Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í heimsókn til Kúbu í ágúst, nánar tiltekið í fangabúð- irnar sem Bandaríkjamenn reka við Guantanamo-flóa, hitti ég Rushan nokkra Ab- bas, en hún er varaforseti samtaka Uighur-manna í Bandaríkjunum (www.uyghuramerican.org), þrýsti- hóps sem hefur tekið sér það verk á hendur að kynna málstað Uighur- þjóðarinnar fyrir umheiminum og færa til bókar ofsóknir á hendur Uig- hur-mönnum í Kína. Abbas er glæsileg kona um fer- tugt, þykkt og dökkt hár hennar og óverulegt mið-asískt andlitsfall gefur til kynna uppruna hennar, en að öðru leyti virkaði hún sem Bandaríkja- maður. Abbas kom sem námsmaður til Bandaríkjanna, þetta var um þremur vikum fyrir atburðina á torgi hins himneska friðar 1989 er kínversk stjórnvöld börðu niður mótmæli námsmanna. George Bush, forseti Bandaríkjanna, veitti Uighur- mönnum í Bandaríkjunum um- svifalaust ríkisborgararétt í kjölfar þessara atburða og Abbas hefur búið þar síðan. Uighur-þjóðin byggir Xinjiang- hérað í norðvesturhluta Kína, sem Uighur-menn kalla reyndar Austur- Túrkistan. Þar vilja þeir stofna sjálf- stætt ríki, sem skýrir hvers vegna kínversk stjórnvöld hafa beitt jafn miklu harðræði og raun ber vitni. Fullyrt er að þeir neyði fóstureyð- ingar upp á konur af Uighur- þjóðinni, ungt fólk er svipt aðgengi að menntun og þar fram eftir götum. Abbas talaði um það í samtalinu við mig að land þetta væri einfald- lega hernumið af Kínverjum, staða þess væri sambærileg við stöðu Tíb- et. Skrifi menn greinar í blöð sem túlka megi sem stuðning við sjálf- stæði Uighur-manna eigi þeir á hættu að verða dæmdir í 9–10 ára fangelsi. Uighur-menn eru múslímar af mið-asískum uppruna, tala tungumál sem svipar til tyrknesku. Opinberar tölur í Kína gefa til kynna að um ellefu milljónir manna búa í Xinjiang, þar af séu Uighur- menn ríflega 8,6 milljónir. Á heima- síðu Uighur-samtakanna í Banda- ríkjunum kemur hins vegar fram að sennilega séu Uighur-menn næstum tvöfalt fleiri. Ég hitti Abbas sem fyrr segir í Gu- antanamo. Hún var þar í stuttri heimsókn í því skyni að túlka fyrir sautján Uighur-menn sem haldið er í fangabúðunum. Fimm Uighur- mönnum hafði verið sleppt úr haldi í vor, ljóst þótti að þeir hefðu aldrei haft nein áform um að fremja hryðju- verk gegn Bandaríkjunum þó að þeir hefðu verið handsamaðir í Afganist- an. Þeir búa nú í Albaníu, ekki var hægt að framselja þá í hendur kín- verskum stjórnvöldum, þau hefðu mögulega tekið þá af lífi fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum, og engin þjóð önnur en Albanía vildi taka við þeim (íslensk stjórnvöld fengu beiðni eins og um 100 ríki önnur). Um einhvern meiriháttar mis- skilning virðist hafa verið að ræða af hálfu Bandaríkjamanna. Fullyrti Ab- bas að Uighur-fólkið myndi aldrei grípa til vopna gegn þeim. „Uighur- menn standa frammi fyrir aðeins ein- um óvini: Kína og aðgerðum kín- verskra stjórnvalda, en þau hafa of- sótt Uighur-þjóðina fyrir það eitt að vera til, fyrir að iðka trú sína, tala tungumál sitt,“ sagði hún „Græneðl- ur [e. iguanas] hafa meiri rétt í Gu- antanamo [aki bandarískur hermað- ur á græneðlu bíður hans 10 þúsund dollara sekt] en Uighur-fólkið hefur í Kína,“ bætti hún svo við. Abbas segir að mennirnir sem hafa mátt dúsa í Guantanamo sl. fjögur ár rúm hafi flúið heimaland sitt sökum þess að þeir sættu ofsókn- um eða mættu mismunun; fengu ekki vinnu, fengu ekki að reka fyrirtæki, fengu ekki að eignast börn. Þeir voru búnir að fá sig fullsadda, ákváðu að fara til Mið-Asíu því að í ríkjum eins og Úsbekistan og Kasakstan tala menn tungu sem svipar til þeirrar, sem Uighur-menn tala. Abbas segir að því miður hafi þessi ríki hins vegar lent í vasanum á Kín- verjum eftir hrun Sovétríkjanna, Kína hjálpi þeim fjárhagslega en fyr- ir vikið taki þeir flóttafólki af þjóð Uighur heldur kuldalega. Mennirnir enduðu því í Afganistan, sem fyrr segir. Abbas segir að Uighur-fólkið finn- ist alls staðar, stór hópur sé í Þýska- landi, líka í Skandinavíu. Færri en 10.000 Uighur-menn eru þó í Banda- ríkjunum. Forseti Uighur-samtakanna bandarísku og samstarfskona Abbas heitir Rebiya Kadeer, hún var til- nefnd til friðarverðlauna Nóbels á þessu ári fyrir störf sín í þágu þjóðar sinnar. Um 100.000 Uighur-menn munu dúsa í fangelsi í Kína fyrir pólitískar skoðanir sínar og trúarbrögð. Þeirra á meðal eru þrír synir Kadeer og sjálf var hún í fangelsi þar til fyrir tæpum tveimur árum. Hún er 58 ára gömul, ellefu barna móðir, óþreyt- andi baráttukona, sjálfsagt verðugur friðarverðlaunahafi. Kadeer stóð í ábatasömum rekstri sem tryggði löndum hennar vinnu og þjálfun. En fyrirtæki hennar hafa sætt ofsóknum í heimalandinu og synirnir þrír, sem allir komu að rekstrinum, eru sagðir hafa verið barðir til óbóta áður en þeim var fleygt í fangelsi. „Til að þagga niður í mér reyndu þeir fyrst að skaða reksturinn. En síðan fannst þeim það ekki nóg. Þeir vita að ég elska börnin mín og þau unna mér einnig, þannig að næst réðust þeir gegn þeim,“ sagði Kadeer nýverið í samtali við AFP-fréttastofuna. Hún segir að kínverskir ráðamenn hafi kannski reiknað með því að hún gerðist hlýðin húsmóðir eftir að þeir slepptu henni úr fangelsi. Það hafi hins vegar aldrei komið til greina. „Ég verð að láta veröldina vita um baráttu þjóðar minnar, hvernig við lifum öll í einu stóru fangelsi og eig- um yfir höfði okkar menningarlegt þjóðarmorð,“ segir hún. Uighur- þjóðin ofsótta » „Græneðlur [e. iguanas] hafa meiri rétt í Gu-antanamo [aki bandarískur hermaður á græ- neðlu bíður hans 10 þúsund dollara sekt] en Uig- hur-fólkið hefur í Kína.“ BLOGG: davidlogi.blog.is VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is Rushan Abbas, 9. ágúst 2006. KOSNINGAÚRSLITIN 1978 – fyrir tæpum 30 árum – voru eins og pólitískur jarðskjálfti, a.m.k. 7,5 á Richter. Það skalf allt og nötraði. Hefðbundin helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisframsókn- arflokksins var við völd, þá sem nú. Stjórnmála- forystan í landinu bar sýnileg þreytumerki, eftir að hafa hjakkað í sama farinu árum sam- an, án árangurs. Undir niðri kraumaði óánægja, sem braust upp á yfirborðið í kosn- ingunum. Tvíflokkur helmingaskiptanna galt afhroð. A-flokkana vantaði aðeins þrjá þingmenn í starfhæfan meirihluta. Það þótti næstum því bylting. Kosningaúrslitin voru krafa um breytingar. En skila- boð nýrrar kynslóðar komust ekki til skila. Stjórnmálaforystan var ekki vandanum vaxin. Sjáandi sá hún ekki og heyrandi heyrði hún ekki. Þess vegna fór sem fór. Tómt klúður. Ung kynslóð og óþreyjufull var að hasla sér völl í aðdraganda þessara kosninga. Þar fór fremstur í flokki Vilmundur Gylfason með Valgerði Bjarnadóttur að bakhjarli. Hann hafði allt aðra sýn á þjóðfélagið en þeir kerfiskallar, sem sátu á fleti fyrir og vörðu sérhagsmuni hins pólitíska samtryggingarkerfis af gömlum vana. Þeir skildu varla, hvað var á seyði. Ef krafan var ekki um frjálsar ástir, þá var hún a.m.k. um opin prófkjör, frjálsa fjölmiðla, beint kjör forsætis- ráðherra, vinnustaðasamninga um kaup og kjör, frjálsan afgreiðslutíma verslana (og svokallaðra skemmti- staða) og sitthvað fleira. Þetta hljóm- aði róttækt og þar af leiðandi hættu- legt. En kerfið varð klumsa. Það stóð þetta áhlaup af sér. „Arkitekt kosn- ingasigursins“ var settur utan garðs. Og lífið hélt sinn vanagang. Um líf og lit Vonbrigðin ollu því, að Vilmundur varð viðskila við Alþýðuflokkinn og stofnaði eigið málfundafélag, Banda- lag jafnaðarmanna. Þetta var fínn klúbbur með fínar hugmyndir. Und- irtektirnar vöktu væntingar, en kosn- ingaúrslitin 1983 ollu vonbrigðum. Bandalagið varð skammlíft, þótt hug- myndir þess væru lífvænlegar. Flest- ir forystumanna þess gengu til liðs við Alþýðuflokkinn, þar sem hugmyndir brautryðjandans fengu margar hverj- ar framhaldslíf í þeim ríkisstjórnum, sem Alþýðuflokkurinn gaf líf og lit á árunum 1987 til 1995. Jarðtenging Íslands við innri markað og samkeppnisumhverfi Evr- ópu lagði grunninn að gerbreyttu þjóðfélagi. Það tók tímann sinn að hrinda þessum hugmyndum í fram- kvæmd. Tregðulögmálið (helminga- skiptasamlagið, sem nú væri kallað ohf) lætur ekki að sér hæða. Eftir sérstakt hagsæld- arskeið í rúman áratug er Ísland komið í fremstu röð ríkustu þjóða heims. EES margfaldaði heima- markaðinn 300-falt í einu vetfangi. Hag- kerfið varð allt í einu nokkrum númerum of stórt. Skuldirnar munu að vísu fylla upp í skó- stærðina, hægt en örugglega. Þetta hefur gerst hratt. Ísland er ekki lengur ver- stöð. Það kallast nú alþjóðavætt þjón- ustusamfélag í fremstu röð. Breyting- arnar hafa gerst svo hratt, að við erum rétt að byrja að átta okkur á því, að eyjan í norðri er orðin að al- þjóðavæddu fjölþjóðasamfélagi. Og nota bene: Einhverju mesta ójafn- aðarþjóðfélagi Evrópu, þar sem gjáin milli ríkra og fátækra dýpkar hraðar en víðast hvar. Fyrir komandi kosningar vorið 2007 stendur Íslands farsælda frón frammi á ystu nöf á krossgötum: Vilj- um við tilheyra hinu norræna velferð- arsamfélagi eða rekur okkur – nauð- ug viljug – í áttina að hinu ofbeldisfulla villta vestri? Kannski er þetta spurningin, sem skiptir mestu máli í kjörbúðinni vorið 2007: Viljum við snúa á vit Evrópu þrátt fyrir allt, eða bíður okkar hlutskipti fylkis í Am- eríku – númer fimmtíu og eitt – eða í kaupfélagi við Alaska? Um samhengi hlutanna Er eitthvert samhengi í þessu öllu saman? Hugsum um það. Þegar Ís- land gekk í NATO krafðist utanrík- isráðherra Íslands, Bjarni Benedikts- son, þess, að aðildaríkin viðurkenndu sérstöðu Íslands sem lands án hers og vopna, og að aldrei yrði erlendur her á Íslandi á friðartímum. Þegar Ís- lendingar gerðu varnarsamning við Bandaríkin 1951 vildu Bandaríkja- menn, að hann yrði án uppsagn- arákvæðis. Bjarni Benediktsson, ut- anríkisráðherra Íslands, svaraði því til, að heldur vildu Íslendingar taka þá áhættu að vera án landvarna en að sæta slíkum afarkostum. Þess vegna voru gagnkvæm uppsagnarákvæði í varnarsamningnum. Þess vegna get- um við sagt varnarsamningnum upp, þökk sé Bjarna. Þegar við lá, að Ísland yrði inn- lyksa í hálfsovésku flokksræðiskerfi helmingaskiptaflokkanna og yrði úti- lokað frá samrunaferlinu í Evrópu, tók Gylfi Þ. Gíslason, leiðtogi Alþýðu- flokksins, af skarið og leiddi okkur inn í fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA). Það hefði að vísu ekki geng- ið, ef Gylfi hefði ekki á áratug Við- reisnarstjórnarinnar haft frumkvæði að því að aflétta ánauð ríkisforsjár skömmtunarkerfisins, sem helminga- skiptaflokkurinn hafði þröngvað upp á okkur, meira að segja löngu eftir dauða Stalíns. Vilmundi Gylfasyni voru að vísu mislagðar hendur í fjölmiðlafárinu, en hugmyndir nútímalegrar jafn- aðarstefnu um kraftbirtingu mark- aðarins undir leiðsögn lifandi lýðræð- is vísuðu til framtíðar, sem reyndist ýkjulaus og sönn. Það er sagt, að fáir njóti eldanna, sem fyrstir kveikja þá. Látum vera. Þannig er lífið. Það er ekki þar með sagt, að við þurfum öll að vera sögulegar geðlurður án minn- is og markmiðs. Framundan eru kosningar. Þá ber að kjósa mann og annan. En aftur að samhengi hlutanna. Með stofnun Samfylkingarinnar fyrir fáeinum ár- um átti gamall draumur að rætast. Þessi draumur um sameiningu jafn- aðarmanna er jafngamall hreyfing- unni og því löngu tímabært að draga hann ofan úr draumheimum niður á hið jarðneska plan. Því að jafn- aðarstefnan snýst ekki um paradís á himnum, heldur um réttlæti á jörðu. Jafnaðarstefnan á marga strengi í hörpu sinni. Til þess að ná hinum hreina tóni verður að stilla saman þá strengi alla. Hina hreinu og kláru um- bótastefnu Alþýðuflokksins, menn- ingarvitund Alþýðubandalagsmanna og kröfu þeirra um herlaust land. Jafnréttiskröfur Kvennalistans og hugmyndir Bandalags jafn- aðarmanna um heiðarlega stjórn- sýslu. Í húsi föðurins eru margar vist- arverur, eins og þar stendur. En allir, sem þar búa, þurfa að koma að hinu sameiginlega borði, þar sem ráðum er ráðið til lykta. Vitjunartími? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um jafnaðarstefnuna » Jafnaðarstefnan ámarga strengi í hörpu sinni. Til þess að ná hinum hreina tóni verður að stilla saman þá strengi alla. Jón Baldvin Hannibalsson Höfundur var formaður Alþýðuflokksins 1984–96. BRESKA ríkisstjórnin kynnti í liðinni viku spá um að hagkerfi heimsins minnki um fimmtung verði ekki gripið til aðgerða gegn gróðurhúsaáhrifum. Vísindaleg rök séu yf- irþyrmandi. Stern- skýrslan um gróður- húsaáhrif er tímamó- taplagg í stjórnmálaumræðu á alþjóðavettvangi. Á þeim vettvangi hefur núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna gengið hart fram í allsherj- arstríði gegn vísind- unum og þeim vísindamönnum sem athygli vekja á vísbendingum um hlýnun loftslags. Með skýrslunni er fyllt upp í gjá í ríkjandi umræðu milli umhverf- issjónarmiða annars vegar og venju- legrar kostnaðargreiningar hag- fræðinga hins vegar. Og það sem meira er: Ríkisstjórn eins af stærstu ríkjum ESB mótar virka stefnu á þessum grundvelli. Lögfest verða markmið um takmörkun útblásturs koltvísýrings þannig að hann verði 60% minni árið 2050 en hann var 1990. Stóriðjustefnan og gróðurhúsaáhrif Samfylkingin hefur ítrekað minnt á að fyr- irhuguð álver rúmist ekki innan Kyoto- bókunarinnar og á því er m.a. byggt í stefn- unni um Fagra Ísland. Þar í mót heyrast ráð- herrar oft segja að betra sé að nota „hreina orku á Íslandi en óhreina í öðrum löndum“ og eiga þá við afleiðingar þess að álfyrirtækin velji Kína eða Suður-Ameríku frekar en Ísland. Þau rök eru dæmigerð fyrir úreltan hugsunarhátt um sérstöðu Íslands og ábyrgðarleysi í alþjóða- samfélaginu. Heimurinn ber sameig- inlega ábyrgð á umhverfismálum og siðferðileg ábyrgð á því að snúa þró- uninni við er alþjóðleg, hún er póli- tísk og enginn getur skorast undan. Náttúruvernd er alþjóðleg ábyrgð Einn þáttur í umhverfisvakning- unni á Íslandi þarf að vera skiln- ingur stjórnvalda á því að ábyrgð okkar er líka alþjóðleg. Ríkur þáttur í umræðunni um Kárahnjúkavirkjun og fyrri virkjunarkosti á Austur- landi var áhugi útlendinga, viðvörð- unarorð og á endanum harkaleg mótmæli. Þannig er heimsþorpið orðið. Samfylkingin hefur í stefn- unni um Fagra Ísland axlað ábyrgð á fyrri gjörðum og horfir nú til fram- tíðar meðvituð um hina alþjóðlegu ábyrgð sem og ábyrgðina gagnvart landinu og ófæddum Íslendingum. Gróðurhúsaáhrif tekin alvarlega Kristrún Heimisdóttir skrifar um umhverfismál » Samfylkingin hefur ístefnunni um Fagra Ísland axlað ábyrgð á fyrri gjörðum og horfir nú til framtíðar … Kristrún Heimisdóttir Höfundur er lögfræðingur og býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.