Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF VIÐSKIPTI ÞETTA HELST ... ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu 13,7 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 4,4 milljarða. Úrvalsvísitala aðallista Kauphall- arinnar hækkaði um 1,3% og er loka- gildi hennar 6.383 stig. Mest hækk- un varð á hlutabréfum Kaupþings banka, eða 2,3% og þá hækkuðu bréf Landsbankans um 1,5%. Mest lækkun varð hins vegar á bréfum Marels, eða um 1,3%. Úrvalsvísitalan hækkar um 1,3% ● TAP Alfesca á fyrsta fjórðungi yf- irstandandi rekstrarárs, sem hófst þann 1. júlí síðastliðinn, nam um 1,8 milljónum evra, eða um 160 millj- ónum króna. Á sama tímabili í fyrra var tap fé- lagsins 3,3 millj- ónir evra. Sala Alfesca á ársfjórðungnum nam 112 millj- ónum evra, sem er 6,7% aukning frá síðasta ári. Xavier Govare, forstjóri Alfesca, segir í tilkynningu frá félaginu að rekstrarniðurstöður fyrsta ársfjórð- ungs séu nokkru betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir að hráefn- isverð á laxi hafi verið í sögulegu há- marki á sama tíma. Dregur úr tapi Alfesca Xavier Govare ● ALLIR hlutirnir sem í boði voru hafa verið seldir í hlutafjárútboði Tryggingamiðstöðvarinnar, TM. Alls voru 157.894.737 hlutir seldir sem nemur um 16,9% aukningu hlutafjár. Um 134,7 milljón hlutir voru seldir í forgangsréttarútboði en söluverðið er um 5,1 milljarður króna. Þá voru 23,3 milljónir hluta seldir í almennu útboði að söluvirði 884 milljónir króna. Útboðið var til að styrkja eig- infjárstöðu TM vegna kaupa í norska félaginu NEMI. Helstu hluthafar og stjórnendur nýttu sér forkaupsrétt, m.a. Óskar Magnússon forstjóri, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson stjórnarformaður og Guðbjörg Matthíasdóttir í Eyjum. Allir hlutir seldust í hlutafjárútboði TM ICELANDIC Group hagnaðist um 3,3 milljónir evra, um 296 milljónir króna, á fyrstu níu mánuð- um þessa árs. Á sama tímabili í fyrra var tap fé- lagsins 279 þús- und evrur. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 953 þúsund evrum, eða um 85 milljónum króna. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group, segir í tilkynningu að stjórnendur félagsins séu bjart- sýnir á að þær breytingar sem gripið hefur verið til í rekstrinum muni áfram skila sér í bættri afkomu á fjórða ársfjórðungi og á næsta ári. Úr tapi í hagnað Björgólfur Jóhannsson                !!"#         $"%&' (!!)(         *   + , ')                           - .( /0 12 "&# 3&)- "&#  0! /0 12 "&# .( ' /0 12 "&# 4 !! .%0 /0 12 "&#  5607' "&# 8 /0 12 "&# /3('(0 6 '!( "&# $ 129('5 6 '!( "&# 8 '6 '!( :3 ' "&#  0)3 "&#   (-  "( ' "&# ; 3 '(- )0 3)1< 0 1<10=410> 0? @?0&#6# "&# A10 "&#     B( "&# 3 5 /0 12 "&# *-)3 '(- /0 12 "&# C")0@( "&# 0D55('5 <(>%>(' "&# E(''31%>(' "&#     !" 3?10&F3 5 1>103 ' .&# ! #$ % *G &  '  (                                                                          H)(3 0= .(>!(2(  5(' (36 > I 3 !  5J $ 12 3 # #  # # = # #  # # # # ##  ## ## # ##  # #  ## ## # # # #  ## ## # # = = = = ##                                               = =  E(>!(2( I !0K'1< H# L "151' 03(( @%3( .(>!(2   =         = = = =  I>  .(>!#.)0> STJÓRN Dags- brúnar hefur ákveðið að ganga til viðræðna við mögulega kaup- endur um sölu á meirihluta hluta- fjár í Daybreak Acquisitions, móð- urfélagi prent- og samskiptafyrir- tækisins Wynde- ham press Group í Bretlandi. Daybreak bauð í allt hlutafé Wyndeham í marsmánuði síðastliðn- um og var félagið þá metið á liðlega 10 milljarða króna. Í tilkynningu frá Dagsbrún í gær segir að í ljósi breyt- inga í starfsumhverfi á breskum prentmarkaði sé ljóst að rekstrar- áætlanir sem gerðar voru við kaupin muni ekki standast hjá Dagsbrún fyr- ir árið 2006. „Telur stjórn fyrirtæk- isins rétt að gera ráð fyrir 1,5 millj- arða króna varúðarfærslu vegna eignarhlutar félagsins í Daybreak Acquisitions Ltd.“ Styrkari efnahagur Afkoma Dagsbrúnar á fyrstu sex mánuðum þessa árs, sem birt var í ágústmánuði síðastliðnum, var nei- kvæð um 1,5 milljarða króna, en það var undir áætlunum félagsins. Í sept- ember ákvað stjórn Dagsbrúnar svo að skipta félaginu í tvennt, í þeim til- gangi að styrkja efnahag beggja fé- laganna. Í tilkynningu Dagsbrúnar frá því í gær segir að í september hafi við- skiptavild að fjárhæð 1 milljarður króna verið afskrifuð í kjölfar virðis- rýrnunarprófs á eign félagsins í Kögun. Þá hafi fallið til einskiptis- kostnaður vegna skiptingar og end- urskipulagningar félagsins. Loks sé rekstur 365 miðla ehf. undir áætlun- um. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarfor- maður Dagsbrúnar, segir í tilkynn- ingunni að útlitið fyrir rekstur fjar- skipta- og fjölmiðlahluta Dagsbrúnar í framtíðinni sé gott. „Sala á hlut fé- lagsins í Wyndeham myndi létta mik- ið á skuldsetningu samstæðunnar og skerpa áherslur í rekstrinum,“ segir hún. Stefnt er að því að selja allan hlut Daybreak í Wyndeham á næstu 24 mánuðum. Wyndeham til sölu Afkomuviðvörun frá Dagsbrún vegna 9 mánaða uppgjörs Þórdís Sigurðardóttir BANDARÍSKI hagfræðingurinn Milton Friedman lést í gær, 94 ára að aldri. Friedman, sem fékk Nób- elsverðlaunin í hagfræði árið 1976, var í hópi þeirra hagfræðinga sem mest áhrif hafa haft á hagstjórn heimsins, og er kenning hans um or- sakatengsl verðbólgu og magns pen- inga í umferð almennt viðurkennd meðal hagfræðinga. Í minningargrein sem birtist í Financial Times í gær segir að það sem einkennt hafi heimsmynd Friedmans hafi verið einlæg trú hans á frelsi einstaklingsins og að markaðurinn væri besta leiðin fyrir mikinn fjölda einstaklinga til að sam- ræma aðgerðir sínar öllum til fram- gangs og hagnaðar. Þrátt fyrir að vera einkum minnst fyrir hagfræðikenningar sínar barð- ist Friedman einnig fyrir margs kon- ar réttlætis- og mannréttindamálum og fór til að mynda stór hluti tíma hans á Víetnam-árunum í baráttuna gegn herskyldunni. Friedman kenndi hagfræði við Chicago-háskóla frá 1946 til 1976. Friedman kom hingað til lands árið 1984 í boði Hannesar H. Gissurar- sonar, prófessors, og hitti íslenska ráðamenn og fræðimenn að máli. Prófessor Milton Friedman látinn Milton Friedman KÍNVERSK stjórnvöld hafa breytt lögum í þá veru að erlendum fjár- málafyrirtækjum verður heimilað að starfa í landinu. Þetta er liður í því að uppfylla skuldbindingar Kína gagnvart Alþjóðavið- skiptastofnuninni (WTO). Haft er eftir Song Dahan, að- stoðar framkvæmdastjóra lög- fræðisviðs kínverska ríkisráðsins, í frétt AFP-fréttastofunnar, að með þessum breytingum hafi Kína stað- ið að fullu við loforð sem stjórnvöld þar í landi gáfu á sínum tíma um að opna fjármálamarkaðinn í landinu fyrir erlendum fjármálafyr- irtækjum. Hinar nýju reglur munu taka gildi 11. desember næstkomandi. Þá verða liðin fimm ár frá því að Kína fékk aðild að WTO. Í frétt AFP segir að erlend fjármálafyrirtæki muni þurfa að uppfylla ströng skilyrði vilji þau ná sneið af hratt vaxandi auði Kínverja. Hag- vöxtur hefur verið mikill í Kína á umliðnum árum. Opna Kínversk stjórnvöld opna fyr- ir erlendum fjármálafyrirtækjum. Skilyrði WTO uppfyllt                   !"#$   ! #% !!&'(!!)* (+" %,+-. / "#$%&$%'()*+ )$%',-($%"((.)/0) "*) 12  "'-30) # "*) 1($% * $45(0 - )!"%& ($ +- !!'0*% !" 6$7(8$!0("%&$%"*%&0$3 * 98-8#%%0 # 11!!'# #*!+- (+"2-!/ !'*  "8(0- " 8"*%9: ;-% 3<%&-1 -%& '=3&1"71) '-%" 7$)'"$%08$*(8> (3-%%$8  -%&- $%%" <33-1)!$%%"%?(8$3"'0" 7(8 @:@000<8- *# $ * 1@///$$(5@*-%&$ A$$("7@(8 $*(0)*-6$7(8$!0 @7(9(91 B  2'%" !!'53<'* ?7$%'- 6C5(0> $ *-%&$%-1   3 453 6447 4  7859 :; 5  ; 52& 5    88 78<4 4678 68;2  ;7& D    E ,   8  8  ==> 6  FGH  .G G  C  FG 52& 78 VERÐBÓLGA hér á landi mældist 5,8% á ársgrundvelli samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs í október. Þetta er 0,3% minni verð- bólga en mældist fyrir Ísland í sept- ember. Frá þessu er greint í Vegvísi greiningardeildar Landsbanka Ís- lands. Hagstofa Íslands mun birta nið- urstöður fyrir mælingu á sam- ræmdri vísitölu neysluverðs fyrir október í dag. Í Vegvísinum segir að samkvæmt samræmdu vísitölunni sé verðbólga hæst í Ungverjalandi, 6,3%, en næst hæst á Íslandi. Lægst verðbólga sé hins vegar í Lúxemborg, 0,6%, og í Tékklandi 0,8% Verðbólga 5,8% ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.