Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði Til leigu er 170 m2 kjallarhúsnæði við Síðumúla 37. Tilvalið fyrir iðnaðarmenn, léttan iðnað, heildsölu eða sem lagerhúsnæði. Upplýsingar gefur Birgir í síma 892 1449. Fundir/Mannfagnaðir Fögnuður! Týr, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, býður til afmælisfagnaðar nk. laugardag, í tilefni af 50 ára afmæli félagsins á árinu. Fögnuðurinn verður í Sjálfstæðis- heimilinu, Hlíðarsmára 19, kl. 10-12 og mun Mjólka ehf. bjóða uppá holla morgunhressingu. Allir hjartanlega velkomnir! Þérerboðið íafmæli! Týr, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Eyjólfsstaðaskógur, lóð nr. 18, Fljótsd.h., fnr.226-2022 , þingl. eig. Karl Jakobsson, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., þriðju- daginn 21. nóvember 2006 kl. 10:00. Lagarfell 18, Fljótsdalshérað, fnr. 217-3554, þingl. eig. Helgi Hrafnkels- son, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Austurlands og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 21. nóvember 2006 kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 16. nóvember 2006. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Mjóahlíð 12, 202-9844, Reykjavík, þingl. eig. Vignir Ari Steingrímsson, gerðarbeiðendur Byko hf. og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., þriðju- daginn 21. nóvember 2006 kl. 11:00. Sóleyjarimi 1, 227-1622, Reykjavík, þingl. eig. Óli G. Jónsson, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 21. nóvember 2006 kl. 15:00. Stórholt 33, 201-1871, Reykjavík, þingl. eig. Gunnar Örn Jónsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, þriðjudaginn 21. nóvember 2006 kl. 10:30. Vesturhús 6, 204-1242, Reykjavík, þingl. eig. Ólafur Kristinn Sigurðs- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 21. nóvember 2006 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 16. nóvember 2006. Til sölu Til sölu Til sölu eru eignir þrotabús Trukksins ehf. á Akureyri. Um er að ræða 667 fermetra fasteign á Hjalteyrargötu 8, Akureyri (fnr. 214-7508), þar sem rekið hefur verið viðgerðarverkstæði fyrir vörubifreiðar og vinnuvélar, öll rekstr- artæki, lager og bifreiðin UG-617, af gerðinni Volkswagen Transporter árg. 1995. Þeir sem hafa áhuga á að gera tilboð skulu gera það fyrir 24. nóvember nk. Tilboð skulu berast undirrituðum sem jafnframt veitir allar upplýsingar. Áskilinn er allur réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Sigmundur Guðmundsson hdl., Lögmannshlíð, lögfræðiþjónusta ehf., Ráðhústorgi 3, 600 Akureyri. Sími 466 2700. sigmundur@logmannshlid.is Tilkynningar Framsóknarflokkurinn í Suðurkjördæmi auglýsir eftir framboðum Hér með er auglýst eftir framboðum vegna vals á framboðslista Framsóknarflokksins í Suður- kjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2007. Prófkjör meðal félagsmanna framsóknarfélag- anna í kjördæminu og þeirra sem undirritað hafa inntökubeiðni í framsóknarfélag í kjör- dæminu fer fram 20. janúar 2007. Kosið verður um 6 efstu sætin og er sú kosning bindandi. • Framboðum skal skila til skrifstofu Fram- sóknarflokksins, Hverfisgötu 33, 101 Reykja- vík, fyrir kl. 17:00 föstudaginn 15. desember 2006 merkt: „Framboð Suðurkjördæmi 2007”. • Frambjóðendur skulu gefa kost á sér í ákveðin sæti, eitt eða fleiri, þegar þeir til- kynna um framboð sitt. • Með tilkynningu um framboð skal fylgja meðmælalisti 15 félagsmanna úr fram- sóknarfélögum í Suðurkjördæmi. • Með tilkynningu um framboð hvers frambjóðanda skal fylgja stutt æviágrip ásamt mynd sem hægt er að nota til kynn ingar á frambjóðandanum. Kjörstjórn Framsóknarflokksins í Suðurkjör- dæmi skipa Skúli Skúlason formaður, Bergur Pálsson, Karl Pálmason, Guðmundur Ingi Krist- mundsson, Ólafur Sigurðsson og Herdís Þórð- ardóttir. Félagslíf I.O.O.F. 12  18711178½  Bi. I.O.O.F. 1  18711178  Í kvöld kl. 20.30 halda Margrét Arnljótsdóttir og Anny Haugen erindi: „Ferð til Tíbet og Kailas- fjallið“ í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús. Kl. 15.30 sýnir Elín Steinþórsdóttir myndband með Dalai Lama. Á fimmtudögum kl. 16.30-18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is Raðauglýsingar sími 569 1100 ÁSKRIFTASÍMI 569 1100Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR ÓVENJU líflegt hefur verið í höfuð- stöðvum MS undanfarna morgna. Skólakrakkar af höfuðborgarsvæðinu hafa í hópast þangað í heimsókn til þess að fræðast um mjólkina frá því kýrin er mjólkuð og þar til afurðirnar eru komnar í neytendaumbúðir. MS hefur staðið fyrir heimsóknum skólabarna í rúmlega áratug og Guð- laugur Björgvinsson framkvæmda- stjóri segist líta á það sem skyldu fyrirtækisins að uppfræða skólabörn um þennan þátt landbúnaðarins, því það sé ekki sjálfgefið í huga krakkana að mjólkin komi fyrst úr kúm, áður en hún fer í fernur. Guðlaugur segir heilmikið um- stang fylgja skólaheimsóknunum en alls starfa 35 starfsmenn fyrirtækis- ins að skólaheimsóknunum, auk átta starfsmanna sem kallaðir eru sér- staklega til vegna verkefnisins. Gengið er með krakkana um fyrir- tækin tvö sem eru saman undir einu þaki, MS og Emmessís. Á leiðinni er útskýrt í máli, myndum og á lifandi hátt, hvernig mjólkurvinnslan fer fram, frá því kýrin er mjólkuð, mjólkurbíllinn sækir mjólkina á bæina og hún unnin í mjólkurbú- unum. Allir gestirnir fá að smakka á ís og öðrum mjólkurafurðum, auk þess sem þeim er boðið upp á skemmtun, en í ár sá Bjarni töframaður um að skemmta börnunum. Morgunblaðið/Ásdís Skólakrakkar heimsækja MS ÁRSFUNDUR Verk- fræðistofnunar Há- skóla Íslands er í ár til- einkaður byggingu tónlistar- og ráðstefnu- hallar í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn í dag, föstu- daginn 17. nóvember í Öskju, Sturlugötu 7 og hefst kl. 15. Vigdís Finnbogadóttir, heið- ursdoktor við verk- fræðideild, mun setja fundinn. „Tónlistar- og ráð- stefnuhús, Portus, við Reykjavíkur- höfn er ein stærsta framkvæmd sem ráðist hefur verið í á höfuðborgar- svæðinu. Listamaðurinn Ólafur Elíasson hannaði útlit hússins en að- alhönnuðir eru Teiknistofa Henning Larsens í Kaupmannahöfn. Hér er um flókið mannvirki að ræða sem byggt er við afar erfiðar aðstæður, þ.e. í miðborg Reykjavíkur og því stórvirki í verkfræðilegu tilliti. Til að fjalla um tæknileg úrlausnarverk- efni við skipulagningu og byggingu þessa verks munu Gunnlaugur Kristjánsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs ÍAV og Sigurður Ragnarsson, framkvæmdarstjóri austurhafnarverkefnis ÍAV, flytja erindin, Tónlistar- og ráðstefnuhöll – verkfræði við listaverk og Bygging hallar í miðri borg – framkvæmdar- skipulag. Egill Ólafsson, formaður samtaka um byggingu tónlistarhúss, flytur erindið Tónlistarhúsið OKK- AR, þar sem hann fjallar um bygg- inguna og þýðingu hennar frá sjón- arhorni listamannsins,“ segir í fréttatilkynningu. Á fundinum mun Sigurður Brynj- ólfsson, forseti verkfræðideildar Há- skóla Íslands, veita verðlaun til bestu meistaranema í verkfræði og Magnús Þór Jónsson, prófessor og formaður VHÍ, veitir viðurkenningu Verkfræðistofnunar fyrir framúr- skarandi rannsóknarframlag. Ársfundur tileinkaður tónlistarhúsi Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir Tónlistarhúsið er ein stærsta framkvæmd sem ráðist hefur verið í í borginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.