Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 37
AÐ MISSA ástvin,
hvort sem það gerist
skyndilega eða á sér
einhvern aðdraganda,
er alltaf mikið áfall.
Þetta á sérstaklega við
þegar um fráfall maka
er að ræða. Að missa
maka sinn er eitt af
mestu áföllum lífsins.
Umbreytingin frá
eiginkonu í ekkju, frá
eiginmanni til ekkils er sársaukafull.
Það kostar gífurleg átök að reyna að
átta sig á þessu nýja hlutverki og að
þurfa allt í einu að segja ég í staðinn
fyrir við getur verið ótrúlega erfitt.
Mig langar í þessari stuttu grein
að fjalla um nokkur almenn atriði
sem ef til vill geta gert gönguna sem
framundan er, eða sem jafnvel þegar
er hafin, ögn auðveldari.
Eitt af því mikilvægasta sem þú
gerir eftir að þú hefur misst maka
þinn er að þú gefir þér leyfi til að
syrgja. Bæði konur og karlar verða
að gefa sér leyfi til að syrgja. Að
fresta því að takast á við tilfinningar
sínar með því að fylla stundaskrána
frá morgni til kvölds kann ekki góðri
lukku að stýra. Það mun aðeins
seinka og jafnvel auka sorgarvinn-
una. Að neita sér um að syrgja getur
ef til vill hjálpað til við að loka sárs-
aukann úti tímabundið en þjáningin
er enn til staðar og hún býr innra
með þér þar til þú viðurkennir hana
og reynir að takast á við hana.
Sorginni er ef til vill best lýst sem
samsafni af tilfinningum. Viðbrögðin
við dauða ástvinar þíns ná yfir ótrú-
lega tilfinningaskala, áfall, doði,
reiði, sársauki og þrá, þetta er að-
eins brotabrot af þeim tilfinningum
sem hellast yfir við ástvinamissi.
Þær geta jafnvel komið allar í einu,
þetta er nánast eins og að vera í
rússíbana, tilfinningalegum rússí-
bana.
Sorgin og sorgarviðbrögðin fara
ekki eftir ákveðnum leiðum, ekkert
frekar en lífið sjálft. Sorgin er eðli-
leg tilfinning en um leið persónuleg,
enginn syrgir á sama hátt þó við eig-
um margt sameiginlegt.
Ein af goðsögnunum um sorgina
er sú að skyndilega sé hún bara far-
in, þú þurfir í raun lítið annað að
gera en að bíða, þá hætti sársaukinn
smátt og smátt. Þetta er ekki svona
auðvelt því sorgarvinnsla krefst
bæði vinnu og tíma og getur tekið
ótrúlega á bæði andlega og lík-
amlega. Því er mikilvægt að hugsa
vel um heilsuna, reyna að borða þó
allur matur sé bragðlaus, reyna að
fara út að ganga þó það sé ekki nema
út á næsta horn og reyna að sofa þó
það virðist lífsins ómögulegt.
Þegar versta áfallið er yfirstaðið
þá getur eftirlifandi maki fengið það
á tilfinninguna að hún/hann sé að
missa tökin á lífinu og ekkert sé
framundan nema sorg og sút. En
mannneskjan er undarlegt fyrirbæri
og smátt og smátt fer að rofa til og
það er mikilvægt að hafa í huga að
innra með okkur býr vonin um að
hafa þetta af.
Þrátt fyrir alla sorgina og sökn-
uðinn þá er dagurinn í dag sá raun-
veruleiki sem blasir við. Minningar
um maka okkar eru mjög mik-
ilvægar en við megum ekki nota þær
sem skjólgarð fyrir nýjum vindum
sem blása um líf okkar. En við eig-
um að taka okkur þann tíma sem við
þurfum, við erum þau sem vitum
hvenær við erum tilbúin til að takast
á við lífið á nýjan leik.
Þriðji fyrirlestur
Nýrrar dögunar, sam-
taka um sorg og sorg-
arviðbrögð, á þessu
starfsári, verður hald-
inn í Fossvogskirkju
fimmtudaginn 9. nóv-
ember kl. 20. Þar mun
Gunnhildur Heiða Ax-
elsdóttir fjalla um
makamissi út frá eigin
reynslu. Fyrirlesturinn
er öllum opinn og þó
erfitt sé að hafa sig af
stað þá fullyrði ég það,
að betra er af stað farið
en heima setið. Það er svo gott að
hitta fólk sem orðið hefur fyrir svip-
aðri reynslu og þú og sjá og heyra að
lífið er þess virði að lifa því þrátt fyr-
ir allt.
Að segja ég í staðinn fyrir við
Elína Hrund Krist-
jánsdóttir fjallar
um ástvinamissi og
sorgarviðbrögð
» Þrátt fyrir alla sorg-ina og söknuðinn þá
er dagurinn í dag sá
raunveruleiki sem blasir
við.
Elína Hrund
Kristjánsdóttir
Höfundur er guðfræðingur og situr í
stjórn Nýrrar dögunar, samtaka um
sorg og sorgarviðbrögð.
Fréttir á SMS