Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Friðrik ElíasSigtryggson fæddist á Ytri Brekkum á Langa- nesi 21. október 1916. Hann lést á LSH í Fossvogi fimmtudaginn 9. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigtryggur Vilhjálmsson, bóndi á Ytri Brekkum og Ytra Álandi í Þistil- firði, f. á Skálum á Langanesi 12. nóv- ember 1887, d. 16. september 1928, og Valgerður Friðriks- dóttir húsfreyja, f. á Núpi undir Eyjafjöllum 9. febrúar 1892, d. 24. júlí 1957. Alsystkin Friðriks eru: Friðrik Elías Sigtryggsson, f. 1913, d. 1914; Vilhjálmur Sig- tryggsson, f. 1915, d. 1984; Oddný Sig- tryggsdóttir, f. 1918, d. 2002; Sig- ríður Sigtryggs- dóttir, f. 1919, d. 1982; Guðmundur Sigtryggsson, f. 1921, d. 2003; Val- gerður Sigtryggs- dóttir, f. 1923; Aðalbjörg Sig- tryggsdóttir, f. 1925, d. 1994; og Þorbjörg Sig- tryggsdóttir, f. 1927. Sammæðra eru: Helga Sæmundsdóttir, f. 1931; og Kolbeinn Ólafsson, f. 1938. Útför Friðriks verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hann Fíi er allur. Nýbúinn að aka austur í sveitir og halda upp á ní- ræðisafmælið sitt í félagsskap vina- fólks. Nýbúinn að koma í heimsókn til okkar á Kaplaskjólsveginn og gauka að ungum frænda sínum sekkjum af tómum dósum. Nýbúinn að ljúka sundspretti í sundlauginni í Breiðholti sem var mikilvæg hvers- dagsathöfn í hans daglega lífi. Hann var með öðrum orðum í fullu fjöri til þess er yfir lauk. Já, hann Fíi kom reglulega í heim- sókn til okkar í Vesturbæinn, yfir- leitt án fyrirboða og umbúðalaust. Oft var hann með plastsekki fulla af dósum. Hann stundaði heilsubótar- göngur og af virðingu fyrir verð- mætum og hreinu umhverfi tíndi hann í leiðinni upp drykkjarumbúðir sem borgararnir höfðu kastað frá sér. Frændi í Vesturbænum naut af- rakstursins í formi skotsilfurs sem fæst fyrir slíkt. Við komu Fía upp- hófst spjall yfir kaffibolla í eldhús- inu þar sem málaflokknum land, þjóð og saga voru gerð skil. Í spjall- inu kom hann ævinlega á óvart með skarplegri sýn á ýmislegt, óbilandi minni á mannanöfn, tímasetningar, veður og þess háttar. Mæðutal var ekki á dagskrá. Spaugilegum mann- lýsingum fylgdi hann oft eftir með barnslegum kitlandi hlátri sem gat magnast í hæðir. Þar birtist ein hlið persónunnar sem kom skýrar í ljós þegar börn voru nálæg. Á góðum degi gat hann ærslast með krökk- unum, sprellað og leikið púka og hlegið eins og barn í hamagangin- um. Börn sem stóðu honum nærri nutu iðulega gjafmildi hans og rausnaskapar á tímamótum í lífi þeirra. Fíi kvæntist ekki og eignaðist ekki börn. Honum var aftur á móti mjög hlýtt til barna, svo mjög að hann arfleiddi allar eigur sínar mál- efni sem lýtur að velferð þeirra. Sameiginlegt áhugamál áttum við Fíi sem var trjárækt. Þegar ég hóf að spreyta mig á skógrækt sýndi hann uppátækinu áhuga og var boð- inn og búinn til hjálpar við girðing- arvinnuna. Sjálfur stundaði hann trjárækt í reit sem hann átti uppi við Hafravatn. Ég gaukaði stundum að honum trjáplöntum af óvenjulegum tegundum. Það óx allt vel í reitnum hjá Fía. Hvert sumar fórum við saman í reitinn til að meta vöxtinn. Að því loknu gæddum við okkur á Frónkexi og kaffi, ræddum niður- stöðuna, hummuðum og jömmuðum og skyggndumst yfir byggðina. Listina að lifa lífinu vinnur hver út frá sínu upplagi og aðstæðum sem verða til. Lífsstíll Fía var ekki tiltakanlega vogaður. Einfaldleiki, festa, ráðdeild og trúskapur var hans stíll. Í gruflinu sem fylgir því að setja á blað nokkur minningarorð um látinn einstakling sem skipti mann máli, vakna einmitt spurning- ar um lífsstílinn, lífshamingjuna og hvað það er að njóta lífsins. Það eru heimspekilegar spurningar sem ei- líft vaka og verður aldrei svarað til fulls. En það andrúmsloft sem gest- urinn skilur eftir sig þegar hann stendur upp, kveður og hverfur út um dyrnar er örlítill mælikvarði á auðgina í hamingju-eldhúsinu sem býr hið innra. Nú er síðasti kaffiboll- inn tæmdur. Fíi hefur kvatt í síðasta skipti og er horfinn út um dyrnar og ég finn í loftinu hve ærlegur og heill hann var. Sigurbjörn Einarsson. Nú er hann horfinn á braut, tutt- ugu dögum um nírætt, lágvaxinn, þéttur á velli og þéttur í lund. Hann lét aldrei mikið yfir sér, hæglátur, hógvær, iðinn, nægjusamur og mis- kunnsamur. Kallið kom óvænt og skyndilega. Hann hné niður á sund- laugarbakkanum í Breiðholtslaug- inni sem hann hafði stundað svo vel og lengi og var allur viku síðar. Óvænt, sagði ég, því þrátt fyrir árin níutíu virtist hann hraustari og fleygari en margur sem yngri er. Hann lék sér t.d. að því að ganga umhverfis Elliðavatn eða úr Breið- holtinu upp að Hafravatni þar sem hann átti lítinn bústað og um Reykjavík gekk hann þvera og endi- langa. Friðrik eða Fíi eins og nákomnir nefndu hann gjarnan giftist aldrei og eignaðist ekki börn í eiginlegum skilningi en barngóður var hann og börn hændust að honum. Til marks um það er m.a. verkefnið ,,Mann- rækt og skógrækt“ sem Félagsstarf Gerðubergs, leikskólinn Hraunborg og Garðyrkjufélag Íslands áttu sam- an um skógrækt frá árinu 2000 en þar var Fíi sjálfkjörinn ,,skógrækt- arstjóri“. Og annað dæmi: Skömmu fyrir afmælisdaginn sinn árið 2001 kom hann yfirlætislaus sem endra- nær á skrifstofu mína, barði að dyr- um, heilsaði og bar upp erindið. Hann vildi stofna sjóð með eigum sínum til styrktar Barnaspítala Hringsins og spurði hvort ég gæti aðstoðað sig. Börn ætti hann engin né maka og ættingjarnir væru allir bjargálna. Með þennan skýra vilja og fumleysi gengum við til verks og sjóðurinn varð til á stuttum tíma. Í hann renna nú að Fía gengnum allar jarðneskar eigur hans. Svona var Fíi. Hann vildi láta verkin tala og börn á Íslandi munu nú njóta allra ,,krafta“ hans. Það eru forréttindi að fá að kynn- ast svona höfðingjum. Að fá að kynnast lífsspeki þeirra og viðhorf- um til manna og náttúru. Fíi krafð- ist mikils af sjálfum sér en lítils af öðrum. Allt til síðasta dags sá hann um sig sjálfur að öllu leyti og það er í sjálfu sér mikil mildi skaparans að hann fékk að kveðja heiminn með svo skjótum hætti eftir langa og góða ævidaga. Við Kristín biðjum góðan Guð um að blessa Fía og varðveita. Haukur Björnsson. Kveðja frá Barnaspítala Hringsins Á lífsleiðinni kynnumst við mörg- um mönnum, búnum ýmsum kost- um. Menn geta verið kankvísir, en á sama tíma hógværir, brosmildir og jákvæðir, en haft jafnframt djúpan skilning á vandamálum annarra og lífsglaðir og ánægðir, en bera mikla umhyggju fyrir samborgurum sín- um, góðviljaðir, vinalegir og skemmtilegir. Friðrik Sigtryggsson var búinn öllum þessum kostum. Friðrik Sigtryggsson hefur verið öflugur stuðningsaðili Barnaspítala Hringsins í mörg ár. Umhyggja Friðriks fyrir veikum börnum á Ís- landi og reyndar áhugi hans á vel- ferð barna var augljós. Sjálfur átti Friðrik ekki börn, hann var þó ekki barnlaus. Á Barnaspítala Hringsins er uppi sú skoðun, að Friðrik hafi átt börn Íslands og þau hafi átt hann að. Auk öflugs stuðnings við Barna- spítala Hringsins hefur Friðrik einnig stundað trjárækt með börn- um og hlúð þannig jafnt að uppvexti barna sem gróðurs. Friðrik Sigtryggsson stofnaði öfl- ugan sjóð til styrktar Barnaspítala Hringsins. Sjóður þessi hefur verið byggður upp jafnt og þétt og lagt mikilvægum málum Barnaspítala Hringsins lið. Friðrikssjóður mun um ókomin ár styrkja starfsfólk Barnaspítalans til góðra verka. Ævi- starf Friðriks mun skila sér í bættri meðferð veikra barna á Íslandi. Barnaspítali Hringsins kveður Friðrik Sigtryggsson með virðingu og þakklæti fyrir mjög ánægjulega samferð. Guð blessi minningu Friðriks. F.h. Barnaspítala Hringsins, Ásgeir Haraldsson. Nú er hann elskulegi Fíi frændi minn dáinn, en ekki átti ég von á að missa hann strax. Hann var svo heilsuhraustur og hress þrátt fyrir háan aldur. Sakna ég þess mikið að fá hann í heimsókn til mín og eins að rekast á hann á röltinu í Breiðholtinu, þar sem hann var þá iðulega á leiðinni úr sundlauginni eða út í Gerðuberg þar sem hann sótti félagsskap sinn. En ég á auðvitað margar góðar minningar um yndislegan ömmu- bróður minn. Alltaf hefur hann verið mikill barnakall og man ég þá sér- staklega vel eftir afmælisboðunum hjá ömmu Oddnýju þar sem Fíi tuskaði okkur krakkana soldið til og hressti upp í liðinu, það þótti honum oft mun skemmtilegra en að sitja og spjalla lengi yfir kaffibolla. Og okk- ur krökkunum þótti þetta mjög gaman og fengum hann til að taka okkur í kleinu og kasta okkur til og frá. Svo tala ég nú ekki um sumarbú- staðaferðirnar á Hafravatn, sem við fórum stundum með ömmu og afa, að heimsækja Fía. Þar var hægt að príla upp á svefnloft og stundum fór Fíi með okkur í bátsferðir út á Hafravatn. Um jólin var Fíi mikið á Mið- brautinni hjá ömmu og afa og þá fengum við krakkarnir alltaf litla Machintosh-dós frá honum í jóla- gjöf, þessa jólagjöf gaf hann í mörg ár okkur til mikillar gleði. En eftir að ég átti eldri son minn, hann Viktor, fór Fíi að koma oftar til mín í heimsókn. Eins og áður segir hafði hann mikla ánægju af börnum og þótti honum voða gaman að fá að koma og sjá Viktor stækka og dafna. Svo þegar hann kom í tveggja ára afmæli Viktors þá var hann sko fyrstur til að mæta í afmælið og fór síðastur, enda voru þeir miklir vinir þennan stutta tíma sem þeir fengu saman. En góðvild Fía kemur fram í mörgum myndum og framlag hans og styrkur til Barnaspítala Hrings- ins í gegnum tíðina er alveg ómet- anlegt. Minningin um yndislegan frænda lifir í hjarta okkar allra. Hanna Ýr og fjölskylda. Friðrik Elías Sigtryggsson ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR BALDVINSSON veitingamaður í Mokka Kaffi, verður jarðsunginn frá Kristkirkju, Landakoti, mánudaginn 20. nóvember kl. 13.00. Guðný Guðjónsdóttir, Oddný Guðmundsdóttir, Gunnar R. Kristinsson, Sesselja Guðmundsdóttir, Hannes Sigurðsson, Örn Guðmundarson, Rafael Varona, Stefán Arnar, Guðný, Hildur og Hugrún. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNHILDUR GEORGSDÓTTIR, Sólvangsvegi 2, Hafnarfirði, lést á Sólvangi föstudaginn 10. nóvember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðju- daginn 21. nóvember kl. 14.00. Steinunn Júlíusdóttir, Hafsteinn Þórarinn Björnsson, Bjarni Ólafur Júlíusson, Regína Magnúsdóttir, Ingibjörg Júlíusdóttir, Bárður Guðmundsson, Georg Júlíus Júlíusson, Rósa Kristín Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín og amma okkar, SANDRA ANN LYNCH, Papakura, Nýja Sjálandi, lést á Nýja-Sjálandi miðvikudaginn 8. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram. Davíð Dominic Lynch, Rebekka Sigrún Lynch, Eiríkur Anthony Lynch, Sandra Kristín Lynch. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BRIGITTE BARTSCH JÓNSSON, Eiðsvallagötu 38, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar laugar- daginn 11. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag langveikra barna. Lotta Vallý Jakobsdóttir, Jón Gústafsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Jóna Bergdal Jakobsdóttir,Jörundur Torfason, Hilmar Jakob Jakobsson, Hanna Sigmarsdóttir, Konráð Bartsch, Kristbjörg Mc Queen, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, VIGDÍS FERDINANDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi miðvikudaginn 5. nóvember. Ragnar Ragnarsson, Bryndís Ósk Erlingsdóttir, Harvey Georgsson, Róbert Magni Ragnarsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, ÁRNI SIGURÐSSON, Þrastargötu 8, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 14. nóvember. Jarðarför verður auglýst síðar. Ingigerður R. Árnadóttir, Árni Ragnar Árnason, Elmar Freyr Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.