Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALÞJÓÐAVÆÐING og meiri samkeppni krefst í auknum mæli samkeppnishæfra starfsskilyrða fyrir atvinnulífið. Það á ekki síst við um nauðsyn greiðra samgangna allt árið um kring innan sem og á milli þétt- býliskjarna og til hinna einstöku landshluta. Skilvirkt samgöngukerfi er því ein af meginforsendum öflugs atvinnulífs sem og hagvexti viðkom- andi svæða og þar með landsins alls. Þá eru úrbætur í samgöngumálum ekki síst mikilvægar til að tryggja aukið umferðaröryggi. Rannsóknir sýna að með bættum umferðarmann- virkjum má fækka umferðarslysum verulega og draga um leið úr því til- finninga- og fjárhagstjóni sem þeim fylgja. Sem dæmi um fórnarkostnað vegna lélegra vega má nefna að frá árinu 1972 hafa orðið 52 banaslys á Suðurlandsvegi, eða 1– 2 banaslys á ári að meðaltali. Fjárhagstjónið er einnig gífurlegt. Á árinu 2004 nam kostnaður vegna umferðarslysa og tjóna á Suðurlandsvegi um 1 milljarði króna. Hér er um gríðarlega al- mannahagsmuni að ræða sem verður að standa betur vörð um. Umbætur í samgöngumálum eru einfaldlega hagkvæmar fyrir þjóðfé- lagið og draga úr útgjöldum hins op- inbera, fyrirtækja og almennings. Með hliðsjón af gríðarlega auknu mikilvægi samgangna og miklum kostnaði vegna umferðartjóna sem að töluverðu leyti má rekja til lélegra vega vaknar því sú spurning hvort fjárveitingar til samgöngumála, hvort sem er í dreifbýli eða þéttbýli, end- urspegli þetta stóraukna álag af vöru- flutningum, aukinni bif- reiðaeign, ferðamannastraumi sem og sívaxandi kostn- aði vegna umferð- arslysa og óhappa? Dæmi um þessa stór- auknu umferð er að á síðustu þremur árum hefur umferð um Suð- urlandsveg á milli Sel- foss og Reykjavíkur aukist um 20 30 %. Svarið við spurningunni er einfalt; fjármunir sem settir eru til sam- gönguframkvæmda samkvæmt nú- gildandi samgönguáætlunum eru engan veginn nægilega miklir. Gera verður stórátak í vegamálum á allra næstu árum, ekki síst með byggingu 4 akreina vega út frá höfuðborginni. Flestir virðast sammála um þetta og þýðingarmesta innleggið í því sam- bandi var skýr yfirlýsing forsætisráð- herra í stefnuræðu hans á Alþingi nú í þingbyrjun. Samgönguátak með einka- framkvæmd Í framhaldi af því sem áður er sagt vaknar þá spurningin hvernig best er að standa að slíku átaki og hvernig á að fjármagna það? Einfaldast virðist að ríkið stórauki framlög til vegamála í þessu skyni á næstu árum. Samtök verslunar og þjónustu hafa nefnt að hækka þurfi framlögin úr 2 millj- örðum króna á ári í 5 milljarða næstu tíu árin. Þá má spyrja hvort sann- gjarnt sé að skattgreiðendur greiði fyrir slíkt stórátak á ör- fáum árum sem gagnast mun umferð- inni næstu áratugina? Eðlilegra virðist að dreifa þeim kostnaði á lengri tíma. Á undanförnum mán- uðum hafa komið fram tillögur um að standa að meiri háttar fram- kvæmdum í samgöngu- málum með svokallaðri einkaframkvæmd. Nán- ar tiltekið setti Þór Sig- fússon forstjóri Sjóvár fram slíkar hugmyndir í vor í tengslum við breikkun Suðurlands- vegar. Þær hugmyndir hafa fengið mikinn byr og eindreginn stuðning sveitarfélaganna á Suðurlandi og þann 25. september sl. stofnuðu Sjóvá, sveitarfélögin á Suðurlandi og Mjólkursamsalan undirbúningsfélag sem hefur það markmið að stuðla að umræðu um flýtingu Suðurlands- vegar og benda á nýja valkosti í því samhengi. Til nánari skýringar þá býður ríkið með einkaframkvæmd- arleiðinni út framkvæmd og fjár- mögnun verksins að öllu leyti og greiðir fyrirtækinu sem sér um verk- ið til baka á löngum tíma, t.d. 20 –30 árum með svokölluðum skuggagjöld- um þ.e. eftir þeirri umferð fer um veginn. Vegfarandinn greiðir sem sé ekki neina vegtolla. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að með einkaframkvæmdarleiðinni næst að jafnaði lægri heildarkostnaður og tímasparnaður. Þetta tvennt leiðir til þess að nýting fjármagnsins er betri. Nefna má í þessu samhengi að á und- anförnum árum hafa vegir erlendis verið byggðir upp með þessum hætti í Noregi, Finnlandi, Englandi og víðar. Gerum stórátak Fram hafa komið hugmyndir um að bjóða út í einu lagi framkvæmdir við Suðurlandsveg á milli Selfoss og Reykjavíkur með nýrri brú yfir Ölf- usá, Sundabraut og Vesturlandsveg að Hvalfjarðargöngum með þessum hætti. Með því að fara þessa leið í uppbyggingu mikilvægustu sam- gönguleiðanna þá er hægt að ná fram hámarks hagkvæmni og um leið að flýta þjóðhagslega hagkvæmum og arðbærum verkefnum án þess að það komi niður á samgöngufram- kvæmdum annars staðar á landinu. Með stórátaki af þessu tagi treystum við eina af meginstoðum nútíma- samfélags og bætum á þann hátt samkeppnisstöðu íslensks samfélags gagnvart umheiminum. Úrbætur í vegamálum varða almannahagsmuni og almenn lífsgæði í landinu og ljóst er að almennur vilji er til úrbóta. Nú þarf aðeins samstillt átak rík- isstjórnar og Alþingis til að koma á þessum lífsnauðsynlegu umbótum í samgöngumálum sem gagnast munu öllu samfélaginu um langa framtíð. Áfram veginn – Stórátaks í samgöngumálum er þörf Þorvarður Hjaltason fjallar um samgöngumál »Úrbætur í vega-málum varða al- mannahagsmuni og al- menn lífsgæði í landinu og ljóst er að almennur vilji er til úrbóta. Þorvarður Hjaltason Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. ÞAÐ dylst varla nokkrum þeim sem áhuga hefur á bættum sam- göngum að umræðan þar um hefur verið áberandi á síðari tímum. Vega- bætur á þéttbýlli landshlutum koma þar m.a. til sögu enda þrengsli í um- ferðinni þar að verða sífellt áhættu- meiri eins og dæmi sanna. Það er því ekki að ófyrirsynju að af valdamönnum sé sífellt talað um meiri fjár- framlög til vegamála. En tilefnin eru fleiri, því vaxandi áherslur eru uppi um að bæta samgöngur á sjó og fjölga ferðum með ströndinni til að þunga- flutningar komist í líð- anlegt horf. Þessi um- ræða er eðlileg og fráleitt að ekki sé á hana hlustað þegar um- ræður um samgöngur eiga sér stað. En raunin er hins vegar sú að, að fleiru þarf að hyggja og víða bíða bráðnauðsyn- legar aðgerðir. Þessi fáorði inn- gangur hefur þann tilgang að taka fyrir öll tvímæli um að áherslur höf- undar í vegamálum eru ekki tak- markaðar við ákveðna þörf á þeim málum og að þótt hér sé einungis eitt framkvæmdasvið tekið til umræðu er þar ekki um neina samkeppni að ræða. Um þessar mundir er rúmt ár frá því að Fáskrúðsfjarðargöngin voru tekin í notkun og aðeins fyrr voru Al- mannaskarðsgöngin tekin í notkun. Ekki mátti seinna vera. Með Fá- skrúðsfjarðargöngunum opnaðist örugg og greiðfær leið milli Reyð- arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og ann- arra byggðarlaga á sunnanverðum Austfjörðum. Almannaskarðsgöngin viku til hliðar torleiði sem legið hefur um Almannaskarð frá fyrstu tíð. Þessar framkvæmdir hafa reynst frá- bærlega vel og má segja að ekki væri unnt að hugsa þá hugsun til enda ef þessar framkvæmdir hefðu ekki náð fram að ganga, m.a vegna aukinna umsvifa í atvinnumálum á Austur- landi og þeirri auknu þörf á flutn- ingum sem af hefur leitt. Fullyrða má að sú mikilvæga reynsla með bygg- ingu þessara ganga verði til þess að áherslur um Norðfjarðargöngin kom- ist sem fyrst í framkvæmd. Fram- kvæmdir um þau hefjist sem fyrst og verði lokið innan 2 ára. Er þá komið að aðalefni þessa bréfs þ.e vegagerð um Lónsheiði sem grundvölluð væri á jarðgöngum. Lögð er áhersla á að ákvörðun um þessa framkvæmd verði tekin sem allra fyrst. Nýlega var á Al- þingi svarað fyrirspurn frá Halldóri Blöndal um kostnað við að tryggja öryggi vegfaranda sem fara um Hvalnes og Þvottárskriður. Í svari samgönguráðherra kemur m.a fram að all- víðtækar framkvæmdir eru áformaðar til lag- færingar á þessum vegkafla. 207 milj- ónir króna á vegaáætlun er ætlað að verja til þessa verks. Á síðastliðnu sumri fór fram könnun á möguleikum á lagningu jarðganga í gegnum Lóns- heiði í nokkurri hæð. Það verkefni var unnið af starfsmönnum Vega- gerðarinnar m.a frá Akureyri og Ísa- firði. Ef til vill er nauðsynlegt að kanna betur jarðgangastæði á heið- inni og allavega er nauðsynlegt að fá niðurstöður í umræður um jarð- gangagerðina áður er farið er að end- urbæta skriðurnar. Gott vegstæði um Lónsheiði og gerð vegar þar er enn brýnna verk- efni en verið hefur. Flutningar í skriðunum og stóraukin umferð ferðamanna kalla m.a. á þessa þörf. Hér á þátt í þessum umsvifum þær miklu framkvæmdir sem eiga sér stað á Austurlandi um þessar mund- ir. Varanleg vegagerð um Þvottár- og Hvalnesskriður ef hún þá er fram- kvæmanleg kostar mikla fjármuni og þar er vegstæði viðsjárvert. Þeir fjár- munir sem nú eru á vegaáætlun og getið er um hér að framan að upphæð 207 millj. kr. duga skammt til fram- kvæmda þar. Þar kemur m.a til lausir kaflar í skriðunum sem auðveldlega geta hlaupið fram þegar stórrign- ingar ganga. Þessi hætta á fram- hlaupum eykst að stórum mun þar sem á köflum er grunnt á klappir sem auðvelda vatni sem þar berst eftir að koma skriðuhlaupum af stað. Þetta sannar reynslan. Rúmt ár er nú liðið frá því að eitt slíkt framhlaup féll úr austanverðum Þvottárskriðum og einstök heppni bjargaði frá stórslysi. Skriðurnar eru auk þess fyrir opnu hafi og á þeim brotna illviðri úr flest- um áttum nema þá helst að norðaust- anáttin sé líðanleg. Eru mörg dæmi þess að stórviðri hindri umferð og auki mjög slysahættu. Í sannleika sagt er það brosleg að- gerð að ætla sér að ná fram raunhæf- um vegabótum á þessum óveðrakafla með 207 milljónum króna eins og að framan er nefnt. Nær væri að halda vöktun áfram af starfsmönnum vega- gerðarinnar eins og dugað hefur fram til þessa og hraða þess í stað undirbúningi að nýjum vegi um Lónsheiði þar sem jarðgöng þjóna að stærstum hluta. Auk þess að losa vegfarendur við hinn stórhættulega illviðrakafla um skriðurnar, styttist vegurinn um 12 km við að leggja nýj- an veg um Lónsheiði. Það er því sjálfgefið að undirbún- ingur að byggingu jarðganga um Lónsheiði verði hafin hið bráðasta og látin ganga fyrir svokallaðri vega- gerð um Þvottár- og Hvalnesskriður, svo að það hættuspil sem því fylgir að hafa þar vegleiði heyri sem fyrst sög- unni til. Jarðgöng um Lónsheiði Egill Jónsson skrifar um samgöngubætur » Gott vegstæði umLónsheiði og gerð vegar þar er enn brýnna verkefni en verið hefur. Egill Jónsson Höfundur er fv. alþingismaður. EINS OG margir vita lenti rann- sóknaskip franska leiðangursstjór- ans Jean-Baptiste Charcot, Pourquoi- Pas?, í miklu og óvæntu óveðri út af Reykjanesi síðdegis 15. september 1936, hraktist upp í Borg- arfjörð og steytti á skerinu Hokka út af Álftanesi á Mýrum snemma morguns daginn eftir, hinn 16. september. Þjóðarsorg Charcot og menn hans komu oft við hér á landi í leiðöngrum sínum á norðurslóðir, bæði í Reykjavík, Ak- ureyri, Ísafirði, Eski- firði og Patreksfirði. Hann eignaðist fjöl- marga vini hér á landi og hélt góðu sambandi við þá allt þar til yfir lauk. Strand Pourquoi- Pas? var mikil harma- fregn hérlendis á sín- um tíma og til marks um það má nefna að þegar minning- arsamkoma um hina látnu var haldin í Kristskirkju í sept- ember 1936 var öllum verslunum í Reykjavík lokað, og mun það vera einsdæmi í Íslands- sögunni að erlendum mönnum sé vottuð slík virðing. Undarlegur misskilningur Svo einkennilega sem það kann að hljóma hafa tvær villur varðandi þetta strand sem stundum er nefnt „frægasta sjóslys Íslandssögunnar“ verið ærið lífseigar: strand- staðurinn og fjöldi þeirra sem fórust. Annars vegar hefur Þormóðssker verið nefnt sem strand- staður, og var meira að segja steypt í brons á minnismerki við Há- skóla Íslands, en hið rétta er að skipið strandaði á skerinu Hnokka. Hins vegar hefur tala þeirra sem fórust verið nokkuð á reiki í hérlendri umfjöllun um slysið í gegnum árin, rætt um að þar hafi ýmist 38, 39 eða 40 manns farist og einn komist lífs af. Talan 39 hefur verið lífseigust, kemur fyrir í fjölmörg- um tímarits- og blaða- greinum í gegnum árin og jafnvel á vefjum nú til dags. Og einhverra hluta vegna nefndi ein- hver töluna 38 í fjöl- miðlum um daginn, þegar þess var minnst að 70 ár voru liðin frá strandinu. Staðreyndin er hins vegar sú að alls létust 40 manns, og einn áhafn- armeðlimur komst lífs af eins og m.a. má lesa á vefsíðu sem tileinkuð er Charcot: http://www.charcot.is. 41 um borð Hvers vegna þessi misskiln- ingur? Ég lagði þessa spurningu fyrir Serge Kahn, höfund nýrrar bókar um Charcot, Jean-Baptiste Charcot, heimskautafari, landkönn- uður og læknir, þegar hann var staddur hér á landi um miðjan sept- ember, þegar sjötíu ár voru liðin frá því Pourquoi-Pas? fórst. Hann svaraði því til að þessa misskilnings hefði raunar gætt víðar og væri sennilega sprottinn af því að oft væri talað um að 39 hefðu farist, auk Charcots. Þetta kemur heim og saman við listann yfir áhafnarmeðlimina sem birt er í áðurnefndri bók og nafna- lista yfir áhöfnina sem barnabarn Jean-Baptiste Charcot, frú Anne- Marie Vallin-Charcot, las upp við hátíðlega minningarathöfn í Krists- kirkju hinn 16. september sl. þar sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var meðal viðstaddra. Rétt skal vera rétt Eflaust kann einhverjum að þykja fremur ankannalegt að velta fyrir sér spurningunni sem er yf- irskrift þessa greinarkorns, enda mannsaldur síðan atburðurinn átti sér stað og til lítils að velta sér upp úr því. Að eitt mannslíf til eða frá skipti ekki máli nú, svona löngu eft- ir að atburðurinn átti sér stað. Það má eflaust til sanns vegar færa, en það breytir því ekki að mannslíf er mannslíf, jafnvel sjötíu árum eftir að því lýkur, og tilmæli Ara fróða á sínum tíma um að hafa skuli það sem sannara reynist eru í fullu gildi og verða það vonandi enn um sinn. Hve margir fórust með rann- sóknaskipinu Pourquoi-Pas? Friðrik Rafnsson fjallar um Pourquoi-Pas-sjóslysið Friðrik Rafnsson »… mannslífer mannslíf, jafnvel sjötíu ár- um eftir að því lýkur, og tilmæli Ara fróða á sín- um tíma um að hafa skuli það sem sannara reynist eru í fullu gildi og verða það von- andi enn um sinn. Höfundur er bókmenntafræðingur og þýðandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.