Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Washington. AP, AFP. | Nokkuð var um sögu- leg úrslit á landsvísu í þingkosningunum í Bandaríkjunum og meðal annars þau, að þar er fyrsti múslíminn kominn á þing. Þess ber þó að geta, að hann á ekki rætur sínar að rekja til múslímskra landa, heldur er um að ræða Bandaríkjamann, sem snerist til íslams. Demókratinn Keith Ellison var kjörinn full- trúadeildarþingmaður fyrir Minnesota með góðum meirihluta en þó töluvert minni en flokksbróðir hans og fyr- irrennari hafði haft í kjördæminu. Fór hann yfirleitt ekki undir 70%. Reyndi Alan Fine, frambjóðandi repúblikana, að gera sér mat úr trú Ellisons og gaf í skyn, að hann væri gyðingahatari, en það dugði ekki til. Var það raunar svo, að samtök gyðinga í Demó- krataflokknum og áhrifamikið dagblað í eigu gyðinga í Minneapolis studdu hann gegn Fine, sem þó er gyðingur. Í Massachusetts urðu þau tíðindi, að Dev- al Patrick var kjörinn ríkisstjóri, og er hann fyrsti blökkumaðurinn til að gegna því emb- ætti í ríkinu. Er hann annar blökkumaður- inn, sem sigrar í ríkisstjórakosningum í Bandaríkjunum, en sá fyrri var L. Douglas Wilder í Virginíu. Lét hann af embætti 1995. Tveir milljarðar kr. í kosningabaráttuna Margir fylgjast grannt með Hillary Clint- on með forsetakosningarnar 2008 í huga og úrslitin í kjördæmi hennar í New York spilla ekki fyrir henni í því efni. Var hún endurkjörin sem öldungadeildarþingmaður með 67% atkvæða. Fór hún með 30 milljónir dollara, rúmlega tvo milljarða ísl. kr., í kosningabaráttuna eða meira en nokkur annar frambjóðandi í kosningunum á þriðjudag. Þykir það benda til, að hún vilji verða forsetaefni demókrata 2008 og einnig það, að hún studdi ýmsa aðra frambjóðend- ur og flokksbræður sína með fé. Æ sér gjöf til gjalda. Talið er víst, að Nancy Pelosi verði forseti fulltrúadeildarinnar og jafnframt fyrsta konan í því embætti. Hefur hún alltaf verið andvíg stríðinu í Írak og er hlynnt frjálsum fóstureyðingum. Er hún „hreinasta mar- tröð“ í augum hægrisinnaðra repúblikana eins og einn þeirra komst að orði og fyrir kosningar reyndu þeir að nota hana sem grýlu í því skyni að hvetja sína menn til dáða. Pelosi sigraði í sínu kjördæmi í San Francisco með rúmlega 80% atkvæða. Múslími á þing í fyrsta sinn Patrick, ríkisstjóri í Massachusetts. Blökkumaður kosinn rík- isstjóri í Massachusetts SHANTI, sem er átta mánaða gamall tígur, horfði bænaraugum á ljósmyndara sem bar að garði í verslunarmiðstöð í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, í gær. Shanti litli er hafður til sýnis á bak við örygg- isgler en í bakgrunni má sjá gesti veitingahúss lyfta glösum í trausti þess að hann blandi sér ekki í boðið. AP Einmana og á róli í glerbúrinu New York. AFP. AP. | Repúblikaninn Arnold Schwarzenegger, ríkis- stjóri Kaliforníu, tryggði sér örugglega endurkjör í kosningun- um á þriðjudag, þegar hann gjör- sigraði andstæðing sinn og demó- kratann Phil Angelides. Sigur hans var þó meðal fárra ljósa í myrkrinu hjá flokkssystk- inum hans, sem töpuðu meirihluta ríkisstjóraembætta eftir að hafa haldið honum allt frá árinu 1994. Þannig höfðu demókratar betur í Colorado, Arkansas og Ohio, vígj- um repúblikana, og New York, Maryland og Massachusetts og eru nú við völd í 28 af 50 ríkisstjóra- stöðum landsins og hefur hlutfallið snúist alveg við. Konur komu vel út úr kosningunum, eru níu ríkis- stjórar og hafa aðeins einu sinni áður verið svo margar. Kjör Eliots Spitzers í New York kom ekki á óvart, enda hafði hann mælst með allt að 50 prósenta for- skot á repúblikanann John Faso. Spennan var hins vegar í algleym- ingi í Massachusetts, þar sem blökkumaðurinn Deval Patrick sigraði repúblikanann Kerry Heal- ey. Það sama var upp á teningnum í Ohio, þar sem Ted Strickland bar sigurorð af repúblikanum Ken Blackwell, en hvorugt ríkið hafði kjörið demókrata í þessa stöðu frá árinu 1986. Kjör demókratanna Bill Ritter í Colorado og Mike Beebe í Arkansas sætti einnig tíð- indum en repúblikanar höfðu haft síðarnefndu stöðuna allt frá 1992. Stóðust atlögu repúblikana Til að auka á gleði demókrata héldu þeir ríkisstjóraembættum sínum í Michican, Wisconsin og Oregon. Repúblikanar fylgdust ná- ið með kosningunum í Michican, þar sem frambjóðandi þeirra, milljónamæringurinn Dick DeVos, tapaði fyrir Jennifer Granholm, eftir að hafa sett 35 milljónir dala, eða um 2,4 milljarða króna, af eigin fé í kosningabaráttuna. Demókratanum Jim Davis mis- tókst hins vegar að sigra Charlie Crist, sem verður því eftirmaður Jeb Bush, bróður George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem vegna reglna á Flórída gat ekki boðið sig fram í þriðja sinn eftir tvö kjör- tímabil sem ríkisstjóri. Sigrar demókrata skipta máli í næstu forsetakosningum árið 2008. Ríkisstjórar flokksins geta þannig örvað grasrótina, smalað kjósend- um á kjörstað, um leið og embættin gefa kost á að veita framtíðarleið- togum mikilvæga reynslu. Schwarzenegger öruggur sigurvegari í Kaliforníu Arnold Schwarzenegger Jennifer Granholm Níu konur í embætti ríkisstjóra eftir sigur demókrata í kosningunum New York. AP, AFP. | Kjósendur í Suð- ur-Dakóta felldu í fyrradag tillögu um að banna fóstureyðingar næstum hvernig sem á stæði en í Missouri var samþykkt að breyta lögum til að tryggja, að þar mætti stunda stofn- frumurannsóknir. Eru hvor tveggja úrslitin áfall fyrir bandaríska hægri- menn en þeir geta þó huggað sig við það, að lög um bann við hjónabandi samkynhneigðra voru samþykkt í sjö ríkjum. Stofnfrumurannsóknirnar voru meginmálið í baráttunni um öld- ungadeildarþingsætið í Missouri. Nutu þær stuðnings demókratans Claire McCaskill, sem hreppti sætið, en repúblikaninn Jim Talent barðist hart gegn þeim. Galt hann fyrir það með þingsætinu. Í fimm ríkjum var samþykkt að hækka lágmarkslaun og í Michigan var samþykkt að kyn og kynþáttur ættu engu að ráða um það hverjir fengju inni í opinberum háskólum eða starf á vegum hins opinbera. Hér var í raun verið að ganga gegn hinni svokölluðu „jákvæðu mis- munun“ en henni hefur verið beitt til að auka hlut ýmissa minnihlutahópa í skólum og hjá hinu opinbera. Eftir hálfan mánuð verður tekist á um lög þessa efnis fyrir hæstarétti Banda- ríkjanna. Mesti æsingurinn í Suður-Dakóta Í kosningunum var alls tekist á um 205 sérstök mál í 37 ríkjum en mestur var hitinn í kringum fóstur- eyðingafrumvarpið í S-Dakóta. Hafði það verið samþykkt á rík- isþinginu en það bannaði allar fóst- ureyðingar nema í því skyni að bjarga lífi konunnar. Um 55% kjósenda samþykktu að hafna lögunum en þau voru sér- staklega samin með það í huga að ögra og hugsanlega steypa svoköll- uðum Roe v. Wade-úrskurði hæsta- réttar frá árinu 1973 en með honum voru fóstureyðingar lögleiddar. Eins og fyrr segir var samþykkt að banna hjónaband samkyn- hneigðra í sjö ríkjum, Colorado, Idaho, Suður-Karólínu, Suður- Dakóta, Tennessee, Virginíu og Wisconsin, en tillaga um það var felld í Arizona. Er það fyrsta ríkið, sem það gerir, af þeim 28, sem hafa tekið afstöðu til málsins. Af öðrum málum má nefna, að í Arizona var samþykkt, að enska væri opinbera málið, en um það seg- ir ekkert í alríkislögum. Sögðu stuðningsmenn tillögunnar, að þetta væri nauðsynlegt til að laga innflytj- endur að bandarísku samfélagi. Kjósendur í Arizona voru hins vegar ekki jafnhrifnir af annarri tillögu um að gera kosningarnar að eins konar lottói um leið og gefa einhverjum einum kjósanda milljón dollara fyrir að hafa kosið. Sums staðar var hert að ólögleg- um innflytjendum og víða voru tób- aksskattar hækkaðir og þrengt enn betur en áður að reykingafólki. Hart tekist á um sérmálin Alls var kosið sérstaklega um 205 mál í 37 ríkjum Bandaríkjanna Í HNOTSKURN » Báðir flokkar vekja stund-um upp sérmál, sem þeir telja vinsæl, í von um að hagn- ast á því í þingkosningum. » Málin eru af ýmsum toga,merkileg sem ómerkileg, en dæmi eru um, að skatta- ákvarðanir, sem teknar eru með þessum hætti, hafi komið viðkomandi ríki mjög illa. » Sérmálin voru nú 205 í 37ríkjum og 19 í Arizona. BRESKUM vísindamönnum tókst fyrir skömmu að gefa músum sem höfðu misst sjónina sýn á ný með því að græða í þær óþroskaðar frumur úr sjónhimnu heilbrigðra músa. Skýrt er frá tilrauninni á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC, en fjallað er um niðurstöður hennar í nýjasta hefti tímaritsins Nature. Vísindamennirnir sóttu frumurn- ar úr þriggja til fimm daga gömlum músum, eða á því skeiði þegar sjón- himnan er að myndast. Þær voru síð- an græddar í erfðabreyttar mýs sem höfðu sjúkdóma er leiða til blindu. Dr. Jane Sowden, formaður rann- sóknarhópsins, var himinlifandi með niðurstöðurnar. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að þroskuð sjón- himna, sem áður var talið að væri ekki hægt að laga, getur í raun stutt við þróun nýrra ljósnema.“ Eru vonir bundnar við, að aðferða- fræðin muni síðar nýtast milljónum blindra og sjónskertra manna. Blindar mýs fá sýn Managua. AFP. | Daniel Ortega, marx- isti og fyrrverandi leiðtogi Sandin- istahreyfingarinnar í Níkaragva, er réttkjörinn for- seti landsins. Talsmaður yf- irkjörstjórnar skýrði frá þessu í fyrrakvöld og því er ljóst, að enn hefur fjölgað í hópi vinstrisinn- aðra leiðtoga í Rómönsku Amer- íku, Bandaríkja- stjórn til mikillar hrellingar. Hafði hún og sérstaklega sendiherra henn- ar í Managua, höfuðborg Níkaragva, skorað á landsmenn að hafna Ortega en kjósa heldur keppinaut hans, Eduardo Montealegre. Er Ortega fagnaði sigrinum lagði hann áherslu á sáttfýsi og hófsemi og fullvissaði erlenda fjárfesta um, að þeir hefðu ekkert að óttast. „Ég tel, að kominn sé tími fyrir annað og betra andrúmsloft í stjórn- málum landsins, fyrir samvinnu en ekki sundrungu, fyrir Níkaragva og þá, sem höllum fæti standa,“ sagði Ortega er Montealegre hafði óskað honum til hamingju. Ortega í forsetastól í Níkaragva Daniel Ortega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.