Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
www.torhildur.is
Menning er verðmæti
LANDNÁMSSETUR Íslands
í Borgarnesi stendur fyrir
fyrsta bóka- og tónlistarkynn-
ingarkvöldi sínu fyrir jólin í
kvöld kl. 20.30. Þá mun Einar
Kárason lesa úr bók sinni Út
að aka, og Halldór Guðmunds-
son kynna bókina Af Þórbergi
og Gunnari, þar sem fjallað er
um skáldin Þórberg Þórðarson
og Gunnar Gunnarsson.
Á milli frásagnar og lesturs
þeirra Einars og Halldórs mun Tómas R. Ein-
arsson flytja tónlist af nýrri plötu sinni, Romm
Tomm Tomm.
Aðgangur er ókeypis.
Bóka- og tónlistarkynningarkvöld
Þórbergur, ökuferð
og Kúbutónlist
Tómas R.
Einarsson
TÓNLEIKAR til styrktar
Barna- og unglingageðdeild
LSH verða haldnir í Graf-
arvogskirkju í kvöld og leggur
fjöldi tónlistarmanna verkefn-
inu lið. Víst er að margra ólíkra
grasa mun kenna á efnis-
skránni, því fram koma jafn
tónlistarmenn úr poppbrans-
anum sem og úr klassíska geir-
anum, en kynnir verður Felix
Bergsson.
Það er Lionsklúbburinn Fjörgyn sem fjórða ár-
ið í röð styrkir BUGL með því að standa fyrir tón-
leikum af þessu tagi í kirkjunni. Miðaverð er 2.500
krónur og hefjast þeir kl. 20.
Styrktartónleikar
Sungið og spilað
til handa BUGL
BUGL
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
Íslands og Kvikmyndasafn Ís-
lands standa fyrir sýningu á
kvikmyndinni Intolerance frá
árinu 1916 eftir D.W. Griffith
við undirleik Sinfóníunnar í
Háskólabíói í kvöld kl. 19.30.
Tónlistin við myndina er eftir
bandaríska tónskáldið Carl
Davies.
Næsta laugardag kl. 15
verða síðan sýndar tvær kvikmyndir eftir Char-
les Chaplin, Drengurinn (The Kid, 1921) og Iðju-
leysingjarnir (Idle Class, 1921). Hljómsveit-
arstjóri er þýski tónlistarmaðurinn Frank
Strobel.
Kvikmyndatónleikar
Chaplin og Griffith
við undirleik
Charlie Chaplin
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
EINS og haft var eftir hinu vestfirska blaði
Bæjarins besta í Morgunblaðinu í gær hefur
fyrirtækið Mugiboogie ehf. lagt inn fyrirspurn
til Ísafjarðarbæjar um hvort
hægt sé að fá keypta gömlu
slökkvistöðina í Hnífsdal, sem
er í eigu bæjarfélagsins.
Mugiboogie er eignarhalds-
félag sem að standa tónlist-
armaðurinn Örn Elías Guð-
mundsson, betur þekktur sem
Mugison, og faðir hans, Guð-
mundur M. Kristjánsson. Er
hugmyndin að innrétta húsið
fyrir hljóðver.
„Stöðin hefur staðið ónotuð í mörg ár svo við
ákváðum bara að athuga hvort bærinn vildi
ekki selja okkur hana,“ útskýrir Mugison.
„Okkur datt í hug að það væri fín lausn að
henda upp stúdíói þarna. Staðsetningin er mjög
fín. Það er svo flott útsýni yfir Ísafjörðinn.“
Á byrjunarreit
Í fundargerð bæjarráðs frá sjötta þessa mán-
aðar kemur fram að ráðið leggi það til við bæj-
arstjórn að eignin verði seld. Stjórnin hefur
enn ekki ályktað um málið né lagt fram mat á
verðmæti eignarinnar en samkvæmt upplýs-
ingum frá bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar er
viðbúið að málið verði tekið fyrir á næsta bæj-
arstjórnarfundi sem fram fer 23. nóvember nk.
„Við vitum ekkert hvernig málið fer. Það á
enn eftir að ákveða þetta. Enn sem komið er er
þetta bara fyndin hugmynd sem gæti svo sem
alveg horfið með einu pennastriki,“ áréttar
Mugison og segir málið vera á algjörum byrj-
unarreit.
„Það á eftir að gera mikið við staðinn áður
en hann verður nothæfur sem stúdíó; einangra
og smíða allt þarna inn. Í dag er þetta nánast
eins og bílskúr.Við gerum okkur ekki alveg
grein fyrir því hver kostnaðurinn verður á end-
anum en skoðum málið betur þegar og ef af
verður.“
Verði hugmynd þeirra feðga á endanum að
veruleika myndi hljóðverið fyrst og fremst
verða vettvangur fyrir tónlistarsköpun Mugs-
isons.
„Eins og er hef ég ekki tíma í að taka upp
eða „pródúsera“ fyrir aðra. En það er kannski
framtíðin.“
Mugsion flutti aftur vestur í ágúst eftir
stutta dvöl í höfuðborginni. Spurður að því
hvort hann sé kominn til að vera svarar hann
því til að hann sé þannig manngerð að í raun
sé hann aldrei kominn til að vera. „Ég er eilífð-
arflakkari.“
Tónlist | Félagið Mugiboogie ehf. falast eftir gömlu slökkvistöðinni í Hnífsdal
Eilífðarflakkari vill slökkvistöð
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Slotið Gamla slökkvistöðin í Hnífsdal hefur staðið ónotuð lengi. Það gæti hins vegar breyst á næst-
unni ef hugmynd Mugiboogie ehf. um hljóðver undir starfsemi Mugisons verður að veruleika.
Mugison
Í HNOTSKURN
» Fyrirtækið Mugiboogie ehf. hefur sentinn fyrirspurn um kaup á gömlu slökkvi-
stöðinni í Hnífsdal.
» Hugmyndin er að innrétta stöðina semhljóðver þar sem unnin verða verkefni
ísfirska tónlistarmannsins Mugisons.
» Mugison hefur gefið út plöturnar Lo-nely Mountain, Mugimama og Niceland.
Þá sá hann um tónlistina sem heyrist í kvik-
myndinni Mýrinni eftir Baltasar Kormák.
VOLVER, kvikmynd Pedros Almo-
dóvars, og The Lives of Others,
þýsk spennumynd um njósnir aust-
urþýsku leyniþjónustunnar Stasi,
eru taldar líklegastar til að hljóta
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin
sem veitt verða 2. desember nk. í
Varsjá. Báðar hlutu þær sex til-
nefningar, þ.á m. sem besta evr-
ópska kvikmyndin, besta leikkonan
(Penélope Cruz í Volver og Martina
Gedeck í The Lives of Others) og
besti leikstjórinn (Pedro Almodóv-
ar og Florian Henckel von Don-
nersmarck).
The Wind That Shakes the Bar-
ley, í leikstjórn Kens Loach, sem
hlaut Gullpálmann fyrr á þessu ári,
er tilnefnd til fimm verðlauna, þar
á meðal í flokkunum besta kvik-
myndin, besti leikstjórinn, besta
handritið og besti leikarinn (Cillian
Murphy). Murphy er einnig til-
nefndur sem besti leikarinn fyrir
hlutverk sitt sem klæðskiptingur í
Breakfast on Pluto í leikstjórn
Neils Jordans. Volver, The Lives of
Others og The Wind That Shakes
the Barley munu berjast um útnefn-
ingu sem besta evrópska kvikmynd-
in ásamt The Road to Guantánamo í
leikstjórn Michaels Winterbottoms
og Grbavica, bosnískri kvikmynd
sem vann Gullbjörninn í Berlín fyrr
á þessu ári.
Volver
hlýtur sex
tilnefningar
Evrópsku kvikmynda-
verðlaunin í Varsjá
Almodóvar Leikstjóri hinnar
margtilnefndu Volver.
UPPLÝSINGAR um aðventu- og
jólatónleika verða í Jólablaði Morg-
unblaðsins sem kemur með blaðinu
1. desember. Þeir sem vilja skrá
jólatónleika sína þar sendi upplýs-
ingar um stað, stund, heiti tónleika,
flytjendur og helstu atriði efnis-
skrár á netfangið: jolatonleika-
r@mbl.is, í síðasta lagi 9. nóv-
ember.
Jólatónleikar
ÍSLENSKI dansflokkurinn bryddar
upp á þeirri nýbreytni nú í nóvember
að bjóða börnum á sérstaka fjöl-
skyldusýningu næstu þrjá laug-
ardaga. Börn, 12 ára og yngri fá frítt
á sýninguna og unglingar 13 til 16 ára
fá miðann á hálfvirði.
„Okkur er mikið í mun að fólk
kynnist danslistinni og liður í því er
að börn kunni að meta að fara á dans-
sýningar og svo vildum við líka hafa
skemmtilega fjölskyldusýningu með
aðgengilegum verkum sem allir
kunna að meta,“ segir Bryndís Niel-
sen, kynningarfulltrúi Íd, aðspurð
hvers vegna dansflokkurinn hafi far-
ið út í að bjóða á sýningar. „Við erum
dansflokkur Íslands og gegnum svip-
uðu hlutverki gagnvart dansinum og
Þjóðleikhúsið gagnvart leiklistinni.
Það er okkar verk að kynna og dreifa
áhuga á danslistinni og þessi sýning
er partur af því, að ná til fólks,“ bætir
Bryndís svo við og segir að það kæmi
heldur ekki að sök, að með þessum
sýningum kveiktu þau dansáhuga hjá
einhverjum börnum, svo þau færu að
æfa dans. Bryndís segir aðsókn
barna almennt á sýningar hjá Ís-
lenska dansflokknum ekki mjög
mikla. „Það eru helst krakkar sem
eru að æfa dans sem koma.“ Með
þessu framtaki er dansflokkurinn
líka að vonast til að fá nýja áhorf-
endur til framtíðar.
„Sýningin er samsett úr þremur
verkum sem við höfum verið að sýna
á undanförnum árum og hafa þótt
sérlega aðgengileg og skemmtileg og
við höldum að nái vel til allra, frá leik-
skólabörnum til eldri borgara.“ Þetta
eru verkin Lúna eftir Láru Stef-
ánsdóttur, Súrt og sætt eftir Didy
Veldman og Screensaver eftir Rami
Be’er.
Sýningar verða á laugardögunum,
11., 18. og 25. nóvember og hefjast kl.
14:00. Miðapantanir eru í Borgarleik-
húsinu.
Dans | Íslenski dansflokkurinn býður börnum á danssýningu
Dreifa áhuga á danslistinni
Morgunblaðið/Sverrir
Dans Úr verkinu Súrt og sætt
♦♦♦