Morgunblaðið - 17.11.2006, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 17.11.2006, Qupperneq 60
60 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ árnað heilla ritstjorn@mbl.is Burt með trúboð í skólum ÉG HORFÐI á viðtalið milli Jó- hanns Björnssonar, stjórnarmanns Siðmenntar, og Hilmars Ingólfs- sonar, skólastjóra í Hofsstaðaskóla í Kastljósinu, 14. nóvember síðastlið- inn. Umræðan snerist um Vinaleið- ina frá þjóðkirkjunni sem er ætluð til að styðja við nemendur í raunum. Hún er m.a. virk í Hofsstaðaskóla. Fannst mér Hilmar skólastjóri ekki starfi sínu vaxinn, bar fyrir sig hroka í stað þess að hlusta á málstað Siðmenntar og ræða við Jóhann á málefnalegum grundvelli. Hann sagði að presturinn væri hámennt- aður maður sem væri fullfær um að sinna þessu starfi. Ónefnd hjálp- arhella greiðir fyrir þessa þjónustu í Hofsstaðaskóla Ég tel að þeim pen- ingum sé mun betur varið í aðstoð frá sálfræðingi eða félagsfræðingi í stað manns sem hefur próf frá guð- fræðideild Háskólans. Hans staður er innan síns safnaðar þar sem fólk getur leitað hans en ekki í grunn- skólum landsins. Vinaleiðin á að að- stoða nemendur en er óbeint trúboð og takmarkar sig aðeins við þau börn sem eru kristin. Börn sem eru ekki kristin munu ekki nýta sér þessa þjónustu og eru skólarnir því að mismuna nemendum sem er al- gjörlega óviðunandi. Þessi starfsemi á að vera í höndum sérmenntaðra fagmanna eins og t.d. barnasálfræð- inga en ekki unnin af fyrirmönnum safnaða hvort sem er af kristnum toga eða öðrum. Þessi starfsemi er þjóðkirkjunni til skammar sem og þeim skólum sem upp á þetta bjóða. Bið ég hér með menntamálaráðu- neyti að athuga þetta mál hið fyrsta enda augljós þörf á. Linda Karen Gunnarsdóttir Þakklæti og óréttlæti MIG langar að koma á framfæri þakklæti til Lönu Kolbrúnar Eddu- dóttur fyrir hennar ágætu og skemmtilegu þætti Litla flugan. Og að allt öðru. Aðförin að þeim Baugs- feðgum er mér með öllu óskiljanleg. Þeir eru lagðir í einelti að mínu mati. Allt þetta er að undirlagi hinna „háu“ herra Haraldar ríkislög- reglustjóra og Jóns H. B. Snorra- sonar ríkissaksóknara. Ég, eins og svo margir aðrir, sé ekki að þeir feðgar Jóhannes og Jón Ásgeir hafi neitt til saka unnið. Réttlætið hlýtur að sigra að lokum. Ég óska Jóhannesi og fjölskyldu hans alls hins besta. Þuríður J. Árnadóttir. Háaleitisbraut 105, Rvík. Fyrirspurn til Strætó ÉG VAR á leið í strætó á mið- vikudagskvöld á Lækjartorgi og ætlaði að leita mér skjóls innandyra en þar var lokað, og klukkan ekki nema 9 um kvöld. Eins og veðrið var þá var ekki hægt nota þessi skýli sem halda hvorki vatni né vindi. Mér finnst það alveg til háborinnar skammar að það skuli ekki vera í boði að bíða eftir strætó í vind- og frostheldu umhverfi. Mig langar að spyrja forsvars- menn Strætó hvort þeim finnist það góð þjónusta að bjóða manni ein- göngu upp á útiskýli? Hanna Björk Tapað/fundið HEYRNARTÆKI tapaðist fyrir 3–4 vikum og hefir ekki fundist þrátt fyrir eftirgrennslanir og leit. Tækið er bogalaga með mjórri slöngu í glært hlustarstykki. Skilvís finnandi er beðinn að hafa samband við Ásgeir í síma 698 8277. Fund- arlaun. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK 70ára af-mæli. Sjötug verður á morgun , laug- ardaginn 18. nóvember, Sig- rún Jóhanns- dóttir, Þrast- arási 73, Hafnarfirði. Af því tilefni býður hún vinum og vandamönnum að sam- fagna þessum tímamótum í Hraunseli, Flatahrauni 3, Hafnarfirði, frá kl. 17–20. Víkverja kombanaslysið á Reykjanesbraut í byrjun vikunnar því miður lítið á óvart. Pólskur karlmaður lézt eftir að bifreið, sem hann var far- þegi í, var ekið á steypuklumpa við vinnusvæði við Molduhraun. Vík- verji hefur ekið Reykjanesbrautina óvenju oft að und- anförnu. Fram- kvæmdir standa yfir í Garðabænum og jafnframt miklu sunnar; við Grindavíkurafleggj- arann. Á báðum stöðum eru merkingar lélegar og lýsingin slæm. Á báðum stöðum hefur Víkverji tekið eftir því að stór örvaskilti, sem komið hefur verið fyrir til að beina ökumönnum framhjá framkvæmdasvæðinu, hafa ekki logað. Og þannig hátt- aði einmitt til þegar þetta sorg- lega slys varð, þótt fleira kunni þar að hafa komið til. Svo mikið er víst að Víkverji sagði við sam- ferðamenn sína, í eitt skiptið er hann ók Reykjanesbrautina á leið suður til Keflavíkur, að það væri bara tímaspursmál hvenær ein- hver æki á steypuklumpana vegna hinna lélegu merkinga. Og það var bara tímaspursmál. x x x Víkverji hefur marg-oft skrifað um það hvað vega- og gatna- framkvæmdir eru skelfilega illa merktar á Íslandi. Oft hefur hann aðallega sett út á það að ökumönnum sé ekki gert viðvart um framkvæmdir og lok- anir nógu snemma til að þeir geti valið sér aðra leið. En auðvitað eru merkingarnar líka spurning um dauðans alvöru. Því miður er það oft svo, að alvarlegt slys þarf til að vekja fólk til vit- undar um alvöru málsins. Verktakar þurfa að taka sig verulega á hvað varðar merkingar. Og verkkauparnir, sem hafa eftirlit með verktökunum, t.d. Vegagerðin, sveitarfélög og veitufyrirtæki, þurfa líka að taka sig á. Að ekki sé talað um lögregluna. Víkverji þekkir það af eigin reynslu að stundum mæta borg- arar, sem hafa samband við lög- regluna til að benda á slysahættu eða óþægindi vegfarenda vegna ófullnægjandi merkinga, fullkomnu áhugaleysi. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is      dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er föstudagur 17. nóvember, 321. dag- ur ársins 2006 Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Je- ramía 10, 6.) eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL INNIHELDUR MAGNAÐAR ÁTAKASENUR Í HÁLOFTUNUM SEM OG FRÁBÆRAR TÆKNIBRELLUR. FRÁ FRAMLEIÐANDA „THE PATRIOT“ OG „IN- DEPENDENCE DAY“ MEÐ ÞEIM JAMES FRANCO ÚR „SPIDERMAN“ MYNDUNUM OG JEAN RENO („THE DA VINCI CODE“). INNIHELDUR MAGNAÐAR ÁTAKASENUR Í HÁLOFTUNUM SEM OG FRÁBÆRAR TÆKNIBRELLUR. eee V.J.V. Topp5.is ALLT MUN EKKI VERÐA Í LAGI SPENNANDI OG FRUMLEG VÍSIN- DASKÁLDSAGA FRÁ HÖFUNDI BLADE RUNNER. MEÐ ÞEIM KEANU REEVES, ROBERT DOWNEY JR, WOODY HARRELSON, WINONA RYDER OFL. ÓT EX TU Ð WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919 SCANNER DARKLY ÓTEXTUÐ kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 16.ára. MÝRIN kl. 9 - 10:15 B.i. 12.ára. FLY BOYS kl. 6 - 9 B.i. 12.ára. THE DEPARTED kl. 9 B.i. 16.ára. THE QUEEN kl. 7 B.i. 12.ára. BÖRN kl. 5 - 6 - 7 - 8 B.i.12.ára eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBLBÖRN KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eeee DV eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Jón Viðar – Ísafold eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee H.S. – Morgunblaðið eeee Kvikmyndir.is BESTA MYND MARTINS SCORSESE TIL ÞESSA eee V.J.V. Topp5.is / AKUREYRI JÓNAS: SAGA UM ... m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FLY BOYS kl. 8 - 10:30 B.I. 12 BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BÖRN kl. 8 B.I. 12 THE DEPARTED kl. 10 B.I. 16 / KEFLAVÍK CASINO ROYALE kl. 7 - 10 B.I. 14 SKÓGARSTRÍÐ m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BORAT kl. 8 B.I. 12 THE DEPARTED kl. 10 B.I. 16 Munið afsláttinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.