Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 33
Hættu að tala íslenskumamma!“ hrópar lítilfrænka mín þegarmamma hennar er í
miðri setningu. Barnið virðist finna
til einhvers konar skömmustu-
tilfinningar vegna þess að tungutak
mömmu hennar, sem
er af erlendum upp-
runa, er ekki eins „full-
komið“ og okkar hinna.
Íslenskan er töluð með
hreim og málvillur
jafnt sem framandi
orðasambönd slæðast
inn. Það er falleg ís-
lenska og skemmtileg
því að tjáningarform
og orðaleikir verða til
sem við hin innfæddu
gætum aldrei látið okk-
ur detta í hug. Í eyrum
barnsins er þetta hins
vegar eitthvað til að
fela, móður sinni til verndar. Í
laumi hvíslar hún því að mér að
krökkum sem tala öðruvísi í skól-
anum hennar sé stundum strítt.
Hún er í 7 ára bekk.
Skrift með hreim?
Þegar ég heyrði frænku mína
fyrst áminna mömmu sína með
þessum hætti rifjuðust upp fyrir
mér ýmis atvik sem ég varð vitni að
þegar ég bjó í Berlín. Ég starfaði
m.a. í fræðslumiðstöð innflytjenda
þar í borg sem var sérstaklega ætl-
uð konum af tyrkneskum og kúrd-
ískum uppruna. Margar þessara
kvenna höfðu átt heima í Þýska-
landi í fleiri ár en voru þó enn eins
og nýstignar inn í framandi og
kuldalega veröld. Þær voru ávallt í
stöðu veikleika í hinu stóra þýsku-
mælandi samfélagi, þekktu lítið til
laga samfélagsins og réttinda og
voru utangarðs á svo marga vegu
að það þyrfti átakanlega margar
greinar til að byrja að lýsa þeim.
En þær voru sterkar og flottar kon-
ur sem höfðu margt að gefa og
miðla. Í miðstöðinni lærðu þær hin-
ar ýmsu kúnstir, þótt við hin sem
unnum þar lærðum jafnan meira af
þeim en þær af okkur. Mikilvægast
var að læra að lesa og skrifa – og
tala þýsku.
Eitt sinn þegar ég var stödd inni
á heimili einnar þessara kúrdísku
vinkvenna minna bað hún mig um
að lesa og þýða fyrir sig yfirgrips-
mikil plögg sem hún hafði fengið í
pósti frá þýska embættis-
mannakerfinu. Hún vildi ekki biðja
þýskumælandi 14 ára dóttur sína að
þýða þau fyrir sig ef ske kynni að
þetta væru slæmar fréttir. Þegar
dóttir hennar kom heim úr skól-
anum hljóp hún fagnandi til mín,
sýndi mér einkunnirnar sínar og
bað mig um að skrifa undir til vitnis
um að mamma sín hefði séð þetta.
Ég sagði við hana sem var að
mamma hennar ætti með réttu að
skrifa undir en ekki ég og rétti
mömmu hennar plaggið. Mamma
hennar tók langan tíma í að skrifa
nafnið sitt og geislaði af stolti þegar
hún var búin. „Sjáðu“ sagði hún og
brosti ógleymanlegu brosi. „Hérna
er nafnið mitt.“
Hún var nýbúin að læra að skrifa
og gleðin yfir afrekinu hreyfði
djúpt við okkur báðum. Af einhvers
konar virðuleik sem ég kann ekki
að lýsa rétti hún dóttur sinni plagg-
ið en þessi gleðistund breyttist þá
þegar í dramatísk heimilisátök,
öskur á báða bóga sem enduðu með
ekkafullum grátköstum. Dóttirin
sagði mömmu sína vera „öm-
urlega“. Hún kynni ekki neitt og
væri búin að skemma fyrir sér enn
eina ferðina. Kennarinn mundi
ásaka sig um að vera að svindla því
enginn gæti trúað því að fullorðin
manneskja gæti skrifað með svo
barnalegri skrift.
Íslensk ábyrgð?
Það var rétt. Skrift þessarar
djúpvitru og geislandi konu var lík-
ari skrift lítils barns en fullorðinnar
móður. Kennari með takmarkaðan
skilning á aðstæðum ýmissa inn-
flytjenda, og þá sérstaklega til-
teknum hópi eiginkvenna „erlends
vinnuafls“, hefði líklega ekki trúað
því að fullorðin kona gæti skrifað
með þessum hætti. Hann hefði
hugsanlega ekki tekið undirskrift-
ina gilda og jafnvel gert lítið úr
henni og þar með barninu sjálfu.
Hver veit?
Hvað gerist í
hjörtum mannanna
þegar atvik sem slík
eiga sér síendurtekið
stað? Hvaða ábyrgð
ber samfélag sem
setur fullfríska og
kraftmikla þegna
sína í slíka stöðu
veikleika og lít-
illækkunar – gerir
foreldra að börnum
og börn að for-
eldrum?
Slíkt gerist von-
andi ekki hér. Eða
hvað? Hvaða skrift
tökum við Íslendingar gilda?
Hvernig öxlum við „innfæddir“ Ís-
lendingar þá ábyrgð að hér búa
fjölmargir Íslendingar af erlendum
uppruna, börn þeirra og fjöl-
skyldur? Hvernig öxlum við þá
ábyrgð að hafa boðið hingað til okk-
ar fjöldanum öllum af „erlendu
vinnuafli“? Lítum við á þetta „er-
lenda vinnuafl“ sem hverjar aðrar
tölur á blaði, svokallaða innspýt-
ingu í atvinnulífið og „hliðaráhrif“
stóriðjustefnu og þenslu, eða lítum
við á þessar tölur sem manneskjur
eins og okkur hin? Manneskjur og
samborgara sem allajafna eiga
maka, börn, fjölskyldur og drauma
– drauma um betri framtíð fyrir sig
og börnin sín og þar með sam-
félagið allt.
Innfætt þakklæti?
Innflytjendur hingað til lands
eru yfirhöfuð kraftmikið fólk sem
við eigum að vera þakklát fyrir að
fá að kynnast. Þau geta auðgað
menningu okkar og lífssýn og
hjálpað hér til við að skapa fallegra
og betra samfélag. Þau geta gert
okkur stolt af því hvernig við tökum
á móti þeim og leggjum okkur
fram, lærum og breytumst til batn-
aðar. Íslendingar af erlendum upp-
runa eru dýrmætir samfélags-
þegnar – og nýtt kraftmikið afl í
sögu kraftmikillar lítillar þjóðar.
Þrátt fyrir þetta lenda fjölmargir
innflytjendur og samborgarar okk-
ar af erlendum uppruna í því að
vera sagt að skrift þeirra sé ekki
nógu góð fyrir „okkur.“ Menntun
þeirra er ekki tekin gild og þeim er
mörgum ósjálfrátt skipað á lægri
stall – með lakari kjörum, takmark-
aðri aðgangi og einangraðri tilveru.
Oftar en ekki er þetta fólk með
skólagráður frá löndum sem eiga
sér mun margþættari menntastofn-
anir en við Íslendingar.
Hagur barna?
Á bak við hvern einasta „innflytj-
anda“ sem hingað er kominn býr
fólk á öllum aldri – oftar en ekki
yndisleg börn sem eiga það skilið
að eiga jafn bjarta framtíð og öll
önnur. Margra þeirra bíður von-
andi að verða góðir og víðsýnir Ís-
lendingar af fjölbreyttum uppruna
sem gera samfélagið okkar allt
dýnamískara og frjórra í framtíð-
inni. Eins og nú er komið í okkar
samfélagi er þessum börnum hins
vegar hættara við að vera strítt í
skóla og lenda í einelti. Þeim er
hættara við að dragast aftur úr í
námi og upplifa sig sem utangarðs.
Þeim er hættara við að gefast upp í
framhaldsskóla. Þeim er hættara
við að fá ekki störf við hæfi, að fá
ekki að nýta hæfileika sína til fulls
og finna til minnimáttarkenndar og
vanlíðunar. Þegar fram í sækir er
þeim hættara við að rekast á hindr-
anir og ósýnilega veggi sem skilja
þau að frá öðrum.
Þau ár sem ég bjó erlendis
kynntist ég alltof mörgum hæfi-
leikaríkum unglingum og börnum
innflytjenda sem voru vannærð af
öryggisleysi og fordómum. Ég get
ekki hugsað mér að slík kynslóð al-
ist upp hér heima á Íslandi en vísi
að sömu afdrifaríku mistökum og
aðrar þjóðir hafa gert er nú að
finna hérlendis. Sá vísir hefur ber-
lega komið í ljós í umræðum á und-
anförnum dögum og vikum.
Ábyrg orðræða?
Lítil frænka mín á stjúppabba
sem er múslimi. Hvernig á hún að
skilja orð óábyrgra manna sem tala
um múslima sem óvini okkar?
Hvernig á hún að láta það ekki hafa
áhrif á sig þegar orð þeirra hljóma
hátt og fá sterkan hljómgrunn í
þjóðarsálinni. Með slíkri orðræðu
er m.a. ráðist að saklausum börnum
og hugarheimi þeirra, bakgrunni,
menningu og fjölskyldutengslum –
foreldrum og aðstandendum. Með
óbeinum hætti er ráðist að eina
grundvelli friðar og sáttar. Skiln-
ingur milli menningarheima og
virðing fyrir ólíkum trúarbrögðum
og bakgrunni fólks er forsenda
náungakærleika og samábyrgðar í
nútímasamfélagi. Ef við gröfum
undan slíku með upphrópunum sem
nærast á andúð og ótta í stað skiln-
ings og víðsýni þá verður leiðin
greiðari að verra samfélagi óbæt-
anlegra mannskemmda. Þær
skemmdir bitna mest á þeim sem
síst skyldi.
Skilningur okkar almennt séð á
mismunandi þörfum ólíkra innflytj-
enda og afkomenda þeirra er átak-
anlega skammt á veg kominn. Inn-
flytjendur eru fjölbreyttur hópur
með ólíkar þarfir, viðhorf og
reynsluheim og „erlent vinnuafl“ er
það líka. Mælikvarðinn á siðferð-
isþrek okkar og víðsýni er ekki
bara hversu mikla áherslu við
leggjum á íslenskukennslu fyrir
fólk af erlendum uppruna eða
hversu vel við stöndum að upplýs-
ingagjöf um réttindi þeirra, já-
kvæða aðlögun, sýnileika og virka
þátttöku á öllum sviðum. Mæli-
kvarðinn snýr líka að okkur „inn-
fæddum“. Hvernig ætlum við að að-
lagast breyttum heimi? Hvernig
ætlum við að opna hjörtu okkar og
hug fyrir nýju andliti Íslendings og
bjóða það hjartanlega velkomið í
hópinn sem eitt af okkur?
Margir vinna frábært starf við að
breiða út jákvætt gildi fjölmenn-
ingar. Alla slíka viðleitni verður að
styrkja til muna en ekki vanrækja
eins og verið hefur. Miklu meira
þarf hins vegar til ef við eigum í
framtíðinni að geta horft framan í
okkur sjálf með góðri samvisku. Við
þurfum að breyta hugarfari okkar,
þroskast og dýpkast og byrja að
breyta rétt gagnvart okkar góðu
meðborgurum af erlendum upp-
runa – Íslendingum framtíð-
arinnar. Við þurfum að fagna skrift
og tungutaki með hreim og læra að
hlusta og lesa á fjölbreyttari hátt
en áður. Það markar ákveðin tíma-
mót í íslenskri menningarsögu. Það
er spennandi og skemmtilegt verk-
efni okkar kynslóðar.
Góðar fréttir?
Góðu fréttirnar eru þær að við
Íslendingar eigum enn marga já-
kvæða möguleika í þessum efnum.
Misréttið er enn ekki búið að festa
svo grónar rætur að ekki sé hægt
að leiðrétta það. Við erum enn til-
tölulega ómenguð af hörmulegum
kynþáttafordómum sem læsast um
ólíklegustu kima annarra þjóða. Við
höfum enn sögulegt tækifæri til að
sýna þann góða mann og konu sem
við höfum að geyma. Nú verðum við
að snúa vörn í sókn í þessum efnum
og setja það sem forgangsverkefni
að börnin okkar öll, af vestfirskum
jafnt sem tælenskum uppruna, eigi
að eina þjóð, eitt samfélag allra þar
sem þröskuldar hverfa og nýjar
gáttir opnast. Ef svo á að verða
þarf almenna hugarfarsbreytingu.
Slík breyting getur aðeins átt sér
stað ef hvert og eitt okkar axlar
ábyrgð – innfæddir jafnt sem inn-
flytjendur.
Jákvætt skref í þá átt er að gera
þá kröfu til sjálfra okkar sem ann-
arra að fjalla um þessi mál af þekk-
ingu, nærgætni, virðingu og
ábyrgð. Það er vissulega löngu
tímabært að ræða þessi mál á
hreinskilinn hátt og setja þau í for-
gang. Margt gott fólk hefur þar
lagt hönd á plóginn undanfarin ár
en ekki náð eyrum fjölmiðla og
fjöldans sem skyldi. Sú hugdetta
sem nú virðist hins vegar vaða uppi
– að Frjálslyndi flokkurinn sé
„loksins“ að „opna“ umræðuna um
málefni innflytjenda – er fjar-
stæðukennd. Það er löngu búið að
opna þessa umræðu með mun
ábyrgari og heillavænlegri hætti
fyrir samfélagið allt en gert hefur
verið að undanförnu. Það hefur
bara ekki verið nægilega vel hlust-
að. Þeirri málefnalegu umræðu
þarf að halda áfram af krafti og á
þeim vettvangi verður Vinstri-
hreyfingin – grænt framboð áfram
leiðandi jákvætt afl.
Stjórnvöld þurfa að vakna til vit-
undar um það að ef ekkert er að
gert sitja þau með tifandi tíma-
sprengju í höndunum. Eflaust mun
taumlaus ást á áli og stóriðju með
viðhangandi þenslu og innspýtingu
í hagkerfið leiða til áframhaldandi
straums af miklum fjölda erlends
vinnuafls á methraða. Hvað gerist
svo þegar atvinnuleysið eykst?
Hverjum ætli verði um kennt þá?
Hinum raunverulegu sökudólgum
eða þeim hópum samfélagsins sem
best liggja við höggi? Ef sinnuleysi
og afneitun á félagslegum og menn-
ingarlegum áhrifum þessarar
stefnu heldur áfram gæti nið-
urstaðan orðið meiri tragedía en
okkur býður í grun. Innan nokk-
urra ára gætum við vaknað upp við
allt annað samfélag en okkur
dreymir um – þar sem hópur barna
verður fyrir aðkasti og mismunun
vegna uppruna, kynþáttar, trúar og
bakgrunns.
Björt framtíð?
Lítil frænka mín er heppin. Hún
á ekki bara góða foreldra heldur
stóra íslenska fjölskyldu og örygg-
isnet á heimavelli. Fjöldinn allur af
börnum innflytjenda hérlendis á
ekki slíkt öryggisnet og mun líða
gróflega fyrir það ef ekkert er að
gert. Það er okkar allra að búa til
þetta öryggisnet allra barna sem á
þurfa að halda, hver svo sem bak-
grunnur þeirra er, og gefa allt okk-
ar til að styrkja innviði slíks skjóls.
Leyfa foreldrum að vera foreldrar
og börnum að vera börn.
Það er ekki á hverjum degi í líf-
inu sem við fáum tækifæri til að
sýna hvað í okkur býr. Hversdag-
urinn líður. Við förum í vinnuna,
setjum í þvottavélina og vöknum til
næsta dags. Stundum kemur hins
vegar að tímamótum þar sem virki-
lega reynir á okkur. Við stöndum
frammi fyrir siðferðislegu vali og
kallið kemur til að breyta rétt eða
rangt, bregðast við af stórmennsku,
skilningi og mannkærleika eða
þröngsýni, sleggjudómum og lýð-
skrumi. Slík stund er nú að renna
upp hjá okkur Íslendingum. Ætlum
við að nýta tækifærið og byggja hér
upp blómstrandi fjölmenningarlegt
samfélag þar sem virk þátttaka
allra erhöfð að leiðarljósi eða ætl-
um við að hlaupa á harðaspretti inn
í gryfju upphrópana, gettóvæð-
ingar, þröskulda og duldra for-
dóma?
Eitt verður í það minnsta að vera
kristaltært: Ef við veljum að fara
síðari leiðina verður ekki hæglega
þaðan aftur snúið. Okkar er valið.
Hættu að tala!
Eftir Guðfríði Lilju
Grétarsdóttur »…við Íslendingareigum enn marga
jákvæða möguleika í
þessum efnum. Mis-
réttið er enn ekki búið
að festa svo grónar
rætur að ekki sé hægt
að leiðrétta það.
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Höfundur er skákkona og býður sig
fram í 2. sætið í sameiginlegu forvali
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs í Reykjavík og Suðvest-
urkjördæmi.
skra bók-
na hefur
ndi í um-
.
argvísleg-
n var m.a.
astjórnar
formaður
ands um
ðursfélagi
arnefndar
mennta-
„Í störf-
r Njörður
num hug-
annt um
talað fyrir
einlægum
sér fyrir
nni til efl-
minningu
Hann var
eirra sem
rar tungu
þeim ár-
við þekkj-
r
nar
mssonar 2006
ðið/Eyþór
töku við
Í HNOTSKURN
» Verðlaun Jónasar Hall-grímssonar voru fyrst af-
hent 1996.
» Verðlaunin hlýtur ein-staklingur sem þykir hafa
með sérstökum hætti unnið ís-
lenskri tungu gagn í ræðu eða
riti.
» Handhafi verðlaunannahlýtur eina milljón króna
og ritsafn Jónasar Hallgríms-
sonar í skinnbandi.
» Njörður P. Njarðvík errithöfundur, þýðandi,
kennslubókahöfundur og
kennari í íslenskum bók-
menntum. Hann hefur auk
þess tekið virkan þátt í um-
ræðum um menningu og póli-
tík og gegnt ýmsum trún-
aðarstörfum.
» Njörður var í fylking-arbrjósti þeirra sem stofn-
uðu til dags íslenskrar tungu.
» Sem kennari við HÍ stóðNjörður fyrir því að ritlist
væri kennd sem háskólagrein.
u að
matreiða
r ekkert
erja aðra
rnefndar
r:
ða útgáfa
r að
og um
6500
plýs-
n. Þetta
en í síð-
fn er af-
orða-
a sjálfir
ölvu-
um tölvu-
vinnslu á Íslandi. Þá
þegar áttuðu nefnd-
armenn sig á að hér
var á ferðinni tækni-
nýjung sem mundi
leggja samfélagið
undir sig. Þeir fundu
hversu mikilvægt var
að eiga íslenskan
orðaforða um allar
hliðar þessarar nýju
tækni strax frá upp-
hafi. Allt frá fyrstu
útgáfu hefur orða-
nefndin fylgst sleitu-
laust með framþróun
tölvutækninnar. [...]
Eftir að Orðabanki
Íslenskrar málstöðvar tók til
starfa hefur tölvuorðasafnið verið
aðgengilegt á Netinu, öllum til
frjálsra afnota. Safnið er lifandi
heimild um það hvernig þjóð tekur
nýja tækni í þjónustu sína og mát-
ar jafnóðum inn í hversdagsmál
sitt.“
Sigrún segir að mörgum finnist
óþægilegt að vera með ensk orð í
munninum og vilji tala íslensku.
„Þeir sem nota íslensku orðin vita
ekki endilega hvaðan þau eru
komin, eða að þau sé að finna í
tölvuorðasafninu. Mörg þeirra sí-
ast út í samfélagið frá manni til
manns og þannig á það að vera.
Við höfum verið gagnrýnd, en ég
tel að almenningur vilji að þessi
vinna sé unnin.“
gt að vera með
í munninum
Sigrún Helgadóttir
Vilborg Dagbjartsdóttir, 1996.
Gísli Jónsson, 1997.
Þórarinn Eldjárn, 1998.
Matthías Johannessen, 1999.
Magnús Þór Jónsson (Megas),
2000.
Ingibjörg Haraldsdóttir, 2001.
Jón Böðvarsson, 2002.
Jón S. Guðmundsson, 2003.
Silja Aðalsteinsdóttir, 2004.
Guðrún Helgadóttir, 2005.
Njörður P. Njarðvík, 2006.
Handhafar Verðlauna
Jónasar Hallgrímssonar
1996–2006