Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Hall-varðsson, raf- virki í Reykjavík, fæddist í Vest- mannaeyjum 9. maí 1937. Hann lést á Landspítala Landa- koti sunnudaginn 5. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Hall- varður Sigurðsson verkamaður í Vest- mannaeyjum, f. á Seyðisfirði 14. maí 1902, d. 5. ágúst 1967 og Sigríður Guðjónsdóttir, f. á Rauðafelli í A-Eyjafjallahreppi í Rang. 26. júlí 1910, d. 7. febrúar 1995. Systur Sigurðar eru Guð- björg, f. 4. maí 1935, Ingibjörg, f. 15. apríl 1936, gift Halldóri Val Þorsteinssyni, Ásta, f. 25. júní 1939, gift Jóni Stefánssyni og Hrefna, f. 2. júní 1952, gift Tryggva Geir Haraldssyni. Sigurður kvæntist 4. október 1958 Málhildi Þóru Angantýs- dóttur sjúkraliða, f. í Reykjavík 2. júlí 1938. Foreldrar hennar eru Angantýr Guðjónsson verkstjóri í Reykjavík, f. í Reykjavík 22. maí 1917, d. 6. ágúst 1961 og Dóra Sigríður Halldórsdóttir, f. í Reykjavík 9. september 1911. Börn Sigurðar og Málhildar Þóru eru: a) Angantýr tæknifræðingur í Reykjavík, f. í Vestmannaeyjum 1967. Foreldrar hans eru Óskar Jónsson og Sólveig Guðmunds- dóttir. Börn þeirra eru Hildur Þóra Þorvaldsdóttir, f. í Reykja- vík 23. mars 1986 og Sigurjón Þór, f. á Selfossi 1. október 1995. Sigurður ólst upp í Vestmanna- eyjum og hóf sinn búskap þar. Fluttist síðan til Reykjavíkur 1962. Hann nam rafvirkjun við Iðnskólann í Vestmannaeyjum, tók sveinspróf þaðan 1962. Starf- aði hjá Erling Ágústssyni raf- virkjameistara, Raftækjavinnu- stofu Haraldar Eiríkssonar; Raftækjavinnustofu Sigurðar Bjarnasonar, hjá Ólafi Jensen raf- virkjameistara, Bræðrunum Ormsson og Þórði Finnbogasyni rafvirkjameistara. Sigurður var stundakennari við Iðnskólann í Reykjavík frá 1975–1980. Starfs- maður Félagi íslenskra rafvirkja frá 1974 og síðar Rafiðnaðarsam- bands Íslands þar til hann lét af störfum vegna veikinda vorið 2002. Var gjaldkeri Félags ís- lenskra rafvirkja 1969–1978 og varaformaður frá 1978–1987. Gjaldkeri Rafiðnaðarsambands Ís- lands 1978–1993. Sat í fræðslu- nefnd rafiðna, sveinsprófsnefnd, stjórn Iðnráðs Reykjavíkur og fleiri nefndum sem tengdust verkalýðshreyfingunni. Útför Sigurðar verður gerð í dag frá Bústaðakirkju og hefst at- höfnin klukkan 11. 10. janúar 1959, kvæntur Erlu Björk Gunnarsdóttur meinatækni í Reykja- vík, f. í Reykjavík 29. ágúst 1960. Foreldr- ar hennar eru Gunn- ar Sigursveinsson og Hrefna Jónsdóttir. Börn þeirra: Heiða María, f. í Óðinsvéum í Danmörku 7. sept- ember 1988, Stefán Már, f. í Reykjavík 13. mars 1991 og Ágúst Hrafn, f. í Reykjavík 19. mars 1998. b) Hall- varður, rafvirki í Noregi, f. í Reykjavík 11. september 1959, kvæntur Önnu Margréti Ingólfs- dóttur, f. í Reykjavík 11. febrúar 1958. Foreldrar hennar eru Ing- ólfur Árnason og Þóranna Þór- arinsdóttir. Börn þeirra eru 1) Hreimur Örn Heimisson, f. í Reykjavík 1. júlí 1978, unnusta Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir, f. 9. mars 1981 og dóttir þeirra er Embla Margrét, f. 17. september 2005, 2) Sigurður, f. í Reykjavík 7. desember 1982, 3) Inga Þóra, f. í Reykjavík 6. september 1993 og 4) Guðjón Heiðar, f. á Selfossi 11. apríl 1995. c) Elín Fríða viðskipta- fræðingur í Reykjavík, f. í Reykja- vík 11. janúar 1966, gift Davíð Þór Óskarssyni, f. í Skipagerði í V- Landeyjahreppi 4. september Í dag kveð ég tengdaföður minn Sigurð Hallvarðsson, vin og félaga. Mín fyrstu kynni af Sigga, eins og hann var alltaf kallaður, voru sum- arið 1992 þegar ég var að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hans. Til að byrja með held ég að hann hafi ekki verið ýkja hrifinn af þessum til- færingum mínum og fundist ég vera að taka frá honum dóttur hans, Elínu, og dótturdóttur, Hildi Þóru. En hann gaf mér þó möguleika á að sýna sér að ég gæti staðið mig og úthlutaði mér því verkefni að múra heima hjá sér baðherbergi sem hann var að taka í gegn. Hann tók út verkið þegar því var lokið og það hafði greinilega verið ágætlega unnið hjá mér því að upp frá því urðum við mestu mátar. Elín og Siggi unnu bæði á þessum tíma hjá RSÍ, iðulega þegar þau hitt- ust utan vinnunnar fóru þau alltaf að tala um eitthvað henni tengt. RSÍ var Sigga mikið hjartans mál, það var bæði vinnan hans og áhugamál. Þeg- ar Sigurjón fæddist og Elín var heima í fæðingarorlofi, kom Siggi oft heim til okkar og passaði á meðan El- ín skrapp í vinnuna til að ganga frá einhverjum málum. Eftir að Siggi hætti að vinna vorið 2002 fann hann sér nýtt áhugamál, ættfræði. Hann reyndi eins mikið og hann gat að vinna þetta sjálfur en varð þó stund- um að leita til Elínar eða Angantýs til þess að fá aðstoð. Við Elín, Hildur og Sigurjón fluttum í næstu blokk við hliðina á Sigga og Möllu, í Grafarholt- inu, ári á eftir þeim. Oft eftir skóla fór Sigurjón til afa og ömmu, og stóð þá iðulega í samningaviðræðum við afa sinn um að deila með honum tölvunni. Hildur sótti alltaf mikið í afa sinn og fannst mér hún oft snúa honum um fingur sér, en það var líklega vegna þess að hún bjó þar fyrstu fimm ár ævi sinnar. Fyrir tíu árum fórum við fjölskyld- an fyrst saman til Portúgal með Sigga og Möllu og hafa þessar ferðir verið árvissar síðan. Í fyrstu ferðun- um var Siggi heill heilsu. Synti einsog selur í sjónum, og lék sér við Hildi og Sigurjón í sundlauginni. Á kvöldin fannst honum gaman að fá sér léttan snúning með Möllu. Seinni árin, eftir að heilsan fór að gefa sig, breyttust ferðirnar aðeins. Hann vildi helst sitja á kvöldin á svölunum í íbúðinni okkar og spjalla. Oft kom það fyrir að ég eldaði eitthvað fyrir okkur og við sendum þær mæðgur út, og þá áttum við Siggi okkar stundir á svölunum. Hann sagði oft sögur úr Eyjum eða frá ferðalögum sem þau Malla höfðu farið í. Þessar stundir voru skemmti- legar og eiga eftir að lifa í minning- unni. Um leið og ég kveð Sigga vil ég þakka honum fyrir allar stundirnar sem að við áttum saman, og vona að á þeim stað þar sem hann er núna, séu svalir og einhver til að spjalla við. Davíð Þór Óskarsson. Sigurður Hallvarðsson fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp og hafði lokið þar námi í rafvirkjun þeg- ar hann fluttist upp á meginlandið. Við sem þekktum Sigga heyrðum fljótt að hann taldi sig alltaf Vest- mannaeying og bar mikinn hlýhug til sinna æskustöðva. Fljótlega eftir að Sigurður kom upp á land fór hann að taka virkan þátt í störfum Félags ís- lenskra rafvirkja og félagar hans settu hann smám saman til meiri trúnaðarstarfa. Hann var fyrst í trúnaðarráði og var síðar gerður að gjaldkera félagsins og var það um ár- bil og síðar varformaður félagsins. Hann var virkur þátttakandi við und- irbúning og stofnun Rafiðnaðarsam- bands Íslands og sat öll þing sam- bandsins sem fulltrúi FÍR, var kjörinn í miðstjórn sambandsins sem gjaldkeri og varð starfsmaður sam- bandsins. Sigurður sat í fjölmörgum nefndum fyrir RSÍ, þar á meðal sveinsprófs- og fræðslunefndum. Einnig var hann ákaflega virkur í uppbyggingu og rekstri orlofsbyggða verkalýðshreyfingarinnar. Hann sat fjölmörg þing ASÍ sem fulltrúi raf- iðnaðarmanna. Á þessari upptaln- ingu sést glögglega að Sigurður var einn af forystumönnum rafiðnaðar- manna síðustu áratugi síðustu aldar og virkur þátttakandi í starfi heildar- samtaka íslenskra launamanna. Sigurður var ekki allra eins og gengur og gerist í félagsstarfi. Lif- andi félagsstarf byggist á því að menn setji fram sínar skoðanir og færi fyrir þeim rök. Hann var ætíð ákveðinn fylgismaður Sjálfstæðis- flokksins og fór ekkert dult með það. Allmargir töldu á þessum árum að stjórnarsæti í verkalýðshreyfingunni væru þinglýst eign vinstri manna og töldu að það eitt að stjórnarmaður í verkalýðsfélagi væri í Sjálfstæðis- flokknum væru nægileg rök til þess að ómerkja viðkomandi. Þessi viðhorf náðu aldrei upp á borð í samtökum rafiðnaðarmanna, þar voru flokks- skírteini ekki skoðuð við val á for- ystumönnum, menn voru valdir af eigin verðleikum. Sigurður var hrókur alls fagnaðar þegar menn komu saman og gekk stundum að mati sumra manna of hratt um gleðinnar dyr. Reyndar var það svo lengi fram eftir síðustu öld, að menn í félagsstörfum gerðu ekki mikinn greinarmun á því hvenær mætti ganga til fagnaðar. Á þessu urðu miklar breytingar upp úr 1980 og öll vinnubrögð urðu faglegri. End- anleg vatnaskil urðu svo árið 1990 með Þjóðarsáttinni, þegar aðilar vinnumarkaðs tóku sig saman og settu sér skýr markmið og þvinguðu stjórnmálamenn inn á sömu brautir. Sigurður var af þeirri kynslóð manna sem færðu íslenskt þjóðfélag frá fátækt til þeirrar miklu velferðar sem við búum við í dag. Engin kyn- slóð hefur gengið jafnrösklega til verks og staðið að jafnmiklum breyt- ingum á sínu samfélagi. Verkalýðs- hreyfingin tók ákaflega virkan þátt og allar veigamestu breytingarnar áttu þar sínar rætur. Það eru margir sem ekki átta sig á þessu og taka því sem við búum við sem sjálfsögðum hlut sem ætíð hafi verið til staðar. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við þessa kynslóð og forystumenn henn- ar. Það er ekki hægt að minnast á störf Sigurðar án þess að nefna eig- inkonu hans Málhildi, eða Möllu eins hún er ætíð nefnd. Þau hjón voru ákaflega samhent í öllu og Malla virk- ur þátttakandi í öllu starfi Sigga og alls ekki síðri málsvari okkar rafiðn- aðarmanna en Siggi. Sigurður skilaði ákaflega miklu og góðu dagsverki fyrir samtök rafiðn- aðarmanna og við stöndum í mikilli þakkarskuld við hann. Fyrir hönd rafiðnaðarmanna sendi ég Möllu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Gunnarsson. Sigurður Hallvarðsson MINNINGAR ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA I. SIGURÐARDÓTTIR, (Maddý), hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum, áður til heimilis í Engihjalla 11, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrkarsjóð langveikra barna. Jóhanna Ágústsdóttir, Ólafur Hermannsson, Linda Ágústsdóttir, Jón Þorkelsson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EINARSSON vélstjóri frá Smyrlabjörgum, Suðursveit, lést á Sóltúni 2 sunnudaginn 5. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Alda Júlíusdóttir, Jón Ívar Einarsson, Dóra Kristín Briem, stjúpbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MATTHÍASAR JÓNSSONAR, Hæðargarði 33. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Sóltúns fyrir hlýja og góða umönnun. Inga Ísaksdóttir, Friðrik, Steinunn, Ísak og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EDVARD ÖRN OLSEN lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut þriðjudaginn 31. október. Útför hans fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstu- dag inn 10. nóvember kl. 15.00. Sigþrúður Ingólfsdóttir og fjölskylda. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY STEFÁNSDÓTTIR, Brekkuhúsi 1, Hjalteyri, verður jarðsungin frá Möðruvallakirkju í Hörgár- dal laugardaginn 11. nóvember kl. 11.00. Karl Sigurðsson, Stefán Karlssson, Nína Guðmunda Ingvarsdóttir, Sigurbjörn Karlsson, Sigurður Karlsson, Sigurlaug Jóhannesdóttir, Anna Jóna Karlsdóttir, Aðalbjörn Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANDRÉS ÁSMUNDSSON læknir, Sjafnargötu 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 10. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Þorbjörg Pálsdóttir, Stefán Andrésson, Þórunn Andrésdóttir, Katrín Andrésdóttir, Gunnar Kristjánsson, Þóra Andrésdóttir, Gunnar H. Roach, Andrés Narfi Andrésson, Ása Sjöfn Lórensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir mín, mágkona og móðursystir okkar, JÓDÍS SNORRADÓTTIR, áður Leifsgötu 5, Reykjavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar þriðju- daginn 7. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Jónsdóttir, Hafsteinn Hólm og systrabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.