Morgunblaðið - 09.11.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 09.11.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 305. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KENNDIRNAR VAKNA NÝTT NÁMSEFNI UM KYNFRÆÐSLU MEÐ ÁHERSLU Á SJÁLFSÞEKKINGU OG ÁBYRGA HEGÐUN >> 24 SJÁLFLÝSING SÝNING KATRÍNAR SIGURÐARDÓTTUR Í I8 HEIMSFRÆGÐ? >> 52 AUGLÝSINGAR - RITSTJÓRN Hugmyndahúsið ehf. sími 699 7764 - eikie@mi.is Miðbæjarpóstinum er dreift með Morgunblaðinu í dag. MIÐBÆJARPÓSTURINN1. TBL. 1. ÁRG. NÓVEMBER 2006 TAP deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 62,2 milljónum Bandaríkja- dollara. Það svarar til um 4,2 milljarða ís- lenskra króna. Á sama tímabili í fyrra var tap félagsins 41,6 milljónir dollara. Tapið á þriðja fjórðungi þessa árs jókst einnig frá fyrra ári og nam 23,6 milljónum dollara samanborið við 11,4 milljónir árið áður. Tekjur félagsins á fjórðungnum námu 8,6 milljónum dollara en 13,2 millj- ónum í fyrra. Í lok septembermánaðar síðastliðins var handbært fé deCode samtals 126,8 millj- ónir dollara, jafnvirði um 8,7 milljarða ís- lenskra króna, samanborið við 155,6 millj- ónir dollara um síðustu áramót. Í tilkynningu frá deCode segir að aukið tap megi einkum skýra með hærri kostn- aði við lyfjarannsóknir og -þróun. Tap yfir 4 milljarðar Afkoma deCode verri á þessu ári en í fyrra Toronto. AFP. | Heimsmetaskrá Guinness staðfesti í gær að vínkjallari veitingastaðarins í CN-turninum í Tor- onto í Kanada væri hærra uppi en nokk- ur annar vínkjallari. CN-turninn var byggður 1976 og er hæsti turn heims, 553,33 m. Ofarlega í turninum er veit- ingastaðurinn 360 veitingahús og 1997 var þar byggður vínkjallari í 351 metra hæð frá jörðu. Vínkjallarinn er eins og aðrir hefðbundnir vínkjallarar og þar eru að jafnaði geymdar um 9.000 flösk- ur. Þar eru meira en 550 víntegundir og segir James Muir veitingastjóri að gest- ir njóti hvergi betur útsýnisins með góðu glasi af víni. Vínkjallari í 351 metra hæð CN-turninn í Toronto. MARGT bendir til þess að dregið hafi úr verðsamkeppni á trygg- ingamarkaði á undanförnum mán- uðum. Tekjur tryggingafélaganna af ið- gjöldum hafa farið vaxandi sam- kvæmt nýbirtum uppgjörum Ex- ista, sem á VÍS, og Trygginga- miðstöðvarinnar eða um 15% og 18% á fyrstu níu mánuðum ársins. Iðgjaldatekjur Sjóvár, sem ekki er skráð á markað, munu hafa hækk- að minna eða um 10% á sama tímabili. Talsmenn TM og VÍS segja tekjuaukninguna að mestu til komna vegna fjölgunar viðskipta- vina en ekki vegna mikillar hækk- unar á iðgjöldum. Það rímar hins vegar illa við tölur Hagstofu Ís- lands en bifreiðatryggingar hafa hækkað um rúm 15% fyrstu níu mánuði ársins samkvæmt undir- vísitölu Hagstofunnar. Á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað mun minna eða um 6,3%. Tryggingar í heild hafa hækkað um 13,5% fyrstu níu mánuði ársins en húsnæðistrygg- ingar hafa hækkað minnst eða um 6,5%. Sjálfkrafa hækkun óeðlileg Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segist ekki telja það eðlilegt í samkeppnisumhverfi að verð vöru eða þjónustu hækki sjálfkrafa í samræmi við breyt- ingar á vísitölu, hvað þá umfram þær. Dregur úr samkeppni  Teikn um minni | Viðskipti Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti lýsti í gær yfir persónulegri ábyrgð á ósigri repúblikana í þing- kosningunum í fyrradag og til- kynnti við sama tækifæri að Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra viki fyrir Robert Gates, fyrrverandi forstjóra bandarísku leyniþjónust- unnar, CIA. Á blaðamannafundi í Hvíta hús- vandlega yfir málið og komist að þeirri niðurstöðu að nú væri rétti tíminn til að skipta um forystu í ráðuneytinu. Hann sagði að Rums- feld hefði staðið sig mjög vel fyrir land og þjóð en þeir hefðu ákveðið fyrir kosningarnar að gera breyt- ingar. Hann hefði rætt við Robert Gates á sunnudag um að taka starf varnarmálaráðherra að sér og stað- fest það við Rumsfeld á þriðjudag. inu í gær sagði Bush að hann væri óánægður með úrslit þingkosning- anna og sem leiðtogi repúblikana bæri hann mikla ábyrgð. „Ég hef sagt forystumönnum flokksins að við verðum að sætta okkur við úr- slit kosninganna, horfa fram á veg- inn og vinna með demókrötum og óháðum að helstu málunum sem þjóðin stendur frammi fyrir.“ Bush sagði að Íraksstríðið hefði skipt mestu máli í sigri demókrata. Hann og Rumsfeld hefðu farið Reuters Krossgötur George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að Donald Rumsfeld hætti sem varnarmálaráðherra og Robert Gates tæki við. Donald Rumsfeld hættir sem varnarmálaráðherra Í HNOTSKURN » Georg W. Bush varaðihryðjuverkamenn við að fagna brottför Rumsfelds því Bandaríkjamenn myndu hvergi gefa eftir í baráttunni. » Bush sagði írösku þjóðinniað hún þyrfti ekkert að ótt- ast því Bandaríkin stæðu með henni. George W. Bush tekur á sig ábyrgð vegna ósigurs repúblikana  Kosningar | 16 og miðopna ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.