Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Torfhildur, félag nemenda viðbókmenntafræði- og málvís-
indaskor, stendur fyrir málþingi í
dag kl. 15 í stofu 101 í Odda.
– Hallgrímur Helgason: „Lesand-
inn er slappur, bókin er veik en höf-
undurinn hress“.
– Hávar Sigurjónsson: „Höfund-
urinn í leikhúsinu“.
– Rúnar Helgi Vignisson: „Egill
spegill: Rúnar Helgi Vignisson
heilsar upp á Egil Grímsson“.
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða
Jólabasar verður haldinn í Katt-holti, Stangarhyl 2, 19. nóvem-
ber kl. 14.
Allir munir á basarnum eru gefn-
ir til styrktar kisunum í Kattholti.
Kattaeigendur eru hvattir til að
koma og styrkja starfsemina.
Ágóðinn mun vera notaður til að
kaupa fóður handa kisunum.
Kynslóðabilið verður brúað áhvítum reitum og svörtum í
Strandbergi, safnaðarheimili Hafn-
arfjarðarkirkju, á III. Strandbergs-
mótinu í skák, laugardaginn 18.
nóvember klukkan 13–16.
Mótið er fyrir skákmenn 15 ára
og yngri og 60 ára og eldri. Að
mótinu standa Hafnarfjarðarkirkja,
Hrókurinn, Kátu biskuparnir, skákdeild Hauka, Riddarinn, félag eldri
skákmanna í Hafnarfirði, Skákfélag eldri borgara í Reykjavík o.fl. Tefldar
verða 7 umferðir og er umhugsunartími 7 mínútur fyrir hverja skák.
Sigurvegarinn hlýtur 25.000 kr. að launum og Færeyjaferð fyrir tvo,
ásamt gistingu á Hótel Færeyjum í Þórshöfn.
Veitt eru verðlaun í flokki barna í 1.–3. bekk, 4.–6. bekk og 7.–10. bekk.
Þá eru þrenn verðlaun veitt skákmönnum 60 ára og eldri. Verðlaun eru
veitt í öllum flokkum og auk þess er happdrætti fyrir alla keppendur. Lúð-
vík Geirsson bæjarstjóri mun setja Strandbergsmótið.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, leikur
fyrsta leikinn.
Tónlist
Grafarvogskirkja | Aðventutónleikar
Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir 18.
nóvember kl. 17. Miða er hægt að kaupa hjá
kórkonum, á netfanginu kvkor@mmedia.is
og í síma 896 6468. Miðar í forsölu kosta
2.000 kr. en við innganginn kosta þeir
2.300 kr.
Háteigskirkja | Strengja- og blásarasveitir
Tónlistarskólans í Reykjavík halda tónleika
18. nóv. kl. 14.
Iðnó | Jeff Buckley – Tribute-tónleikar 17.
nóv. kl. 20.
Kaffi Krókur | Halli Reynis verður með
tónleika í kvöld kl. 22.
Nasa | Daniel A. Pinero, a.k.a. Dj DP One,
laugardagskvöldið 18. nóv. kl. 22.
Salurinn, Kópavogi | Tíbrá: Sjostakovitsj,
fyrri og seinni. Miðvikudag 15. nóv. og
föstudag 17. nóv. kl. 20 flytur Elizaveta
Kopelman allar prelúdíur og fúgur Dimitris
Sjostakovitsj fyrir píanó á tvennum tón-
leikum. Heildarflutningur í fyrsta sinn á Ís-
landi. Miðaverð: 2000/1600 kr.
S. 570 0400 og salurinn.is.
Laugardaginn 18. nóv. kl. 16 flytja Kristinn
Sigmundsson og Jónas Ingimundarson tvo
ljóðaflokka; eftir Johannes Brahms og
Ralph Vaughan Williams, auk sönglaga eftir
Francesco Paolo Tosti. Verð 2500 kr.
S. 570 0400 og salurinn.is.
Laugardaginn 18. nóv. kl. 13. Kennarar við
Tónlistarskóla Kópavogs flytja Sögu dát-
ans eftir Igor Stravinskíj. Sögumaður er
Halldór Gylfason leikari. Miðaverð 1500 kr.
S. 570 0400 og salurinn.is.
Við Árbakkann | Blönduósi. Halli Reynis
heldur tónleika kl. 22 laugard. 18. nóv.
Myndlist
Anima gallerí | Helgi Þorgils Friðjónsson
og Einar Falur Ingólfsson, Portrett af stað.
Til 2. des. Opið þri.–lau. kl. 13–17.
www.animagalleri.is.
Aurum | Arna Gná Gunnarsdóttir sýnir
verkið „Þrá“ frá 2006. Opið mán.–þri. kl.
10–18 og lau. kl. 11–16. Til 17. nóv.
Café Karólína | Hanna Hlíf Bjarnadóttir
með sýninguna „Puntustykki“. Til 1. des.
Café Mílanó | Málverkasýning Ingvars Þor-
valdssonar. Til áramóta.
DaLí gallerí | Margrét I. Lindquist sýnir til
25. nóv. Opið á föstudögum og laugar-
dögum kl. 14–18.
Gallerí Lind | Elínrós Eyjólfsdóttir er lista-
maður mánaðarins. Opið til 17. nóv.
Gallerí Stigur | „Vinátta“, myndlistarsýn-
ing Elsu Nielsen, til 17. nóv. Opið kl. 13–18
virka daga og 11–16 laugardaga.
Gallerí Sævars Karls | Þráinn málar í
bernskustíl. Til 22. nóv.
Gallerí Úlfur | Baldursgötu 11. Dagný Sif
Einarsdóttir sýnir. Opið virka daga kl. 14–18.
Til 30. nóv.
Gallery Turpentine | Georg Guðni sýnir til
21. nóv.
Hafnarborg | Baski (Bjarni S. Ketilsson)
sýnir í neðri sölum til 27. nóv.
Ljósmyndarinn Spessi til 30. des.
Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir
sýnir í Menningarsal til 8. janúar.
i8 | Klapparstíg 33–35. Katrín Pétursdóttir
Young vöruhönnuður sýnir snjóbretti og
hjálma.
Sýning Katrínar Sigurðardóttur, Stig. Opið
þri.–fös. kl. 11–17 og laugardaga kl. 13–17.
Kaffi Sólon | Unnur Ýrr Helgadóttir með
myndlistasýningu til 24. nóv.
Karólína Restaurant | Snorri Ásmundsson
sýnir á veitingastaðnum Karólínu. Ás-
mundur bróðir Snorra sýnir á Café Karól-
ínu. Sýning Snorra stendur til 12. janúar
2007. Upplýsingar um verk Snorra eru á
www.this.is/snorri.
Kirkjuhvoll, Akranesi | Eiríkur Smith sýnir.
Kling og Bang gallerí | Laugavegi 23. Tvær
sýningar: Helga Óskarsdóttir og Kristinn
Már Pálmason sýna.
Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Kristinn
Már Pálmason sýnir málverkainnsetningu.
Gryfja: Þráðlaus tenging. Kristín Helga
Káradóttir sýnir myndbandssviðsetningu.
Arinstofa: Óhlutbundin verk í eigu safnsins.
Aðgangur ókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag-
lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg-
myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf
opinn.
Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á
verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946–
2000). Opið alla virka daga nema mánu-
daga kl. 12–17.
Listasafn Íslands | Sýningin Málverkið eft-
ir 1980 í Listasafni Íslands. Á annað hundr-
að verk eftir 56 listamenn eru á sýning-
unni. Sjá nánar á www.listasafn.is. Til 26.
nóv.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Kan-
adísk menningarhátíð í Kópavogi – 3 sýn-
ingar á nútímalist frumbyggja í Kanada.
Kaffistofa og safnbúð. Til 10. desember.
Listasafn Reykjanesbæjar | Einkasýning
Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar á Lista-
safni Reykjanesbæjar. Sýningin nefnist
Sog. Viðfangsefni listamannsins er
straumvatn.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns. Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús |
Bandarísk list á þriðja árþúsundinu. Margir
af fremstu listamönnum Bandaríkjanna,
sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýn-
ingunni.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á
nýjum verkum eftir Hallstein Sigurðsson
myndhöggvara. Safnið og kaffistofan eru
opin laugardaga og sunnudaga kl. 14–17.
Sjá nánar á www.lso.is.
Lóuhreiður | Sýning Árna Björns verður
framlengd um óákveðinn tíma. Opið kl. 9–
17 alla daga nema laugardaga, þá er opið
kl. 12–16. www.arnibjorn.com.
Skaftfell | Sýning vegna Listmunaupp-
boðs. 42 verk eftir 36 listamenn. Verkin
eru af öllum stærðum og gerðum. Sjá
www.skaftfell.is.
Suðsuðvestur | Hrafnkell Sigurðsson sýnir
Grafík á sýningunni „Athafnasvæði“. Til
26. nóv.
VeggVerk | Verkið Heima er bezt er blanda
af málverki og pólitísku innleggi í anda
hefðbundins veggjakrots. Sem málverk
takmarkast verkið af eðli gallerísins Vegg-
Verks. Þannig á þetta verk, og þau sem á
eftir munu koma, styttri líftíma en hefð-
bundin málverk, því listamennirnir munu
allir nota sama rýmið. Til 25. nóv.
Þjóðminjasafn Íslands | Greiningarsýning
á ljósmyndum sem varðveittar eru í
Myndasafni Þjóðminjasafnsins og ekki hef-
ur tekist að bera kennsl á. Sýndar eru
myndir af óþekktum stöðum, húsum og
fólki og gestir beðnir um að bera kennsl á
myndefnið og gefa upplýsingar um það.
Söfn
Árbæjarsafn | Leiðsögn á ensku mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13. Tek-
ið á móti hópum eftir samkomulagi.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning á
skjölum úr einkaskjalasafni Hjörleifs Hjör-
leifssonar. Skjölin, sem tengjast öll fjöl-
skyldu Hjörleifs, eru flest frá um 1900 og
eru mörg þeirra glæsileg í útliti. Sýningin
er opin kl. 10–16 alla virka daga.
Í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Hallgríms-
kirkju er sýning í forkirkjunni um tilurð og
sögu kirkjunnar, sem Borgarskjalasafn hef-
ur sett saman með sóknarnefnd og List-
vinafélagi Hallgrímskirkju. Til. 30. nóv.
Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú-
inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk-
aðist í kringum aldamótin 1900. Veitingar í
gamla presthúsinu. Opið eftir samkomu-
lagi. 500 kr. inn, frítt fyrir börn.
staðurstund
Basar
Jólabasar til
styrktar köttum
Málþing
„Uppskrift
að höfundi“
Kirkjustarf
Æskan og ellin,
III. Strandbergsmótið í skák
65.000
gestir!
KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
eeeee
Hallgrímur Helgason – Kastljósið
eeee
Davíð Örn Jónsson
– Kvikmyndir.com
eeee
DV
eeeee
Jón Viðar – Ísafold
eeee
H.S. – Morgunblaðið
Casino Royale kl. 2, 5, 8 og 11 B.i. 14 ára
Casino Royale LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 11
Borat kl.6, 8, 10 og 12 B.i. 12 ára
Open Season m.ensku.tali kl. 2, 4, 6, 8 og 10
Skógarstríð m.ísl.tali kl. 2 og 4
Mýrin kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára
Casino Royale kl. 5, 8 og 11(Kraftsýning) B.i. 14 ára
Borat kl. 10 og 12 Á MIÐNÆTTI B.i. 12 ára
Mýrin kl. 8 B.i. 12 ára
Skógarstríð m.ísl.tali kl. 6
Eruð þið tilbúin fyrir eina
fyndnustu mynd
allra tíma?
eeeee
V.J.V. - Topp5.is
eeeee
EMPIRE
eeeee
THE MIRROR
eeee
S.V. Mbl.
T.V. - Kvikmyndir.com
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
"...LOKSINS FUNDINN LEIKARI SEM FYLLIR SKARÐ CONNERYS. HANN HEFUR MÝKT OG HÖRKU,
DROTTNANDI ÚTGEISLUN OG ER ÁMÓTA KARLMANNLEGUR Á VELLI OG SKOTINN."
SV MBL
eeee
V.J.V, Topp5.is
“Besta Bond myndin í áraraðir”
eeee
Þ.Þ, FBL
“Besta Bond myndin
frá upphafi...Bond
er kominn aftur með
látum, hefur aldrei
verið betri...Alvöru
Bondarnir eru nú
orðnir tveir”