Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 2
Í HNOTSKURN »RunólfurÁgústsson hefur gegnt starfi rektors við Háskólann á Bifröst síðan 1999. »Háskólinná Bifröst á rætur að rekja til Samvinnuskólans sem var stofnaður 1918 og var Jónas Jónsson frá Hriflu fyrsti skóla- stjórinn. Sumarið 1955 var skólinn fluttur að Bifröst. RUNÓLFUR Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði upp starfi sínu í gær frá og með 1. desember vegna þess ófriðar sem ríkt hefur í skólanum og náði hámarki í byrjun vikunnar þegar nemendur kærðu hann fyrir siðanefnd skólans fyrir brot á siðareglum. Í yfirlýsingu sem Runólfur sendi frá sér í gær segir orðrétt: „Sá ófriður sem ríkt hefur í skóla- haldi á Bifröst að undanförnu hefur truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið skólanum sjálfum skaða. Enda þótt spjótum sé beint að mér einum, og nánast eingöngu vegna persónulegra mála en ekki málefna skólans, bitnar þessi aðför einnig á fjölskyldu minni, nánum vin- um og samstarfsmönnum. Ég hef undanfarin sjö ár gefið þessum skóla allt mitt líf, allan minn tíma og alla mína orku. Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki gefið. Ég hef því tekið ákvörðun um að segja upp starfi mínu sem rektor skólans frá og með 1. desember næstkomandi. Þetta geri ég þrátt fyrir að njóta óskoraðs stuðnings há- skólastjórnar til minna starfa, sem og háskólasamfélagsins á Bifröst. Átökum þarf að linna Á fjölmennum fundi í gær [fyrra- dag, innsk. Mbl.] tók ég þá djörfu ákvörðun að bera störf mín og hæfi undir atkvæði nemenda og starfs- fólks þar sem hátt á þriðja hundrað manns tók afstöðu. Mikill meirihluti þeirra lýsti yfir stuðningi við mig sem ég met mikils og er þakklátur fyrir. Átökum innan skólans þarf hins vegar að linna tafarlaust svo skólahald geti orðið með eðlilegum hætti. Ég lít hreykinn um öxl til þeirrar miklu uppbyggingar sem átt hefur sér stað á Bifröst í rektorstíð minni. Ég óska starfsfólki og nemendum skólans velfarnaðar og læt í ljós þá von að Háskólinn á Bifröst eigi eftir að halda áfram að vaxa og dafna um langa framtíð.“ „Átökum þarf að linna“ Runólfur Ágústsson segir upp rektorsstöðu sinni á Bifröst 2 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag föstudagur 17. 11. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Keflvíkingar mæta líka úkraínsku liði á heimavelli í kvöld >> 4 VALUR KEYPTI HELGA HEF ÁTT MARGAR ANDVÖKUNÆTUR OG ÞETTA VAR EIN ERFIÐASTA ÁKVÖRÐUNIN Á MÍNUM FERLI >> 2 Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Birgir Leifur er fyrsti íslenski kylf- ingurinn sem nær að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en Ólöf María Jónsdóttir hefur leikið í tvö ár á Evrópumótaröð kvenna. „Það var margt sem gekk á hjá mér á lokahringnum. Ég held að ég hafi aldrei leikið í eins vondu veðri hérna á Spáni áður. Það var rigning og rok, verulega erfiðar aðstæður. Þetta veður minnti mig á Akranes, heimabæinn.“ Birgir byrjaði á 10. teig í gær og var þá samtals á 2 högg- um yfir pari eftir að hafa leikið illa á fimmta hringnum, 75 höggum eða þremur yfir pari. „Það var ekkert annað í stöðunni en að sækja, en vera samt skynsam- ur. Ég vissi ekki alveg hvernig stað- an var í heildarkeppninni en ég gerði ráð fyrir að 2 högg undir pari í heild- ina myndi duga. Það fór því aðeins um mig þegar ég fékk skolla (+1) á 6. braut og aðeins þrjár holur voru eftir. Ég varð aðeins rólegri þegar ég fékk fugl (-1) á 7. braut.“ Þegar Birgir var búinn að setja niður púttið á 7. braut voru kepp- endur kallaðir af vellinum vegna úr- komu og þrumuveðurs. „Ég held að rigningin hafi hjálpað mér. Þegar ég kom í klúbbhúsið sá að skor keppenda hafði breyst mikið og einn undir pari samtals myndi duga til þess að komast á Evrópu- mótaröðina. Það róaði mig aðeins niður en það var erfitt að fá tvö pör á síðustu holunum.“ Eiginkonan og þjálfarinn Birgir sagði að eiginkona hans, El- ísabet Halldórsdóttir, ætti stóran þátt í árangri hans. „Hún hefur hvatt mig áfram þegar ég hef verið að missa trúna á sjálfan mig. Andrés Davíðsson, þjálfari minn, á einnig stóran þátt í þessu. Við höfum unnið saman að þessu í fjögur ár og hann var ómetanlegur sem aðstoðarmaður minn á þessu móti. Snillingur þar á ferð. Einnig eru fjölmargir aðilar og fyrirtæki sem ég þarf að koma á fram þakklæti fyrir stuðninginn.“ Birgir vonast til þess að hann hafi nú rutt brautina og fleiri íslenskir kylfingar fylgi í kjölfarið. „Þetta er hægt. Að vera íslenskur og geta eitt- hvað í golfi. Ég hef reynt oft áður að komast alla leið og margir efast um að þetta væri raunhæft. Það er ein- faldlega ekki rétt og ég er stoltur af þessum áfanga í íslenskri golfsögu,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. „Það er hægt að vera íslenskur og góður í golfi „ÉG er í skýjunum og það er ótrú- leg tilfinning að vera loksins búinn að ná takmarkinu,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylf- ingur í gær eftir að hann tryggði sér keppnisrétt á meðal bestu at- vinnukylfingum heims á Evr- ópumótaröðinni í golfi á lokaúrtök- umótinu á San Rouqe á Spáni. Þetta er í 10. sinn sem Birgir leikur á úr- tökumótinu en að þessu sinni end- aði hann í 24. sæti en alls fengu 36 kylfingar keppnisrétt á Evr- ópumótaröðinni sem er næst sterk- asta atvinnumótaröð í heimi. Birgir Leifur Hafþórsson etur kappi við sterkustu kylfinga heims Eftir Ívar Benediktsson ben@mbl.is ÉG hef fundið fyrir eymslum í vinstra hnénu síðan á EM í Sviss í byrjun ársins og það hefur gengið lla að fá bót á þessu svo ég ákvað að koma heim og leita eftir áliti fleiri manna á því hvað er að og hvað sé til áða,“ sagði Snorri Steinn Guð- ónsson, landsliðsmaður í hand- knattleik og leikmaður þýska liðsins GWD Minden, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöld. Hann var þá nýkominn til landsins í þeim tilgangi að leita sér lækninga. Snorri Steinn agðist ekki vera allskostar ánægður með þá meðferð sem hann hefur engið ytra og því hefði hann ákveðið að nýta nokkurra daga hlé sem gert hefur verið á leikjum í þýsku deild- nni til þess að leita álits sérfræðinga hér á landi. „Ég fer í skoðun hjá Brynjólfi Jónssyni, lækni, og Elís Þór Rafns- yni, sjúkraþjálfara, auk þess sem ég fer í myndatöku. Þá kemur von- andi í ljós hvað það er sem veldur og hvað er til ráða. Það er mikilvægt að á botn í þetta allt saman, þar sem mikið álag er framundan í þýsku deildinni í desember og síðan tekur heimsmeistaramótið við í janúar og þá vill maður að sjálfsögðu vera hress og til í það álag sem HM ylgir. Svo langaði mig líka í saltfisk- nn hjá mömmu,“ sagði Snorri Steinn léttur í bragði þar sem hann hafði nýlokið við að snæða dýrindis altfiskrétt í foreldrahúsum. Snorri segir að það dragi úr verkj- unum þegar álagið minnkar en síðan æki allt í sama farið aftur þegar álagið eykst. „Ég hef engar áhyggj- ur ennþá, þetta er ekki svo alvarlegt en það er ljóst að það gengur ekki að vera svona til lengdar,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson handknattleiks- maður, sem heldur utan á ný á unnudag. Snorri kom- inn heim til lækninga Eymsli í hné Snorri Steinn Guð- ónsson, handknatleiksmaður í upp- ögðu marktækifæri. BIRGIR Leifur Hafþórsson hefur nú þegar afþakkað að leika á Evr- ópumótaröðinni á móti sem hefst í lok mánaðarins á Nýja-Sjálandi. „Ég afþakkaði það boð enda er ég alveg búinn með andlegt og lík- amlegt þrek. Það er ljóst að ég þarf að gera nýja fjárhagsáætlun. Það er þrefalt meiri kostnaður sem fylgir því að leika á Evrópumótaröð- inni. Ferðakostnaðurinn er gríðarlegur og ég þarf að ráða mér aðstoð- armann – kylfusvein. Mótin eru flest í Asíu á næstu mánuðum og ekki leikið í Evrópu fyrr en í mars.“ Það er að miklu að keppa fyrir Birgi því mun hærri peningaupphæðir eru í boði á Evrópumótaröðinni en þekkj- ast á Áskorendamótaröðinni. Sem dæmi má nefna að sá sem endaði í 100. sæti á peningalistanum á Evrópumótaröðinni í ár fékk rúmlega 20 millj. kr í verðlaunafé og Padraig Harrington sem varð efstur fékk um 224 millj. kr. í sinn hlut á þessu ári. Til samanburðar má nefna að efsti kylfingurinn á peningalista Áskorendamótaraðarinnar í ár fékk 10,6 millj. kr., Birgir Leifur endaði í 88. sæti á mótaröðinni, og fékk um 1,4 millj. kr í verðlaunafé á þessu ári. Miklir fjármunir í boði Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í hóp þeirra bestu Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi með góðum árangri á lokaúrtökumótinu á Spáni. Birgir er fyrsti íslenski karlkylfingurinn sem tryggir sér sæti á mótaröðinni. Yf ir l i t                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                    Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Staksteinar 8 Umræðan 34/41 Veður 8 Bréf 40 Viðskipti 14/18 Minningar 42/46 Úr verinu 18 Menning 50/55 Erlent 20/21 Leikhús 54 Menning 22/23 Myndasögur 56 Höfuðborgin 24 Staður og stund 58 Akureyri 24 Bíó 58/6561 Austurland 25 Víkverji 60 Landið 25 Velvakandi 60 Daglegt líf 26/31 Stjörnuspá 61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 * * * Innlent  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra veitti í gær Nirði P. Njarðvík Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2006. Verðlaunin eru ein milljón króna og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinn- bandi. » 1  Ákveðið hefur verið að senda ís- lenska sprengjuleitarmenn til Líb- anons í byrjun næsta árs á vegum Íslensku friðargæslunnar. Þetta kom fram í máli Valgerðar Sverr- isdóttur utanríkisráðherra í um- ræðum á Alþingi í gær. » 1  Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skipan í emb- ætti sendiráðsprests í London hafi verið brot á jafnréttislögum, en ráð- ið var í embættið í nóvember 2003. » 4 Erlent  Segolene Royal sigraði í for- kosningum franskra sósíalista í gær vegna forsetakosninganna sem verða á næsta ári og gæti orðið fyrst kvenna til að verða forseti landsins. Líklegt er að hún muni keppa við hægrimanninn Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra. Nýj- ustu skoðanakannanir benda til þess að mjótt verði á mununum fari svo. » 1  Harðar deilur eru í ríkisstjórn Íraks vegna gíslatökunnar á þriðju- dag en þá réðust vígamenn inn í rannsóknastofnun í Bagdad og rændu tugum manna. » 20 Viðskipti  Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro kynnti í gær áform um að hefja starfsemi á Íslandi á ný með opnun skrifstofu, svonefndrar Norð- ur-Atlantshafsskrifstofu, sem verð- ur ætlað að leita uppi og þróa ný viðskiptatækifæri á sviði ál- og orkuframleiðslu. Auk Íslands mun fyrirtækið leita fyrir sér á Græn- landi og í Kanada. » 18 „ÞETTA mæltist afar vel fyrir og íbúar voru mjög jákvæðir í garð þessa verkefnis og þakklátir fyrir að vera kallaðir til í svona sam- starf,“ segir Þráinn Hafsteinsson, frístundaráðgjafi á þjónustu- miðstöð Breiðholts, en í gærkvöldi var haldinn fræðslufundur um ná- grannavörslu með íbúum í Rituhól- um, Trönuhólum og Starrahólum í Breiðholti. Að sögn Þráins er nágranna- varsla tilraunaverkefni þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkur- borgar í samstarfi við Lögregluna í Reykjavík og íbúa í viðkomandi götum sem nær til eins árs. „Á fundinum fór Björn Bjartmarz hverfislögregluþjónn yfir einkenni hverfisins og tíðni innbrota og af- brota í hverfinu. Því næst var Pétur Guðmundsson, íbúi í hverfinu, lög- reglumaður og afbrotafræðingur, með fræðsluerindi. Hann fór yfir það hvernig íbúar gætu unnið sam- an og vaktað hús og eigur hver hjá öðrum. Hann fór líka yfir hvaða hættur væru helstar og hvernig helst mætti koma í veg fyrir inn- brot,“ segir Þráinn, en markmiðið með nágrannavörslunni er, að hans sögn, að aðstoða borgarbúa við að stuðla að öryggi eigin eigna og taka höndum saman um að sporna gegn innbrotum og eignatjórni. Að sögn Þráins völdu íbúar því næst götustjóra sem er nokkurs konar tengiliður í samstarfinu við lögregluna og þjónustumiðstöðina og ber t.d. ábyrgð á því að upp- fræða nýja íbúa sem flytja í götuna um verkefnið og boða til funda í götunni þurfi að ræða málin. „Fundargestir ræddu málin og deildu reynslusögum, enda höfðu sumir lent í því að brotist hafði ver- ið inn til þeirra. Aðrir voru að hitta nágranna sína í fyrsta skipti í lang- an tíma. Þetta verkefni stuðlar að því að búa til tengsl og félagsauð í hverri götu,“ segir Þráinn og bend- ir á að íbúar hafi á fundinum skipu- lagt aðalfund nágrannavörslunnar næsta sumar í formi götugrills. Jákvæðir í garð nágrannavörslu Morgunblaðið/Kristinn Öryggi Björn Bjartmarz hverfislögregluþjónn ræðir við fundargesti í Gerðubergi í gærkvöldi. Kynning – Morgunblaðinu fylgir bæk- lingurinn Rhodos frá Heimsferðum. AÐ SÖGN Guðjóns Auðunssonar, formanns stjórnar Háskólans á Bif- röst, virðir stjórnin ákvörðun Runólfs en sér eftir starfskröftum hans. Bryndís Hlöðversdóttir aðstoðar- rektor hefur verið ráðin tímabundið frá og með 1. desember. Guðjón sagðist hafa fengið að vita um ákvörðun Runólfs á fundi með honum í gærmorgun. „Í framhaldinu fórum við yfir mál hans og ég gerði við hann samning um starfslok. Hann tilkynnti síðan þennan gjörning og stjórnin sendi út sína tilkynningu,“ sagði Guðjón. Ráðningarsamningur Runólfs var í haust framlengdur um eitt ár, en fyrri samningur átti að renna út í júlí 2007. Var hann framlengdur til júlí 2008 vegna þeirrar sameiginlegu sýn- ar stjórnar og rektors að við skólann ætti eftir að vinna ákveðin verk sem stjórnin vildi að Runólfur kláraði. – Er ekki litið svo á að Runólfur sé að bregðast stjórninni úr því að hún vildi að hann kláraði óunnin verk fram til júlí 2008? „Eins og fram kemur í tilkynn- ingu minni hefði ég gjarnan viljað sjá Runólf klára fyr- irliggjandi verkefni, en þetta er hans mat og við virðum niðurstöðu hans. Það hefur verið mikil ólga á Bifröst og háskólinn er stærri en nokkuð annað í augum rektors og þannig á það að vera. Hans mat var að þetta þyrfti að gera til að skapa starfsfrið og við virðum þá niðurstöðu.“ – Setur uppsögnin ekki sýn stjórn- ar skólans til framtíðar í uppnám? „Nei, nú liggur fyrir að það þarf að fara að leita að nýjum rektor og eig- um við ekki að vona að nýr rektor hafi svipaða sýn og stjórnin á það hvert skólinn eigi að stefna?“ – Finnst þér uppsögnin benda til þess að þarna hafi verið miklu meiri ófriður en þig grunaði? „Ég vil ekkert um það segja. Ég er ekki inni í starfsemi Bifrastar frá degi til dags. Þessi átök hafa varað lengi og það þarf að komast ró á skólastarfið. Það var mat Runólfs að þetta væri rétta aðferðin til þess.“ Í yfirlýsingu stjórnar segir að skól- inn hafi tekið miklum og jákvæðum breytingum á þeim sjö árum sem rektorstíð Runólfs hefur varað. „Uppbygging á aðstöðu við skól- ann hefur verið mikil og hröð og skól- inn, undir forystu Runólfs, hefur ver- ið í fylkingarbrjósti nýrra hugsana í fræðslu- og menntamálum,“ segir þar. „Runólfur tók þessa ákvörðun sjálfur“ Guðjón Auðunsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.