Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 49
FRÉTTIR
Fataskápadagar hjá
Axis
Ís
le
n
sk
h
ö
n
n
u
n
o
g
fr
am
le
ið
sl
a
helgina 17.-19. nóvember
Einnig býður Axis til rýmingarsölu á skrifborðum,
hillum, skilveggjum, stólum á skrifstofu og á heimilið
og ýmsu öðru. Útsalan er á efri hæð verslunar og
afsláttur er á bilinu 15-80 %.
Bjóðum fataskápa á sérstökum afslætti aðeins þessa helgi.
Axis býður glæsilega fataskápa í mörgum
gerðum. Miklir möguleikar í uppröðun,
viðartegundum, forstykkjum,
skúffum og ýmsum auka-
og fylgihlutum.
Stuttur afgreiðslutími. Tilvalið
að tryggja sérfataskápa fyrir
jólin. Sjón er sögu ríkari......
Opið:
föstudag 9:00-18:00
laugardad 10:00-16:00
sunnudag 13:00-16:00
Smiðjuvegur 9 - 200 Kópavogur
Sími 535 4300 - Fax 535 4301
Netfang: axis@axis.is
Heimasíða: www.axis.is
Konfektnámskeið
í Húsasmiðjunni
Frábær sýnikennsla fyrir þig!
Sýnikennsla í konfektgerð verður haldin í Húsasmiðjunni
undir styrkri leiðsögn Halldórs Kr. Sigurðssonar bakara og
konditormeistara.
Námskeiðin byrja klukkan 20 og standa til 22.
Námskeiðisgjald er 1.500 kr. fyrir sýnikennsluna í konfektgerð.
Léttar veitingar eru í boði fyrir alla þátttakendur.
Panta þarf á námskeiðið í síma 525-3000 eða með því að
senda tölvupóst á konfekt@husa.is
Takmarkað sætaframboð!
Grafarholt 15. nóvember
Keflavík 16. nóvember
Borgarnes 21. nóvember
Selfoss 27. nóvember
Akranes 28. nóvember
Skútuvogur 30. nóvember
Akureyri 6. desember
Egilsstaðir 7. desember
SALA á Jólakortum SOS-barna-
þorpanna er nú hafin. Jólakortin í
ár eru teiknuð af þekktum dönskum
myndlistarmönnum og eru ýmist
með eða án texta. Kortin eru flest
seld í stykkjatali en einnig er hægt
að fá 3 jólakort saman í pakka.
Hægt er að skoða og panta jólakort-
in á heimasíðu SOS-barnaþorpanna,
www.sos.is eða hringja og panta
þau á skrifstofu samtakanna í
Hamraborg 1 í Kópavogi í síma 564
2910 og fá þau send heim til sín.
Allur ágóði jólakortanna rennur
til starfsemi SOS-barnaþorpanna á
Íslandi. Markmið samtakanna er að
standa að fjáröflun vegna uppbygg-
ingar SOS-barnaþorpa um allan
heim sem veita munaðarlausum og
yfirgefnum börnum kærleiksríkt og
öruggt heimili til framtíðar.
Jólakort SOS-
barnaþorpanna
eru komin
FÉLAG um átjándu aldar fræði
heldur málþing í fyrirlestrasal
Þjóðarbókhlöðu, á 2. hæð, laugar-
daginn 18. nóvember nk. Hefst það
kl. 13 og því lýkur um kl. 16.45.
Erindi flytja Árni Björnsson
dr.phil., Ólöf Garðarsdóttir sagn-
fræðingur, Torfi K. Stefánsson
Hjaltalín guðfræðingur, Sigurður
Pétursson, lektor í grísku og latínu,
Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræð-
ingur og Þórunn Guðmundsdóttir
sagnfræðingur.
Stjórnandi málþingsins verður
Árni Daníel Júlíusson sagnfræð-
ingur. Veitingar verða fáanlegar í
veitingastofu Þjóðarbókhlöðu á 2.
hæð. Ágrip erinda liggja frammi á
málþinginu. Þau verða síðar að-
gengileg á heimasíðu félagsins,
www.akademia.is/18.oldin.
Málþing um
ástir og örlög
ÖLGERÐ Egils Skallagrímssonar
mun standa fyrir fjölskyldudegi í
höfuðstöðvum sínum næstkomandi
sunnudag, 19. nóvember. Þar gefst
nýjum kynslóðum tækifæri á að
upplifa jólastemmninguna sem
tengist hvítöli og leggja Mæðra-
styrksnefnd lið um leið.
Á jóladegi fjölskyldunnar fá allir
að smakka hvítölið en jafnframt
mun Mæðrastyrksnefnd selja hvítöl
til styrktar starfsemi sinni og mun
Ölgerðin gefa nefndinni allt það
hvítöl sem nefndin getur selt á Jóla-
deginum.
Jóladagurinn verður haldinn
sunnudaginn 19. nóvember hjá Öl-
gerðinni að Grjóthálsi í Reykjavík
og stendur hátíðin frá kl. 14–18.
Sannkölluð jólastemmning mun
ríkja á sunnudag því auk þess að
smakka á jóladrykkjunum geta
gestir notið tónlistar frá fjölda
listamanna sem leggja munu Öl-
gerðinni og Mæðrastyrksnefnd lið,
segir í fréttatilkynningu. Meðal
listamanna sem koma fram eru Lay
Low, Friðrik Ómar, Regína Ósk,
Felix Bergsson, Fabúla, Selma og
Hansa, Í svörtum fötum, Bríet
Sunna og Snorri úr Idolinu.“
Fjölskyldudag-
ur í Ölgerðinni
FYRIRTÆKIÐ AB-varahlutir á
Bíldshöfða 18 er 10 ára um þessar
mundir en það tók til starfa 15. nóv-
ember 1996.
Í tilefni 10 áranna hefur fyrir-
tækið ákveðið að styrkja Ástu
Lovísu Vilhjálmsdóttur um 200 þús-
und krónur. Ásta Lovísa er ung
kona með börn og berst hún við
hinn illvíga sjúkdóm krabbamein,
segir í fréttatilkynningu. Gjöfin er
einnig gefin í minningu Láru Björg-
vinsdóttur en hún lést úr krabba-
meini árið 1999 eftir stutta sjúk-
dómslegu. Hún var eiginkona
eiganda fyrirtækisins, Jóns S. Páls-
sonar.
10 ára afmæli
AB-varahluta
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir
vitnum að umferðaróhappi á gatna-
mótum Hringbrautar og Bræðra-
borgarstígs, þriðjudaginn 8. nóvem-
ber um kl. 18. Þar varð árekstur
með hvítri Volkswagen Caddy
sendibifreið, sem ekið var suður
Hringbraut með beygju til austurs
inn á gatnamót Bræðraborgarstígs,
og hvítri Ford F150 pallbifreið, sem
ekið var norður Hringbraut inn á
nefnd gatnamót. Ökumenn greinir á
um stöðu umferðarljósa á gatnamót-
unum fyrir óhappið. Þeir sem upp-
lýsingar geta veitt um mál þetta eru
vinsamlega beðnir að hafa samband
við lögregluna í Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum