Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning ÚTHAFSTRYLLIRINN Adrift sækir innblástur í Open Water (́05), ódýra, óháða hrollvekju um raunir hjóna sem voru í ógáti skilin eftir úti á ballarhafi þegar bátur sem flutti froskkafara hélt í land. Myndin var fersk, vel leikin og áhrifarík og skilaði umtalsverðum hagnaði. Adrift er sögð, líkt og Open Water, byggð á sönnum atburðum, það breytir litlu, því hún virkar í flesta staði eins og illa gerð eftiröpun. Að þessu sinni er fjallað um sex manna endurfundi gamalla bekkjar- félaga sem halda á nýrri og glæsilegri skútu eins þeirra í skemmtisiglingu út á Kyrrahafið. Allt leikur í lyndi, skútan komin langt út á rúmsjó og vinirnir farnir að busla í sjónum þeg- ar þeir uppgötva sér til skelfingar að gleymst hefur að setja út stigann. Við tekur lítið spennandi martröð án umtalsverðs skemmtanagildis. Vandi Adrift öðru fremur er mátt- laust handrit sem eyðir púðrinu í inn- byrðis rifrildi og nagg í stað þess að byggja upp vitræn átök við þær hrikalegu aðstæður sem myndast. Fólkið er ungt og hraust en getur enga björg sér veitt, svamlandi við hliðina á skútunni og lífsbjörginni. Ekki bætir úr skák að persónurnar eru vankynntar til sögunnar, áhorf- andinn nær ekki að tengjast þessum frekar hrokafulla mannskap sem eyðir kröftum sínum í innantómar deilur, móðursýki og sjálfsmeð- aumkvun í stað þess að finna úrræði. Fyrir bragðið er leikurinn tilþrifalaus og spennan lítil sem engin í höndum leikstjórans, sem tekur allar nær- tökur í vatnstanki eða á lygnum vogi. Hefði þess vegna getað filmað í bað- karinu heima hjá sér; engar öldur, að- eins Drottins dýrðar koppalogn. Kornabarn er með í för en nærvera þess gerir framvindu Adrift aðeins enn vandræðalegri. Ljósu punktarnir er fagmannleg kvikmyndataka þar sem notuð eru forvitnileg sjónarhorn og skútan er geggjuð. Mynd hinna ónýtttu tækifæra. Busl í baðkari KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Hans Horn.Aðalleikendur: Sus- an May Pratt, Eric Dane, Richard Speight Jr., Cameron Richardson, Niklaus Lange, Ali Hillis. 95 mín. Þýskaland 2006. Á reki (Adrift)  Adrift „Mynd hinna ónýtttu tækifæra.“ Sæbjörn Valdimarsson Sykurmolarnir koma saman í fyrstasinn í tuttugu ár í kvöld í Laug-ardalshöll til að fagna tuttugu ára af-mæli hljómsveitarinnar, tuttugu ára afmæli Smekkleysu, útgáfufyrirtækis hennar, og tuttugu ára afmæli Ammælis, fyrstu smá- skífunnar sem sveitin sendi frá sér. Þótt ekki sé alveg uppselt á tónleikana er mikill áhugi fyrir þeim og þannig koma um 1.000 manns að utan gagngert til að fara á tónleikana. Einar Örn Benediktsson, söngvari Syk- urmolanna, segir að þetta þrefalda tvítugs- afmæli sé vissulega fyrst og fremst afmæl- isfögnuður, „en að sama skapi var það alltaf hlutverk Sykurmolanna sem poppdeild Smekkleysu að skaffa peninga og ef það tekst þá leggst það inn í frekari útgáfustarfsemi fé- lagsins eins og verið hefur alla tíð; það má segja að þetta séu tuttugu ára spilaskuldir“. Hljómsveitin hóf æfingar í október, fyrst hljómsveitaræfingar, en síðan slógust söngv- ararnir í hópinn í nóvember. Einar segir að það hafi komið þeim öllum á óvart hve gaman var að byrja að æfa og eins að enginn var sérlega ryðgaður þótt sumir hafi lítið fengist við hljóðfæraslátt á liðnum árum. „Það kom mér einna skemmtilegast á óvart hve Bragi stóð sig vel, hann var eiginlega betri en við hin og þó þótti líklegt að hann væri ryðg- aðastur. Mig grunar að hann hafi falið bassa í kjallaranum heima hjá sér eða að hann sé farinn að skrifa bækur með mjög feitum penna.“ Að sögn Einars var mesta spennan fyrir æfingarnar hvort þau myndu standast sjálf- um sér snúning eftir allan þennan tíma, en sá ótti var ástæðulaus þegar á reyndi. „Minn- ingin var sem sé ekki bara góð, hún var sönn,“ segir Einar og bætir við að þeim hafi fundist einna skemmtilegast að heyra hve margt af tónlistinni var og er „ógeðslega klikkað“. „Ég finn mikla gleði í því sem við erum að gera og þá sjálfur farinn að skilja al- mennilega hvað aðrir upplifðu við tónlistina, upplifi það mjög sterkt og verð eiginlega hálfmeyr þegar ég hugsa um það.“ Á tónleikadagskránni í Höllinni er úrval laga frá öllum ferli hljómsveitarinnar. Laga- listinn var þannig valinn að hver greiddi at- kvæði í sínu horni, skrifaði sextán eða sautján laga lista sem hann vildi helst að yrðu flutt og þegar listarnir voru lagðir sam- an kom í ljós að allir vildu taka sömu lögin. „Það var því eindreginn vilji,“ segir Einar og bætir við að lögin séu álíka mörg af hverri plötu. „Það kom í ljós þegar við fórum að pæla í þessu að sum laganna höfðu ekki enst nógu vel, voru of tímabundin til að hægt væri að spila þau í dag.“ Á tónleikum sínum hér á landi fluttu Syk- urmolarnir lög sín jafnan á íslensku, en að sama skapi á ensku erlendis nema á stöku tónleikum þegar útlendingarnir fengu líka ís- lenska útgáfu. Einar segir að þegar æfingar fóru af stað hafi þau ekkert velt því fyrir sér hvort taka ætti lögin á íslensku eða ensku, en svo hafi það atvikast svo að um helmingur þeirra sé á ensku. Það hentar kannski vel fyrir tónleikagesti í Laugardalshöllinni í kvöld því að sögn Einars koma um þúsund tónleikagestir hingað til lands beinlínis til að sjá hljómsveitina spila, um fjórðungur frá Skandinavíu, fjórðungur frá Bretlandi, fjórð- ungur frá Bandaríkjunum og restin frá ýms- um löndum. Aðspurður hvort ekki sé spennandi að halda áfram fyrst svo gaman hafi verið að byrja að æfa aftur svarar hann því til að það eitt sé um þessa tónleika að segja að þau hafi gefið sér sjálfum aðeins eitt loforð: að klára þessa tónleika af heilum hug. „Núna vitum við að við getum þetta, en það er ekkert sem segir að við ætlum að gera það aftur.“ Tónleikar Sykurmolanna verða í Laug- ardalshöll í kvöld og verður húsið opnað kl. 19. Á undan Sykurmolunum leika hljómsveit- irnar múm og Rass og plötusnúðarnir Dj@mundo og KGB. Eins og getið er er enn eitthvað eftir af miðum og verða þeir seldir hjá midi.is og í verslunum Skífunnar í dag, en einnig verður miðasala í Laugardalshöllinni frá hádegi. Morgunblaðið/Einar Falur Ammæli Sykurmolarnir fagna þreföldu tvítugsafmæli í kvöld; Bragi Ólafsson, Þór Eldon, Björk Guðmundsdóttir, Sigtryggur Baldursson, Margrét Örnólfsdóttir og Einar Örn Benediktsson. Fyrst og fremst afmælisfögnuður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.