Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Knarrarvogi 4, Reykjavík Skilagjaldið er 10 krónur fyrir vín-, öl- og gosdrykkjaumbúðir Húsaskilti Klapparstig 44 • sími 562 3614 Síðasti dagur pantana fyrir jólin er laugardagur 11. nóvember ÚR SMIÐJU Gyrðis Elíassonar hafa komið margar bækur með sög- um hans og ljóðum. Hann hefur smíðað skáldskaparheim sem virðist smám saman hafa fjarlægst megin- svið þeirra umsvifa sem helst fá at- hygli í fjölmiðlum. Við nánari athug- un kemst maður þó að raun um að í þessum heimi hefur hann dregið fram bakland samtímans – dreifbýli hans, hugardjúp og þjóðsögulegt ívaf. Þessi heimur einskorðast ekki, fremur en íslenskur samtími, við Ís- land. Ekki aðeins eiga sum ævintýri Gyrðis sér erlendar rætur, heldur hefur hann á síðustu sautján árum þýtt fjölda verka á íslensku. Þegar litið er yfir höfundarverk Gyrðis og framlag hans til íslenskrar bók- menntasögu skynjar maður margs- konar hugmyndaleg og fagurfræði- leg tengsl milli þýðinga hans, sem flestar eru ættaðar frá Norður- Ameríku, og frumsaminna texta. Fyrirferðarmestur í hópi þeirra höfunda sem Gyrðir hefur þýtt er Richard Brautigan, en á sínum tíma fundu margir af hippakynslóðinni hjartslátt tímans í verkum hans og jafnframt viss mótvægi við „Beat“- höfundana sem hann átti þó sitthvað sameiginlegt með. Um eða uppúr 1980 var Brautigan hinsvegar kom- inn úr tísku, sala á bókum hans fór minnkandi, forleggjarar drógu lapp- irnar og óstaðfestar heimildir herma að dræm viðbrögð við handriti hafi átt sinn þátt í að hann stytti sér ald- ur árið 1984, tæplega fimmtugur. Það var sem fyrrum blómleg jörð hefði farið í eyði. Síðasta verk höf- undarins lá lengi óhreyft og kom ekki út vestanhafs fyrr en árið 2000 – Ógæfusama konan. Það er einhvern veginn dæmigert að Gyrðir Elíasson skuli hafa farið inn á þessa eyðijörð og séð að þar kraumaði allt af lífi. Hann þýddi sög- una Svo berist ekki burt með vind- um 1989, í kjölfarið fylgdu Vatnsmelónusykur (1991) og Sil- ungsveiði í Ameríku (1992) og nú er Ógæfusama konan komin. Undirtit- ill verksins, Ferðalag, er ekki að ófyrirsynju, því lesandi lendir á miklum þeytingi með sögumanni sem skrifar einskonar ferðadagbók og virðist lítt dulbúinn fulltrúi höf- undar síns. Raunar er hreint ekki auðvelt að vita hvort lesa eigi þetta verk sem skáldsögu eða beinlínis sem endurminningar höfundarins. Þetta fór í taugarnar á sumum rit- dómurum vestra, sem er ein- kennilegt, svo algengar sem tilraunir með skáldsagnaformið hafa verið, meðal annars út- þurrkun skýrra marka milli skáldsagna og sjálfsævisögulegra skrifa. Raunar mætti ætla að „endurminningar“ væri rangt orð. Er skrifari kannski einmitt á flótta frá þeim, reyn- andi að hysja sig inn í núið og finna þar nýja stefnu? Hann hefur verið á eirðarlausu flakki milli staða og „frjálsu falli á almanak- inu“ þegar hann reynir að grípa í skottið á tímanum og sjálfum sér daginn er hann verður 47 ára. Hann reynir beinlínis að skrifa hið lifaða augnablik í minnisbók, einskonar dagbók. Eitt sinn gengur kónguló eftir handlegg hans á meðan hann er að skrifa. „Hún er áfram á mér, eins- og ég er á þessari síðu, en ég verð að fletta bráðum því ég er að verða bú- inn með plássið.“ Á öðrum stað segir: „Í þessari setningu er ég aftur farinn að búa í undarlega húsinu í Berkeley þar sem konan hengdi sig.“ Hið skrifaða nú skreppur undan og inn í rými þess flæða þau öfl og þær hugsanir sem herja á sögu- mann. Miðpunktur verksins er hús konu sem hann þekkti. Eitt- hvað dregur hann endurtekið að þessu húsi í Berkeley, þar sem hún bjó og fyr- irfór sér; hann dvelur þar og sefur jafnvel í rúmi hennar. Segja má að hringur sé hins- vegar dreginn um textann af annarri vin- konu hans, sem er að deyja úr krabbameini, og henni er bókin til- einkuð. Fleiri konur koma við sögu, jafnt samferðakonur sem konur stuttra kynna. Brautigan var annálaður kvennamaður og ef til vill má lesa bókina sem uppgjör að þessu leyti og jafnframt viðurkenn- ingu á því lífsakkeri sem konur hafa verið honum. Hafi skrifari sekt- arkennd að þessu leyti snýr hún þó einkum að dóttur hans sem hann ótt- ast að missa samband við. Einkunn- arorð og lokaorð bókarinnar eru sótt í Ífígeníu í Ális eftir Evripídes en í þeim harmleik fórnar Agamemnon dóttur sinni til að fá vind í seglin á leið til Tróju. Er þessi bók þá ofurseld dauða og harmi? Vissulega hlaðast dauðastef- in upp í minnisbók sögumanns, greint er frá heimsóknum í kirkju- garða á skrifandi stund og í minn- ingu sem sækir að – og önnur minn- ing geymir brennandi hús. En inn í þessi dauðastef vefjast aðrar kennd- ir og líkt og óafvitandi hrifsar skrif- ari hversdagsstundir og glötuð augnablik úr klóm dauða og óminnis. Og inn í látlausa dagbókarskráningu laumast lýrískar athugasemdir: „Líf mitt hefur raunar verið í kyrrstöðu í meira en ár, það tekur mig oft lang- an tíma að gera einföldustu hluti og hjarta mitt hefur verið líkt og ný- lenda á yfirborði mánans, byggð ein- stæðum grýlukertum sem virðast óhagganleg.“ Einkennilegt að tala um kyrrstöðu á öllu þessu flandri, en þessi samleikur eirðarleysis og þunglyndis er grundvallareinkenni verksins og hann orkar síður en svo sligandi á lesandann. Raunar finnur lesandi til þeirrar magísku kenndar að tíminn í verkinu líði bæði hægt og hratt – og ekki má gleyma þeirri kímni sem býr í öllum sögum Brau- tigans og birtist meðal annars í þess- um orðum í upphafi kafla um enn eina ferð hins eirðarlausa manns: „Eini ferðamannastaðurinn sem mér var sýndur í Illinois var sveitasetur mannsins sem fann upp gaddavír- inn“. Eirðarlaus í Berkeley BÆKUR Þýdd skáldsaga Eftir Richard Brautigan. Þýðandi: Gyrðir Elíasson. Uppheimar, 2006. Ógæfusama konan Ástráður Eysteinsson Gyrðir Elíasson SKÁLDSAGAN Svavar Pétur og 20. öldin eftir Hauk Má Helgason um- faðmar svokallaðan póstmódernisma í bókmenntum og gerir sér enn- fremur mat úr nokkrum þekktum kenningum og hugmyndum þess- arar stefnu. Þetta er verk sem spyr samtímann ákveðinna spurninga, einkum er ímyndasamfélagið yf- irheyrt, en þetta gerir skáldsagan með því að sviðsetja ólíkindalega sögu sem þó er ekki alveg skilin frá veruleikanum. Veruleikinn er reyndar eitt af að- alþemum verksins og kannski væri best að nota þetta orð í gæsalöppum því eitt af því sem Haukur Már bendir á í sögunni er að veruleikinn sem slíkur stendur höllum fæti í nú- tíma sem í auknum mæli lýtur lög- málum afþreyingariðnaðar og fjöl- miðla, og þeirrar ímynduðu orðræðu sem þar verður til. Hér segir frá bankastarfsmann- inum Svavari sem hefur sér það helst til frægðar unnið að vera alveg fullkomlega venjulegur, hann skarar ekki fram úr á neinu sviði og hans helsta markmið í lífinu er að vera laus við áreiti. Þar sem þetta er ekki hægt leitar hann sér skjóls í reglu- semi, sjálfsaga og endurtekninga- samri tilveru sem á sér sitt grá- móskulega akkeri í skrifstofustarfi þar sem kröfurnar breytast lítið dag frá degi. Sá tilbreytingarlausi far- vegur sem Svavari hefur tekist að koma lífi sínu í tekur þó skarpa beygju einn góðan veðurdag þegar honum er falið óvenjulegt hlutverk í bankanum. Í samstarfi við atburða- stjórnunarfyrirtæki hefur bankinn tekið að sér að vera leiðandi í metn- aðarfullu verkefni sem nefnist Öldin okkar og gengur út á að gera Kópa- vog að eins konar skemmtigarði og lifandi minnisvarða um nýliðna 20. öldina. Verkefni Svavars er að sjá til þess að leyfi fáist til að flytja lík Johns Lennons til Íslands en því er ætlað stórt hlutverk í skemmtigarð- inum. Hugmyndin að flytja lík Lennons til Kópavogs, þar sem því verður komið fyrir við „hvítan flygil í hvít- um glerhjúpuðum frystiklefa við höfnina“, er skondin sökum þess hversu fjarstæðukennd hún er og ekki skánar það þegar í ljós kemur að lík Lennons er ekki lengur til, það var brennt. Svavari líst heldur ekki nema miðlungsvel á þetta „sérverk- efni“ en tekur því þó með furðanlegu jafnaðargeði. Sú staðreynd að „at- burðastjórnendur“ verkefnisins, en oddviti þeirra í sögunni er ung kona að nafni Ásthildur, depla ekki einu sinni auga andspænis fjarveru líks- ins er dæmi um einn athyglisverð- asta brodd verksins en það eru ein- mitt vangavelturnar um hversu nauðsynlegur raunveruleikinn sé sem hráefni þegar kemur að sköpun sjónarspila í póstmódernískri ver- öld. En niðurstaðan er sú að hann sé ekki ýkja mikilvægur hluti af slíku framtaki. Í Öldinni okkar verður Kópavogur líkt og fjölmiðlaður heimur – allur heimurinn safnast saman í sjónvarp- inu og Öldin okkar leitast eftir því að skapa samskonar stemningu í lifandi rými. Með því að blanda saman ís- lenskum sérkennum og heimssögu- legum viðburðum 20. aldarinnar, líkt og risi Berlínarmúrsins, sem vitan- lega áttu sér ekki stað á Íslandi er tíminn hins vegar hrakinn á brott í ákveðnum skilningi, sérkennum at- burða og samhengi er hafnað. Sög- unni og tímanum er steypt í form nostalgíu, og þau þannig gerð að söluvöru, en samband nostalgíu við veruleikann er að sjálfsögðu afar brothætt. Það er hugmyndin um „einfaldari“ tíma sem liggur að baki, en fyrirætlunin er hér útskýrð af Ásthildi: „Kópavogur verður griða- staður fyrir þá sem þola ekki hraða, markaðsstarf, síbylju 21. aldarinn- ar.“ Hér hefur orðið til markaðs- áætlun sem leggur á mið óhamingj- unnar sem býr í allsnægtunum, og nýtir sér þannig þá þversögn sem Freud sagði eitt sinn liggja mann- legri siðmenningu til grundvallar, það að við getum eiginlega ekki lifað af án hennar, í bókstaflegum skiln- ingi, en það að lifa innan vébanda hennar framkallar taugaveiklun, óhamingju og geðsjúkdóma. Svarið sem hér er boðið upp á er eins konar pósthúmanískt samfélag þar sem vandamálin eru á góðri leið með að verða uppfærð í tölvu, ásamt flestu öðru, sem framkallar skilvirka og ánægjulega útópíu. Þetta er að minnsta kosti niður- staða Svavars sem þannig eygir möguleika á að lifa hið fullkomna ástand kyrrðar og friðar fyrir áreiti. Í ljósi þess að frásagnaraðferð bók- arinnar miðast við vitund hans, en bók- in samanstendur af stuttum fyrstu per- sónu köflum, hlýtur maður þó að spyrja hversu vel skáld- verki vegnar sem staðsetur slíkt dauð- yfli í miðju sög- unnar. Svarið er tvíbent. Gallar bókarinnar tengjast að vísu frásagnaraðferðinni og persónusköpun Svavars, en búddísk leit hans að tóminu reynist þó ekki helsta vandamálið. Áherslan sem bókin leggur á vangaveltur Svavars sem reynist búa yfir mun ríkulegra ímyndunarafli en maður skyldi ætla í fyrstu reynist á hinn bóginn ákveð- inn akkillesarhæll. Kaflarnir þar sem hann sundurgreinir jafn ólíka hluti og biblíuna og biðraðir, þetta er jafnan gert í andstuttum mónólóg- um, eru nefnilega jafn misjafnir að gæðum og þeir eru margir. Í þessum tilvikum beinist líka athyglin í aukn- um mæli að stílnum. Tungumál höf- undar er laust við stíltakta í hefð- bundnum skilningi þess orðs, áhrifa er í staðinn leitað með rythma og með því að brjóta upp setningar, hálfgerð ofgnótt einkennir texta- flauminn, og þetta tekst stundum vel. Ákveðin beintenging við per- sónuna skapast. Á öðrum stundum verður textinn hálfþreytandi og bloggkenndur og tengist það jafnan þeim langsóttu og stundum silalegu hugrenningum sem lýst er sem innviðum sálar Svavars. Það er ekki laust við að söguþráðurinn virð- ist eiga sér stað í skúma- skotunum sem verða til á milli þessara huglægu kafla og eftir því sem Svavar nennir að veita honum athygli. Að sjálf- sögðu þarf þetta ekki að vera galli en eins og þeir vita sem lesa blogg þarf það að vera rífandi gott svo maður haldist við í tvö hundruð síður. Þarna gloprast líka niður marg- ar af þeim ágætu hug- myndum sem eru kveikj- an að sögunni. Lennon-líkflutningurinn, veruleika- líkið Kópavogur, sjálfhverf og þver- sagnakennd tölvukerfi, allt þetta víkur of snemma úr sögunni, að því er virðist til að skapa rými fyrir Svavar og tómið. Enda þótt 20. öldin hreiðri um sig í titlinum vofir framtíðin yfir allri bókinni. Og sýn verksins er ekki ýkja bjartsýn – framtíðin er hjá- veruleiki og upplausn hins mann- lega. Þegar tekist er á við hug- myndir er bókin lifandi á hátt sem er afskaplega gefandi fyrir lesandann, hún spyr spurninga um sýn okkar á samtímann og hlutverk mannsins í tæknivæddri veröld. Það má hins vegar velta fyrir sér hvort sá til- raunakenndi bragur sem er á bók- inni verði henni ekki að lokum of- viða. Veruleikalíkið Kópavogur BÆKUR Skáldsaga Skáldsaga eftir Hauk Má Helgason. Ný- hil. Reykjavík. 2006. 172 bls. Svavar Pétur og 20. öldin Björn Þór Vilhjálmsson Haukur Már Helgason Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.