Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 53 SÚ LITAGLEÐI sem gjarnan sést í verkum Hrafnkels Sigurðssonar víkur fyrir svartri olíu á sýningu hans, „Athafnasvæði“, í Suðs- uðvestur í Keflavík. Þar má sjá innsetningu sem samanstendur af grafíkmyndum á vegg, unnum með blöndu af olíu og prentsvertu á pappír, og þremur olíutunnum. Þá stendur oddhvöss spýta upp við vegg, og hvítur litur á gluggum „lokar“ rýminu. Í fréttatilkynningu segir m.a. að það felist „mikið frelsi í því að losa sig við tæknina, milliliðina og allan kostnaðinn og vinna beint á þennan hefðbundna máta“ auk þess sem með grafíkverkunum (og „fallískri“ spýtunni) sé „vísað meðvitað í karllega hefð módern- ismans og abstrakt expressjónismann“. Innsetning Hrafnkels felur í sér fag- urfræðilegar vangaveltur en hugmyndalegar skírskotanir virðast að einhverju leyti vera réttlæting á vali hans á „hefðbundinni“ graf- íkaðferðinni. Draga má í efa hversu hefð- bundið lófafaraþrykk telst í listasögunni þó að dæmi séu um slíkt, einkum í fornum hellamálverkum og í list frumbyggja eða barna. Grafíkverkin eru unnin „milliliðalaust“ með því að þrykkja olíunni á pappírsarkir með höndunum, þannig að úr verður misþétt og samhverft mynstur lófa- og fingrafara. Samhverfni eða miðlæg staða myndefnis á myndfletinum hefur einkennt fyrri verk Hrafnkels, svo sem ljósmyndir af tjöldum, snjósköflum, húsum í byggingu og sam- þjöppuðu sorpi, og afstraktverk unnin úr vinnugöllum, en í grafíkverkunum nú reiðir hann sig eingöngu á sjálfan sig hvað mynd- efni snertir – eigin handlagni, ef svo má segja. Hann leggur sig fram við að gæða myndflötinn lífi en sjónrænt eru grafíkverkin þó ekki eins áhugaverð og eldri (og „tækni- legri“) verkin. Í verkunum má greina ýmis myndræn og hugmyndaleg tengsl við afstrakt-expressjón- isma og þá einkum athafnamálverkið (e. „ac- tion painting“), sem yfirskrift sýningarinnar skírskotar til, í anda Jacksons Pollocks sem beitti líkamanum markvisst til að hella og skvetta málningu beint á strigann í samræmi við hugmyndir um sérstaka pensilskrift og reynslu listamannsins. Margir hafa bent á hvernig afstrakt- expressjónisminn í Bandaríkjunum á 5. og 6. áratug 20. aldar útilokaði konur af ýmsum sökum. Það eru engin nýmæli fólgin í gagn- rýnum viðbrögðum við módernisma og meintri karlhyggju hans en skírskotun Hrafnkels í karllæga hefð innan hans er dá- lítið óljós auk þess sem líta má á listasöguna alla sem karllæga. Skírskotun Hrafnkels til hins karllæga valds reynist víðari þegar í ljós kemur að ol- íutunnurnar voru áður í eigu bandarísku herstöðvarinnar. Fyrir tilstuðlan þessarar vitneskju (sem fékkst í samtali við umsjón- armann gallerísins en kemur hvorki fram í fréttatilkynningu né verkaskrá) hvarflar hugurinn að hernaðarstefnu Bandaríkjanna. Titill eins grafíkverksins styður þá túlkun: „boomm!“. Í slíku samhengi birtist olían sem allsherjarspilliefni og tákn fyrir yfirgang (karl)mannsins, stórveldisins, her- og iðn- væðingu og firringu. Ádeilan er þó heldur ógreinileg. Ein skýringin á vali Hrafnkels á aðferð og efnivið, sem er að mestu „fundinn“, er fjár- hagsleg. Hann vekur athygli á að tæknilegir miðlar samtímamyndlistar krefjist töluverðra fjárútláta og raunar er fjármögnun í mörg- um tilvikum forsenda flókinna og umfangs- mikilla innsetninga. Sjálfur hefur hann notað ljósmynda- og tölvutækni til að miðla mynd- hugsun sinni og hugmyndum. Í ljósi yfirlýs- ingarinnar um „frelsi í því að losa sig við tæknina“ í fréttatilkynningu vekur sýningin áleitnar spurningar um listrænt frelsi. Úr viðjum tækninnar? MYNDLIST Suðsuðvestur Hrafnkell Sigurðsson Til 26. nóvember 2006 Opið fim. og fös. kl. 16–18 og um helgar kl. 14–17. Aðgangur ókeypis. Athafnasvæði Athafnasvæði „Innsetningin felur í sér fagurfræðilegar vangaveltur en hugmyndalegar skír- skotanir virðast að einhverju leyti vera réttlæting á vali hans á „hefðbundinni“ grafíkaðferð.“ Anna Jóa STÓRLEIKARARNIR Keanu Ree- ves, Robert Downey Jr., Woody Harrelson, Winona Ryder og Rory Cochrane leika í A Scanner Darkly sem byggist á reynslusögu hins heimsþekkta vísindaskáldsagnahöf- undar Philip K. Dick. Í A Scanner Darkly er sagt frá skuggahliðum eit- urlyfjaneyslu samtímans. Í kvik- myndinni er blandað saman ýmissi tækni, eins og teiknimyndum og tölvugrafík, sem smám saman breyt- ast í kvikmyndir, ekki ósvipað og í Sin City. Í myndinni er dregin upp áleitin sýn á Bandaríkin eins og höf- undur sér þau fyrir sér eftir sjö ár. A Scanner Darkly verður frumsýnd í kvöld í Háskólabíói og verður ekki sýnd með íslenskum texta. Framtíð Myndin segir frá dópneyslu framtíðarinnar í Bandaríkjunum. Blönduð tækni Erlendir dómar Metacritic: 73/100 New York Times: 70/100 Variety: 70/100 Entertainment Weekly: 42/100 Allt skv. Metacritic. Frumsýning | A Scanner Darkly Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli BREIÐHOLT - RAÐHÚS Á EINNI HÆÐ ÓSKAST Til mín hefur leitað ákveðinn kaupandi, sem vantar raðhús í Breiðholti. Óskað er eftir húsi á einni hæð, hús á tveim- ur hæðum kemur sterklega til greina. Áhugasamir vinsamlega hafið samband, ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Grétar Kjartansson, sölumaður fasteigna, sími 696 1126.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.