Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 49 FRÉTTIR Fataskápadagar hjá Axis Ís le n sk h ö n n u n o g fr am le ið sl a helgina 17.-19. nóvember Einnig býður Axis til rýmingarsölu á skrifborðum, hillum, skilveggjum, stólum á skrifstofu og á heimilið og ýmsu öðru. Útsalan er á efri hæð verslunar og afsláttur er á bilinu 15-80 %. Bjóðum fataskápa á sérstökum afslætti aðeins þessa helgi. Axis býður glæsilega fataskápa í mörgum gerðum. Miklir möguleikar í uppröðun, viðartegundum, forstykkjum, skúffum og ýmsum auka- og fylgihlutum. Stuttur afgreiðslutími. Tilvalið að tryggja sérfataskápa fyrir jólin. Sjón er sögu ríkari...... Opið: föstudag 9:00-18:00 laugardad 10:00-16:00 sunnudag 13:00-16:00 Smiðjuvegur 9 - 200 Kópavogur Sími 535 4300 - Fax 535 4301 Netfang: axis@axis.is Heimasíða: www.axis.is Konfektnámskeið í Húsasmiðjunni Frábær sýnikennsla fyrir þig! Sýnikennsla í konfektgerð verður haldin í Húsasmiðjunni undir styrkri leiðsögn Halldórs Kr. Sigurðssonar bakara og konditormeistara. Námskeiðin byrja klukkan 20 og standa til 22. Námskeiðisgjald er 1.500 kr. fyrir sýnikennsluna í konfektgerð. Léttar veitingar eru í boði fyrir alla þátttakendur. Panta þarf á námskeiðið í síma 525-3000 eða með því að senda tölvupóst á konfekt@husa.is Takmarkað sætaframboð! Grafarholt 15. nóvember Keflavík 16. nóvember Borgarnes 21. nóvember Selfoss 27. nóvember Akranes 28. nóvember Skútuvogur 30. nóvember Akureyri 6. desember Egilsstaðir 7. desember SALA á Jólakortum SOS-barna- þorpanna er nú hafin. Jólakortin í ár eru teiknuð af þekktum dönskum myndlistarmönnum og eru ýmist með eða án texta. Kortin eru flest seld í stykkjatali en einnig er hægt að fá 3 jólakort saman í pakka. Hægt er að skoða og panta jólakort- in á heimasíðu SOS-barnaþorpanna, www.sos.is eða hringja og panta þau á skrifstofu samtakanna í Hamraborg 1 í Kópavogi í síma 564 2910 og fá þau send heim til sín. Allur ágóði jólakortanna rennur til starfsemi SOS-barnaþorpanna á Íslandi. Markmið samtakanna er að standa að fjáröflun vegna uppbygg- ingar SOS-barnaþorpa um allan heim sem veita munaðarlausum og yfirgefnum börnum kærleiksríkt og öruggt heimili til framtíðar. Jólakort SOS- barnaþorpanna eru komin FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu, á 2. hæð, laugar- daginn 18. nóvember nk. Hefst það kl. 13 og því lýkur um kl. 16.45. Erindi flytja Árni Björnsson dr.phil., Ólöf Garðarsdóttir sagn- fræðingur, Torfi K. Stefánsson Hjaltalín guðfræðingur, Sigurður Pétursson, lektor í grísku og latínu, Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræð- ingur og Þórunn Guðmundsdóttir sagnfræðingur. Stjórnandi málþingsins verður Árni Daníel Júlíusson sagnfræð- ingur. Veitingar verða fáanlegar í veitingastofu Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð. Ágrip erinda liggja frammi á málþinginu. Þau verða síðar að- gengileg á heimasíðu félagsins, www.akademia.is/18.oldin. Málþing um ástir og örlög ÖLGERÐ Egils Skallagrímssonar mun standa fyrir fjölskyldudegi í höfuðstöðvum sínum næstkomandi sunnudag, 19. nóvember. Þar gefst nýjum kynslóðum tækifæri á að upplifa jólastemmninguna sem tengist hvítöli og leggja Mæðra- styrksnefnd lið um leið. Á jóladegi fjölskyldunnar fá allir að smakka hvítölið en jafnframt mun Mæðrastyrksnefnd selja hvítöl til styrktar starfsemi sinni og mun Ölgerðin gefa nefndinni allt það hvítöl sem nefndin getur selt á Jóla- deginum. Jóladagurinn verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember hjá Öl- gerðinni að Grjóthálsi í Reykjavík og stendur hátíðin frá kl. 14–18. Sannkölluð jólastemmning mun ríkja á sunnudag því auk þess að smakka á jóladrykkjunum geta gestir notið tónlistar frá fjölda listamanna sem leggja munu Öl- gerðinni og Mæðrastyrksnefnd lið, segir í fréttatilkynningu. Meðal listamanna sem koma fram eru Lay Low, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Felix Bergsson, Fabúla, Selma og Hansa, Í svörtum fötum, Bríet Sunna og Snorri úr Idolinu.“ Fjölskyldudag- ur í Ölgerðinni FYRIRTÆKIÐ AB-varahlutir á Bíldshöfða 18 er 10 ára um þessar mundir en það tók til starfa 15. nóv- ember 1996. Í tilefni 10 áranna hefur fyrir- tækið ákveðið að styrkja Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur um 200 þús- und krónur. Ásta Lovísa er ung kona með börn og berst hún við hinn illvíga sjúkdóm krabbamein, segir í fréttatilkynningu. Gjöfin er einnig gefin í minningu Láru Björg- vinsdóttur en hún lést úr krabba- meini árið 1999 eftir stutta sjúk- dómslegu. Hún var eiginkona eiganda fyrirtækisins, Jóns S. Páls- sonar. 10 ára afmæli AB-varahluta LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á gatna- mótum Hringbrautar og Bræðra- borgarstígs, þriðjudaginn 8. nóvem- ber um kl. 18. Þar varð árekstur með hvítri Volkswagen Caddy sendibifreið, sem ekið var suður Hringbraut með beygju til austurs inn á gatnamót Bræðraborgarstígs, og hvítri Ford F150 pallbifreið, sem ekið var norður Hringbraut inn á nefnd gatnamót. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósa á gatnamót- unum fyrir óhappið. Þeir sem upp- lýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.