blanda af málverki og pólitísku innleggi í anda hefð- bundins veggjakrots. Sem málverk tak- markast verkið af eðli Gallerísins VeggVerk. Þannig á þetta verk, og þau sem á eftir munu koma, styttri líftíma en hefðbundin málverk, því listamennirnir munu allir nota sama rýmið. Til 25. nóv. Þjóðminjasafn Íslands | Greiningarsýning á ljósmyndum sem varðveittar eru í Mynda- safni Þjóðminjasafnsins og ekki hefur tekist að bera kennsl á. Sýndar eru myndir af óþekktum stöðum, húsum og fólki og gestir beðnir um að þekkja myndefnið og gefa upplýsingar um það. Söfn Árbæjarsafn | Leiðsögn á ensku mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13. Tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Nú stendur yfir sýning á skjölum úr einkaskjalasafni Hjörleifs Hjörleifssonar. Skjölin sem tengj- ast öll fjölskyldu Hjörleifs eru flest frá um 1900 og eru mörg þeirra glæsileg að útliti. Opið kl. 10-16 virka daga. Í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Hallgríms- kirkju er sýning í forkirkjunni um tilurð og sögu kirkjunnar sem Borgarskjalasafn hefur sett saman með sóknarnefnd og Listvina- félagi Hallgrímskirkju. Til. 30. nóv. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú- inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk- aðist í kringum aldamótin 1900. Veitingar í Gamla Presthúsinu. Opið eftir samkomulagi. 500 kr. inn, frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn - Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10-17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og gönguleið- ir í nágrenninu. www.gljufrasteinn.is Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykjavík 2001. Fróðleik er miðlað með margmiðl- unartækni. Opið alla daga kl. 10-17. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Sýning til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili - 150 ára minning. Jónas var prestur, rithöfundur, þýðandi og fræðimað- ur. Sýningin spannar æviferil Jónasar í máli og myndum. Sjá nánar á heimasíðu safnsins www.landsbokasafn.is Minjasafnið á Akureyri | Ef þú giftist - sýn- ingartími lengdur. Trúlofunar- og brúð- kaupssiðir fyrr og nú. Unnið í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Opið laugard. og sunnud. til 19. nóv. kl. 14-16. Aðrar sýningar: Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri- bærinn við Pollinn. Minjasafnið á Akureyri | Ástarsöngvaka í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru bæði gamlir og nýir ástarsöngvar og ljóð allt frá ald- argömlum rímnalögum til dægurlaga nú- tímans. Flytjendur: Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson. Safnið er opið kl. 21.30-23. Aðgangseyrir 1000 krónur. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns | Í húsnæði Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1 hefur verið sett upp ný yfirlitssýning á ís- lenskum gjaldmiðli og öðru efni í eigu safns- ins. Þar er einnig kynningarefni á margmiðl- unarformi um hlutverk og starfsemi Seðlabanka Íslands. Gengið inn um aðaldyr bankans frá Arnarhóli. Aðgangur ókeypis. Opið mán.-föst. kl. 13.30-15.30. Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 12- 17. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum leik- myndir sem segja söguna frá landnámi til 1550. www.sagamuseum.is Tækniminjasafnið | Síminn 100 ára, nýjar lifandi sýningar. Innreið nútímans og upphaf símasambands við útlönd. Vjelasmiðja Jó- hanns Hanssonar - Málmsteyperíið, Kap- alhúsið og húsin á Wathnestorfunni. Opið virka daga kl. 13-16 www.tekmus.is Veiðisafnið - Stokkseyri | Skotveiðisafn - Íslensk og erlend skotvopn ásamt upp- stoppuðum veiðidýrum og veiðitengdum munum. Sjá nánar á www.hunting.is Opið um helgar í nóvember kl. 11-18. S. 483-1558 fyrir bókanir utan sýningartíma. Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning á bókum Berlínarforlagsins Mariannenpresse stend- ur yfir. Hver bók er listaverk unnið í sam- vinnu rithöfundar og myndlistarmanns. Aðrar sýningar eru Handritin, Íslensk tísku- hönnun og Fyrirheitna landið. Veitingastofa með hádegisverðar- og kaffimatseðli er í húsinu, einnig safnbúð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal eru til sýnis útsaumuð handverk listfengra kvenna frá ýmsum tímum. Sýningin byggir á rann- sóknum Elsu E. Guðjónsson textíl- og bún- ingafræðings. Myndefni útsaumsins er m.a. sótt í Biblíuna og kynjadýraveröld fyrri alda. Leiklist Kringlusafn | Í kvöld kl. 20 verður fjallað um leikverkið Amadeus eftir Peter Shaffer í Borgarbókasafninu í Kringlunni. Hilmir Snær Guðnason leikari sýningarinnar, leik- stjórinn Stefán Baldursson og Þórunn Þor- grímsdóttir leikmyndahöfundur ræða um vinnu leikhópsins. Verið velkomin. Reiðhöll Gusts | Hvað er Þjóðarsálin? Er hún hjartnæm fjölskyldusápa? Er hún dramatísk og kraftmikil hestasýning? Er hún hárbeitt ádeila? Er hún sterkar konur í fyrsta klassa? Eða hraustir menn með stinna rassa? Þjóðarsálin er allt þetta og svo miklu meira. Miðasölusími: 694-8900 midasala@einleikhusid.is Dans Café Cultura | Salsakvöld með Carlosi Sanchez, salsakennara, á morgun, laug- ardag. Frí danskennsla í salsa kl. 10.30-11.30. Upplýsingar á www.salsa.is Skemmtanir Garðheimar | „Kósý“ konukvöld í kvöld kl. 19-22. Aðventuskreytingar, jólakortagerð, tískusýningar o.fl., prufukeyrsla á nýjum Colt, Icelandair býður 2 konum í kvenna- ferð, lukkupottar, léttar veitingar . Málaskólinn LINGVA | TAL-hópar í ítölsku, spænsku og ensku hefjast í nóvember. Uppl. á www.lingva.is, s. 561-0315. Courses in Ice- landic for foreigners start again in nov- ember. Price kr. 12.500. tel: 561-0306, www.lingva.is. Uppákomur Bókasafn Kópavogs | Hamraborg 6a. Í dag kl. 17.15 verða kynntar nýjar bækur. Sigrún Davíðsdóttir les úr Feimnismálum og Stefán Máni les úr Skipinu. Í Bókabúðinni Hamra- borg er 30% afsl. af bókunum til laug- ardags. Heitt á könnunni frá Kaffibúðinni Hamraborg. Aðgangur ókeypis. Skriðuklaustur | Kvöldvaka og útgáfuhóf í tilefni útgáfu Gunnarsstofnunar á úrvali austfirskra draugasagna. Lesnar sögur og sungin þjóðlög. Djöflatertur og draugakökur í Klausturkaffi. Dagskráin hefst kl. 20.30. Fyrirlestrar og fundir Fossvogskirkja | Gunnhildur Heiða Axels- dóttir flytur fyrirlestur um makamissi á vegum Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, kl. 20-22, í kvöld. Landakot | Í dag kl. 15 verður haldinn fræðslufundur á vegum Rannsóknastofu í öldrunarfræðum RHLÖ í kennslusalnum á 7. h. á Landakoti. Helga Ragnarsdóttir, fé- lagsráðgjafi, mun fjalla um öldrunarinnsæi. Sent verður út með fjarfundabúnaði. Nordica hotel | Háskólinn í Reykjavík stend- ur fyrir ráðstefnunni Þitt tækifæri-allra hag- ur í samstarfi við KOM almannatengsl 15. nóv. kl. 13-17. Fjallað um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Skráningar fara fram á vefsíðunni www.internetid.is/csr/ Frístundir og námskeið Mímir símenntun ehf | Hefur þú áhuga á að læra arabísku? Byrjendanámskeið hefst 22. nóvember. Kennt verður í 6 skipti á mánu- dögum og miðvikudögum frá kl. 20-22.15 í Gamla Stýrimannaskólanum. Kennari er Jó- hanna Kristjónsdóttir. Nánari upplýsingar hjá Mími í síma 580-1800. staðurstund Leiklist Fjallað um leik- verkið Amadeus Söfn Ástarsöngvaka í Minjasafnskirkjunni Borat kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 12 ára Fearless kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 16 ára Mýrin kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára Mýrin LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára The Devil Wears Prada kl. 8 og 10.20 Draugahúsið m.ísl.tali kl. 4 og 6 B.i. 7 ára Grettir 2 m.ísl.tali kl. 3.50 Borat kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára Mýrin kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára eeeee V.J.V. - Topp5.is Eruð þið tilbúin fyrir eina fyndnustu mynd allra tíma? eeeee „Eitt orð: Frábær“ -Heat eeee Empire Frá framleiðendum Crouching Tiger, Hidden Dragon kemur síðasta bardagamynd súperstjörnunnar Jet Li. „...epískt meistaraverk!“ - Salon.com „Tveir þumlar upp!“ - Ebert & Roeper T.V. - Kvikmyndir.com ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! HÚSIÐ ER Á LÍFI OG ÞAU ÞURFA AÐ BJARGA HVERFINU Tvöfalt fyndnari tvöfalt betri Sími - 564 0000Sími - 462 3500 eeeee EMPIRE eeeee THE MIRROR eeee S.V. Mbl. eee LIB, Topp5.is eee S.V. Mbl. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.