Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 19
Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978
www.damask.is
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16.
10-30% afsl. af völdum vörum
fimmtudag og föstudag
Dýnuhlífar, sængur, rúmmfatnaður o.fl.
DREKAFRÆÐI
Í þessari mögnuðu bók, er fjallað
um allt sem viðkemur drekum.
Glæsilegt alfræðirit um þessar
voldugu skepnur sem eru bæði
dularfullar og stórbrotnar.
ÓTAL UPPFINNINGAR
SNILLINGANNA
Fólkið á bak við merkustu hugmyndirnar, fræg
mistök og hvað framtíðin ber í skauti sér.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„SÝNINGIN kom út úr námskeiði
sem Benedikt Erlingsson og Char-
lotte Böving héldu hjá okkur en þar
var fjallað um frásagnartækni og
hvernig fólk segir sögur,“ segir Sig-
urður H. Pálsson formaður áhuga-
leikfélagsins Hugleiks um sýning-
una Einu sinni var... sem Hugleikur
sýnir í Þjóðleikhúskjallaranum í
kvöld.
„Það eru tólf manns í sýningunni
sem koma fram hver á fætur öðrum
og segja sögur sem eiga það allar
sammerkt að fjalla um einhverja for-
feður þess sem segir söguna. Þetta
eru gjarnan örlagasögur og það er
nokkuð gegnumgangandi að ef þessi
saga hefði ekki gerst þá væri sá sem
segir hana ekki til.“ Sigurður segir
sjálfur eina sögu um það hvernig afi
hans og amma kynntust. Aðspurður
hvort það sé ástarsaga vill hann
engu ljóstra upp og segir fólk bara
þurfa að mæta á staðinn og hlusta á,
en það er aðeins þessi eina sýning í
kvöld.
„Sögurnar eru rækilega krydd-
aðar með ýmiskonar tónlist, bæði
rímnatónlist og lögum sem tengjast
sögunum sjálfum og eru sungin án
undirleiks,“ segir Sigurður og bætir
við að tónlist kalli oft fram forna tíð.
Notalegt að vera í kjallaranum
Vetrarstarf Hugleiks í Þjóðleik-
húskjallaranum hófst í október með
sýningu á sex stuttum leikþáttum en
þetta er annar veturinn í röð sem
leikfélagið er með dagskrá þar. „Við
byrjuðum á því í fyrra að vera með
reglulega dagskrá í Þjóðleikhús-
kjallaranum yfir veturinn. Þegar
Þjóðleikhúsið bauð okkur að halda
þessu áfram í ár vorum við mjög
fljót að samþykkja það. Þetta er
talsverð viðbót við starfsemina hjá
okkur og gerir það að verkum að
hún er orðin viðameiri en nokkru
sinni, síðasta leikár var t.d. það
langafkastamesta hingað til í sögu
félagsins og það stefnir í að þetta
verði eitthvað svipað.“
Eftir sýninguna í kvöld verður
Hugleikur aftur í Leikhúskjallar-
anum í desember með jóladagskrá
þar sem sýndir verða fjórir leik-
þættir og flutt jólaleg tónlist. „Í
febrúar verður svo dagskrá í tilefni
þorrans, eitthvað á þjóðlegu nót-
unum. Í apríl verðum við líklega með
áþekka dagskrá og var í október þ.e
blandaða leikþætti og svo gerum við
ráð fyrir að vera með hreina tónlist-
ardagskrá í maí en við enduðum
leikárið í Þjóðleikhúskjallaranum
þannig líka í fyrra, með tónleikum.“
Sigurður segir meðlimi Hugleiks
mjög þakkláta Þjóðleikhúsinu fyrir
að gefa þeim þetta tækifæri. „Það er
frábært og notalegt að vera í Þjóð-
leikhúskjallaranum. Það er mikil
stemning sem fylgir því að vera að
gera það sem við erum að gera í
þessu húsi, þótt við séum ekki komin
hærra en í kjallarann,“ segir Sigurð-
ur að lokum og hlær.
Einu sinni var... hefst kl. 20 í
kvöld, miðaverð er 1.000 kr.
Leikhús | Hugleikur segir sögur í Þjóðleikhúskjallaranum
Örlagasögur um forfeður
Morgunblaðið/Ásdís
Sagnaþulur Sigurður H. Pálsson
segir sögu um forfeður sína í Einu
sinni var…, sýningu Hugleiks.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn