Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 313. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  S- og SV-átt, 10–25 m/s en 15– 20 NV-lands. Slydda, síðar rigning, úrkomulítið á NA- og A-landi. Hvöss SA-átt S- lands í kvöld.» 8 Heitast Kaldast 8°C 1°C Drögum á morgun Tryggðu þér miða fyrir kl. 18 á morgun í 800 6611 eða á hhi.is Áttu miða? BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, stjórnarfor- maður Landsbankans og einn aðaleigandi bankans, staðfesti í gær, að hann er aðalfjár- festirinn á bak við tilboð Eggerts Magnússon- ar, formanns Knattspyrnusambands Íslands, í enska úrvalsdeildarliðið West Ham United. Björgólfur sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint er frá þessu. Í yfirlýsingunni kemur m.a. fram að þeir Björgólfur og Eggert hafi verið vinir í áraraðir og báðir hafi „ástríðufullan áhuga á enska fót- boltanum“. Nú stendur yfir áreiðanleikakönnun á bók- haldi West Ham á vegum þeirra Björgólfs og Eggerts og er búist við því að niðurstaða þeirr- ar könnunar liggi fyrir um eða upp úr miðjum mánuðinum, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Eggert Magnússon hækkaði tilboð sitt sl. mánudag í West Ham í 75 milljónir punda (rúmar 9.700 milljónir króna) auk þess sem hann lagði fram greinargerð um hvernig kaup- in yrðu fjármögnuð. Í kjölfar þess tilboðs ákvað stjórn West Ham að opna bækur sínar fyrir Eggerti og fjárfest- ingarfélögum. Björgólfur býður í West Ham United SYSTURNAR Eleane Reed og Chris Conner færðu í gær Reykjavíkurborg til eignar tutt- ugu ljósmyndir frá Höfða sem teknar voru þegar foreldrar þeirra, George og Minnie Piddington, bjuggu og störfuðu þar undir lok 5. áratugar síðustu aldar. Piddington-hjónin unnu í nokkur ár sem bílstjóri og ráðskona hjá breska sendiherranum, en Höfði var bústaður breska sendiherrans á árunum 1938 til 1952. Að sögn þeirra systra kom George Pidd- ington fyrst til Íslands á stríðsárunum þegar hann var í breska hernum. Í framhaldinu var honum boðin staða bílstjóra hjá sendiherr- anum hérlendis, en hann mátti einungis þiggja starfið væri hann kvæntur. „Til þess að geta þegið starfið flýttu pabbi og mamma brúð- kaupi sínu um ár,“ segir Eleane Reed. Að sögn Reed og Conner töluðu foreldrar þeirra ávallt um Íslandsárin sem besta tímabil ævi sinnar. „Það hefur því lengi verið draumur okkar að heimsækja þetta einstaka land í norðri sem heillaði þau svo mjög,“ segja Reed og Conner. | 6 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bestu æviárin voru á Íslandi Merkar myndir Bresku systurnar afhenda Júlíusi Vífli Ingvarssyni gjöfina. KRÖPP lægð nálgast landið í kvöld og þá hvessir af suðaustri, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. Búast má við suðaustan stormi á öllu sunnanverðu landinu í kvöld. Talsverð rigning eða slydda fylgir lægðinni. Lægðin fer líklega norður með vestur- ströndinni og þá gengur í vestan storm með éljum í fyrramálið. Búast má við vestan stormi eða hvassviðri víðast hvar á morgun. Morgunblaðið/Ásdís Stormur í kortunum Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HUGMYNDIR að breyttu skipu- lagi Háskóla Íslands (HÍ) verða kynntar á háskólafundi 17. nóvem- ber nk. Í þeim felst m.a. að í stað 11 núverandi deilda komi 5–7 skólar sem hver um sig yrði deildaskipt- ur. Ólafur Þ. Harðarson prófessor hefur stýrt vinnunefnd háskóla- ráðs, skipaðri af háskólarektor. Nefndin hefur undirbúið breyt- ingahugmyndirnar. Hann sagði að í stefnu HÍ frá liðnu vori í tengslum við markmið um að komast í fremstu röð væri gert ráð fyrir að farið yrði í þessa vinnu. Þá hefðu verið gerðar athugasemdir við nú- verandi deildaskiptingu í annars jákvæðum skýrslum Ríkisendur- skoðunar og Evrópsku háskóla- samtakanna. Núverandi deildir þykja of margar og eins eru þær mjög mis- stórar. Í þeim fámennustu eru 100– 200 nemendur en þeim fjölmenn- ustu allt að 2.500 nemendum. Deildarforsetar hafa sama hlut- verk í skipuriti, án tillits til stærðar deildanna. Skólarnir yrðu nær hver öðrum í stærð en deildir nú. Nú er HÍ skipt í fjögur svið; heil- brigðisvísindasvið, hugvísindasvið, félagsvísindasvið og verkfræði- og raunvísindasvið. Sviðaskiptingin leggur nokkuð línur um mögulega skóla þ.e. heilbrigðisvísindaskóla, hugvísindaskóla, félagsvísinda- skóla og verkfræði- og raunvís- indaskóla. Einnig hefur verið rætt um uppeldisvísindaskóla. Ólafur sagði þá hugmynd tengjast hugs- anlegri sameiningu HÍ og Kenn- araháskólans (KHÍ). Þá yrði KHÍ væntanlega kjarninn í uppeldisvís- indaskólanum. Hugvísindaskóli gæti innifalið núverandi hugvís- indadeild og guðfræðideild. Fé- lagsvísindaskóli gæti innihaldið fé- lagsvísindadeild, viðskipta- og hagfræðideild og lagadeild eða þá að sérstakur skóli yrði stofnaður um lagadeild og viðskipta- og hag- fræðideild. Verkfræði- og raunvís- indasvið yrði í einum skóla eða tveimur. Ólafur taldi að á fyrirhuguðum háskólafundi yrði fyrst og fremst fjallað um frumhugmyndirnar. Síð- an tæki við gagnger umræða innan háskólans. „Ég á von á því að há- skólinn komist að niðurstöðu um endurskoðun á skipulagi sínu á fyrrihluta næsta árs.“ Skipulag Háskólans til endurskoðunar Hugmyndir uppi um að 5–7 skólar komi í stað 11 núverandi deilda Í HNOTSKURN »Kristín Ingólfsdóttir, rekt-or HÍ, sagði er hún kynnti stefnu skólans fyrir árin 2006– 2011 að gert væri ráð fyrir því að deildaskipting HÍ yrði end- urskoðuð. Hún yrði einfölduð og skólanum jafnvel skipt nið- ur í nokkra skóla. » Innan hvers skóla yrðumargar deildir og er hug- myndin sú að nýju deildirnar yrðu að verulegu leyti byggð- ar á núverandi skoraskipt- ingu. »Sumar litlar núverandi há-skóladeildir gætu orðið deildir innan nýju skólanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.