Morgunblaðið - 09.11.2006, Side 2

Morgunblaðið - 09.11.2006, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag fimmtudagur 9. 11. 2006 viðskipti mbl.is viðskipti Fyrirliði mulningsvélarinnar orðinn framkvæmdastjóri » 20 VALDATAFL Í RÚSSLANDI DANINN JEFFREY P. GALMOND STENDUR Í STRÖNGU EYSTRA SEGIST FÓRNARLAMB NJÓSNARA OG FJÁRKÚGARA » 14 Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is TRYGGINGAR og þá fyrst og fremst bifreiða- og ábyrgðartrygg- ingar hafa hækkað umtalsvert það sem af er árinu og mun meira en sem nemur hækkun vísitölu neysluverðs. Margt bendir til þess að verulega hafi dregið úr verðsamkeppninni á tryggingamarkaðinum miðað við það sem áður var og að frekari hækkanir á iðgjöldum kunni að vera yfirvof- andi að óbreyttu. Þetta má einnig lesa úr nýbirtum uppgjörum bæði Exista, sem á VÍS, og Tryggingamiðstöðvarinnar en bæði félög eru skráð í Kauphöll Ís- lands. Í þeim kemur fram að ið- gjaldatekjur Tryggingamiðstöðvar- innar (án norska félagsins Nemi) hækkuðu um rúm 18% á fyrstu níu mánuðum ársins og VÍS um ein 15% en iðgjaldatekjur Sjóvár, sem ekki er skráð á markað, munu hafa hækk- að nokkru minna eða um 10% á sama tímabili. Forsvarsmenn trygginga- félaganna hafa sagt afkomuna af vá- tryggingastarfsemi algerlega óvið- unandi enda hafi afkoma þeirra undanfarin misseri verið borin uppi af miklum fjárfestingatekjum, m.a. vegna mikilla hækkana hlutabréfa en útilokað sé að sú ávöxtun standist til lengri tíma. Tryggingar hafa hækkað langt umfram almennt verðlag Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði undirvísitöluliðurinn trygg- ingar um 13,5% á fyrstu níu mán- uðum ársins, þar af hækkuðu bif- reiðatryggingar og ábyrgðartryggingar um 15% en vísi- tala neysluverðs hækkaði á sama tíma um 6,3% þannig að hækkun á tryggingaliðunum er meira en tvö- falt meiri en hækkun verðlags. Svör forsvarsmanna stærstu tryggingafélaganna þriggja ríma mjög illa við vísitölur Hagstofu Ís- lands; talsmenn bæði VÍS og Trygg- ingamiðstöðvarinnar segja tekju- aukningu af iðgjöldum að langmestu leyti vera til komna vegna fjölgunar viðskiptavina en einungis að mjög litlu leyti vegna hækkunar iðgjalda. Burtséð frá „eðlilegri aukningu“ vegna fólksfjölgunar eða aðflutts fólks er þó engu að síður vandséð hvaðan þessi mikla fjölgun viðskipta- vina eigi að koma því ekkert trygg- ingafélaganna fjögurra, sem hér starfa, kannast við að hafa misst mikla eða umtalsverða markaðshlut- deild til keppinautanna. »8 Teikn um minni samkeppni Bifreiðatryggingar hækka um 15% á fyrstu níu mánuðum ársins LÆKKANIR einkenndu íslensk- an hlutabréfamarkað í gær en ein- ungis eitt félag hækkaði í verði, Flaga um 0,36%. Össur lækkaði um 3,02%, Avion Group um 2,59%, Landsbankinn 2,35%, Glitnir 2,17% og Actavis um 2,0%. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,54% í Kauphöll Ís- lands í gær og var lokagildi hennar 6.196,01 stig við lokun markaða. Krónan styrktist hins vegar um 0,17% í gær, samkvæmt upplýs- ingum frá Glitni. Við upphaf við- skipta var gengisvísitalan 120,3 stig, en við lokun var hún 120,1. Velta nam 13,5 milljörðum. Gengi dollarans er 68,25 krónur, pundsins 130 krónur og evrunnar 87,15. Almenn lækkun hlutabréfa í Kaup- höllinni í gær MIKIL viðskipti voru með hluta- bréf Danske Bank í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í gær, m.a. eftir að orðrómur fór á kreik um að ítalski bankinn Sanpaulo IMI hefði hug á að yfirtaka danska bankann. Yfir 7 milljónir hluta skiptu um eigendur í gær og gengi bréfa bankans hækk- aði um 3,14%. Að sögn fréttavefjar Børsens vildu talsmenn Danske Bank hvorki tjá sig um orðróminn né hlutabréfaviðskiptin í gær. Bør- sen hefur eftir verðbréfamiðlara, að franski bankinn Credit Agricole hafi keypt um helming hlutabréf- anna sem skiptu um eigendur. Ítalskur banki orðaður við Danske Bank Morgunblaðið/Ómar Umbreytingar Mikill samfelldur hagvöxtur hefur verið á Spáni í meira en áratug og er landið nú áttunda stærsta hagkerfi heimsins. » 12 fimmtudagur 9. 11. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Michel Platini vill breytingar á meistaradeildinni >> 3 HAUKAR MÁTTLITLIR BARNINGUR OG DÓMARARÖFL Í VIÐUREIGN GRANNLIÐANNA ÚR KÓPAVOGI OG HAFNARFIRÐI >> 4 Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Emil er samningsbundinn Totten- ham en hann gekk í raðir Lundúnar- liðsins frá FH um áramótin 2004-05 og gerði tveggja og hálfs árs samn- ing við félagið. Hann lék fyrsta árið með varaliði Tottenham en var í jan- úar á þessu ári lánaður til Malmö og lék með liðinu út leiktíðina en láns- samningurinn rann út um síðustu helgi. Emil þótti standa sig afar vel með Malmö og óskuðu forráðamenn sænska liðsins eftir því við Totten- ham að þeir vildu kaupa hann en Emil ljáði ekki máls á að vera um kyrrt hjá félaginu. Ætla að láta á það reyna hvort ég eigi möguleika „Ég á að vera mættur á æfingu hjá Tottenham innan tveggja vikna að því er yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham tjáði mér í vikunni,“ sagði Emil við Morgunblaðið í gær en hann er staddur hér á landi í stuttu fríi. „Ég ætla láta á það reyna hvort ég eigi einhvern möguleika hjá Totten- ham. Það er búið að ganga mjög vel hjá mér persónulega undanfarna mánuði og ég mæti til Englands reynslunni ríkari og í fínu formi. Ég hafði mjög gott að því að fara til Malmö og ég held að það sé ekki spurning að ég hef bætt mig mikið með því að fá að spila svona mikið. Forráðamenn Malmö vildu ólmir halda mér og sögðust allt vilja fyrir mig gera en ég sagði þeim að ég vildi fara aftur til Englands þar sem mekka fótboltans er. Tottenham er stór og sterkur klúbbur og ef maður fær tækifæri og nýtir það þá veit maður aldrei hvað gerist,“ sagði Em- il sem hefur stimplað sig vel inn í ís- lenska landsliðið en hann átti mjög góðan leik gegn Svíum á dögunum í sínum fimmta landsleik. Emil, sem var í banni um síðustu helgi þegar Malmö tapaði fyrir AIK, 3:0, í lokaumferðinni, lék alls 19 leiki með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni og skoraði 5 mörk en Malmö hafnaði í 7. sæti. Emil aftur til Tottenham LANDSLIÐSMAÐURINN Emil Hallfreðsson hefur leikið sinn síð- asta leik með sænska úrvalsdeild- arliðinu Malmö og ætlar að freista gæfunnar á nýjan leik með enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. Hættur hjá sænska liðinu Malmö sem vildi kaupa hann frá Tottenham Emil Hallfreðsson. VEGNA gríðarlegrar úrkomu á Spáni verða breytingar gerðar á keppnisdagskrá lokaúrtökumótsins fyrir Evr- ópumótaröðina í golfi. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG mun leika á lokaúrtökumótinu á San Roque-vellinum í Cadiz en ekki verður hægt að leika á gamla hluta vallarins fyrr en eftir næstu helgi. Forsvars- menn mótsins hafa því ákveð- ið að lengja keppnisdagskrá mótsins um tvo daga. Um síð- ustu helgi var gríðarleg úr- koma á þessu svæði og skemmdust 12., 13. og 15. braut gamla vallarins töluvert og verður hann ekki notaður í fyrstu tveimur umferðum keppninnar. Fyrstu tvær umferðir mótsins verða því leiknar á fjórum dögum en keppni hófst í morgun. Birgir Leifur hefur ekki leik fyrr en á morgun föstudag og leikur síðan aftur á sunnudaginn. Á mánudag verður gamli völlurinn tekinn í notkun að nýju og þá verður keppnis- haldið komið í eðlilegt horf. Alls eru 167 kylfingar sem hefja leik en að loknum 72 hol- um á þriðjudag í næstu viku verður keppendum fækkað í 70. Þeir fá tækifæri til að leika tvo hringi til viðbótar á mið- vikudag og fimmtudag. Keppni lýkur 16. nóvember og fá 30 efstu keppnisrétt á Evr- ópumótaröðinni á næsta ári. Votviðri setur strik í reikninginn hjá Birgi ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í körfuknattleik kvenna hefja í kvöld þátttöku í Evrópukeppninni. Haukarn- ir taka á móti spænska liðinu Caja Canarias á Ásvöllun en liðin áttust einnig við í keppn- inni í fyrra og léku fyrsta Evrópuleikinn í kvennaflokki á Íslandi frá upphafi. Caja Canarias hafði betur í báðum viðureignunum, 58:97 á Ás- völlum og 95:51 á Kanaríeyj- um. Það má reikna með þung- um róðri hjá Haukum, sem hafa unnið alla fjóra leiki sína á Íslandsmótinu. „Við ætlum að reyna að gera eins vel og við getum en auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að mótherjarnir í Evrópukeppn- inni eru sterkir. Ég tel að lið- ið okkar í dag sé betra en í fyrra og reynslan sem stelp- urnar fengu með þátttökunni á síðustu leiktíð mun örugg- lega hjálpa þeim,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið. Ágúst segir að lið Cran Can- aria sé með tvo bandaríska leikmenn sem eru betri en þeir sem voru með því í fyrra en þær Ashley Battle og Kaa- lya Chones, sem leika með liðinu, spiluðu báðar í WNBA-deildinni í sumar. „Mínar stelpur bættu sig gríðarlega í keppninni í fyrra og ég vona að sama verði upp á teningnum í ár. Þær ætla að selja sig dýrt.“ Þungur róður hjá Hauk- um gegn Caja Canaria Reuters Gleði Michael Essien og Didier Drogba voru báðir á skotskónum fyrir Englandmeistara Chelsea í gærkvöldi þeg- ar þeir burstuðu Aston Villa, 4:0, í deildabikarnum. Hér fagna þeir saman markinu sem Essien skoraði. Yf ir l i t                                   ! " # $ %       &         '() * +,,,                      Í dag Sigmund 8 Forystugrein 32 Veður 8 Viðhorf 34 Staksteinar 8 Umræðan 34/39 Úr verinu 10 Bréf 39 Erlent 16/17 Minningar 44/48 Höfuðborgin 18/20 Brids 51 Höfuðborgin 22 Myndasögur 57 Austurland 23 Dagbók 58/61 Akureyri 23 Staður og stund 58 Landið 23 Leikhús 54 Daglegt líf 24 Bíó 58/61 Menning 26, 54/57 Ljósvakamiðlar 62 * * * Innlent  DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði 62,2 millj- ónum Bandaríkjadala (4,2 millj- örðum ÍKR) fyrstu níu mánuði árs- ins. Á sama tímabili í fyrra var tap félagsins 41,6 milljónir Bandaríkja- dala. Félagið skýrir aukið tap m.a. með hærri kostnaði við lyfjarann- sóknir og -þróun. » Forsíða  Hugmyndir um breytt skipulag Háskóla Íslands verða kynntar á há- skólafundi 17. nóvember. Í stað 11 háskóladeilda komi 5–7 skólar sem hver um sig innihaldi deildir. Meira samræmi yrði í nemendafjölda skól- anna en er milli núverandi há- skóladeilda. » Baksíða  Óánægja ríkir hjá starfsfólki Miðstöðvar mæðraverndar með breytt skipulag sem tekur gildi 24. nóvember nk. Þá eiga konur með áhættuþætti á meðgöngu að sækja mæðravernd á Landspítala í stað miðstöðvarinnar. » 4 Erlent  George W. Bush Bandaríkja- forseti lýsti í gær yfir persónulegri ábyrgð á ósigri repúblikana í þing- kosningunum í fyrradag og tilkynnti við sama tækifæri að Donald Rums- feld varnarmálaráðherra viki fyrir Robert Gates, fyrrverandi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. » Forsíða  Pólitíski pendúllinn í bandarísk- um stjórnmálum færðist aftur til vinstri í kosningunum í fyrradag, 12 árum eftir að repúblikanar fengu meirihluta á þinginu. » 32  Demókratinn Keith Ellison var kjörinn þingmaður í fulltrúadeild- inni fyrir Minnesota og er hann fyrsti músliminn sem sest á Banda- ríkjaþing. Deval Patrick var kjörinn ríkisstjóri í Massachusetts og er hann fyrsti blökkumaðurinn til að gegna embættinu í ríkinu. » 16  Að minnsta kosti 23 Palest- ínumenn týndu lífi og á fimmta tug særðist í aðgerðum Ísraelshers á Gazasvæðinu í gær. » 17  Vísbendingar eru um að dregið hafi úr verðsamkeppni á trygg- ingamarkaði á undanförnum mán- uðum. Talsmaður neytenda telur ekki eðlilegt í samkeppnisumhverfi að verð vöru eða þjónustu hækki sjálfkrafa í samræmi við breytingar á vísitölu. » Viðskipti FILIPPUS Hannesson býr nú einn á Núps- stað. Hann verður 97 ára í næsta mánuði og fer allra sinna ferða af bæ akandi á eigin bíl. Það vekur athygli sveitunga hans þegar hann kemur á glansandi Subaru. Var haft á orði að bíllinn væri svo glæsilegur að hann hlyti að vera mjög nýlegur. Filippus var spurður hvort hann hefði verið að endurnýja bílinn? „Nei, bíllinn minn er orðinn sex ára, en hann er alltaf eins og nýr,“ sagði Filippus. Ertu einn á Núpsstað núna? „Já, já. Svona eru sveitirnar farnar. Gott á meðan einn tórir því bæirnir eru bara mann- lausir allt of margir.“ Bara ein skepna á bænum En ertu með skepnur? „Bara eina. Sjálfan mig,“ svaraði Filippus og hló. Þú vílar ekkert fyrir þér að aka? „Nei, nei. Vegirnir eru góðir.“ Ferðu í langa bíltúra? „Það er nokkuð síðan ég fór til Reykjavík- ur. Ætli sé ekki komið á annað ár síðan.“ En þú ekur innan sveitar og í kaupstað? „Auðvitað, annars færi maður í svelti.“ Filippus nefndi að sér þætti veðráttan hafa breyst mikið í áranna rás. „Hún er ekk- ert svipuð. Svo mörgum sinnum betri en hún var. Það er ekki samjöfnuður á því,“ sagði Filippus. Hann segir að mest muni um að norðanáttin sé nær horfin. „Það er rétt að kemur smágusa að norðan, svo er óðara komið í logn. Áður lá hann vik- um og mánuðum saman í norðanátt.“ Og þá kaldri norðanátt? „Heldur betur, en nú er bara hlýtt þó hann sé á norðan. Enda er nú allur ís að hverfa.“ Systkinin á Núpsstað, börn Hannesar Jónssonar landpósts og Þórönnu Þórarins- dóttur, voru tíu. Fimm þeirra eru á lífi, Mar- grét, f. 1904; Filippus, f. 1909; Jón, f. 1913; Jóna, f. 1924; og Ágústa, f. 1930. Veðráttan er miklu betri Filippus Hannesson á Núpsstað, tæpra 97 ára, fer allra sinna ferða á eigin bíl Morgunblaðið/RAX Systkini Filippus er að verða 97 ára. Hér er hann með Margréti systur sinni sem er 102 ára. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is REKSTRARKOSTNAÐUR ís- lenska lífeyrissjóðakerfisins nam rúmum 2,7 milljörðum króna í fyrra og hækkaði um tæpar 300 milljónir króna milli ára eða 11,5%. Rekstrarkostnaðurinn hefur hækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Þannig hækkaði hann um 15% milli áranna 2003 og 2004 og hækkunin milli 2003 og 2002 nam 13%. Samtals hefur kostnaður við rekstur kerfis- ins hækkað um tæpar 1.100 milljónir króna á undanförnum fjórum árum frá árinu 2001 þegar rekstrarkostn- aðurinn nam 1.659 milljónum króna. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða er færður á tveimur stöðum í reikn- ingum þeirra. Annars vegar er um að ræða beinan rekstrarkostnað sem nam 1.589 milljónum króna í fyrra og hækkaði um 130 milljónir kr. milli ára eða 9%. Hins vegar er um að ræða rekstrarkostnað sem færður er sem hluti fjárfestingargjalda. Þessi kostnaður nam 1.152 milljónum króna í fyrra og hækkaði úr 1.001 milljón króna árið 2004 eða rúm 15%. Regluleg iðgjöld til lífeyrissjóð- anna námu tæpum 70 milljörðum króna í fyrra. Rekstrarkostnaður sjóðanna sem hlutfall af iðgjöldum til þeirra nam 3,9% og lækkar talsvert milli ára, en þetta hlutfall var 4,3% á árinu 2004. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum lækkar einnig milli ára og nemur 0,22% í fyrra samanborið við 0,25% árið 2004, en eignir lífeyris- sjóðakerfisins um síðustu áramót námu tæpum 1.220 milljörðum króna. 2,7 milljarðar í rekstur lífeyrissjóðanna í fyrra                                    !                                MARGIR samglöddust Guðbjörgu Kristjánsdóttur á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði þegar hún hélt upp á aldarafmæli sitt í gær. Meðal af- mælisgesta voru tvær starfsstúlkur á Hulduhlíð sem báðar eru nýbúnar að fæða og því í barneignarfríi. Þær komu með börnin sín að óska Guðbjörgu til hamingju með daginn. Munar rétt tæpri öld á aldri afmælisbarns- ins og hvítvoðunganna. F.v.: Edda Dóra Helgadóttir, óskírður Ingvarsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, óskírð Andrésdóttir og Þórhildur Tómasdóttir. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Nær 100 ára aldursmunur „ÞETTA eru aðallega útfærsluatriði sem eftir er að klára og skýrist innan skamms hvort samkomulag næst,“ segir Sigurður Eyþórsson, formaður nefndar um lagaumhverfi stjórn- málaflokka, sem vinnur að því um þessar mundir að kynna formönnum stjórnmálaflokkanna þær tillögur sem nefndin fjallar um. „Þeir hafa yfirleitt tekið þessu vel en hafa sett fram athugasemdir sem við erum að reyna að vinna úr.“ Í nefndinni hefur m.a. verið rætt um fjárreiður flokkanna og reikna má með að einhverjar breytingar verði á lögum um bókhald stjórn- málaflokka í kjölfarið. Sigurður segir horfur á samkomu- lagi góðar en þetta séu tillögur sem komi öllum flokkum við og því verði að vinna þetta í sátt og það geti tekið sinn tíma. Hann segir að þegar sátt náist verði skilað skýrslu til forsætis- ráðherra, ásamt tillögunum, og í framhaldi muni þingið taka á málinu. Góðar líkur á sátt flokka Kynningar – Miðbæjarpósturinn fylgir Morgunblaðinu í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.