Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 17
ERLENT
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
MINNST tuttugu og þrír Palestínu-
menn týndu lífi og á fimmta tug
særðist í aðgerðum Ísraelsher á Gaza
í gær. Mahmoud Abbas, forseti Pal-
estínumanna, hefur lýst yfir þriggja
daga þjóðarsorg vegna árásanna, en
hann hefur jafnframt sakað Ísr-
aelsstjórn um að fyrirgera friðarvið-
ræðum með aðgerðunum.
Flestir, eða átján, féllu í skothríð
ísraelskra skriðdreka í bænum Beit
Hanoun á norðurhluta Gaza. Talið er
að yfir fjörutíu manns hafi særst í
skothríðinni, sem talsmenn Evrópu-
sambandsins og Alvaro de Soto, sér-
stakur erindreki Sameinuðu þjóð-
anna í Miðausturlöndum, fordæmdu.
Í yfirlýsingu vegna árásarinnar
sagði de Soto að sér „blöskraði“ að-
gerðir hersins, sem hefðu beinst
gegn íbúðarhúsum og leitt til dauða
„fjölda óbreyttra borgara, þar með
talið margra kvenna og barna“.
„Við fjarlægðum aflimuð lík úr
húsunum. Við sáum fætur, hendur og
hluta úr höfðum fest við veggina,“
sagði Palestínumaðurinn Rahwi
Hamad, sem var á vettvangi í gær.
Ellefu hinna látnu komu úr sömu
fjölskyldunni en að sögn AFP-frétta-
stofunnar urðu fimm samstæð íbúða-
hús fyrir sprengjuregninu.
Tugir Palestínumanna fallið
Ismail Haniya, forsætisráðherra
Palestínumanna, krafðist neyðar-
fundar öryggisráðs SÞ, til að binda
enda á „fjöldamorð“ Ísraelshers á
Gaza og Vesturbakkanum.
Tugir Palestínumanna hafa látið
lífið í aðgerðum Ísraelshers síðustu
viku og hækkaði tala látinna frekar í
gær þegar fimm féllu í áhlaupi hers-
ins á Vesturbakkanum, þar af fjórir
meintir vígamenn. Þá lést einn Pal-
estínumaður í árás hersins á flótta-
mannabúðir í Jabaliya.
Úr herbúðum Fatah og Hamas,
helstu fylkinga Palestínumanna, ber-
ast nú áskoranir til fylgismanna
þeirra um að fremja sjálfsmorðsárás-
ir í Ísrael í hefndarskyni. Að auki
skýrði blaðið Jerusalem Post frá því,
að Hamas hefði hvatt til árása gegn
bandarískum skotmörkum.
Ghazi Hamad, talsmaður Hamas,
sagði hins vegar í viðtali við blaðið að
slíkar árásir væru ekki fyrirhugaðar,
en hann hafði áður lýst yfir í samtali
við AP-fréttastofuna, að Ísraelsríki
ætti sér ekki lengur tilverurétt.
Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísr-
aels, sagðist í gær harma „harmleik-
inn“, á sama tíma og Amir Peretz
varnarmálaráðherra fyrirskipaði taf-
arlausa rannsókn á málinu.
„Ísraelsher gerir allt sem í hans
valdi stendur til að koma í veg fyrir
að óbreyttir borgarar verði fyrir
árásum í aðgerðum sínum, en því
miður verða stundum hörmuleg slys.
Við biðjumst afsökunar,“ sagði Livni
utanríkisráðherra í gær.
Hátt í þúsund særst í árásum
Ekki er þó útlit fyrir að aðgerðum
Ísraelshers á Gaza linni í bráð. Þann-
ig sagði hátt settur aðili í hernum í
gær í samtali við AFP-fréttastofuna,
að þær myndu halda áfram til að
stuðla m.a. að lausn hermannsins Gil-
ad Shalit sem var rænt í sumar.
Sú aðgerð kallaði á hörð viðbrögð
Ísraelshers en í nýrri skýrslu lækna-
samtaka sem láta sig mannréttindi
varða, PHR, kemur fram, að 247 hafi
fallið í árásum á Gaza frá því í júní,
þar af 57 börn af alls 155 óbreyttum
borgurum. Þá hafi 996 særst.
Blóðbað í Beit Hanoun
Reuters
Harmur Palestínskur drengur er
færður á sjúkrahús á Gaza í gær.
Erindreki SÞ í Miðausturlöndum fordæmir aðgerðir Ísraelshers á Gaza-svæðinu London. AFP. | Hringurinn umhverfis
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, vegna lánamálsins þrengdist í
gær, þegar líklegur arftaki hans,
Gordon Brown fjármálaráðherra,
var beðinn að svara skriflega ásök-
unum um að Verkamannaflokkurinn
hefði boðið auðmönnum upp á sæti í
lávarðadeildinni gegn „lánum“ sem
voru dulbúin kosningaframlög.
Á sama tíma skýrðu breskir fjöl-
miðlar frá því, að Alan Milburn, sem
gegnt hefur starfi yfirmanns kosn-
ingamála hjá flokknum, hefði þegar
verið yfirheyrður vegna málsins.
Rannsóknin nær einnig til Íhalds-
flokksins og Frjálslynda demókrata-
flokksins, helstu stjórnarandstöðu-
flokka Bretlands, en athyglin hefur
fyrst og fremst beinst að stjórn
Blairs, sem dagblaðið Daily Tele-
graph fullyrðir að verði yfirheyrður
innan nokkurra vikna.
Lord Peter Goldsmith, ríkissak-
sóknari, hefur ítrekað að hann muni
taka þátt í ákvörðun um að leggja
fram ákærur í málinu komi til þess.
Andstæðingar stjórnarinnar segja
þetta óeðlilegt, í ljósi þess að Gold-
smith er sagður nátengdur Blair.
Brown
yfirheyrður
Colombo. AFP. | Að minnsta kosti 65
óbreyttir borgarar létu lífið og um
300 særðust, þegar stjórnarherinn á
Sri Lanka lét sprengjum rigna yfir
flóttamannabúðir í austurhluta
landsins, að því er uppreisnarmenn
úr röðum Tamíl-Tígranna og hjálp-
arstarfsmenn fullyrða.
Tala látinna er þó á reiki og hefur
breska ríkisútvarpið, BBC, það eftir
heimildarmanni úr röðum Tígranna
að minnst 45 hafi fallið og 125 særst.
Búðirnar eru í Batticaloa-héraði,
þar sem geisað hafa hörð átök á milli
hersins og Tígranna að undanförnu.
Talsmenn hersins brugðust hart
við ásökunum Tígranna. „Þetta er
það sem Tígrarnir vildu, að valda
saklausum tamílum skaða með því að
ögra hernum til að svara tilviljana-
kenndum […] sprengjuárásum Tígr-
anna,“ sagði í yfirlýsingu varnar-
málaráðuneytisins.
Segja tímasetninguna vel valda
Tígrarnir svöruðu stjórninni af
hörku og sögðu hana hafa tímasett
árásina með hliðsjón af þingkosning-
unum í Bandaríkjunum og dómnum
yfir Saddam Hussein, til að tryggja
að athygli umheimsins beindist ekki
að átökunum á Sri Lanka.
Árásin í gær var sú mannskæð-
asta þegar um er að ræða óbreytta
borgara úr röðum tamíla allt frá því
að vopnahléið komst á árið 2002, ef
undan er skilin loftárásin í bænum
Mullaitivu í ágúst sl., þegar Tígrarn-
ir sökuðu stjórnarherinn um að hafa
myrt tugi ungmenna.
Herinn á Sri Lanka fellir
tugi óbreyttra borgara
Málstofa
um lagalegan grundvöll hvalveiða
Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101,
föstudaginn 10. nóvember 2006 kl. 12.15-14.00
Dagskrá:
12.15 Inngangur: Tómas H. Heiðar,
þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu,
forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands.
12.30 Fyrirlestur: Stefán Ásmundsson,
skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu,
aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu.
13.00 Fyrirlestur: Richard Caddell,
lagaprófessor við Háskólann í Wales, Bangor.
13.30 Fyrirspurnir og umræður.
14.00 Slit.
Lagadeild
Allir velkomnir