Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigfús JörundurÁrnason John- sen fæddist í Árdal (við Hilmisgötu 5) í Vestmannaeyjum 25. nóvember 1930. Hann lést á Land- spítalanum 2. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Marta Jónsdóttir, f. á Kirkjulandi í Landeyjum 5. mars 1895, d 15. maí 1948, og Árni J. Johnsen, f. í Frydendal 13. októ- ber 1892, d. 15. apríl 1963. Systk- ini Sigfúsar eru sjö: Gísli, f. í Frydendal 18. október 1916, d. 8.1. 1964, Anna Svala, f. á sama stað 19. október 1917, d. 16.1. 1995, Jón Hlöðver, f. á sama stað 11. febrúar 1919, d. 10.7. 1997, Ingibjörg Johnsen, f. á sama stað 1. júlí 1922, d. 21.7. 2006, og Ás- laug, f. í Stakkholti 10. júní 1927, d. 25.3. 1986. Guðfinnur Grétar Johnsen, f. 20.6. 1949, og Jóhann- es Johnsen, f. 27. júlí 1953, eru Sigfúsi samfeðra, móðir þeirra hét Olga Karlsdóttir. Hinn 26. júlí 1952 kvæntist Sig- fús Kristínu Sigríði Þorsteins- dóttur, f. 27.5. 1930. Sigfús og Kristín eignuðust sjö börn. Þau Birgir Hrafn og Arnar Már. Dótt- ir Sifjar er Kristín Mjöll og dætur Búa og Sifjar eru Telma Sif og Hildur Björk. Sigfús er fyrrverandi kennari og félagsmálastjóri. Eftir braut- skráningu frá Verslunarskóla Ís- lands og kennarapróf gerðist Sig- fús kennari og síðar yfirkennari við Gagnfræðaskólann í Vest- mannaeyjum. Eftir flutning til Reykjavíkur 1969 starfaði hann lengst af sem kennari við Voga- skóla og síðar félagsmálastjóri í Garðabæ. Hann var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum á þeim vettvangi, s.s. formennsku Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum, varaformennsku í Sambandi ungra sjálfstæð- ismanna, varaþingmennsku fyrir Suðurlandskjördæmi og for- mennsku í félagi sjálfstæð- ismanna í Hóla- og Fellahverfi í Reykjavík. Sigfús var frum- kvöðull í ferða- og samgöngu- málum á yngri árum, stofnaði Eyjaflug til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Sigfús var fram eftir aldri virkur bjarg- veiðimaður í Eyjum og var kjör- inn heiðursfélagi í Bjargveiði- félagi Vestmannaeyinga 2004. Sigfús var formaður Freeport- klúbbsins og starfaði um árabil í Gideonhreyfingunni. Útför Sigfúsar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. eru: 1) Stúlkubarn, f. 5.3. 1953, d. 5.3. 1953. 2) Þorsteinn Ingi Sigfússon, f. 4.6. 1954, kvæntur Berg- þóru Karenu Ketils- dóttur, f. 20.6. 1954, þau eiga þrjú börn, Davíð Þór, Dagrúnu Ingu og Þorkel Vikt- or. 3) Árni Sigfús- son, f. 30.7. 1956, kvæntur Bryndísi Guðmundsdóttur, f. 25.3. 1959, þau eiga fjögur börn, Aldísi Kristínu, Védísi Hervöru, Guð- mund Egil og Sigfús Jóhann. 4) Gylfi Sigfússon, f. 23.2. 1961, kvæntur Hildi Hauksdóttur, f. 13.8. 1965, þau eiga tvo syni, Gylfa Aron og Alexander Aron. 5) Margrét Sigfúsdóttir, f. 19.7. 1963, maki Bjarni Sigurðsson, f. 1.3. 1961. Bjarni á Árna Frey og Atla Fannar frá fyrra hjónabandi. Margrét á Sigfús, Atla og Karenu Sif frá fyrra hjónabandi. 6) Þór Sigfússon, f. 2.11. 1964, kvæntur Halldóru Vífilsdóttur, f. 6.7. 1968, þau eiga tvö börn, Odd Ísar og Kristínu Katrínu. 7) Sif Sigfús- dóttir, f. 16.11. 1967, gift Búa Kristjánssyni, f. 29.7. 1961. Börn Búa frá fyrra hjónabandi og stjúpbörn Sifjar eru Haukur Þór, Komið er að kveðjustund ástkærs föður okkar Sigfúsar. Hann hafði átt við erfið veikindi að stríða og notið frábærrar aðhlynningar starfsfólks- ins á háskólasjúkrahúsunum sem við þökkum fyrir af einlægni. Það verður tómlegra án þín, pabbi. Við getum ímyndað okkur að klið- urinn í berginu í Bjarnarey hafi þagnað í örstund á fimmtudags- kvöldið var þegar þú gafst upp önd- ina. Þú baðst um að gluggi sjúkra- stofunnar yrði opnaður eins og þú vildir geta flogið á braut eins og fálki í sólarátt, laus úr viðjum veikinda. Og Guð gaf þér friðsælt andlát. Þú varst glæsilegur fulltrúi þeirr- ar kynslóðar sem lagði grunninn að því þjóðfélagi sem við lifum í, Íslandi samtímans. Þú trúðir á mikilvægi þess að láta sig málefni samfélagsins varða um leið og þú trúðir á kjöl- festuhlutverk menntunar og frelsis. Við nutum leiðsagnar þinnar bæði í lífi og starfi. Enginn betri leiðsögu- maður var um heimaslóð Eyjanna en þú; enda annálaður á því sviði. Nem- endur þínir, sem við hittum einatt á förnum vegi, vitnuðu um besta kenn- ara sem þeir höfðu notið á lífsleið- inni. Við fylltumst stolti. Þú kenndir okkur mest allra um lífið. Þú hafðir þann eiginleika að draga fram það besta í sérhverjum einstaklingi sem þú snertir. Við urð- um vitni að því hvernig skjólstæð- ingar þínir öðluðust aukið sjálfs- traust og afl til góðra verka í kynnum við þig. Þetta átti við hvort sem þú varst í hlutverki kennarans eða félagsmálastjórans. Á sama hátt hvattir þú okkur systkinin áfram og gladdist yfir áföngum okkar í lífinu. Þú þurftir sjálfur að mæta mótbyr í lífinu og þú sóttir styrk til almættisins til að sætta þig við það sem ekki fékkst breytt og þú reyndir stöðugt breyt- ingar. Mamma, sem staðið hefur við hlið þér eins og klettur allt ykkar hjóna- band, hefur misst mikið og við skynj- um að milli ykkar var sterkur strengur. Þegar heilsa þín brast var hún ávallt til staðar og miðlaði af þeirri fórnfýsi og ástríki sem þú naust frá henni. Að kveldi lífs þíns sagðist þú skilja við lífið sáttur við Guð og menn. Við, börnin þín, kveðjum þig af einlægri ást, með þakklæti og virðingu. Guð blessi minningu þína, elsku faðir. Þorsteinn Ingi, Árni, Gylfi, Margrét, Þór og Sif Elskulegur pabbi minn er nú far- inn. Í gegnum hugann fara minning- ar úr æsku. Minningar sem stoppa allt annað sem gerist í kring. Pabbi byggði stórt hús yfir börnin sín þar sem ég eyddi megninu af æsku minni. Þar höfðum við allt til alls og þar urðu til fallegustu jólin sem ég held upp á í dag með mínum börnum. Pabbi var stórhuga og þegar átti að kaupa súkkulaði keypti pabbi kassa af því, þegar átti að kaupa ís, fékk pabbi sölumanninn til að selja sér heila fötu af kúluís. Þegar átti að setja seríur í trén voru fengnir stigar og langir bambusar og trén fyllt með ljósum. Það var ekkert gert í litlu magni. Í bílskúrnum hafðirðu borðtennis- borð fyrir okkur og þess á milli voru settar upp dýnur til að æfa fimleika á neðri hæðinni. Heimilið okkar var alltaf minn uppáhaldsstaður. Ég hafði ef til vill þau forréttindi að fá að hafa þig svolítið ein fyrir mig þegar eldri systkinin flugu úr hreiðri. Þú varst mikill matmaður og oft fékk ég að njóta þess að fara í hádeginu með þér í bæinn að borða þegar mamma var farin að vinna í Landsbankanum. Bíltúrarnir voru margir þar sem pípureykurinn liðaðist eins og ský um bílinn, ég fékk að vera frammí og við hlustuðum á Roger Whittaker flauta og syngja á segulbandi. Ég var alltaf stolt af þér hvert sem við fórum og ég fann oft að ég átti eldri for- eldra en margir skólafélagar mínir, sem spurðu sumir hvað foreldrar mínir væru eiginlega gamlir. Ég gat ekki hugsað mér lífið öðruvísi. Þér var alltaf umhugað um mann- eskjuna og þá sem áttu bágt. Þú kenndir ekki bara, þú komst auga á þá sem gátu ekki lært og vildu hætta, kenndir þeim þar til þeir fengu áhuga, tókst þá í hvatningartíma og hjálpaðir þeim áfram í lífinu bæði sem kennari og félagsmálastjóri. Það var þitt keppikefli að koma fólki áfram. Dóttur minni Kristínu kenndir þú stærðfræði fram á síðasta dag og var hún þér eins og dóttir alla tíð. Þína hvatningu mun ég alltaf muna og taka mér til fyrirmyndar við mín börn. „Auðvitað getur þú það og ger- ir það“ voru þín orð við öllum þeim hugmyndum sem ég bar á borð. Þú talaðir aldrei illa um nokkurn mann, það var alls ekki þinn stíll, en þú varst snillingur í að segja sögur og fá fólk til að hlæja. En nú ertu komin á friðsælan stað. Eflaust á meðal föður, systkina og móður sem þú misstir 19 ára og var svo ljúfsárt að minnast á. Það er sárt að missa þig og hugsa til þess að litlu stelpurnar mínar missi af þér og kærleik þínum á næstu árum. Minninguna geymum við í hjarta okkar alla tíð. Sif. Glæsilegur á velli, hrífandi, ein- beittur. Tengdafaðir minn, Sigfús J. Johnsen, var sterkur persónuleiki og hafði áhrif í kringum sig. Hvarvetna hrókur alls fagnaðar. Sigfús sigldi oft stormasaman sjó, sem þeir einir komast í gegnum sem hafa kjölfestuna í lagi. Hann átti og varðveitti sína barnatrú og leitaði oft í Biblíuna sér til styrkingar. Enn- fremur var hann vart af barnsaldri þegar honum var ljóst að Kristín Sigríður, Stína í Háagarði, var kon- an sem hann vildi deila lífinu með og þannig varð það. Það er eitthvað skáldsögulegt við samband þeirra hjóna. Sprottin upp úr ólíkum bakgrunni tveggja sterkra fjölskyldna felldu þau hugi saman og hafa tekist á við lífið í sinni margbrotnu mynd af mik- illi reisn. Eftir að hafa misst sitt fyrsta barn í fæðingu auðnaðist þeim að eignast sex myndarleg börn sem bera foreldrum sínum gott vitni. Samheldni fjölskyldunnar og stuðn- ingur innbyrðis er aðalsmerki þeirra. Þau hjón eiga stóran frænd- garð og stóran og trúfastan vinahóp. Þannig varð vinafólk þeirra hluti af stórfjölskyldu barna þeirra og runnu þannig saman fjölskyldu- og vina- bönd í samfélag allrar fjölskyldunn- ar. Sigfús var athafnamaður og fékkst við ýmislegt annað en fasta starfið sem kennari og félagsmála- stjóri. Rak m.a. ferðaskrifstofu og fór á sumrin með Íslendingahópa í ,,tíu landa sýn“ og áttu ýmis skondin atvik sér stað á ferðalögum erlendis. Eitt sinn hafði franskur veskjaþjóf- ur náð að nappa veski eins úr ferða- hópnum. Sigfús rauk þegar til og hljóp þjófinn uppi. Hinn seki sá kost sinn vænstan að skríða undir kyrr- stæðan bíl og þóttist heppinn að það var lögreglan sem dró hann undan bílnum með ránsfenginn, en ekki hinn hugumstóri fararstjóri sem hræddi næstum líftóruna úr þessum meðlimi undirheima Parísarborgar. Sem tengdafaðir var Sigfús hlýr og gefandi. Opnaði faðm sinn fyrir tengdabörnum og barnabörnum og fylgdist með öllum hópnum. Honum tókst að láta okkur finna að við hvert og eitt ættum sérstakan stað í hjarta hans. Hann lét sig fjölskyldur okkar varða og fárveikur á gjörgæslu kom hann því til skila að hann sendi móð- ur minni fingurkoss, sem svar við kveðju frá henni. Sigfúsi var ýmislegt til lista lagt. Hann tók lagið og spilaði á gítarinn fyrir elskuna sína í fjölskylduboðum og er túlkun hans á ,,Heavenly sha- des of Nighttime falling: It’s twilight time“ ógleymanleg öllum þeim sem á hafa hlýtt. Nú er röddin hans þögn- uð og hauströkkrið yfir okkur en minningin lifir. Elsku tengdamamma, Guð styrki þig og leiði. Bergþóra K. Ketilsdóttir. Á fallegu haustkvöldi fyrir þrjátíu árum síðan hitti ég tengdaforeldra mína óvænt fyrsta sinni. Sonur þeirra, Árni, sem síðar varð eigin- maður minn, bauð mér stoltur að líta á dagsverk sitt í múrverki í hús- byggingu foreldra sinna í Fýlshól- unum. Þau hjón voru að sýna Ás- laugu Johnsen, systur Sigfúsar og Jóhannesi manni hennar, sem bjuggu á erlendri grundu, nýbygg- inguna. Feimin heilsaði ég þessu fólki sem tók mér opnum örmum frá fyrstu stundu. Við Árni hófum svo búskap á fyrstu hæðinni hjá Kristínu tengda- mömmu og Sigfúsi í Fýlshólunum. Fyrst í sambýli með Gylfa og síðar Þór, bræðrum Árna. Heimasæturn- ar, Margrét og Sif bjuggu þá á efri hæðinni og stóri bróðir, Þorsteinn, í Danmörku með Beggu sinni. Heimilið var stórt og glæsilegt og mikil reglusemi í öllum störfum tengdamóður minnar sem stýrði húshaldinu af mikilli reisn. Hús- bóndinn, Sigfús, vann langan vinnu- dag. Um árabil starfaði hann við kennslu og sinnti félagsmálastjóra- störfum þar til að það starf var orðið það viðamikið að um fullt starf var að ræða. Sigfús bjó yfir miklum persónu- töfrum og mannkærleika. Það kom glöggt fram í því starfi sem hann valdi sér. Á þessum þrjátíu árum sem liðin eru þykir mér vænt um að hafa hitt fjölmarga sem telja tengda- föður minn einn besta kennara sem þeir hafa haft og ekki eru þeir færri sem hann hefur liðsinnt sem hafa átt um sárt að binda. Í Fýlshólunum var gott að vera hjá þeim hjónum. Best voru kvöldin þegar setið var við útsýnisgluggann, spjallað og Stína og Sigfús tóku lag- ið. Sigfús var mikill Presley-aðdá- andi og himnesku skuggarnir hans Sigfúsar í Twilight time voru ekki síður himneskir. Síðar fluttu þau í Reynilund í Garðabæ og þar áttu fyrstu barnabörnin skjól hjá afa og ömmu. Stelpurnar okkar, Aldís Kristín og Védís Hervör, tóku fyrstu dans- og söngleikjasporin í Reynil- undi og oft spilaði afi undir á gít- arinn. Barnabörnum fjölgaði og allt- af var sóst eftir að fara í heita pottinn hjá afa sem var alltaf til í pottafjör. Þetta var eitt besta ævi- skeiðið í fullorðinslífi Sigfúsar tengdaföður míns, þar sem jafnvægi ríkti. Sigfús er síðastur Suðurgarðs- systkinanna sem fellur frá. Öll systkinin voru stórbrotið fólk, sem gott var að sækja heim. Mér borg- arbarninu fannst ég vera að koma í nýjan heim þegar ég kom til Eyja og kynntist þessu góða fólki þar sem ekkert var ómögulegt og alltaf beið útbreiddur faðmur. Örlæti á hlýju og manneskjulegheit voru aðalsmerki Suðurgarðsystkinanna. Afkomendur þeirra bera ekki síður þetta örlæti í fasi og verkum. Þegar setið var á bekknum í Suðurgarði með Nýu í horninu og þær systur Svölu og Imbu sína á hvora hönd, ilm úr gömlu eldavélinni og Eyjarnar allt í kring, skildi maður að þessi stór- brotna náttúra mótaði ungan dreng sem sleit barnsskónum í Suðurgarð- stúninu. Að leiðarlokum þakka ég sam- fylgdina. Það voru forréttindi að koma inn í þessa stóru fjölskyldu þar sem börnin og afkomendurnir bera foreldrunum gott vitni. Samhentur hópur frábærra einstaklinga. Sigfús var trúaður og ég held að fullvissan um trúna og fyrirgefninguna og að sjá barnahópinn sinn á kveðjustund gefi honum góða ferð. Bryndís. Elsku Sigfús, glæsilegri mann var vart hægt að finna. Yndislegur varstu og vildir allt fyrir alla gera, með kímnigáfu mikla og hvattir þína til dáða. Þú sparaðir ekki orðin ef þú varst ánægður með eitthvað eða ein- hvern. Störfin sem þú helgaðir þig sem kennari og félagsmálastjóri hefði enginn getað unnið betur en þú. Margar eru minningarnar og allar eru þær ljúfar, hvort sem var á Ís- landi eða í Bandaríkjunum. Þú hafðir ferðast um allan heiminn, en áttir þó eftir fossana. Þá ferð pantaðir þú í af- mælisgjöf. Við sóttum ykkur Stínu til New York og keyrðum svo til Niag- ara Falls í tilefni af 70 ára afmælinu þínu. Þetta er ógleymanleg ferð. Einnig eru ferðirnar hingað til okkar eftirminnilegar, bæði vorið eftir að við fluttum út og einnig um páskana í fyrra þegar stórfjölskyldan kom hingað út til Virginia Beach. Þá var kátt í höllinni. Þjóðhátíðin var þér kær og þótt þú værir svo heilsulítill í ár þá komstu nú samt. Ef þú ætlaðir þér eitthvað þá varð ekki aftur snúið. Stundirnar í Höfðabóli með ykkur Stínu á Þjóðhátíð síðustu ár eru ljúf- ar. Alltaf var jafn gaman þegar þú tókst „Heavenly Shades/ Twilight time“ á gítarinn, þetta var lagið þitt. Elsku Sigfús, okkur fannst erfitt að vera í burtu síðustu vikur en kveiktum ávallt á kerti og hugsuðum til þín, hvíl í friði. Elsku Stína, Guð gefi þér styrk. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð, Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Sb. 1886 – V.Briem) Þín tengdadóttir, Hildur. Ég kynntist Sigfúsi fyrir 20 árum þegar leiðir okkar Þórs lágu saman. Frá fyrsta degi var tekið á móti mér með opnum örmum og koss á kinn. Jákvæðni, hlýja, skemmtilegheit og samstaða eru einkennandi fyrir tengdafólk mitt og var Sigfús þar ávallt fremstur í flokki. Sigfús tengdafaðir minn var stór maður. Það var ekki aðeins að hann væri stæðilegur á velli, heldur var hann stórtækur í flestu því sem hann tók sér fyrir hendur, hann ók um á stórum bílum, bjó í stórum húsum og var stórtækur í ferðalögum; ferðaðist heimshorna á milli. Sigfús hafði sterka nærveru og breiðan faðm. Eyjapeyjinn glæsilegi með dökka yfirbragðið var litríkur og afgerandi karakter. Hann hafði þetta framandi yfirbragð og sá ég Sigfús oft fyrir mér sem mann af ítölskum ættum í New York eða sem leikara í svört/hvítu myndunum í Hollywood. En undanfarin ár var heimsborgar- inn Sigfús aðeins skugginn af sjálfum sér. Getan var ekki alltaf í takt við langanirnar og var það honum þung- bært. En alltaf var þó Sigfús tilbúinn að taka upp gítarinn og leika nokkur lög á góðri stund. Þjóðhátíðir og sunnudagsheimsóknir með barna- börnin í Sóltun voru iðulega skreytt- ar gítarspili. Sigfús valdi góðan dag til að kveðja þennan heim. Hann lést á afmælis- degi yngsta sonarins. Barnabörnin sakna gítarleiks afa síns en eftir sitjum við rík af minn- ingum um stóran mann. Ég þakka fyrir góðar minningar um tengdaföður með breiðan faðm, gítarspil, þjóðhátíðir, lundaveislur, svo ekki sé minnst á flottustu, há- vaðasömustu og skemmtilegustu ára- mótaveislurnar. Guð gefi elskulegri tengdamóður minni, Kristínu styrk, en eftir hálfa öld í sól og blíðu sem og í beljandi brimi stendur hún uppi sem einn allra glæsilegasti klettur úteyjanna. Halldóra Vífilsdóttir. Elsku afi minn, mig langaði í nokkrum orðum að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Það var alltaf gaman að vera með þér og í hugann koma upp marg- ar góðar minningar úr Garðabænum þegar ég bjó hjá þér. Það var svo gaman að fara með þér í ísbíltúra í Álfheimana. Þú varst svo skemmti- legur og fyndinn og maður gat hlegið Sigfús J. Johnsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.