Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Eftir Örn Þórarinsson
„ÞETTA hefur gengið ágætlega
hérna í sumar. Aflinn hefur verið
fínn,“ segir Andrés Pétursson, skip-
stjóri á Vilborgu GK 320, þegar
fréttaritari hitti hann á Siglufirði á
dögunum. Andrés og félagar hans
voru þá að landa úr bátnum.
„Það er ekki yfir neinu að kvarta
en nú er bara kominn vetur og við
bíðum eftir veðri til að sigla bátn-
um heim,“ sagði Andrés en þeir fé-
lagarnir eru af Suðurnesjum.
Andrés og félagar hans tveir
hafa róið frá Siglufirði síðan í júní.
Fyrst á Arnari KE 260 en síðan í lok
september hafa þeir róið á Vil-
borgu en báðir bátarnir eru í eigu
útgerðarfélagsins Festi í Hafn-
arfirði.
Andrés sagði að í júní og júlí
hefði verið mjög góður afli, um 100
tonn hvorn mánuð. Síðan hefði ver-
ið heldur minna, en þó oft fjögur til
sex tonn í róðri. Síðan hefði verið
stopulla vegna veðurs, einkum síð-
asta mánuð.
Vilborg er 15 tonn að stærð og
nýr í eigu útgerðarinnar, hét áður
Eirarberg. Beitningavél er um borð
í bátnum og yfirleitt lagðir tólf þús-
und krókar í róðri. Aflinn hefur all-
ur verið fluttur suður til vinnslu hjá
fyrirtækinu.
Flestir farnir heim
Andrés sagði að þegar þeir kæm-
ust suður með bátinn yrði farið að
róa einhvers staðar frá suðvest-
urhorninu þaðan sem styst er að ná
í fiskinn.
Þess má geta að talsverður fjöldi
aðkomubáta hefur róið frá Siglu-
firði í sumar og haust en þeir eru
nú flestir farnir til síns heima enda
hefur verið óhagstæð tíð til sjó-
sóknar nyrðra undanfarið.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Áhöfnin Jón Jónsson, Andrés Pétursson og Árni Þór Kjartansson.
Aflinn var fínn
fram eftir hausti
„MIKILVÆGI svæðisfriðana fyrir
búsvæði botndýra við Ísland“ er
umfjöllunarefnið á málstofu á Haf-
rannsóknastofnunar. Sveinn Áki
Ragnarsson flytur erindi með þess-
ari yfirskrift í fundarsal á Skúla-
götu 4, fyrstu hæð, klukkan 17 í
dag.
Tvö friðuð svæði hafa verið könn-
uð með tilliti til botndýralífs. Fram
kemur á vef Hafró að fyrstu nið-
urstöður verði kynntar í fyrirlestr-
inum. Mun meira var af stórvöxn-
um tegundum, sérstaklega svömp-
um, innan beggja friðunarsvæðanna
miðað við aðliggjandi veiðislóð.
Könnun með fjarstýrðum kafbáti
við Langanes sýndi greinileg um-
merki eftir veiðarfæri og víða sást
hvar búið var að raska búsvæðum
stórvaxinna tegunda á veiðislóð.
Niðurstöður gefa einnig til kynna
að gerð botndýrasamfélaga innan
friðunarsvæðisins við Horn sé frá-
brugðin því sem er á veiðislóð. Lík-
ur eru á að botnvarpan geti á sum-
um svæðum haft töluverð áhrif á
lífríki botnsins.
Botnvarpan hefur
áhrif á lífríki botnsins
ÚR VERINU
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
EFTIR að hafa fundað með Jóni Sig-
urðssyni, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, boðuðu forsvarsmenn Norsk
Hydro blaðamenn til fundar við sig í
gær. Þar voru tilkynnt áform fyrir-
tækisins um að hefja starfsemi á Ís-
landi á ný með opnun skrifstofu, svo-
nefndri Norður-Atlantshafsskrif-
stofu, sem verður ætlað að leita uppi
og þróa ný viðskiptatækifæri á sviði
ál- og orkuframleiðslu. Auk Íslands
mun fyrirtækið leita fyrir sér á
Grænlandi og í Kanada.
Aðstoðarforstjóri Hydro, Torstein
Dale Sjøveit, sagði fyrirtækið binda
miklar vonir við skrifstofuna á Ís-
landi. Fyrirtækið væri reiðubúið í
samkeppni um byggingu nýs álvers á
Íslandi en önnur fyrirtæki eins og
Alcan, Norðurál og Alcoa væru í betri
stöðu til þess. Íslensk orkufyrirtæki
hefðu verið upplýst um nýjan áhuga
Hydro á að reisa álver en engar stað-
setningar verið skoðaðar.
Hydro er að þróa nýja tækni við ál-
framleiðslu og er m.a. að reisa slíkt
600 þúsund tonna álver í Katar.
Tæknin kallar á mikla orku en á fund-
inum var lögð áhersla á að Norsk
Hydro sýndi orkuöflunarverkefnum
mikinn áhuga. t.d. djúpborun fyrir
jarðvarmavirkjun og vetnisfram-
leiðslu, en Hydro hefur stutt íslenska
vetnisverkefnið sem hluthafi í Ný-
orku. Þá hefur fyrirtækið séð álveri
Norðuráls á Grundartanga fyrir
tæknibúnaði.
Rúm fjögur ár eru liðin síðan
Norðmenn drógu sig út úr Reyð-
arálsverkefninu, sem síðar varð að
veruleika með aðkomu Alcoa. Tor-
stein sagði fyrirtækið hafa valið þann
kost að fjárfesta í þýska álverinu
VAW Aluminium en eftir á að hyggja
hefði verið betra að fara báðar leiðir.
Aðspurður vildi hann ekki segja að
Hydro hefði gert mistök með því að
hætta við á Íslandi, ánægjulegt væri
að sjá álverið í Reyðarfirði rísa.
Rekstur álversins í Þýskalandi hef-
ur gengið illa og nú er svo komið að
Norðmenn hafa ákveðið að loka því.
Torstein sagði Hydro reikna með
að eftirspurn eftir áli hefði tvöfaldast
á heimsvísu árið 2020. Ef allar að-
stæður væru fyrir hendi á Íslandi,
bæði fjárhags- og umhverfislegar, þá
kæmi bygging á nýju álveri vel til
greina. Allar slíkar ákvarðanir yrði
að taka í sátt við Íslendinga og þær
yrðu að vera t.d. innan marka Kyoto-
bókunarinnar um losun gróðurhúsa-
lofttegunda.
Morgunblaðið/Sverrir
Norðmenn Fulltrúar Norsk Hydro á fundinum í gær, fremst f.v. Torstein Dale Sjöveit varaforstjóri og Tom Einar
Rysst-Jensen og gegnt þeim sitja Bjarne Reynholdt og Thomas Knutzen, upplýsingafulltrúi Norsk Hydro.
Norsk Hydro hefur
starfsemi á Íslandi á ný
Vill reisa nýtt álver ef aðstæður leyfa og næg orka fæst
Í HNOTSKURN
»Árið 2002 hætti NorskHydro við álver í Reyð-
arfirði og keypti þýskt álver,
sem hefur verið lokað.
»Hjá Norsk Hydro starfaum 33 þúsund manns í ríf-
lega 40 löndum. Velta Hydro
nemur um 1.800 milljörðum
króna.
»Skrifstofan hér er viðSmiðshöfða 1 og starfs-
maður einn, Bjarne Reinholdt.
Ú T S T R E Y M I F R Á Á L V E R U M Á Í S L A N D I
- S T A Ð A O G H O R F U R
�
��
�
��
�
��
��
�
��
�
�
� ��
�
�
�
�
�
A T V I N N U L Í F
O G U M H V E R F I
F U N D A R Ö Ð S A M T A K A A T V I N N U L Í F S I N S
2 0 0 6 - 2 0 0 7
Þriðjudaginn 21. nóvember kl. 8:30-10:00
Húsi atvinnulífsins - Borgartúni 35 - 6. hæð
Framsögur:
Guðrún Þóra Magnúsdóttir
leiðtogi umhverfismála hjá Alcan
Óskar Jónsson
framkvæmdastjóri hjá Norðuráli
Allir velkomnir - skráning á www.sa.is
eða í síma 591 0000
Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík
Sími 588 0200 – www.eirvik.is
-hágæðaheimilistæki
Miele þvottavélar
Íslenskt stjórnborð
Ný og betri tromla
Verð frá kr. 114.800
-hreinn sparnaður
1.
verðlaun
í Þýskalandi
W2241WPS
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is