Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÆL Ingibjörg. Mig langar að spyrja þig að einu, en ekki formálalaust: Í ársbyrjun 2004 voru þingflokksformanni Sam- fylkingarinnar afhent svohljóðandi tilmæli frá vel á 3. þúsund kjósendum: „Við mælumst til þess að lög um eft- irlaun forseta Íslands, ráðherra, alþing- ismanna og hæstarétt- ardómara frá 15. des- ember 2003, verði endurskoðuð. Við end- urskoðun laganna verði haft að leiðarljósi að almenningur og kjörnir fulltrúar al- mennings búi í grundvallaratriðum við sömu eftirlaunaréttindi. Forrétt- indi ganga gegn réttlætis- og lýð- ræðishugmyndum þorra lands- manna, sérstaklega forréttindi kjörinna fulltrúa. Þeir sem kjörnir eru til að setja lögin mega hvorki búa sjálfum sér almenn réttindi um- fram þau sem umbjóðendur þeirra njóta né afmarka almenningi grund- vallarréttindi sem þeir sjálfir vilja ekki una við og telja ófullnægjandi.“ Samráð löggjafarvalds og framkvæmdavalds Svo sem þér er kunnugt var for- saga málsins sú að formenn stjórn- arandstöðuflokkanna, alþingismenn- irnir Guðjón Arnar Kristjánsson, Össur Skarphéðinsson og Stein- grímur J. Sigfússon, ráðgerðu heim- ullega frumvarp um eftirlaun. Það gerðu þingmennirnir í samráði við handhafa framkvæmdavaldsins, þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgríms- son. Málið snerist sem sagt um eft- irlaun handhafa þriggja þátta rík- isvaldsins utan eitt höfuðatriði, sem kvað á um 50% álag á þingfararkaup þeirra formanna stjórnmálaflokka á Alþingi sem ekki væru ráðherrar. Ég læt þér eftir að finna út hverjir það myndu vera. Leyndin yfir frumvarpinu var slík að þingflokkur Samfylkingarinnar fékk ekki að líta það augum fyrr en 40 mínútum áður en það var lagt fram. Svo fór að stjórnarand- stöðuþingmennirnir sem fluttu frumvarpið hrukku frá stuðningi við það er þeir áttuðu sig á efni þess og lítilli hrifningu þess kvartsára al- mennings á Íslandi sem stundum vill upp á dekk. Utan einn þingmað- ur, Guðmundur Árni Stefánsson, þá bráðum tilvonandi sendiherra í Svíþjóð. Hann hvikaði ekki. Enda var ein réttlæt- ing forréttindanna sú að með þeim væri kom- ið í veg fyrir að fyrr- verandi alþingismenn sæktu í opinber emb- ætti og sættu svo ámæli fyrir að njóta forgangs vegna stjórn- málastarfa sinna. Höf- undar frumvarpsins höfðu fleira göfugt í huga. Til dæmis þá „lýðræðislegu nauðsyn“ að geta vik- ið til hliðar fyrir ungu efnisfólki, „án þess að hætta fjárhagslegri afkomu sinni“, eins og segir í greinargerð. Frumvarpsmenn voru þannig reiðu- búnir að brjóta sig í mola fyrir lýð- ræðið og létta undir með kjósendum við val á fólki til setu á Alþingi. Oft er haft á orði að glæpir borgi sig ekki. Miklu sjaldnar er minnst á góðverkin og það sem af þeim getur hlotist. Þetta gustukaverk stjórn- málaforingjanna borgaði sig marg- faldlega. Hver þeirra um sig hafði upp úr því jafnvirði tuga milljóna. Nú ert þú sjálf farin að hafa hag af þessu, Ingibjörg. Meðan á skammvinnri afgreiðslu eftirlaunafrumvarpsins stóð fórst þú niður í Alþingishús. Flestir ætla að erindi þitt hafi verið að benda fé- lögum þínum í Samfylkingunni á það hve mikil svívirða frumvarpið væri. Því trúi ég. Einn þingmaður stakk upp á því við mig löngu síðar að erindi þitt hefði verið að kanna hvort ekki væri eitthvað bitastætt í frumvarpinu fyrir varaformenn flokkanna einnig. Því trúi ég ekki. Samt er ég órólegur yfir stöðu máls- ins. Þingflokksformaður Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson, hefur lýst því yfir að engin lýtaaðgerð á eftirlaunalögunum komi til greina. Þau eigi einfaldlega að afnema. Fleiri þingmenn VG eru sama sinn- is. Gallinn er sá að þingflokkurinn þorir ekki að taka afstöðu í málinu. Háir þeim foringjahollustan. Meðan svo er verður að skoða afstöðu ein- stakra þingmanna og þingflokks VG sem yfirhylmingu. Staðan innan þíns eigin þingflokks er ekki síður ræfilsleg. Ég hef nefnt við nokkra þingmenn Samfylkingarinnar að rétt væri að þrífa upp eftir sig í þessu máli. Enginn þeirra mótmælir því, en öllum er tregt tungu að hræra. Sumir koma ekki upp einu orði. Villandi Nú boða tveir þingmenn Samfylk- ingar frumvarp um endurskoðun á eftirlaunalögunum. Yfirlýstur til- gangur frumvarpsins er að lagfæra handvömm sem varð í flýtinum í desember 2003. Sem sagt þá að fyrr- verandi þingmenn og ráðherrar geti þegið full eftirlaun samtímis því að vera í launuðu starfi. Í raun er boð- að frumvarp aðeins lýtaaðgerð á eft- irlaunaófreskjunni. Ekki lagabót heldur til þess fallið vísvitandi eða ekki að slá ryki í augu fólks. Láta líta svo út sem eftirlaunahneykslið hafi verið afnumið og festa um leið forréttindin í sessi. Andstaðan við eftirlaunafrumvarpið byggðist ekki á því sem boðuðu frumvarpi er ætl- að að flikka upp á. Fjölmiðlar af- hjúpuðu þann galla löngu eftir að forréttindalögin voru samþykkt. Óréttlætið og forréttindin yrðu jöfn sem áður. Því spyr ég þig, Ingibjörg: Munt þú beita þér fyrir því að þingflokkur Samfylkingarinnar samþykki þessa plastaðgerð á eftirlaunalögunum eða ertu reiðubúin að taka höndum sam- an við réttsýnt fólk í öðrum flokkum og í eigin röðum og afnema eft- irlaunaósómann undanbragðalaust? Misskiptingin og forrétt- indahyggjan í íslensku samfélagi er orðin viðbjóðsleg. Opið bréf til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur Hjörtur Hjartarson skrifar opið bréf til formanns Samfylking- arinnar »Munt þú beita þérfyrir því að þing- flokkur Samfylking- arinnar samþykki þessa plastaðgerð á eftir- launalögunum …? Hjörtur Hjartarson Höfundur er kynningarstjóri. UNDANFARIÐ hafa háir og lágir fussað og sveiað af vandlæt- ingu vegna þjálfunaratriðis leik- listarnema. Kastljós Sjónvarpsins hafði svo mikið við að það tók málið til umfjöll- unar. Umrætt þjálfunar- atriði var að leiklist- arnemi lá nakinn á gólfi, aðrir tveir nem- ar klæddir sloppum klipptu brúska úr höf- uð- og skapahárum hans og pissuðu svo yfir hann. Færni án fórna Góður leikari verður að hafa færni til að túlka fyrir áhorf- endum hugsun, tilfinningu, siðferði og hegðun ólíkra persóna. Oft eru þær persónur skapaðar til að sýna sjúklega brenglun og afhjúpa ýms- ar mannlegar hneigðir, sem vekja fyrirlitningu venjulegs fólks. Þegar leikara tekst að túlka þannig persónu á svo trúverðugan og nakinn hátt að áhorfendur skynja stundina eins og um raun- veruleika væri að ræða er haft á orði að leikarinn lifi sig inn í hlut- verkið. Sé það rétt þá vofir yfir leikaranum sú hætta að hlutverkið lifi áfram, að hann taki það með sér heim og verði þar að einhverju leyti sú persóna, sem hann lék. Atvinnuleikari verð- ur því að læra að gefa sannar tilfinningar í viðbjóðslegt hlutverk án þess að lifa sig inn í það og fórna þannig af sjálfsvirðingu sinni og daglegri hegðun. Ögrandi þjálfun Það hlýtur því að vera grundvall- arþáttur í þjálfun at- vinnuleikara að hann læri að halda eigin sjálfi aðskildu frá ósvikinni túlkun sinni á viðbjóðs- legri persónu. Áhrifarík aðferð við þá þjálfun eru gjörningar, sem storka og mana leikarann til að ofbjóða eigin kenndum, viðhorfum, hömlum og hugrekki. Þannig þjálfar hann til- finningaþrek og andlegt atgervi til að halda frá sér áhrifum ógeðsins, sem hann þarf að túlka. Ég held að umrætt klipp- og pissatriði hafi einmitt verið þannig gjörningur. Það sem er þó mest um vert við klipp- og pissgjörninginn er, að þar var fullorðið fólk af fúsum og frjálsum vilja í frjálsum skóla að fremja gjörning, sem það samdi sjálft. Ef fullorðið fólk með frjálsan vilja verður sammála um að það skili árangri í listþjálfun þess að láta pissa yfir sig eða pissa á aðra, klippa skapahár eða teyma ein- hvern á tippinu, þá er það smekksatriði, sem því einu kemur við. Ég vil því biðja almenning og fjölmiðla að sýna umburðarlyndi og líta á umræddan gjörning leik- listarnemanna sem sjálfvalinn frjálsan þátt í þjálfun þeirra til að ná tökum á sjálfum sér og list sinni. Pissað í þágu listarinnar Birgir Dýrfjörð fjallar um þjálf- unaratriði leiklistarnema » ...þar var fullorðiðfólk af fúsum og frjálsum vilja í frjálsum skóla að fremja gjörn- ing, sem það samdi sjálft. Birgir Dýrfjörð Höfundur er rafvirki. SJÁLFSTÆÐISFLOKK- URINN vann sigur í bæjarstjórn- arkosningunum í vor. Það er vissulega staðreynd, en var þessi sigur í reynd stór? Á kjörskrá voru 6.811, en 5.087 neyttu atkvæð- isréttar síns. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 3.049 atkvæði eða 62,4%. Það er glæsi- leg tala, en um leið vekur það athygli, að 1.724 greiddu ekki atkvæði eða alls um 26% . Þessi lélega kosningarþátttaka er athyglisverð ef ekki beint áhyggjuefni. Hver er ástæðan? Stendur fólki á sama um stjórn og aðgerð- ir bæjaryfirvalda? Margt bendir til, að bæjarstjórn sjálf- stæðismanna geri ráð fyrir slíku. Einstefna og skammsýni þeirra í ýmsum málum virð- ist unnin í skjóli hins almenna afskiptaleys- is og því engin ástæða talin til þess að taka tillit til af- stöðu almennings. Kröftug og gagn- rýnin umræða hefur lítt farið fram um málefni bæjarins og því hefur fá- mennur forystuhópur farið sínu fram áhyggjulítið. Áhugaleysi er ávallt varasamt og elur af sér værukærð einkum þeirra, sem lengi hafa staðið við stýrið. Slík- um hættir til að dotta og beina fari af leið. Bærinn okkar verður betri og stjórnendur betur á verði, ef bæjarbúar eru vel að sér um bæjarmálin og frjó og fjörug umræða á sér stað meðal íbú- anna. Mörg mál í biðstöðu – Loforð í burðarliðnum Að baki er nú kynning og um- ræða sú, sem fór fram í sambandi við kosningarnar í vor. Kosninga- loforðin eru í burðaliðnum og bíða fæðingar eða framkvæmda. Hvað verður nú úr öllu því sem í vor var ákveðið að gera í þágu bæj- arbúa? Ég mun leitast við að koma því til leiðar, að sem flestir fylgist sem best með hverju máli og mun styðja heilum huga það sem til heilla horfir en vara sterklega við því, sem með rökum má gagnrýna. Í þessari grein vík ég að tveim málefnum. Í fyrsta lagi uppbyggingu í Hraunsholti og aðkomu að hverfinu og hins vegar hugmyndum Klasa um nýtt skipulag miðbæjarins. Hraunsholt – Varist það slys Ég á sæti í skipulagsnefnd. Ný- lega voru þar lagðar fram hug- myndir um nýja uppbyggingu í Hraunsholti og tengingu vegar við hverfið, sem á að liggja í gegnum túnið sunnan íþrótta- svæðisins, framhjá íþrótta- miðstöðinni við Ásgarð og síðan milli Garðaskóla og Bitabæjar og út á Vífilsstaðaveg. Ég varð klumsa og trúði vart mínum eigin augum. Hugmyndin er algjör firra og þar eru margir mér sam- mála. Lesandi minn. Nem aðeins staðar og líttu nánar á þetta. Bærinn stækkar stöðugt. Íbúa- fjöldinn gæti farið í fimmtán þús- und manns eftir örfá ár. Það er því brýnt að hvers konar þjón- usta sé aukin. Sundlaugin er of lítil. Fimleikahús vantar, en hug- mynd er um að byggja það á bíla- stæðinu ásamt tengibyggingu vestan íþróttahússins. Margir telja eðlilegt að knatthús verði á svæðinu og einnig frjáls- íþróttavöllur á túninu neðan við Hraunsholtið og margir hafa látið sig dreyma um almenningsgarð við hraunjaðarinn og upp með læknum. Verði hin nýja hugmynd meiri- hlutans að veruleika, mun mögu- leiki á stækkun og fjölgun íþróttamann- virkja þarna samtímis úr sögunni. Umferðaröngþveiti Í vor lagði bæj- arstjóri mikla áherslu á umferðaröryggi í bænum. Það var mjög vel og flestir honum sammála. Það skýtur því skökku við, að lagt er til að byggja umferðarmannvirki, sem leggja á í gegn- um helstu íþrótta- og skólasvæði bæjarins. Starfsmaður bæj- arins skýrði frá því á fundi skipulags- nefndar að umferð í gegnum svæðið vegna eldri og nýrri byggð- ar Hraunsholtshverfis væri 1.100–1.200 bílar á dag. Takið eftir, þetta er viðbót við ört vaxandi bílaumferð nú þegar á þessu svæði. Samtímis á að loka umferð inn á Hafn- arfjarðarveg við Lækjarás og Lyngás, m.a. vegna uppbyggingar á þeirri lóð þar sem Frigg stóð. Þar eiga að rísa blokkir með 130 íbúðum. Þetta eykur álag um vegakerfi Ásanna um 700 bíla á dag. Hugmyndir Klasa áhugaverð- ar Þessar hugmyndir eru spenn- andi. Þær hafa tekið miklum breytingum sem horfa um margt til bóta. Þessar hugmyndir gera ráð fyrir byggingu stórmarkaðar norðan Vífilsstaðvegar, gegnt Garðaskóla, auk íbúða og á núver- andi miðbæjarsvæði á einnig að koma fyrir ýmiss konar þjónustu, hönnunarsafni og 100 íbúðum. Lítum nú á Vífilsstaðveginn Þar er umferð þegar þung og seinfarin á álagstímum. Sam- kvæmt hinum nýju skipulags- hugmyndum meirihlutans er allri umferð frá væntanlegri Hrauns- holtsáætlun og einnig umferð frá svæðinu norðan Vífilsstaðavegar beint inn á þá leið. Ég bið fólk um að kynna sér þessi mál. Þessi hugmynd er algjörlega óhæf og í engu samræmi við góðan vilja bæjarstjórans um bætt umferð- aröryggi. Hugsum heildstætt Fyrirtækið Bitabær er prýði- legt og þjónusta þess kemur mörgum vel. Á hinn bóginn er fráleitt að framkvæmdir bæjarins séu í bitum eða bútum án sam- ræmis við heildarsýn og hönnun. Það svæði allt, sem hér hefur ver- ið nefnt, þ.e. Hraunsholtshverfið, væntanleg uppbygging miðbæj- arins og íþróttasvæðið, þarf að skoða og hana í heild og trúlega er umferðaratriðið þar megin við- fangsefnið. Ég tel nauðsynlegt að bæj- arstjórn hafi slíka heildarsýn í huga og láti sérfræðinga vinna verkefni sitt í samræmi við það. Síðan verði heildartillaga lögð fram til kynningar og umræðu meðal bæjarbúa. Það mun hollast að forðast allar skammtímalausn- ir. Við viljum Garðabæ í blóma en ekki í bútum. Garðbæingar, fylgist með! Eyjólfur Bragason fjallar um bæjarmál í Garðabæ Eyjólfur Bragason » Verði hinnýja hug- mynd meirihlut- ans að veru- leika, mun möguleiki á stækkun og fjölgun íþrótta- mannvirkja þarna samtímis úr sögunni. Höfundur er áfangastjóri Fjölbrautaskólans við Ármúla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.