Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 39 FYRIR KL. 9.00. FYRIR KL. 12.00. EKKERT STÖÐVAR OKKUR. DHL kemur sendingum á áfangastað með ýmsu móti. Við erum með heimsins stærsta flutninganet og komum pökkunum til skila á fleiri staði innan Evrópu fyrir kl. 09.00 og fyrir kl. 12.00 en nokkur annar. Ráðgjafar okkar eru í viðbragðsstöðu núna, það er ekki eftir neinu að bíða. HRINGDU Í SÍMA 535 1100 EÐA HEIMSÆKTU VEFINN OKKAR, WWW.DHL.IS, TIL AÐ SENDA PAKKANN AF STAÐ NÚNA. GENGIÐ hefur verið frá kaupum ríkisins á hlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrar í Landsvirkjun. Við þessi viðskipti er í sjálfu sér ekkert athugavert. Borgarstjóri Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gerði ágætlega grein fyrir sjónarmiðum meirihlutans í Reykjavík vegna þessarar sölu. Borgarstjóri gerði einnig grein fyrir því með hvaða hætti fyrirhugað væri að nota ágóðann af sölunni. Þ.e.a.s. 23 milljörðum verður varið til greiðslu á framtíðarlífeyrisskuld- bindingum Reykjavíkurborgar. Væntanlega er þá verið að tala um greiðslur til Lífeyrissjóðs starfs- manna Reykjavíkurborgar. Við þá ráðstöfun er ýmislegt að athuga og í raun óásættanleg fyrir mikinn meiri- hluta íbúa Reykjavíkur. Að undanförnu hafa hinir almennu lífeyrissjóðir legið undir miklu ámæli vegna aðgerða til að stemma stigu við vaxandi örorkubyrði þessara sjóða, sem mun óhjákvæmilega leiða til skerðingar á lífeyrisgreiðslum síð- ar verði ekki gripið í taumana nú þegar. Fjármögnun þessara sjóða byggist á framlögum launþega og at- vinnurekanda á hverjum tíma, sem síðan felur stjórnum sjóðanna ávöxt- unina til allrar framtíðar. Komi síðar í ljós að ávöxtun sjóðanna standi ekki undir lífeyrisskuldbindingunum ger- ist aðeins eitt, sjóðirnir verða að grípa til skerðingar á greiðslum til sinna umbjóðenda. Öfugt er því hins vegar farið með lífeyrissjóði hins opinbera, þ.á m. Líf- eyrissjóð starfs- manna Reykja- víkurborgar. Víst er það svo að fjár- mögnun sjóðanna byggist á sömu lögmálum, þ.e.a.s. fram- lögum atvinnu- rekandans og launþegans og stjórnum sem falin er ávöxtun. En bregðist ávöxtunin í þessum sjóðum gilda hins vegar önnur lögmál, í stað þess að grípa til skerðingar er sent bréf annaðhvort til fjármálaráðherra eða borgarstjóra þar sem tíundaðir eru greiðsluerfiðleikar sjóðsins og peningar eru sendir um hæl til þess að sjóðirnir geti staðið við skuldbind- ingar sínar. Í þessum sjóðum þarf ekki að grípa til skerðinga. Rök borgarstjóra í þessu máli kunna að vera þau að þessar framtíð- arskuldbindingar hverfi ekki og því sé betra að tryggja þetta fjármagn í þær, skuldbindingar þessar gagn- vart starfsmönnum Rvkb. eru lög- varðar sem betur fer fyrir starfs- menn. Þetta er þekkt úr einkavæðingarferli ríkisstjórn- arinnar, stór hluti þess ágóða hefur runnið til greiðslu framtíð- arskuldbindinga opinberra lífeyr- issjóða þ.á m. Lífeyrissjóðs alþing- ismanna og ráðherra sem hafa nú þegar skammtað sér lífeyriskjör langt umfram velsæmismörk. Það er móðgun við hina almennu íbúa Reykjavíkur, þá sem borga í al- menna lífeyrissjóði að eyrnamerkja þessa peninga með þessum hætti. Þetta er ekki rétti peningurinn til að nota í skuldajöfnun gagnvart lífeyr- issjóðum, jafnvel þótt þetta komi til með að líta betur út á prenti, hvað varðar skuldastöðu borgarinnar á næstu árum. Til greiðslu lífeyr- isskuldbindinga hefur borgarstjórn útsvarið, jafnvel þótt það komi til með að hefta framkvæmdagleði nú- verandi borgarstjórnar að einhverju leyti, það er sami raunveruleiki og aðrar borgarstjórnir hafa þurft að búa við. Sé það hins vegar einlægur vilji borgarstjórnarmeirihlutans að nýta þessa peninga í þágu lífeyrisréttinda allra íbúa Reykjavíkur má vel fara þá leið að skipta þessum peningum á milli allra lífeyrissjóðanna sem starfa á Reykjavíkursvæðinu eftir höfða- tölu. Með þeim hætti mættu flestir vel við una, bæði almennu sjóðirnir og þeir opinberu. Það er vegna þessa sem ákvörðun meirihlutans í Reykjavík um notkun á ágóða vegna sölu LV er óásætt- anleg, með yfirlýsingunni segir borg- arstjóri það berum orðum að þessi ágóði er aðeins ætlaður hluta Reyk- víkinga, þeir sem vinna á hinum al- menna markaði fá ekki neitt. Sé það vilji meirihlutans að Reykvíkingar allir njóti ávaxtanna af sölu LV munu borgarfulltrúar endurskoða ráð- stöfun þessa ágóða þegar samningur þessi kemur til afgreiðslu borg- arstjórnar. ODDUR FRIÐRIKSSON, Marteinslaug 12, Reykjavík. Um notkun LV gróðans Frá Oddi Friðrikssyni: Oddur Friðriksson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í UMRÆÐU um frumvarp rík- isstjórnarinnar um hluta- félagavæðingu Rík- isútvarpsins eru þau rök einkum færð fram að hlutafélaga- formið hafi sannað sig sem gott form í fyrirtækjarekstri. Undir það vil ég taka. Áður en hlutafélaga- formið ruddi sér til rúms var iðulega erf- itt að selja stór fyr- irtæki, nokkuð sem reyndist auðveldara eftir að eignarhlut- irnir urðu fleiri og smærri. Að þessu leyti hefur hluta- félagaformið auðveld- að kaup og sölu fyr- irtækja og þannig gert eignarhaldið sveigjanlegra. Annað er, að með hlutafélagaforminu hefur aðkoma eigenda að rekstrinum fengið ákjósanlegan farveg og eru hlut- hafafundir til marks um hvernig eigendur, stórir og smáir, geta veitt aðhald með því að pund þeirra sé vel ávaxtað í fyrirtæk- inu. Með skírskotun m.a. til þessa get ég heilshugar tekið undir að hlutafélagaformið er gott og hef- ur sannað sig. Ef hins vegar um er að ræða stofnun sem ekki stendur til að selja og ef um það er að ræða að hlutabréfið verður aðeins eitt og í forsjá eins ráð- herra, leyfi ég mér að spyrja hvort hlutafélagaformið sé heppilegt. Þetta stendur til að gera með Ríkisútvarpið nái frumvarp rík- isstjórnarinnar fram að ganga. Til stend- ur að gefa út aðeins eitt hlutabréf. Á hluthafafundinum verður því aðeins menntamálaráðherra eða fulltrúi hans til þess að ræða við stjórnarmenn (sem endurspegla stjórn- armeirihlutann í rík- isstjórn hverju sinni) og að sjálfsögðu út- varpsstjóra sem verður einráður yfir mannahaldi og allri dagskrárgerð. Mér væri þetta allt skilj- anlegra ef til stæði að selja Rík- isútvarpið. Eða ef gert væri ráð fyrir nokkrum fjölda hluthafa sem veittu stofnuninni aðhald! Ekkert slíkt stendur til – að sögn. Ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur, sverja og sárt við leggja að engin áform séu um fjölgun hluthafa, hvað þá um sölu hlutabréfa. Mér er spurn: Er verið að hafa einhvern að fífli? Hvern er verið að hafa að fífli? Ögmundur Jónasson skrifar um hlutafélagavæðingu Rík- isútvarpsins Ögmundur Jónasson » Til stendurað gefa út aðeins eitt hlutabréf. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.